Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
NÝ VERSLUN Á SELFOSSI
Rekstrarland | Austurvegi 69 | 800 Selfoss | 480 1306 | rekstrarland.is
Í Rekstrarlandi fást gæðavörur fyrir heimili, einstaklinga, fyrirtæki, iðnað, landbúnað og sjávarútveg. Verið velkomin!
OPIÐ
MÁN.–FIM. 8–18
FÖS. 8–17
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta hefur verið mikið ogskemmtilegt ævintýri semhófst fyrir fjórum árum,“segir Sigríður Þóra Árdal,
einn af eigendum verslunarinnar
Nús/Nús sem lúrir líkt og falið
leyndarmál milli bifreiðaverkstæða í
iðnaðarhverfi í Reykjavík. Þar fást
handgerðar vörur frá Marokkó sem
Sigríður og fjölskylda hennar flytur
beint inn frá því litríka afríska landi.
Nús/Nús er fjölskyldufyrirtæki og
þau fjögur sem standa að versluninni
eru Sigríður Þóra Árdal, Bergsteinn
Björgúlfsson maður hennar, dóttir
þeirra Birta Árdal Bergsteinsdóttir
og hennar maður Othman Karoune.
„Við Bergsteinn kynntumst
þessum fallega heimi í gegnum
Birtu, sem er mikil flökkukind og
ævintýramanneskja. Hún lagði af
stað í langferð með vinkonum sínum
strax eftir stúdentspróf og ferðaðist
um Asíu mánuðum saman. Hún átti
erfitt með að koma aftur heim til Ís-
lands og stíga inn í hamstrahjól
hversdagsins og ákvað því að ferðast
meira og fór næst til Mexíkó.“
Örlögin réðust í Essaouira
„Tveimur mánuðum síðar til-
kynnti hún okkur að hún hygðist fara
til Afríku. Birta stóð við orð sín og
fór til Senegal og Gínea-Bissaú, en á
leiðinni til baka kom hún við í Mar-
okkó. Hún dvaldi í sjávarþorpinu
Essaouira og þar réðust örlögin.
Hún hitti fyrir ástina á gistiheimili
þar sem hún gisti og Othman rak.
Hún heillaðist ekki síður af landinu
og tungumálinu sem hún fór síðan að
læra. Hún talar núna marokkósku og
Othman, sem nú er eiginmaður
hennar, talar íslensku. Saman eiga
þau tvenna tvíbura, fjórar yndislegar
stelpur sem eru aldar upp við þrjú
tungumál á heimilinu því ensku nota
þau líka til samskipta. Síðan bættist
franska við þegar stúlkurnar byrj-
uðu í leikskóla,“ segir Sigríður og
bætir við að Marokkó sé frjálslynt
land, þar sé fjölmenningarsamfélag
með evrópsk, arabísk og afrísk
menningaráhrif.
„Þar er eðlilegt ástand að alls-
konar þjóðarbrot séu saman komin.
Þar eru mörg tungumál töluð og
mikið umburðarlyndi gagnvart ólíkri
menningu, sem mér finnst svo fal-
legt.“
Nauðsyn að hafa heimamann
Sigríður segir að Birta og Oth-
man hafi verið ung og blönk þegar
þau eignuðust fyrri tvíburana, svo
þau foreldrar Birtu ákváðu að fara út
í verslunarrekstur með þeim þegar
unga fólkið bar upp hugmyndina.
„Birta og Othman ferðuðust í
framhaldinu um Marokkó þvert og
endilangt hvort með sinn tvíburann á
bakinu til að velja vörur fyrir búðina
heima á Íslandi. Við skiptum með
okkur verkum, ég sé um verslunina
hér heima en þau sjá um að senda
hingað vörur frá Marokkó. Það er
ekki hægt að gera svona lagað nema
hafa með sér heimamann sem þekkir
vel til. Síðan við byrjuðum eru Birta
og Othman búin að opna tvo veit-
ingastaði í Marokkó, annan í Essa-
ouira og hinn í Marrakech og eignast
seinna tvíburaparið.“
Allt hérna inni er handunnið
Sigríður segir að þetta sé búið
að vera rosalega skemmtilegt og
lærdómsríkt ferli, hálfgerður rússí-
bani.
„Við byrjuðum með húsgögn
líka, en nú höfum við minnkað við
okkur. Við erum alltaf að læra og
ætlum núna að leggja áherslu á tepp-
in, enda erfitt að sleppa þeim, þau
eru svo dásamleg, en við erum einnig
með ljós og leirvöru. Okkur finnst
líka skipta máli fyrir umhverfið að
vera með tréáhöld og glervöruna
góðu, sem er endurunnin auk þess að
vera handunnin. Ég segi stundum að
þessar vörur séu lífrænar, því þetta
er lifandi handverk en ekki sálar-
lausir verksmiðjuframleiddir hlutir.
Allt á sér sína sögu, ég veit hvaðan
hlutirnir koma og það er fólk á bak
við þetta allt saman. Þó svo til dæmis
að ákveðin tegund af skálum sé pönt-
uð í ákveðinni stærð og eigi að heita
eins og hinar, þá eru engar þeirra
eins, því þær eru handgerðar. Allt
hérna inni er handunnið, meira að
segja koparbaðkarið góða,“ segir
Sigríður og vekur athygli á fögru
baðkari úti í glugga.
„Ég ætti auðvitað að selja ofan í
karið í freyðibað,“ segir hún og hlær.
Trúfrelsi ríkir í mínum heimi
Sigríður segir að hún og Berg-
steinn maður hennar hafi nú eignast
nýtt land, Marokkó, og myndað
tengsl við fólk úr öðrum menningar-
heimi.
„Tengdaforeldrar Birtu eru
yndislegt fólk og öll okkar reynsla af
Marokkó hefur verið dásamleg. Líka
reynsla okkar af íslam. Í mínum
heimi ríkir trúfrelsi svo mér fannst
ekkert stórmál að Birta tæki upp ísl-
am. Erfiðast fannst mér þegar hún
setti upp slæðuna,“ segir Sigríður og
bætir við að Birtu sé mikið í mun að
fólk viti að hún tók upp íslam að eigin
frumkvæði áður en hún gifti sig.
„Það er búið að vera mjög gef-
andi fyrir okkur að fá að tengjast
þessu stórkostlega landi, en að sama
skapi erfitt að hafa litlu barnabörnin
svona langt í burtu. Ég er þakklát
fyrir tæknina, að hægt sé að nota
myndsímtöl, því fyrir vikið þekkja
ömmu- og afastelpurnar okkur. En
fjölskyldan kom til Íslands í sumar
og hefur nú ákveðið að vera hér í vet-
ur. Við erum auðvitað rosalega
ánægð með það.“
Engir tveir hlutir eins „Ég segi stundum að þetta sé lifandi
handverk en ekki sálarlausir verksmiðjuframleiddir hlutir.“
Barnalán Birta og Othman eiga tvenna tvíbura, dæturnar
heita Iman Nóra, Maryam Maía, Salma Líf og Sara Amana.
Teppi, ljós og leirvörur „Allt á sér sína sögu, ég veit hvaðan
hlutirnir koma og það er fólk á bak við þetta allt saman.“
Reynsla okkar af Marokkó dásamleg
„Birta og Othman ferð-
uðust um Marokkó þvert
og endilangt hvort með
sinn tvíburann á bakinu
til að velja vörur fyrir
búðina heima á Íslandi,“
segir Sigríður Þóra Árdal
um upphaf fjölskyldu-
fyrirtækisins Nús/Nús.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mæðgur Sigríður með Birtu dóttur sinni, sem hún er ánægð með að ætlar að búa á Íslandi í vetur með fjölskyldunni.
Heimasíða: nusnus.is
Facebook: Nús/Nús