Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 SMÁRALIND www.skornir.is Breiður og góður kuldaskór úr mjúku leðurlíki. 2 rennilásar. Kuldaskór Verð 11.995 Stærðir 37-42 Ég fagna því að ný- birt mynd af Jesú með farða og brjóst hafi orðið tilefni til þess að fólk ræði um merkingu fagnaðarerindisins og þá sér í lagi um per- sónu Jesú Krists. Það er sannfæring mín að þessi mynd geti hjálp- að okkur að skýra af- stöðu kristinnar kirkju til þeirra einstaklinga í okkar samfélagi sem ekki skilgreina kyn sitt á hefðbundinn hátt, ann- aðhvort karlkyns eða kvenkyns. Fyrir okkur sem tilheyrum krist- inni kirkju í hinum vestræna heimi er hefðbundin Jesúmynd frekar stöðluð. Jesús Kristur líkist oftast hinum vestræna karlmanni í útliti, er ljós á hörund, með skollitað hár og blá augu. Þessi mynd er í samræmi við þær sunnudagaskólamyndir sem við fræddumst um og fengum úthlut- aðar sem börn í sunnudagaskólanum um og eftir miðja síðustu öld. Hún er einnig í samræmi við þá mynd af Jesú Kristi sem birtist okkur í stór- myndunum sem búnar voru til í Hollywood um miðja 20. öld um hinn sögulega Jesú, t.d. King of Kings (1961), The Greatest Story Ever Told (1965) og Jesus Christ Superst- ar (1973). Hér á landi er þessi mynd ekki aðeins kunnugleg heldur líka „heimilisleg“ enda eru flestar Jesú- myndir á altaristöflum í kirkjum landsins í þessum dúr. En af hverju er ég að gera þetta að umræðuefni hér? Er ekki alveg sama hvernig Jesús lítur út svo fram- arlega sem hann lítur út eins og karl- maður og karlmennska hans er ekki dregin í efa? Í þessu samhengi er mikilvægt að muna að það er ákveðin túlkun fólgin í því að láta Jesú líta út eins og hvern annan vestrænan karl- mann. Allavega eru litlar sem engar líkur á að útlit hans hafi ekki verið í samræmi við gyðinglegan uppruna hans. En málið er líka aðeins flókn- ara en það að kynþáttaskipti hafi verið gerð á Jesú. Hans vestræna út- lit hefur líka verið notað í pólitískum tilgangi, t.d. af nasistum á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, en þeir notuðu það til að færa rök fyrir yf- irburðum hins hreina hvíta kynstofns og til að réttlæta ofsóknir þeirra gegn gyðingum og öðrum sem stóðu fyrir utan þann hóp. Það er mikilvægt að horfast í augu við svona misnotkun og ganga út frá því að það felst túlk- un í hverri einustu mynd sem dregin er upp af Jesú Kristi. Eins er mikilvægt fyrir okkur sem játum kristna trú að gangast við því hvernig karlmennska Jesú hefur, líkt og vestrænt útlit hans á tímum nasismans, verið notuð til að sanna yfirburði eins hóps yfir annan. Þannig hefur karlmennska hins sögulega Jesú verið notuð til að neita konum um að gegna vígðri þjónustu innan kristinnar kirkju og er enn gert innan mjög stórra kirkjudeilda eins og Rómversk-kaþólsku kirkj- unnar og Rétttrúnaðarkirkjunnar. Af því að Jesús var karl en ekki kona hefur verið ályktað að konur geti ekki gerst erindrekar í Krists stað og því þurfi karla til að gegna því mikilvæga hlutverki. Þessi nið- urstaða endurspeglar hugmynd Tómasar frá Aquino sem uppi var á 13. öld, en hann hélt því fram að karl- inn væri normið en konan ekki (hún væri sem sagt „ab-normal“). Vissu- lega hefur lúterska kirkjan víða um heim, þar með talin íslenska þjóð- kirkjan, tekið það skref að vígja kon- ur til prests og þannig hafnað þess- um rökum systurkirkna sinna. Spurningin um prestvígslu kvenna er síðan skyld spurningunni um prestvígslu samkynhneigðra ein- staklinga, sem víða ógnar einingu innan kirkjudeilda og hins stóra kirkjulega samhengis. Sem betur fer hefur íslenska þjóðkirkjan boðið samkynhneigða einstaklinga vel- komna í hóp vígðra þjóna sinna eins og konurnar. En þýðir það að hún hafi tekið afstöðu með einstaklingum óháð kynvitund, kyngervi eða kyn- hneigð? Þau viðbrögð sem myndin af Jesú með farða og brjóst hefur kallað fram að undanförnu benda til þess að kristið fólk þurfi að gera það upp við sig hvort það sé mennskan eða karl- mennskan sem skipta hér mestu máli. Bara til að það fari ekki á milli mála þá snýst þetta ekki um að það sé verið að efast um að hinn sögulegi Jesús frá Nasaret hafi verið karl- maður. En hvað um hinn upprisna Krist sem kristin kirkja játar og boð- ar trú á? Ef við getum gengið út frá því að einstaklingar óháð kynvitund, kyngervi og kynhneigð geti gerst er- indrekar í Krists stað, af hverju má myndin af hinum upprisna Kristi ekki endurspegla þá staðreynd? Þegar myndir af Kristu (Kristi í kvenlíka) voru fyrst sýndar opinber- lega á áttunda og níunda áratug 20. aldar kölluðu þær fram hörð við- brögð, stundum svo hörð að það þurfti að fjarlægja þær. Þessar myndir voru ekki gerðar til að falsa söguna með því að reyna að sann- færa fólk um það að hinn sögulegi Jesús hefði verið kona en ekki karl. Að sögn höfunda þessara listaverka var tilgangur þeirra sá að sýna hvernig konur gátu fundið til sam- semdar með Kristi sem tók á sig mennsku og gekk inn í hinn mann- lega veruleika sem var ekki ein- skorðaður við veruleika karla þó að hann klæddist karllíkama. Að mínu mati gerir mynd af Jesú með farða og brjóst það sama, því hún brýtur upp staðalmyndir og flytur okkur fagnaðarerindið um Jesú Krist, sem gerðist einn af okkur. Þetta er í sam- ræmi við orðalag kirkjuþingsins í Kalkedon árið 451, sem sagði að Kristur væri „sannur Guð og sannur maður“ (l. vera deus, vere homo). Hér er mikilvægt að veita því athygli að á latínu er notað hugtakið „homo“ (maður) en ekki „vir“ (karlmaður). Með því að leggja áherslu á mennsku hins upprisna Krists í sam- ræmi við hina klassísku formúlu um sannan Guð og sannan mann fáum við kærkomið tækifæri til að fagna fjölbreytileikanum, óháð kynvitund, kyngervi eða kynhneigð. Þannig um- vefur hinn upprisni Kristur mennsku okkar allra, hvernig sem við skil- greinum kyn okkar. Það gefur okkur einnig frelsi til að spegla okkur í Jesú Kristi, sem á móti endurspeglar okkur, hvaða persónufornafn sem við kunnum að velja að nota um okk- ur sjálf. Var Jesús með brjóst og farða? Eftir Arnfríði Guðmundsdóttur »Með því að leggja áherslu á mennsku hins upprisna Krists í samræmi við hina klass- ísku formúlu um sannan Guð og sannan mann fáum við kærkomið tækifæri til að fagna fjölbreytileikanum, óháð kynvitund, kyn- gervi eða kynhneigð. Arnfríður Guðmundsdóttir Höfundur er prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Að stýra sveit- arfélögum, sem stjórn- málamaður í meirihluta, snýst annars vegar um að koma að sinni póli- tísku sýn. Á sviði stjórn- málanna geta því oft komið upp deilur og átök um áherslur. Hins vegar snýst það um að tryggja fagleg vinnu- brögð í rekstri sveitar- félagsins. Hjá sveitarfélaginu og fyrir- tækjum þess þarf að tryggja góða stjórnarhætti, þar sem stjórnin ein- beitir sér að kjarnastarfsemi en týnir sér ekki í deilum og átökum. Að sitja í stjórn fyrirtækis í eigu sveitarfélags þýðir að sitja í samhentri og faglegri stjórn í þágu þess fyrirtækis. Pólitísk átök eiga heima á öðrum vettvangi. Á síðustu tveimur árum höfum við hjá Reykjavíkurborg unnið að því að tryggja góða stjórnarhætti í öllum okkar rekstri. Við höfum skýrt um- boð og ábyrgð, einfaldað boðleiðir og skerpt á hlutverki lykileininga. Við viljum að ákvarðanataka verði betri og áreiðanlegri, með því að einfalda, skýra og skerpa stjórnkerfið. Í stjórn Faxaflóahafna, þar sem ég sit, höfum við farið í mikla vinnu við að rýna eigendastefnu og stofnsamn- ing Faxaflóahafna til þess að skerpa á hlutverki og ábyrgð stjórnar í umboði eigenda sinna. Í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar höf- um við einnig látið góða stjórnarhætti leiða starf stjórnar. Að gefnu tilefni lagði ég það til, á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir ári, að far- ið yrði í að endurskoða byggðasamlög á höfuðborgarsvæðinu með góða stjórnarhætti að leiðarljósi. Sameig- inleg verkefni okkar undir hatti byggðasamlaga eru Sorpa, Strætó, Slökkvi- lið höfuðborgar- svæðisins og sameig- inlegur rekstur skíðasvæða. Nú er þessi vinna langt komin undir stjórn SSH, þar sem stofn- samningar hafa verið rýndir og verkefni byggðasamlaganna rædd, í vinnu sem allir kjörnir sveitarstjórn- arfulltrúar á höfuðborg- arsvæðinu áttu aðkomu að. Nú er verið að meta næstu skref í átt að framtíðarstjórnskipulagi samlag- anna, þar sem skilvirkni og hagræði verður haft að leiðarljósi auk góðra stjórnarhátta. Við viljum innleiða góða stjórnar- hætti innan þessara stjórna til að skapa skýran ramma fyrir stjórn- irnar til að starfa innan. Þá geta þær unnið að þeim verkefnum og ákvörð- unum sem þarf á hverjum tíma, í trausti skilgreindra verkferla og að unnið sé eftir faglegum vinnubrögð- um. Slíkt eykur traust á ákvörðunum stjórnar og fyrirbyggir bak- tjaldamakk og slæm vinnubrögð. Það er til mikils að vinna að klára endurskoðun á byggðasamlögum höf- uðborgarsvæðisins fyrir hag allra íbúa svæðisins. Pólitísk og fagleg stjórn Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir » Það er til mikils að vinna að klára end- urskoðun á byggða- samlögum höfuðborg- arsvæðisins fyrir hag allra íbúa svæðisins. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Ný íslensk sjón- varpssería hefur fengið mikið pláss í umræðunni síðustu víkur, og það vissu allir hvað á spýt- unni hékk þegar þjóðin settist við sjónvarpið til að ná fyrsta þættinum. Það var búið að sýna okkur fyr- irfram pólitískt orðaskak, nákvæm- ar kossasenur og bólfimlegar lysti- semdir, þó ekki í hjónarúmum, held- ur frekar annars staðar. Þegar til kastanna kom og þjóðin límdi sig við tækin eins og Dallas- þættirnir eða Derrick væru endur- bornir, þá var pólitíkin undir yfir og allt um kring, svo það var aðeins fyr- ir þá hörðustu, sem vaka fram úr á hverri kosninganótt, að halda það út. Kannski er þjóðin svona pólitísk. Það kemur í ljós, þegar þáttunum fjölgar, hvort innistæða sé fyrir miklu áhorfi. Það er ekki trúlegt að stjórnmálaþras geti haldið fólki vak- andi við skjáinn, jafnvel þótt vel sé smurt með spillingu. Hún er líka orðin leiðigjörn, svo ofnotuð sem hún er þessa dagana. En Íslend- ingar eru áhugamenn um sjúkdóma, og manni skilst að heilsufar aðal- persónunnar muni koma við sögu síðar. Góða skemmtun. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Samvera þjóðar og serían Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.