Morgunblaðið - 18.09.2020, Page 35

Morgunblaðið - 18.09.2020, Page 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Í LAUGARDAL Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir, 19 ára, skoraði tvívegis fyrir íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem vann stórsigur gegn Lettlandi í und- ankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í gær. Leiknum lauk með 9:0-sigri Ís- lands en Sveindís Jane, sem hefur farið á kostum með Breiðabliki í úr- valsdeild kvenna í sumar, var í byrj- unarliði íslenska liðsins og lék allan leikinn á vinstri kantinum í sínum fyrsta landsleik. Sveindís Jane var ekki eini nýliðinn sem þreytti frumraun sína á Laugar- dalsvelli í gær því Barbára Sól Gísla- dóttir, 19 ára bakvörður Selfoss í efstu deild, kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir liðsfélaga sinn í Sel- fossliðinu, Dagnýju Brynjarsdóttur. Barbára átti stórgóða innkomu en hún lagði upp mark í leiknum og átti svo sendinguna fyrir markið sem fór af Karlinu Miksone, fyrirliða Letta, og í netið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem hefur verið fyrirliði U19 ára landsliðs Íslands, byrjaði líka sinn fyrsta landsleik gegn Lettum og hún kór- ónaði frábæra frammistöðu með sínu fyrsta landsliðsmarki í uppbótartíma. Þá skoraði Alexandra Jóhanns- dóttir annað landsliðsmark sitt í sex leikjum og því óhætt að segja að yngri leikmenn liðsins hafi svo sann- arlega staðið fyrir sínu í sigrinum gegn Lettum. Sóknarleikurinn tikkar Þó að tölur eins og 9:0 eigi auðvitað ekki að sjást í landsleik er orðið ansi langt síðan íslenskt kvennalandslið skoraði níu mörk í leik. Það gerðist síðast í undankeppni HM 2015 þegar Ísland tók á móti Serbíu á Laugardalsvelli, hinn 17. septemeber 2014. Íslenska liðið vann þá 9:1-sigur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði ein- mitt tvívegis í þeim leik, líkt og Harpa Þorsteinsdóttir og Rakel Hönnudótt- ir. Þá skoruðu þær Glódís Perla Morgunblaðið/Eggert Þrenna Dagný Brynjarsdóttir skorar eitt þriggja marka sinna í fyrri hálfleiknum gegn Lettum. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 89 landsleikjum. Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir sitt mark- ið hver. Árið 2012 vann Ísland svo 10:0- útisigur gegn Búlgaríu á Gradski- vellinum í Lovech í Búlgaríu í júní. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis í leiknum, Sara Björk Þor- steinsdóttir líka, sem og Katrín Jónsdóttir. Dagný Brynjarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Dóra María Lárus- dóttir gerðu svo sitt markið hver. Varnarleikur liðsins hefur ekki verið vandamál undanfarin ár en sóknarleikurinn hefur hikstað. Það er því fullt af jákvæðum teiknum á lofti sem snúa að sóknarleik liðsins líka, sem eru frábærar fréttir. Framtíðin björt Jón Þór Hauksson tók við þjálfun íslenska liðsins í október 2018 og í ágúst 2019 valdi hann bæði Karólínu og Alexöndru í leikmannahóp sinn fyr- ir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í lok ágúst og byrjun september. Hann hefur svo hægt og rólega gefið þeim, ásamt öðrum yngri leik- mönnum, tækifæri til þess að sýna sig og sanna þrátt fyrir ungan aldur. Íslenska kvennalandsliðið gekk í gegnum erfiða tíma eftir EM í Hol- landi og var í hálfgerðri stöðnun frá 2017 til ársins 2019. Endurnýjunin var nánast engin og sem dæmi voru átta leikmenn sem byrjuðu bæði leikinn gegn Frökkum í fyrstu umferð riðlakeppni EM 2017 í Tilborg í Hollandi og fyrsta leik Ís- lands í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli gegn Ungverjalandi í lok ágúst. Með tilkomu yngri leikmanna eins og Sveindísar, Karólínu, Barbáru og auðvitað Alexöndru er óhætt að segja að framtíðin sé björt. Þær eru í raun himnasending fyrir kvennalandsliðið og geta svo sann- arlega tekið við keflinu af leik- mönnum sem hafa verið lykilmenn í liðinu undanfarinn áratug. Þá sér maður liðið loksins taka það skref fram á við sem þarf til þess að vera samkeppnishæft í alþjóðlegum kvennafótbolta í dag. Sending af himnum ofan  Stórsigur íslenska kvennalandsliðsins gegn Lettum í undankeppni EM 2021  Ungir og óreyndir leikmenn nýttu tækifærið til hins ýtrasta og áttu stórleik Grótta, Stjarnan og Fram fengu þar með sitt fyrsta stig í deildinni á þessu keppnistímabili en Aftureld- ing er með þrjú eftir að hafa unnið Þórsara í fyrstu umferðinni. FH-ingar eru með tvö stig eftir sigur á Akureyri gegn Þór, 24:19, en Þórsarar án stiga. FH-ingar voru með tveggja til þriggja marka forystu allan síðari hálfleikinn en slitu Þórsara ekki frá sér fyrr en þeir skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins. Ásbjörn Friðriksson skor- aði átta mörk fyrir FH og Valþór Guðrúnarson sex fyrir Þór. Jafntefli varð niðurstaðan í tveim- ur leikjum af þremur þegar 2. um- ferð Olís-deildar karla í handknatt- leik hófst í gær. Matthías Daðason tryggði Fram stig gegn Aftureldingu í Safamýr- inni þegar hann skoraði úr víta- kasti á lokasekúndunni og liðin skildu jöfn, 27:27. Úlfar Monsi Rúnarsson hafði þá komið Aftureldingu yfir. Framarar brunuðu fram og Þorsteinn Leó Gunnarsson braut á Andra Má Rún- arssyni. Þorsteinn fékk rautt spjald og Fram víti sem Matthías skoraði úr. Þorgrímur Smári Ólafsson og Andri Már voru markahæstir hjá Fram með fjögur mörk hvor. Úlfar og Bergvin Þór Gíslason skoruðu sex mörk hvor fyrir Aftureldingu. Sama niðurstaða varð á Seltjarn- arnesi þar sem Grótta og Stjarnan mættust. Stjarnan var yfir 24:22 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en þá komu þrjú mörk í röð hjá Gróttu. Sverrir Eyjólfsson skoraði jöfnunarmarkið fyrir Stjörnuna á 59. mínútu en liðunum tókst ekki að skora á lokamín- útunni. Spennuleikjum lauk með jafntefli Ljósmynd/Þórir Akureyri Einar Rafn Eiðsson ógnar marki Þórs í Íþróttahöllinni í gær. ÍSLAND – LETTLAND 9:0 1:0 Elín Metta Jensen 1. 2:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 8. 3:0 Dagný Brynjarsdóttir 18. 4:0 Dagný Brynjarsdóttir 22. 5:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 32. 6:0 Dagný Brynjarsdóttir 40. 7:0 Sjálfsmark 71. 8:0 Alexandra Jóhannsdóttir 87. 9:0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 90. Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðar- dóttir. Vörn: Gunnhildur Yrsa Jónsdótt- ir, Ingibjörg Sigurðardóttir (Guðný Árnadóttir 56), Glódís Perla Viggósdótt- ir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Alexandra Jóhannsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Hlín Eiríksdóttir 69), Dagný Brynjarsdóttir (Barbára Sól Gísladóttir 46). Sókn: Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir, Elín Metta Jensen, Sveindís Jane Jónsdóttir. MM Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir M Glódís Perla Viggósdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Barbára Sól Gísladóttir Dómari: Désirée Grundbacher, Sviss. Áhorfendur: Engir.  Sara Björk Gunnarsdóttir lands- liðsfyrirliði í knattspyrnu er útnefnd hjá UEFA sem ein þriggja bestu miðju- manna í Meistaradeild Evrópu 2019- 20 þar sem hún varð Evrópumeistari með Lyon. Niðurstaðan í kjöri 87 blaðamanna og þjálfara verður kunn- gjörð 1. október en UEFA skýrði frá því í gær að Sara, Dzsenifer Marozsán hjá Lyon og Alexandra Popp hjá Wolfs- burg væru í efstu þremur sætunum.  Rúnar Alex Rúnarsson gæti skrifað undir fimm ára samning við enska knattspyrnustórveldið Arsenal í dag en það mun kaupa markvörðinn af Dij- on í Frakklandi fyrir tæplega tvær milljónir punda.  Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðs- maður í knattspyrnu gengur vænt- anlega til liðs við Rosenborg í Noregi á nýjan leik um helgina en hann hefur leikið með Levski Sofia í Búlgaríu í þrjú ár.  Gareth Bale er á leið til enska knattspyrnuliðsins Tottenham á ný eftir sjö ára fjarveru. Hann kemur í láni frá Real Madrid og er reiknað með að gengið verði frá samningum við hann í London í dag.  Liverpool er að ganga frá kaupum á spænska knattspyrnumanninum Thiago Alcantara frá Bayern München fyrir 20 milljónir punda.  Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í 8. sæti á þremur höggum undir pari eftir fyrsta hring á Opna portúgalska mótinu í golfi, á Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Haraldur Franklín Magnús er í 76. sæti á fjórum höggum yfir pari.  Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék annan hringinn á móti á áskorenda- mótaröð kvenna í golfi í Tékklandi í gær á 77 höggum. Hún er í 21. sæti fyrir lokahringinn í dag á samtals fimm höggum yfir pari.  Enska knattspyrnuliðið Tottenham komst naumlega í 3. umferð Evrópu- deildarinnar í fótbolta í gærkvöld með 2:1-sigri á Lokomotiv Plovdiv í Búlg- aríu. Harry Kane og Tanguy Ndombélé skoruðu á lokamínútum leiksins.  Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, sagði í gærkvöld að hann ótt- aðist að meiðsli Jóhanns Bergs Guð- mundssonar landsliðsmanns í knatt- spyrnu væru alvarleg. Hann var borinn af velli eftir 15 mínútna leik gegn Shef- field United í enska deildabikarnum í gær og Dyche sagði að um meiðsli í hné væri að ræða. Eitt ogannað KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Vivaldi-völlur: Grótta – Keflavík......... 19.15 Víkingsv.: Víkingur R. – Augnablik.... 19.15 2. deild karla: Rafholtsvöllur: Njarðvík – ÍR ............. 16.45 Ásvellir: Haukar – KF .............................. 18 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höll: Valur – ÍR .......................... 17.30 Hleðsluhöll: Selfoss – KA .................... 19.30 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höll: Valur – Fram ..................... 20.15 1. deild karla, Grill 66-deildin: Hertz-höll: Kría – Fram U .................. 19.30 Ísafjörður: Hörður – Vængir Júpíters 19.15 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Fjölnir/Fylkir......... 19.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.