Morgunblaðið - 18.09.2020, Page 23

Morgunblaðið - 18.09.2020, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 iskonur úr kvennafansinum okkar kvatt. Það er óumræði- lega sárt, sérstaklega þegar fólk fer allt of snemma. Við Sverrir og börnin okkar Jóna, Orri og Jón Einar þökkum Kol- brúnu hin góðu kynni og vott- um Gunnbirni, Stefáni, Evu og Freyju og öðrum í fjölskyldu Kolbrúnar innilega samúð á sorgarstund. Minning um fal- lega og hæfileikaríka konu mun lifa. Rannveig Guðmundsdóttir. Það eru nokkrar manneskjur í mínu lífi sem hafa verið mér sérstaklega mikilvægar og ert þú þar í hópi, kæra vinkona sem ég kveð nú í dag. Vinskapur okkar spannar tæp 30 ár og voru síðustu vik- urnar erfiðar þar sem ég gat ekki heimsótt þig vegna heim- sóknarbanns á líknardeild vegna Covid. En það var gott að gera hringt í þig á meðan þú dvaldir þar og takk Eva mín fyrir að koma kveðjuorðum frá mér til systur þinnar, það var gott að geta kvatt. Þú hafðir alltaf mikinn bar- áttuvilja og þrautseigju og áhuga á lífinu og lífi annarra og þú spurðir mig alltaf þegar við hittust eða töluðum saman hvort ég væri með plön um að gera eitthvað. Eins og sönnum vinkonum sæmir þá glöddum við hvor aðra, hvöttum hvor aðra og dáðumst að verkum hvor ann- arrar og ekki síst nutum við samverustunda sem gáfust og alltaf varstu einlæg og sönn. Við brölluðum mikið og ferð- uðumst bæði innanlands og er- lendis, fórum í matar-, kvenna- og afmælisboð, sumarhúsaferð- ir, hestaferðir, gönguferðir og á kaffihús, en þú kenndir mér að drekka kaffi. Elsku vinkona, ég á eftir að sakna þín og vináttu þinnar sem hefur alltaf verið mér dýr- mæt og þú munt lifa í hjarta mínu alla tíð. Eins og það er sárt þá veit ég að þú ert nú í góðum fé- lagsskap og sé ég þig fyrir mér í bleikri blússu og gullskóm. Fjölskyldu Kollu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, elsku hjartans vinkona mín. Þín Kristín. Kolla vinkona okkar er látin aðeins 56 ára að aldri. Hetju- legri baráttu er lokið og má segja að hún hafi tekið lokabar- áttuna af miklu æðruleysi. Hvernig hún reyndi að njóta hvers dags í sínum veikindum er aðdáunarvert og vekur okk- ur til umhugsunar um lífið. Við kynntumst hver annarri þegar við hófum að æfa frjálsar íþróttir hjá ÍR á áttunda ára- tugnum. Eins og algengt er þá bindur íþróttaþátttaka marga vináttuböndum og það átti svo sannarlega við hjá okkur. Við vorum ekkert að flækja hlutina þegar kom að því að nefna hóp- inn okkar, ÍR-saumaklúbbur- inn. Við höfum haldið hópinn í 40 ár og átt alveg frábærar stundir saman. Eitt af einkenn- um Kollu var hennar breiða og fallega bros. Hún var enda brosmild og mikill húmoristi. Hún var líka hrein og bein í skoðunum og sagði sína mein- ingu alveg hreint út. Hún var hvort tveggja í senn hógvær og hreykti sér ekki en á sama tíma var hún hörkutól í lífi og starfi. Á sínum farsæla starfsferli náði hún langt á eigin verðleikum. Kolla var vinur vina sinna. Það var alltaf gott að leita ráða hjá henni hvort sem um var að ræða lögfræðilegt álit eða bara hvort ætti að kaupa þennan kjól eða hinn. Kolla elskaði að ferðast og hefur heimsótt flest- ar heimsálfur og naut þess að kynnast framandi menningu. Minning um yndislega konu lif- ir áfram í hjörtum okkar. Við sendum systkinum henn- ar okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ástdís, Bryndís, Guðrún, Ingibjörg, Katrín, Margrét, Oddný, Sigríður, Steinunn og Tinna. Við kveðjum núna, langt um aldur fram, góða vinkonu okkar og samstarfskonu, Kolbrúnu Sævarsdóttur héraðsdómara. Kolla, eins og við þekktum hana, kom fyrst til okkar í Hér- aðsdóm Reykjavíkur sem dóm- arafulltrúi á árinu 1992, en þá var dómstóllinn að stíga sín fyrstu skref eftir að Sakadómi Reykjavíkur, Borgardómi Reykjavíkur og Borgarfógeta- embættinu var steypt saman í einn dómstól um mitt ár 1992. Kolla staldraði ekki lengi við í það sinn en kom næst til okkar sem settur héraðsdómari á árinu 2010. Á fyrri hluta árs 2012 var hún síðan skipuð sem héraðsdómari við dómstólinn og gegndi því embætti alla tíð eftir það. Starfsævi Kollu var við- burðarík og starfaði hún meðal annars lengi innan lögreglunn- ar og ákæruvaldsins. Var hún því öllum hnútum dómstólsins kunnug þegar hún kom til okk- ar 2010. Féll hún strax vel inn í hópinn og tókst á við öll þau úr- lausnarefni sem dómstóllinn hefur með höndum. Þannig vann hún við almenna deild dómstólsins, dæmdi um tíma sakamál, en mestan part starfs- ævinnar hjá okkur dæmdi hún almenn einkamál. Kolla var áræðin í starfi. Hún átti auðvelt með að leysa úr hvers konar ágreiningsefnum, þó svo sum hver hafi verið lögfræðilega flókin og önnur þar sem reyndi mikið á mannlegan skilning. Það fór gott orð af Kollu sem héraðsdómara og var hún góð- ur fulltrúi sinnar starfsstéttar. Það var okkur öllum mikið reiðarslag þegar Kolla greind- ist með krabbamein sumarið 2012. Henni gekk hins vegar vel í meðferðinni og var það því mikið áfall þegar krabbameinið náði sér aftur á strik í lok árs 2015. Kolla háði mikla baráttu við krabbameinið, eins og henn- ar var jafnan háttur í öllu sem hún tókst á við, en varð að lok- um að láta undan. Það var aðdáunarvert hvernig hún tókst á við veikindi sín. Æðrulaus og lét fátt skemma fyrir sér góða skapið. Hún var dugleg við að ferðast um framandi slóðir og ætlaði svo sannarlega ekki að láta spennandi staði fara fram hjá sér þó svo hún hafi vitað að tíminn væri skammur. Við sem með henni höfum starfað sitjum eftir og söknum góðrar vinkonu. En lífið verður að halda áfram og við að muna að öll erum við einungis lítið sandkorn í lífsins vél. Takk elsku Kolla fyrir öll árin saman. Fyrir hönd samstarfsfólks í Héraðsdómi Reykjavíkur, Símon Sigvaldason dómstjóri. Elsku Kolla mín var það sem kallast kjarnakona, kvenskör- ungur. Hún hefði sómt sér vel í Íslendingasögunum, þ.e.a.s. ef kvenmennirnir þar hefðu verið aðeins skemmtilegri karakter- ar. Því skemmtileg var hún. Það var fyrir mörgum árum að mig langaði inn á Lónsöræfi og var að reyna að fá einhvern með mér. Samstarfskona sló til og spurði hvort hún mætti bjóða vinkonu sinni með. Á leið- inni austur urðum við Kolla vin- konur. Beinskeytt, hreinskilin, opin, ákveðin, glaðleg, hispurslaus, þrautseig, hnyttin, klár, tign- arleg og sterk. Hvernig var hægt að falla ekki fyrir því? Við sóttum mikið hvor í aðra, leggjalangar einhleypar konur með maga sem miklum tíma var eytt í að losa sig við. Rækt- in, hlaup, hjól, sund, göngur og skíði, en lítið dugði. Þá var far- ið á kaffihús og djammið og síð- an upp í sófa hjá hvor annarri og glápt, borðað og rætt um líf- ið og allt sem því fylgir. Og veikindin. Kolla talaði alltaf op- inskátt um veikindin. Lyfin fóru vel í hana og maður trúði að framfarirnar í meðferðum myndu bjarga henni. Við héldum áfram í ræktinni í öllu þessu ferli og útihlaupum. „Þú tekur bara hundinn á þetta,“ sagði hún og ég hljóp fram og til baka fyrir framan hana þegar hún var orðin orku- minni. Þegar ég eitt sinn á þessum hlaupum okkar fór að kvarta yfir að mér fyndist ég hafa fitnað svarði hún einlæg- lega: „Já, ég var einmitt að spá í það hvað afturendinn á þér væri orðinn stór.“ Þetta er það sem ég elskaði við Kollu. Þessi hreinskilni og hvað hún var blátt áfram. Ég vissi að ég gat treyst því sem hún sagði, aldrei leikur eða fals. Eða væmni. Sjálf vældi hún aldrei eða vor- kenndi sér og það þýddi ekkert að væla utan í henni. „Ertu í al- vöru enn að væla yfir þessum manni, mér fannst hann nú aldrei neitt sérstakur,“ sagði hún réttilega og svo var farið að gera eitthvað skemmtilegra. Farið að veiða, ferðast um landið og mikið hlegið þegar ég tilkynnti að ég ætlaði í Leið- söguskólann. Hún þekkti engan sem var jafn áttavilltur og ég, enda keyrði ég alltaf á okkar ferðalögum og hún var á kort- inu. Þegar ég fór að gæda öll sumur, leigði ég út íbúðina mína og fékk að vera hjá Kollu þær nætur sem ég var í bæn- um. Mikið voru það góðar stundir, kósí kvöld og enn nota- legri morgnar. Þegar hún fékk tilkynningu um að krabbameinið væri kom- ið aftur og að hún ætti einungis fá ár eftir ræddum við mikið um hvað maður gerir við slíkar fréttir. Hún vildi nýta tímann, vera með fjölskyldunni, systk- inum sínum og börnum þeirra og halda áfram að lifa lífinu lif- andi. Kolla stóð við það og var dugleg að ferðast um allan heim, umvafin góðum vinkon- um. Hún vann eins lengi og hún gat, enda skipti vinnan hana miklu máli, sá hörkuklári lög- maður sem hún var. Ekki í eitt einasta skipti heyrði ég hana kvarta undan hlutskipti sínu. Þetta var langt ferli og lengi leit þetta vel út, maður hélt í vonina fram á síð- asta dag. Glæsileiki, húmor og reisn einkenndu Kollu allt fram á síðasta dag og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að ganga við hlið hennar hluta af lífinu. Ég votta ættingjum og vinum samúð mína. Meira: mbl.is/andlat Gréta S. Guðjónsdóttir. „Svona eru bara lögin Ragga. Það er ekki hægt að stilla niðurstöðuna eftir því hvernig vindarnir blása á hverj- um tíma,“ sagði Kolbrún sem var góður lögmaður og átti auð- velt með að greina hismið frá kjarnanum. Hún var eins langt frá því að vera meðvirk og hægt var. Hún greindi stöðuna og mat út frá staðreyndum. Eitt sinn var ég ósátt við nið- urstöðu í máli sem að mér snéri og átti ég orðastað við Kollu um málið. Hún sá ekki ástæðu til að sykurhúða stöðuna eða á einhvern hátt reyna að bera í bætifláka fyrir mig, það var bara ekki hennar stíll. Ég kunni að meta það og fáum treysti ég betur til að ráða mér heilt. Kolbrún vinkona mín var eldklár. Vinskapur í þrjá ára- tugi sem byggðist á gagn- kvæmri virðingu og trausti. Beint á barinn eftir kauphlaup í stórborg, skotið úr byssu á Sökku í Svarfaðardal, útilega í Húsafell, heimsóknir til Brynku í Noregi, „road trip“ um sveitir Spánar og Portúgal og út á ga- leiðuna í Madrid, kjólalán og sólgleraugnamátun og ekki síst skraf um pólitík og dægurmál, þar sem skipst var á skoðunum og málin krufin. Kolbrún alltaf rökföst og skynsöm. Kollu hugnaðist illa væmni og stund- um fjargviðraðist hún yfir skrifum sem henni þóttu þunn, væmin og án tilþrifa. Oftar en ekki var það raunin. Tilfinn- ingagreind Kolbrúnar sýndi sig þó glöggt í hennar veikinda- stríði. Aldrei barmaði hún sér eða velti upp málefninu sem erfitt er fyrir marga að ræða og horfast í augu við, þ.e. hið óhjá- kvæmilega sem bíður okkar allra. Fram á síðustu stundu sló hún á létta strengi og gant- aðist. Hún tók örlögum sínum af æðruleysi. Hún lagði sig fram um að njóta lífsins með sínum kæru vinum og fjöl- skyldu fram á síðasta dag og lét ekki deigan síga þegar kom að kaupum á fallegum fötum, skrautmunum og mublum. Hún var fagurkeri og elskaði lífið. Gengin er góð kona, mín kæra vinkona sem ég ávallt var svo stolt af. Ég votta þeim sem unnu henni samúð mína og í virðingu og þakklæti kveð ég Kollu mína. Ragnheiður K. Guðmundsdóttir. Er við gengum saman í frost- stillu föstudagssíðdegisins sagði vinkona frá stundaglasi sem var að tæmast. Við hlið okkar rann áin eins og eilífðin og við gengum að fossi í klakabönd- um. Og nú, fjórum árum síðar, er stundaglasið tæmt, Kolla lát- in úr sama meini og móðir hennar. Bara árans óheppni, sögðu sérfræðingarnir. Við kynntumst árið 2003 á ferðalagi og höfum síðan þá verið samferða. Það var ekki flókið að vera vinkona Kollu enda var hún umvafin vinum. Hún var alltaf til í ævintýri, var skemmtilega hreinskilin og með góðan húmor. Það er hægt að segja að hún hafi tekið örlögum sínum af æðruleysi en auðvitað langaði hana ekki til að deyja, hana þyrsti í lífið. Kolla sat um árabil í stjórn Lögfræðingafélagsins, þar sem ég starfa, og tók sem dómari þátt í nýjum réttarhöldum í máli Agnesar, Friðriks og Sig- ríðar sem félagið stóð fyrir árið 2017. Það var eftirminnilegt verkefni og Kolla sinnti því vel eins og öllu sem hún tók fyrir hendur. Síðustu mánuði hefur verið dásamlegt að fylgjast með því hvernig vinkonur og fjölskylda hafa umvafið Kollu. Stofnun Kolluklúbbsins varð til þess að einhver hafði samband við hana á hverjum degi og klúbbmeð- limir gerðu hvern dag betri. Ég kveð Kollu með söknuði, ferðafélaga til 17 ára. Þegar ég geng meðfram ánni í Elliðaár- dalnum á fallegum vetrardög- um mun ég minnast göngutúra með góðri vinkonu sem kvaddi allt of snemma. Eyrún Ingadóttir. Í dag er borin til grafar elsku fallega og trausta vinkona mín hún Kolla. Við Kolla kynnt- umst í gegnum sameiginlega vinkonu okkar, hana Ragnheiði K. Guðmundsdóttur, og síðan eru liðin rúm 25 ár. Ég kynnt- ist fullt af skemmtilegu fólki í gegnum elsku Kollu og hún sömuleiðis í gegnum mig. Við þvældumst saman í nokkur ferðalög til útlanda, Tyrklands, Ítalíu, Prag, Svíþjóðar (Malmö) og Danmerkur (Kaupmanna- hafnar) og Tenerife. Til Kaup- mannahafnar fórum við í fleiri en eitt skipti og þar fannst okk- ur gott að vera og skemmtum okkur alltaf konunglega! Það var alltaf stutt í hláturinn og fallega brosið hennar Kollu en þess á milli gat hún líka verið hrein og bein og sagt nákvæm- lega það sem hún hugsaði og meinti, þannig fólk kann ég líka vel að meta! Oftast í lokin heyrðist í minni: þetta er nú bara svona. Það var alveg sama hvenær ég hringdi í elsku Kollu og sagði: Hæ, ertu laus? Við erum nokkrar að fara í drykk eða út að borða … ég reiknaði með þér … þú átt pláss við borðið. Sagði svo: Er að setjast inn í taxa … pikka þig upp. Alltaf kom: Já, ekkert mál … skelli á mig augnskugga og verð reddy þegar þú ferð framhjá. Ég gleymi heldur aldrei ferð- unum okkar á Jómfrúna að fá okkur smurbrauð og tala um lífsins gang og plana hvert skyldi næst halda. Í sumar breyttum við um stað og fórum á Kjarvalsstaði að borða, það var styttra að fara og kannski auðveldara að geta keyrt upp að húsinu þegar elsku Kolla átti erfiðara með gang. Ég man eftir því að núna síð- ast þegar við fórum saman á Kjarvalsstaði þá sagði Kolla við mig: Taktu mig með næst þeg- ar þú ferð til Prag. Ég lofaði því … en núna þarf að taka hana með í huganum og það mun ég gera og borða á uppá- haldsstöðunum okkar þar. Við Kolla færðum hvor ann- arri alltaf afmælis- og jólagjafir í gegnum árin. Kolla sat alltaf lengi við að opna pakkann frá mér, horfði á mig og sagði: Mikið svakalega hnýtir þú alltaf fasta slaufuna og gerir nánast rembihnút, sagði svo þegar hún loksins gat opnað: Vá, ég roðna bara við þessa fallegu gjöf! Það eru endalaust skemmti- legar og góðar minningar sem ég á um elsku Kollu og gæti ég því haldið endalaust áfram. Ég kýs að hafa þessa grein örlítið styttri en ég er vön og mun því frekar halda minningu hennar á lofti og huga að fjölskyldu hennar og vinum í framtíðinni! Ég mun ávallt sakna þín, elsku vinkona, og halda í húm- orinn okkar og ég bið góðan guð að varðveita þig og þitt fólk og englana að vaka yfir ykkur öllum. Góða ferð í ferðalagið! Þín vinkona, Linda K. Urbancic. Kolbrún Sævarsdóttir var einstök vinkona og engum lík. Alltaf stutt í brosið hjá henni og húmorinn aldrei langt und- an, oft kaldhæðinn en mein- fyndinn. Hún hafði sterkar skoðanir, var einstaklega rök- föst og með sterka réttlætis- kennd. Það er svo sárt að sjá á eftir svo góðri vinkonu svo langt um aldur fram, en þeir deyja ungir sem guðirnir elska og hún er vonandi komin á betri stað, laus við erfiðan sársauka eftir lang- varandi veikindi. Við kynntumst þegar við vor- um báðar að æfa hjá frjáls- íþróttadeild ÍR og vorum bestu vinkonur í 40 ár. Hún féll strax vel inn í íþróttahópinn, var mik- il félagsvera og varð góð vin- kona margra. Alltaf til í ferða- lög, keppnisferðir og skemmtileg ævintýri með okk- ur stelpunum og oft hrókur alls fagnaðar. Og alltaf var stutt í glottið, og oftar en ekki fim- maurabrandarana sem við átt- um saman á lager. Kolbrún var glæsileg á hlaupabrautinni, en hætti ung að keppa. Þrátt fyrir það bundumst við sterkum vinaböndum alla okkar tíð. Kolbrún var með eindæmum samviskusöm og gekk mjög vel í skóla. Hún nam lögfræði og átti afar farsælan feril sem lög- fræðingur og síðar sem héraðs- dómari. Þótt vinnan væri oft erfið og strembin lét hún það ekki á sig fá og kunni að vera hún sjálf og njóta lífsins. Við Kolbrún áttum ótrúlega vel saman þótt við værum að mörgu leyti ólíkar og í henni átti ég trausta vinkonu sem ég gat alltaf leitað til og rætt við. Ég er óendanlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman og allar dýrmætu stund- irnar, hvort sem það var í bið- röðinni í Hollywood á níunda áratugnum eða í mörgum af frábæru utanlandsferðunum okkar saman. Síðasta ferð okk- ar saman til útlanda var til Rómar í fyrra og var Kolbrún í essinu sínu í búðarápi og sötr- andi kampavín. Og aldrei kvart- aði hún þrátt fyrir þreytu og sársauka. Hún kvartaði einung- is yfir því að ég vildi fara snemma að sofa. Við Kolbrún fórum með vin- konum okkar í frjálsíþrótta- deild ÍR í frábæra ferð saman til Bristol 2016 og héldum upp á einstakan 40 ára vinskap. Hún gat endalaust rifjað upp þá ferð með bros á vör því sá vinskapur var henni einstak- lega dýrmætur. Það segir líka mikið um okk- ar elsku Kolbrúnu að hún til- heyrði mörgum vinahópum bæði tengt námi og vinnu og ræktaði ávallt vel þau tengsl sín. Missir okkar og allra hinna vinkvennanna er mikill og stórt skarð höggvið í hópinn okkar. Hugur minn er fyrst og fremst hjá hálfsystkinum Kolbrúnar í móðurætt, þeim Evu og Stef- áni, og fjölskyldu Evu sem henni þótti svo afar vænt um. Einnig votta ég hálfsystkinum hennar í föðurætt þeim Mar- gréti, Lindu, Friðriki og Jó- hannesi mína dýpstu samúð. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Kolbrún mín, og 40 ára vin- skapur mun lifa áfram í minn- ingunni um yndislega og trausta vinkonu um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku besta vinkona mín. Bryndís Hólm. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni … (Hannes Pétursson) Þau skiptu sennilega hundr- uðum fólkið sem á haustdögum 1985 hóf laganám í gamla sam- komu Lídó (Tónabæ) við Skaftahlíð í Reykjavík. Sumir þekktust innbyrðis meðan aðrir voru einir á ferð og ekki laust við að vera hálfkvíðnir fyrir því ferðalagi sem framundan var og því alræmda fagi almennri lögfræði. Það fór og svo að hóp- urinn þynntist fljótlega og fimm árum síðar vorum við að- eins á milli 30 og 40 sem lukum embættisprófi í lögum. Þá var líka orðið til samheldið sam- félag vina sem staðist hafði þá eldraun sem það vissulega var að ljúka fimm ára laganámi. Þetta fólk hefur haldið þétt saman allar götur síðan. Í þessum hópi var Kolbrún Sævarsdóttir sem nú er kvödd. Kolla eins og hún var ævinlega kölluð af okkur varð fljótt áber- andi og eitt af andlitum ár- gangsins. Beinskeyttur húmor- SJÁ SÍÐU 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.