Morgunblaðið - 18.09.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.09.2020, Qupperneq 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrátt fyrir að peningamagnið hafi aukist á árinu hefur það oft verið hærra sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu á öldinni. Fram kom í ViðskiptaMogganum í fyrradag að peningamagnið hefði aukist um 227 milljarða frá lokum janúar til loka júlí í ár. Það virtist vera þriðja mesta aukningin á því tímabili næst á eftir 2007 og 2008. Þ.e.a.s. þriðja mesta aukningin á nafnvirði. Vísað er til peningamagns og sparifjár sem er flokkur M3. Viðmælendur Morgunblaðsins í fjármálageiranum töldu ýmsar leið- ir færar til að bera saman aukn- inguna í peningamagni í ár og fyrri ár. Deilt niður á landsframleiðslu Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, reiknaði að beiðni blaðsins út þróun peninga- magns á öldinni út frá landsfram- leiðslu. Nánar tiltekið núvirti hann peningamagnið fyrr á öldinni, á hverjum ársfjórðungi fyrir sig, og deildi því í landsframleiðsluna. Niðurstöðurnar eru sýndar á grafinu hér til hliðar. Uppsafnað sparifé á þátt í aukningunni í ár. Eins og sjá má var hlutfall pen- ingamagns í júlí sl. 75,2% af lands- framleiðslunni, eða ívið hærra en í júní 2007 sem var þá met á öldinni. Peningamagn- ið sem hlutfall af landsframleiðslu jókst síðan gríðarlega fram að efnahags- hruninu 2008 og hélst í kringum 100% út árið 2009. Það lækkaði síðan fram á vor 2013 er það fór að hækka á ný. Það hefur síðan gengið í bylgjum eins og sjá má á grafinu. Jón Bjarki segir þessar tölur vitna um að aukningin undanfarið sé ekki einsdæmi. Þar nægi að horfa til bóluáranna fram að hruninu 2008. Varðandi skýringar á aukning- unni megi nefna að Seðlabankinn hafi hætt að bjóða mánaðarinnlán og létt á kvöðum á bankana. Þá hefði ríkissjóður selt bönkunum rík- isvíxla og geymt söluvirðið á reikn- ingum hjá Seðlabankanum og líf- eyrissjóðir dregið úr fjárfestingu erlendis. Þessar og aðrar aðgerðir séu líklegar til að ýta við peninga- margfaldaranum. Talið þrýsta á verðlag Spurður hvaða áhrif aukið pen- ingamagn kunni að hafa á verð- bólgu segir Jón Bjarki að fyrir all- mörgum árum hefðu viðbrögðin „frekar verið þau að hafa áhyggjur af því að það myndi mynda verð- þrýsting“. „Viðhorf fræðaheimisins gagn- vart sambandi peningamagns og verðbólgu er hins vegar að breyt- ast. Þá sér í lagi af því að það hefur auðvitað sýnt sig að þessi rosalega peningaprentun sem hefur verið í gangi í stóru seðlabönkunum allan áratuginn, í mismiklum mæli og á mismunandi tímum, hefur ekki leitt til aukinnar verðbólgu og þeir eru enn að ströggla við að ná verðbólgu upp, þrátt fyrir allar þessar æfing- ar. Það hefur leitt til þess að menn eru í meira mæli orðnir efins um að sambandið milli aukins peninga- magns og verðbólgu sé eins sterkt og látið var í veðri vaka fyrir 10 ár- um, hvað þá 25-30 árum. Í upphafi áratugarins töldu ýmsir hagfræðingar fullvíst að það myndi að lokum skapast verðbólguvanda- mál í Bandaríkjunum þegar pen- ingar voru prentaðir [eftir hryðju- verkaárásirnar 2001 og eftir fjármálakreppuna 2008]. En svo varð ekki. Þannig að greinin er í mikilli naflaskoðun varðandi þetta samhengi og nú treysta fáir sér til að draga svona sterkar ályktanir og ætla að aukning á peningamagni sé ávallt áhyggjuefni. Aðrir þættir geta dempað á móti og hægt á pen- ingamargfaldaranum,“ segir Jón Bjarki sem telur að yfirfæra megi þessa alþjóðlegu umræðu á Ísland. Hafa áhrif á móti Hér hafi strangari kvaðir á bank- ana, meðal annars varðandi lausafé og eigið fé, dempandi áhrif. „Þannig að á meðan peninga- magn eykst tímabundið og hægt er að benda á góðar skýringar á aukn- um innlánum í kerfinu er aukningin kannski ekki mikið áhyggjuefni. Við þurfum ekki að óttast að þetta eitt og sér verði verðbólguvaldur. Ef við færum hins vegar að sjá þennan vöxt ár eftir ár, samhliða minni slaka í hagkerfinu, myndi maður setja spurningarmerki við það,“ segir Jón Bjarki. Hann bendir svo á að hlutfall peningamagns og lands- framleiðslu sé víða mun hærra en á Íslandi. „En ef við förum að taka þessu af of mikilli léttúð er ekki hægt að úti- loka að þetta læðist aftan að okkur. Sem betur fer erum við í bili ekki komin inn á sérstakar hættubraut- ir,“ segir Jón Bjarki. Þarf ekki að leiða til verðbólgu  Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukningu peningamagns ekki þurfa að leiða til verðbólguskots  Í upphafi aldarinnar hafi margir spáð verðbólgu út af mikilli peningaprentun stóru seðlabankanna Hlutfall peninga í umferð* af vergri landsframleiðslu frá ársbyrjun 2000 Peningamagn sem hlutfall af landsframleiðslu 110% 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 Heimild: Seðlabanki Íslands Útreikningur: Íslandsbanki * M3: verðtryggð innlán, orlofsreikningar, innlán v/viðbótarlífeyrissparnaðar og annað bundið sparifé, M2: almennt óbundið sparifé og M1: veltiinnlán, seðlar og mynt í umferð. 66,0% 100,7% 41,5% 75,2% Morgunblaðið/Golli Á uppleið Peningamagnið eykst. Jón Bjarki Bentsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is AXIR FYRIR KRÖFUHARÐA Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 3.019.20 Verð 3.890 3.043.e Verð 8.330 3.043.d Verð 4.960 3.003.d Verð 7.340 3.051.d Verð 4.980 3.038.t Verð 5.900 Verð 20.960 MIKIÐ ÚRVAL i Ekelund rð 20.960 Öxi Hatce Verð 18. Öx Ve Öxi Carpenters t mini 340 Öxi Hultan Verð 19.680 Öxi Splitting Verð 24.110

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.