Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 18
Þessa dagana er heimurinnað takast á við mikla aukn-ingu á tilfellum af Covid--19. Ýmsar skerðingar hafa verið settar á hegðun fólks, bæði hérlendis og erlendis, og virðast þær stöðugt vera að breytast. Verkefni okkar núna er að læra að lifa með Covid-19 og reyna að vernda hvert annað gegn smiti með sameigin- legum sóttvörnum. Í því felst að þvo hendur áður en við snertum munn eða andlit, halda líkamlegri fjarlægð við einstaklinga sem við erum ekki í nánum samskiptum við, nota grímu þegar ekki er hægt að viðhalda til- settri fjarlægð og fara eftir reglum varðandi sóttkví og einangrun. Fyrir suma er þessi breyting auðveld en fyrir aðra erfið. Margir finna fyrir miklum ótta eða kvíða, annars vegar vegna sjálfra sín og hins vegar vegna annarra sem þeir telja vera í áhættuhópi. Birtingarmyndir ótta Kvíði, reiði og pirringur eru birt- ingarmyndir ótta. Þegar við finnum fyrir ótta er okkur eðlislægt að verða reið eða pirruð, allt eftir hversu hrædd við verðum. Foreldri sem horfir á barnið sitt hlaupa hugs- unarlaust út á götu óttast að barnið geti slasast eða dáið. Ef barnið kemst áfallalaust til baka eru fyrstu viðbrögð að skamma barnið. Ef barnið hljóp í veg fyrir bíl en bíl- stjórinn náði að nauðhemla eru fyrstu viðbrögð bílstjórans að reið- ast vegna ótta við að hafa getað vald- ið barninu skaða. Bílstjórinn gæti fengið útrás fyrir reiði sína með því að skamma barnið eða rífast við hvern þann sem er næstur. Ef barn- ið hins vegar slasast færist reiði for- eldrisins á bílstjórann og reiði bíl- stjórans beinist líklega að honum sjálfum. Hann getur hugsanlega fengið útrás með því að skammast út í yfirvöld, aðstæður á götu og með sjálfsásökunum. Skammir og harkaleg orð bæta aldrei aðstæður og geta valdið miklu meiri skaða en atburðurinn sjálfur. Ógætileg orð sögð í reiði er erfitt að draga til baka og ef þau falla í fjöl- miðlum eða á samfélagsmiðlum lifa þau að eilífu. Það sama gildir um smitsjúkdóma eins og Covid-19. Það ætlar sér eng- inn að smitast og enginn vill smita aðra. Á sama hátt og það er alltaf hægt að verða fyrir og valda skaða í umferðinni, sama hversu vel við pössum okkur, getum við öll smitast af inflúensu, kvefi eða Covid-19. Því er eðlilegt að finna fyrir ótta sem við getum túlkað sem reiði, kvíða eða pirring. Það skiptir hins vegar miklu máli hvernig við tjáum þessar nei- kvæðu tilfinningar. Sýnum þolinmæði Skömm og sjálfsásakanir virðast vera okkur eðlislægar tilfinningar og því er óþarfi og beinlínis skaðlegt að reyna að láta annarri manneskju líða illa með hörðum orðum eða ásökunum. Heilsugæsla höfuðborg- arsvæðisins er með ýmis úrræði fyr- ir fullorðna sem glíma við andlega vanlíðan svo sem kvíða, þunglyndi, sjálfsásakanir og reiði. Á heilsu- gæslum starfa margar stéttir heil- brigðisstarfsmanna sem eru tilbúnir og færir um að veita aðstoð og ráð- leggingar. Á netspjalli á heilsuvera- .is er hægt að fá ráðleggingar hjá hjúkrunarfræðingi frá kl. 9-12 og 13- 22 alla virka daga og 10-16 og 19-22 um helgar. Einnig bendum við á efn- isflokkinn Líðan á heilsuvera.is. Þar er að finna ýmsan fróðleik varðandi andlega heilsu og líðan. Aðgát í nærveru sálar Við hvetjum alla til að hugsa sinn gang, sýna hvert öðru þolinmæði og muna að ekkert okkar er fullkomið. Við gerum öll mistök og þá vonum við að aðrir séu umburðarlyndir og fyrirgefi okkur. Við getum ekki stjórnað öllum aðstæðum en við get- um reynt að stjórna viðbrögðum okkar. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, verum góð hvert við annað. Morgunblaðið/Eggert Mannlíf Gengið með grímu á Laugaveginum. Útiveran er mikilvæg rétt eins og smitgát gagnvart veirunni. Heilsuráð Ingibjörg Guðmundsdóttir og Nichole Katrín Salinas, hjúkrunarfræðingar á göngudeild sóttvarna hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins Landspítali/Þorkell Þorkelsson September Greining og grímur. Svona er veruleikinn núna á haustdögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Umburðarlyndi og Covid-19 18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi dróst sam- an um 2% á milli áranna 2018 og 2019. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2014 sem slíkt gerist. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum Um- hverfisstofnunar. Losun tegunda með gróðurhúsa- lofti vegna urðunar dróst saman um 10% milli fyrrgreindra ára. Aftur á móti jókst losun frá jarðvarmavirkj- unum um 5%. Losun frá iðnaðar- ferlum og efnanotkun jókst umtals- vert. Sú losun er mest vegna kæli- miðla sem hafa sjö ára líftíma og því er losun þeirra í beinu samhengi við innflutning á þeim sjö árum fyrr. Hingað til hafa tölur þessar verið gefnar út tveimur árum eftir að losun á sér stað, þegar þeim er skilað inn til þeirra sem sjá um rammasamning Sameinuðu þjóðanna um breytingar á loftslagi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöð- unum dróst losun á beinni ábyrgð Ís- lands saman um 0,3% á milli áranna 2018 og 2019. „Með Parísarsáttmálanum höfum við skuldbundið okkur til að ná 29% samdrætti í losun á beinni ábyrgð Ís- lands árið 2030, miðað við losun árs- ins 2005. Bráðabirgðaniðurstöð- urnar benda til þess að við höfum nú náð 6,7% af þeim 29%. Stefnt er að að minnsta kosti 35% samdrætti árið 2030 samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar,“ segir í tilkynn- ingu Umhverfisstofnunar. Ísland grænna samkvæmt loftslagsbókhaldi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Umferð Aðgerðir í loftslagsmálum þykja eitt brýnasta viðfangsefni samtímans. Minni mengun frá bílunum Laugardaginn 26. september verður fræsöfnun í Heiðmörk, undir leiðsögn Aðalsteins Sigurgeirssonar, fagmála- stjóra hjá Skógræktinni. Frjósemi trjáa í Heiðmörk er mikil í ár og því mikil fræmyndun. Aðalsteinn kennir gestum hvernig á að tína og með- höndla fræ. Fólk er hvatt til að koma og taka þátt í að safna fræjum fyrir skóga framtíðarinnar. Tekið verður á móti gestum við Borgarstjóraplan um kl. 13 og síðan verður gengið í skóginn í söfnunina. Heiðmörk á laugardag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heiðmörk Haustlitirnir heilla. Safna fræjum af birkitrjánum Netuppboð óskilamuna hjá Lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu stendur fram til 27. september. Fólk ætti því að hafa nægan tíma til að skoða munina og bjóða svo í, ef því líst á. Lögreglan hefur samið við Vöku um uppboðshaldið sem er á vefsvæð- inu vaka.is/voruflokkur/uppbod/. Hægt verður að skoða munina í hús- næði Vöku á Héðinsgötu í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 24. september, milli kl. 16 og 18 og nk. laugardag frá 12-14. Óskilamunir eru falir Uppboð á neti Uppboð Skemmtun sem nú hefur verið færð yfir í hinn stafræna heim. BETRI SVEFN Eykur súrefnisflæði í nefgöngum ANDA er einföld lausn til að draga úr hrotum og getur jafnvel komið alveg í veg fyrir þær með því að leiðrétta öndun um munn og stuðla þannig að bættum svefni fyrir þig og rekkjunaut þinn. ANDA opnar nefhol og auðveldar öndun um nef og hentar því vel fyrir fólk sem stundar íþróttir og/eða jóga og vill hámarka súrefnisflæði um nef. ANDA kemur í nokkrum stærðum og því geta allir fundið sína stærð. ANDA er úr FDA vottuðu sílikoni og er óskaðlegt notendum. ANDA er einfalt og öruggt í notkun. Facebook: Anda Is Facebook: Lyfjabúrið Katrínartúni 4, Höfðatorgi 105 Reykjavík Sími 556 0600 lyfjaburid@lyfjaburid.is 4 stykki í pakka Verð aðeins 4.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.