Morgunblaðið - 18.09.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.09.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bandaríska athafnakonan Michelle Roosevelt Edwards, áður þekkt undir nafninu Michelle Ballerin, skráði sig í gær fyrir nær helmingi þeirrar upp- hæðar sem Icelandair stefnir að því að afla í hlutafjárútboði félagsins, sem hófst á miðvikudagsmorgun en lauk í gær klukkan 16. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum Morgunblaðsins er um að ræða sjö milljarða króna fjár- festingu, og samkvæmt sömu heimild- um vonast Edwards til að eignast með kaupunum fjórðungshlut í flugfélaginu. Þá herma sömu heimildir að Ed- wards hyggist í fyllingu tímans leggja saman krafta WOW air og Icelandair, en athafnakonan komst fyrst í frétt- irnar á síðasta ári hér á landi þegar hún keypti eignir WOW air úr þrotabúi flugfélagsins. Lýsti hún fyrirætlunum sínum í ítarlegu viðtali við Viðskipta- Moggann. Stefnt var að því að safna tuttugu milljörðum króna í útboðinu, en hægt yrði að bæta við þremur milljörðum ef eftirspurn yrði meiri en framboð. Út- boðsgengi var ein króna hver hlutur. Landsbanki og Íslandsbanki sölu- tryggja sex milljarða af hlutafjárútboði Icelandair og skuldbinda sig til að kaupa þann hluta verðbréfa sem áskrift næst ekki fyrir í almennu út- boði. Tilboðsbók A og B Þrír milljarðar hluta voru í boði í til- boðsbók B, en þar var lágmarksáskrift 100.000 krónur en hámarksáskrift tuttugu milljónir að kaupverði. Sautján milljarðar voru í boði í tilboðs- bók A, en þar var lágmarksáskrift tutt- ugu milljónir króna en ekkert hámark. Þá fylgdu hlutunum áskriftarréttindi sem samsvara 25% af skráningu nýrra hluta. Hægt verður að nýta áskriftar- réttindin á verði sem fer stighækkandi frá útboðsgengi, í þremur skrefum, á ákveðnum tímabilum, yfir tveggja ára tímabil. Morgunblaðið hafði samband við forsvarsmenn helstu lífeyrissjóða í gær og fékk meðal annars þær upplýs- ingar að stærsti lífeyrissjóður lands- ins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins, hefði keypt fyrir tvo milljarða króna. Í skriflegu svari segir Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri að málið hafi verið vel undirbúið, mikið rætt, mörg ólík sjónarmið hafi komið fram, en niðurstaðan hafi verið að kaupa fyr- ir tvo milljarða. Upphæðin er um 0,2% af heildareignum lífeyrissjóðsins eins og þær voru í lok árs 2019. Ennfremur fengust þær upplýsing- ar frá Eftirlaunasjóði íslenskra at- vinnuflugmanna að sjóðurinn hefði keypt fyrir 450 mkr. Arnaldur Lofts- son, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyr- issjóðsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að sjóðurinn tjáði sig ekki um þátttöku í útboðinu fyrr en niðurstaða útboðsins lægi fyrir. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum feng- ust þær upplýsingar að sjóðurinn hefði tekið þátt í útboðinu, en upphæðin var ekki gefin upp. Morgunblaðið hafði samband við Ólaf Ásgeirsson hjá greiningar- fyrirtækinu IFS og innti hann eftir túlkun á atburðarás gærdagsins. Sagði Ólafur að sú staðreynd að hlutabréfamarkaðurinn hefði verið „grænn“ í gær og úrvalsvísitalan hækkað um 1,65% væri merki um al- menna bjartsýni með útboðið og framhaldið. Snorri Jakobsson hjá Jakobsson Capital segir að það líti út fyrir að Michelle Roosevelt Edwards verði ráðandi hluthafi í Icelandair eftir útboðið, og hún sé líklega með sinni fjárfestingu búin að tryggja sér 25% af eigin fé félagsins. Þar með sé Icelandair komið að stórum hluta í erlenda eigu. „Lífeyrissjóðir eru frekar óvirkir í stjórnum hluta- félaga og þarna kemur aðili sem verður örugglega mjög virkur og ráðandi.“ Milljarðaþátttaka staðfest Morgunblaðið/Árni Sæberg Icelandair Niðurstöður útboðsins verða kynntar í dag, en stefnt var að því að safna a.m.k. tuttugu milljörðum króna.  Eigandi WOW staðfestir kaup á sjö milljörðum hluta í Icelandair-útboði  LSR staðfestir tveggja milljarða kaup EFÍA kaupir fyrir 450 milljónir króna Eignir Fiskikóngsins námu 199 mkr. í lok síðasta árs, en þær voru 153 mkr. í lok 2018. Eigið fé félags- ins nemur 66 mkr., og jókst um 37% milli ára, en það var 48 mkr. í lok árs 2018. Í ársreikningnum er vikið að rekstri þessa árs, og segir að áhrif kórónuveirufaraldursins á félagið hafi verið mikil þar sem heildsala hafi dregist verulega saman m.a. sökum samdráttar í veitingageir- anum. Hagnaður Fiskikóngsins ehf., sem rekur m.a. vinsælar fiskbúðir í Reykjavík, nam tæpum 18 millj- ónum króna á síðasta ári, sam- kvæmt nýbirtum ársreikningi fé- lagsins. Það er um 64% aukning frá árinu á undan, þegar hagnaðurinn var tæpar ellefu milljónir króna. Tekjur félagsins á síðasta ári voru hátt í milljarður króna, nánar tiltekið 935 milljónir. Það er um- talsverð aukning frá árinu á undan þegar tekjurnar voru 730 mkr. Velta Fiskikóngsins tæpur milljarður  Hagnaður eykst um 64% milli ára Morgunblaðið/Golli Fiskur Samdráttur hefur orðið í fiskbúðum Fiskikóngsins á þessu ári. 18. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.28 Sterlingspund 175.65 Kanadadalur 102.75 Dönsk króna 21.586 Norsk króna 15.063 Sænsk króna 15.425 Svissn. franki 149.32 Japanskt jen 1.2873 SDR 191.68 Evra 160.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 197.3857 Hrávöruverð Gull 1964.8 ($/únsa) Ál 1767.0 ($/tonn) LME Hráolía 40.72 ($/fatið) Brent Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri markaðs- og við- skiptaþróun- arsviðs Lands- virkjunar, hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýj- an vísisjóð sem Eyrir er að hleypa af stokkunum, Eyrir Sprotar II. Í til- kynningu frá Eyri segir að Eyrir Sprotar II, muni sérhæfa sig í að styðja við uppbyggingarferli ís- lenskra sprotafyrirtækja. „Ég er af- skaplega spennt fyrir því að efla og vinna að framgangi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Íslandi,“ segir Stefanía í tilkynningunni. Stýrir nýj- um sjóði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir  Styður við upp- byggingarferli Fly Play, sem kynnt hefur áform um flug til og frá landinu, krefst þess að eftirlitsstofnun EFTA (ESA) dragi til baka samþykki sitt fyrir ríkis- ábyrgð lána til Icelandair. Í bréfi sínu til ESA tíundar lög- maður Play, dr. Haukur Logi Karls- son, að forsendur ríkisábyrgðar séu byggðar á röngum forsendum og fullyrðir að ef allar upplýsingar hefðu legið fyrir í upphafi hefði nið- urstaða ESA orðið önnur. Utan þess að draga samþykki til baka er gerð sú krafa að ferli leyfisveitingarinnar verði rannsakað með formlegum hætti. Á heimasíðu Stjórnarráðsins er staðfest að stjórnvöldum hafi borist kæra frá ESA, en einnig er áréttað að ríkisaðstoð til Icelandair sé byggð á sama lagalega grundvelli og ákvarðanir ESA í sambærilegum ákvörðunum um leyfilega ríkis- aðstoð vegna Covid-19, m.a. vegna flugfélaganna: SAS, Condor, Austri- an Airlines og Alitalia. Play kærir ríkisaðstoð  Ríkið vísar í for- dæmi frá Evrópu Morgunblaðið/Hari Flug Play ósátt við ríkisaðstoð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.