Morgunblaðið - 18.09.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 18.09.2020, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 ✝ Davíð O. Dav-íðson fæddist í Reykjavík 1. nóv- ember 1951. Hann lést á Landspít- alanum í Reykjavík 8. september 2020. Foreldrar hans voru Olav Davíð Davíðson, f. 11. júní 1920 í Staf- angri í Noregi, d. á Ási í Hveragerði 1. júlí 2009, og Sólveig Ingibjörg Kr. Davíðson, f. 15. janúar 1928 á Ísafirði, d. á Ási í Hveragerði 18. október 2008. Davíð var elsta barn þeirra en systkini hans eru: Ástrún Sólveig, f. 1954, Betzy Marie, f. 1956, Olav Heimir, f. 1958, og Ragnheiður Hulda, f. 1960. Í október 1973 kvæntist Dav- íð Elínu Björgu Jónsdóttur, f. vaxandi þorp. Þar tók hann þátt í atvinnulífinu eins og tíðkaðist á þeim tíma, hvort sem verið var að landa fiski eða steypa hús. Á þessum árum eignaðist Davíð marga af sínum bestu vinum. Hann lék í unglinga- hljómsveitinni HEAD og rifjar sú sveit árlega upp gamla takta. Davíð var bifvélavirki með meistararéttindi. Vegna veik- inda skipti hann um starfsvett- vang og vann m.a. að uppbygg- ingu Golfvallar Þorlákshafnar. Síðustu árin vann hann við áhaldahús Ölfuss. Davíð tók alltaf mikinn þátt í félagsstörf- um, var í björgunarsveitinni Mannbjörg, í landsstjórn björg- unarsveita, í Ferðamálafélagi Ölfuss, Lúðrasveit Þorláks- hafnar og Tónum og Trix. Áhugamál hans voru helst tengd tónlist, samfélaginu og náttúru landsins. Útför Davíðs fer fram frá Þorlákskirkju í dag, 18. sept- ember 2020, klukkan 14. 21. október 1952 í Reykjavík. Synir Davíðs og Elínar Bjargar eru: 1) Ein- ar Örn, f. 8. maí 1973 í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Að- alsteinsdóttur, f. 11. nóvember 1977, börn þeirra eru Davíð Steinn, f. 5. júní 2007, og Þórey María, f. 15. nóv- ember 2011. 2) Olav Veigar, f. 17. ágúst 1977 í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Perlu Böðv- arsdóttur, f. 31. maí 1980, börn þeirra eru: Elín Þuríður, f. 28. maí 2014, og Vésteinn Veigar, f. 6. júlí 2019. Fyrstu árin bjó fjölskylda Davíðs upp við Fossa en ferm- ingarárið hans fluttu þau til Þorlákshafnar, sem var þá ört Elsku pabbi minn. Takk fyrir að flytja í Þorlákshöfn og leyfa mér að veiða krabba og hafa þá í bílskúrnum þínum og framkvæma allt sem mér kom til hugar. Takk fyrir að leyfa mér að reka mig á og minnast ekkert á það síðar þó svo að þú hafir varað mig við. Ég man þegar ég hlustaði á mjög töff tónlistarmenn og þú komst inn með hljómplötur þar sem öll plötuumslögin höfðu myndir af síðhærðum skeggjuð- um körlum í fáránlegum fötum. Upp frá því deildum við reglu- lega lögum og útsetningum og ég hlakkaði til að sýna þér eitthvað sem ég hafði lært. Ég hlusta enn á þessa tónlist þinnar kynslóðar og spila þegar ég gríp í gítarinn. Ég saknaði þín mikið þegar ég bjó erlendis, meira en annarra. Ástæðan er sú að ég saknaði þess að vera með þér, ekkert endilega að ræða mikið heldur að gera eitt- hvað saman, bara vera saman. Það var þannig á milli okkar að mér fannst skemmtilegast þegar við brölluðum eitthvað saman, hvort sem það var í bílskúrnum þínum, kúluspil á ganginum, veiða, ganga á fjöll eða vera úti í náttúru lands- ins og sérstaklega að grúska í hljómabókum og tónlist. Takk fyrir að keyra mig í hverri viku til Reykjavíkur í gítarnám og bíða eftir mér í tvær klukkustund- ir og keyra svo heim og hafa svona einlægan áhuga á því sem ég hafði lært. Takk fyrir að vera afi og mæta á íþróttamót og tónleika barna minna og hafa sama ein- læga áhugann á þeim og þeirra lífi. Takk fyrir að benda mér, með þínum ljúfa hætti, á hlutverk pabba í uppeldi. Þakka þér fyrir tímann á fjallstindum, við árnar í Þórsmörk og í náttúru landsins. Takk fyrir að segja mér sögur af landinu, af dýralífinu og nátt- úrunni. Takk fyrir að hlusta, fyrir þolinmæðina og fyrir að gefa þér tíma. Þú kenndir mér að stjórna ekki öllu heldur því sem er mikilvæg- ast. Þú kenndir mér snemma að það dugar ekki að hitta á gítarstreng- inn og styðja á rétta nótu á háls- inum heldur er mikilvægast að skila tilfinningunni frá sér í gegn- um tóninn, hvort sem er í gítar- hljómi eða í öðrum samskiptum við samferðafólk. Ég var ekki tilbúinn að þú færir núna, hafði séð fyrir mér fleiri ár saman. Fleiri sögur og matarboð í Haukaberginu sem breyttust í gít- arspil okkar. Ég veit ekki hvernig matarboðin verða að loknum aðal- rétti. Mögulega fer ég inn í gít- arherbergið þitt og tek nokkur lög. Ég hafði séð fyrir mér nokkur lög í viðbót með þér. Ég tek með mér það sem kenndir mér. Þinn sonur, Einar Örn. Í einu vetfangi er allt breytt, í einu vetfangi er lífinu lokið. Þann- ig var það með elsku tengdapabba minn, Davíð. Davíð var hæglátur maður og það var ekki hans stíll að fara svona fljótt. Eftir sitjum við og syrgjum okkar yndislega eig- inmann, pabba, tengdapabba og afa og reynum að átta okkur á nýj- um veruleika. Um leið og sorgin heltekur mig þá er ég full þakk- lætis fyrir að Davíð leyfði mér að vera líka stelpan hans, þakklætis fyrir að hann var Óla mínum góð- ur pabbi, félagi og handleiðari í gegnum lífið og ekki síst þakklæt- is fyrir kærleiksríkan afa barna minna. Davíð var fyrirmyndarmaður með prúða framkomu, vinalegt viðmót og fordómalaus. Davíð var fallegur maður utan sem innan og líkist Óli minn honum æ meira eft- ir því sem árin líða. Óli erfir líka ósiðina hans sem upphaflega reyndust mér svolitlar áskoranir. Davíð var matgrannur og mat- vandur maður og alls ekki auðvelt að bjóða honum góðan mat, hvað þá jólamat en með árunum lærðist mér að hafa matinn ekki of sterk- an eða kryddaðan, ekki bjóða bara upp á sætar kartöflur með kalkún- inum og velja rauðvínið vel. Þess- ar tiktúrur hans hafa jafnan verið uppspretta mikils hláturs og gleði hjá okkur fjölskyldunni og mikið sem okkur þykir vænt um þær. Davíð kenndi mér að njóta nátt- úrunnar, læra um gróður og fugla- líf. Minnisstæð er ferð okkar Óla með mæðrum okkar og Davíð á Kárahnjúka stuttu áður en svæðið var eyðilagt. Þar gengum við í rigningunni, nutum kyrrðarinnar og náttúruhljóðanna. 15 árum síð- ar fórum við Davíð saman að sjá sýningu Andra Snæs í Borgarleik- húsinu og urðum aftur agndofa yf- ir náttúrufegurð landsins sem er horfið. Við áttum líka margar samverustundir í trjálundinum í fallegu Útey og alltaf var Davíð til í að vera með okkur hvort sem það var að saga niður tré, planta trjám eða berjast við kerfilinn. Í minningunni var eins og Dav- íð gerði alltaf allt fyrir mig. Hann neitaði mér aldrei jafnvel þótt bón mín væri honum ekki alltaf að skapi. Hann lagaði Patrólinn sinn fyr- ir mig þegar mig langaði að kom- ast í Þórsmörk og hann lagaði fellihýsið sitt fyrir mig þegar ég vildi fara í útilegu með börnin mín. Hann var líka kletturinn og ör- yggið okkar fyrir foreldra mína. Ég er honum þakklát fyrir að vera til staðar fyrir þau þegar tímarnir voru ekki alltaf svo einfaldir. Hann var þeim sannur vinur. Afar eru á mínu heimili skemmtilegastir og Davíð afi var Elínu Þuríði einstakur félagi. Þau áttu sínar fallegu stundir en best fannst þeim að hafa kósí í sófanum á Haukaberginu og helst leika með gæsina og gíraffann. Vésteini Veigari fannst afi líka skemmti- legur og skríkti þegar afi birtist á skjánum í símanum. Síðustu mánuði tengdust þeir afi sterkari böndum og var Vé- steinn aldrei glaðari en þegar afi lék við hann. Á einu augnabliki er allt breytt, við syrgjum og söknum. Elsku Davíð, far þú í friði en vertu ávallt með okkur hvar sem þú ert. Ástarkveðja, Silla. Sigrún Perla Böðvarsdóttir, Að kveldi dags 7. september sl. bankar ógæfan á dyr að Hauka- bergi 6 í Þorlákshöfn. Það blæðir inn á heila Davíðs vinar míns sem samstundis fær bestu umönnun fjölskyldu sinnar og síðan sjúkra- stofnana. En tími hans var kom- inn. Daginn eftir er hann allur eft- ir stutta baráttu við erfiðan andstæðing. Að öðru leyti amaði ekkert að enda stundaði hann heil- brigt líferni og jákvætt hugarfar við bestu kringumstæður. Hann flyst í janúar 1965 með foreldrum sínum og systkinum til Þorlákshafnar og hefur þar skóla- göngu. Leiðir okkar höfðu þá þegar legið saman með skólagöngu okk- ar í Ljósafossskóla hvar ég þá bjó á heimavist, en Davíð sem þá var til heimilis að Efra-Sogi við Stein- grímsstöð, var keyrður þangað daglega. Davíð var mér því ekki ókunnur þegar hann birtist á leiksviði okk- ar Þorlákshafnargengis, þar sem ég hafði fengið mína eldskírn á því árinu sem ég mætti þar fyrr en Davíð. En Davíð var þannig gerðar að allir tóku honum vel, hann verður fljótlega hvers manns hugljúfi ungra sem aldinna. Hann stofnaði hvergi til ófriðar með orðum eða athöfnum. Miklu fremur stillti hann til friðar og bar smyrsl á sár, yrðu þau á vegi hans. Davíð kom ávallt fram með hógværð, kurteisi og virðingu. Því áttu þeir hörðustu sem vildu reyna á þolrif nýbúanna erfitt með að finna á honum nothæfan högg- stað. Davíð varð því fljótlega vin- margur og vinsæll. Það vakti at- hygli mína þegar ég sem ungling- ur kom inn á heimili Davíðs, hve allt var þar snyrtilegt, svo maður fann sig knúinn til að raða skónum sínum í forstofu. Og inni í herbergi Davíðs ríkti ávallt sama snyrtimennskan sem hefur reyndar einkennt hann allar götur síðan. Við áttum margar góðar samverustundir við með- höndlun frímerkja sem við söfn- uðum báðir og Davíð umgekkst af natni sem ég reyndi þá að tileinka mér. Og oft löbbuðum við á pósthús- ið til að kaupa fyrstadagsmerkin jafnóðum og þau komu út. Það var einmitt móðir hans sem þar vann og afgreiddi okkur. Öll var framkoma Davíðs með þeim hætti að mér fannst ég sjálf- ur verða betri vegna félagsskap- arins. Og margar áttum við ferð- irnar á rekann til að tína upp netakúlur og hringi, sem útgerð- armenn keyptu svo af okkur, það gaf okkur smá vasapeninga til meiri frímerkjakaupa. Það voru einnig einkenni á persónu Davíðs hve trúr hann var öllu því er hon- um var trúað fyrir, hvort heldur það voru verkefni eða leyndarmál vinanna. Það sem ég trúði Dabba fyrir, og var æði margt, var ekki borið á torg daginn eftir. Það er gæfa okkar allra sem fengum að kynnast Davíð að ég tali ekki um að hafa átt slíkan að vini. Ella mín, börn ykkar, barna- Davíð O. Davíðson ✝ Ólafía Lárus-dóttir fæddist 19. febrúar 1933 í Káranesi í Kjós. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 2. september 2020. Foreldrar hennar voru Hann- esína Kristín Jóns- dóttir, f. 1896, d. 1992, og Lárus Pét- ursson, f. 1898, d. 1974, bændur í Káranesi. Systk- ini Ólafíu eru Halldóra Sveina Guðrún, f. 1923, d. 2015, Jón Ragnar, f. 1924, d. 2017, Valgeir Leifur, f. 1926, d. 2009, Þórunn, f. 1928, Magnús, f. 1932, Pétur, f. 1937, d. 2017. Sammæðra er Svanhildur Jónsdóttir, f. 1922, d. 2007 og uppeldisbróðir Har- aldur Jóhannsson, f. 1942, d. 2013. Eiginmaður Ólafíu er Eiríkur Ellertsson rafverktaki, f. 25. eignaðist hún sína bestu vin- konu, Hrönn Hilmarsdóttur, og entist sú vinátta ævina á enda. Eftir húsmæðraskólann kenndi hún handavinnu við barnaskól- ann í Ásgarði. Þegar Ólafía og Eiríkur hefja búskap í Reykja- vík tók húsmóðurstarfið við og átti það hug hennar allan. Nokk- ur misseri hélt hún heimili með Jóni Ragnari bróður sínum og dætrum hans, Kristínu og Hjör- dísi, eftir að þær misstu móður sína. Í nokkur ár hugsaði Ólafía um Kristínu móður sína á heim- ili sínu, uns hún fór á hjúkr- unarheimili. Ólafía var virk í Kristilegu félagi heilbrigð- isstétta og var reglulega með bænastund á heimili sínu. Ólafía var mikil sauma- og hann- yrðakona. Útför Ólafíu fer fram frá Áskirkju í dag, 18. sept. 2020, kl. 15. Athöfninni verður streymt á https://www.facebo- ok.com/groups/olafial- arusdottir/. Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/ andlat/. nóv. 1931. For- eldrar hans voru Jóhannes Ellert Eggertsson, f. 1893, d. 1983 og Karítas Sigurlína Björg Einarsdóttir, f. 1901, d. 1949, bændur á Með- alfelli. Börn Ólafíu og Eiríks eru Jó- hannes Ellert, f. 1953, maki Jódís Ólafsdóttir, Lárus Eiríkur, f. 1955, maki Gróa Karlsdóttir, Kristín Sigurlína, f. 1961, maki Trond Solberg, Guðlaug, f. 1964, maki Ólafur Stefánsson og Ragnhildur, f. 1969, maki Þor- grímur Þráinsson. Barnabörn Ólafíu eru 15 og barnabarnbörn eru orðin 12 talsins. Ólafía ólst upp í Káranesi og gekk í barnaskóla á Valdastöð- um. Hún fór 18 ára gömul í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur og þar Þegar ég komst til vits og ára gerði ég mér grein fyrir því að það eru englar á meðal okk- ar. Alvöruenglar. Tengdamóðir mín, Ólafía Lárusdóttir, til- heyrði þeim. Ennfremur tengdafaðir minn. Sumt fólk er á æðra tilverustigi sökum mannkosta og þeirra áhrifa sem það hefur á aðra, áreynslulaust. Ólafía var alltumlykjandi í stór- fjölskyldunni og allir sóttust eftir því að vera í návist henn- ar. Henni var annt um fólkið sitt og að það stæði sig vel í lífsins ólgusjó. Sæviðarsund 8 var og er griðastaður, líka sumarbústað- urinn uppi í Kjós þegar heið- urshjónin Ólafía og Eiríkur voru á svæðinu. Þá skapaðist dásamlegasta andrúmsloftið og Ólafía var í essinu sínu þegar ungarnir léku við hvurn sinn fingur. Ekkert okkar mun gleyma gleðinni og sögunum og söngvunum og hlátrasköllunum um verslunarmannahelgarnar. Þá var kátt í höllinni! Lífsgleði og gjafmildi ein- kenndi tengdamóður mína. Við lögðum okkur fram um að kitla hláturtaugar hennar og það þurfti ekki mikið til. Og þegar dætur hennar hlógu með smit- aðist hláturinn langt út fyrir landhelgina. Ólafía var vel að sér á flest- um sviðum og fylgdist grannt með íþróttahetjum þjóðarinnar. Hún hafði sterkar skoðanir á því hvort einhver hefði átt að skora eða gera betur. Hún fann til með þeim sem lutu í lægra haldi og fagnaði með þeim sem höfðu sigur. Þegar Ísland féll úr keppni á EM í fótbolta árið 2016 lét Ólafía ekki þar við sitja. Hún boðaði komu sína fyrir úrslitaleik Frakklands og Portúgals og við hjónin fluttum sjónvarpið inn í stofu, á besta stað, svo að vel færi um alla. Þótt Ólafía hefði aldrei leikið knattspyrnu lýsti hún leiknum af stakri snilld fyrir heimilis- fólkinu en frásögnin var ekki alltaf í takt við það sem birtist á skjánum. Hún fann mikið til með Ronaldo þegar hann haltr- aði meiddur af velli. Ósjaldan átti hún í tjáskiptum við leikara í bíómyndum og í upphafi has- armynda vissi hún hver enda- lokin yrðu! Ólafía var í daglegu sam- bandi við almættið og bað fyrir fólki. Hún var næm á líðan ann- arra og hafði heilandi áhrif. Ef einhver átti skilið að vera með símanúmerið hjá Guði var það hún. En hún þurfti þess ekki, af því þau töluðu sama tungumál, á annan máta. Ég mun sakna Ólafíu, börnin mín sömuleiðis og ekki síst Ragnhildur af því Ólafía mark- aði djúp spor í hjarta okkar allra. Hún var hvíldinni fegin, tilbúin að kveðja þetta tilveru- stig og hverfa aftur til sinna líka, til englanna sem tóku henni fagnandi. Blessuð sé minning heiðurskonunnar Ólaf- íu Lárusdóttur. Þótt ég sé látin harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, því látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ókunnur) Þorgrímur Þráinsson. Elsku amma, ég er viss um að Jesús hafi tekið vel á móti þér núna þegar þínu ferðalagi hér á jörðinni er lokið. Ég dáð- ist alltaf að því hversu mikið traust þú barst til Jesú og trú- arinnar, þú lagðir allt í hendur hans og trúðir því að hann kæmi alltaf til bjargar. Ég sé fyrir mér að þið hafið farið beint í berjamó á himnum þar sem það var þitt himnaríki. Takk amma fyrir allt sem þú kenndir mér, takk fyrir hlát- urinn, sönginn og sögurnar. Þú varst einn besti sögumaður sem ég hef kynnst, ég komst að því þegar ég fór að lesa bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna sjálf að það vantaði ansi mikið í þær. Takk fyrir allar dásamlegu stundirnar í kyrrðinni og feg- urðinni í Kjósinni ykkar afa. Ég mun sakna þín og sér- staklega þess að heyra þig segja sögur og hlæja. Þú áttir það til að hlæja það mikið og hátt að það slokknaði á kertum. Hlátur þinn lifir í mér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Saknaðarkveðjur. Þín sonardóttir, Ólafía Lárusdóttir. Ég var heppin að alast upp umkringd sterkum konum og amma mín var fremst þeirra. Fyrir mig var amma ákveðinn kjarni í fjölskyldunni, klettur með ótæmandi visku, vissi alltaf hvað átti að gera, hvernig hlutir ætti að vera og gat læknað flest vandamál með ísblómi og knúsi. Hún skilur eftir sig stórt tóma- rúm sem verður ekki fyllt. Þegar ég var krakki og fram að unglingsárunum var ég hjá ömmu og afa á Íslandi flestöll sumur, þannig lærði ég tungu- málið, kynntist frændfólki mínu og Kjósinni. Allt var einhvern veginn best hjá ömmu, ég var komin heim. Maturinn, ferðir, kvöldgöngurnar, jafnvel sæng- urverin voru langbest hjá henni. Ég er líka alveg viss um að ég hafi fengið stærsta páska- eggið hjá henni. Að vakna við lyktina af nýuppáhelltu kaffi og hafragraut hjá ömmu og afa var yndislegt og nokkuð sem ég mun aldrei gleyma. Sumrin í Kjósinni með ömmu og afa, sveitin, frelsið, náttúran og hestarnir eru með kærustu æskuminningum sem ég á. Sjaldan sá ég ömmu án prjóna eða heklunálar, og eru þær orðnar óteljandi flíkurnar sem hún hefur prjónað á mín börn. Ég gleymi aldrei sögunni sem hún sagði mér, að langamma hefði látið þær syst- ur rekja allt upp ef flíkin var ekki nógu vel prjónuð. Amma sagðist aldrei hafa verið látin rekja upp. Þannig man ég líka alla handavinnu sem hún gerði, sérstaklega vönduð og falleg, þetta voru listaverk. Börnin mín þrjú náðu að kynnast langömmu sinni mjög vel, það var alltaf mikið spjallað og hlegið, enda gat hún verið sérstaklega glettin og góðlát- lega stríðin. Smásögurnar hans Alfreðs skemmtu henni sérstak- lega vel. Það var yfirleitt aldrei farið í bæjarferð án þess að krakkarnir heimtuðu að fá að kíkja til langömmu og langafa. Takk fyrir allt elsku amma, allt sem ég fékk að upplifa og læra. Þú lifir áfram í hjarta mínu og heyri ég ennþá röddina Ólafía Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.