Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir örfáumvikum töldumargir sig
sjá hilla undir lok
þess langvarandi
taugaveiklunar-
kasts sem kórónu-
veiran veldur óneit-
anlega. Þá var talið
óhætt að opna margt í hálfa
gátt. Tvær eða þrjár bjórstofur
og fáeinir ferðamenn hafa náð
að kasta okkur öllum aftur á
byrjunarreit.
Mörg okkar geta ekki annað
en viðurkennt að hafa tekið að
slaka örlítið á um líkt leyti, þótt
það hafi helst verið óviljandi og í
takt við það sem virtist vera að
gerast í umhverfinu. Skyndilega
taka svo að berast fréttir af
smiti í hverjum skólanum og
leikskólanum af öðrum í vestur-
bæ höfuðborgarinnar. Tilfinn-
ingin er sú að afturkippinn megi
helst rekja til bjórstofa, sem þó
er fullyrt að hafi uppfyllt öll sett
skilyrði. Þess var svo getið í
framhjáhlaupi að sennilega
hefði smit staðið sig best í bið-
röðunum inn á staðina og þar og
þá hafi sóttvarnareglur verið al-
farið á ábyrgð þeirra sem teknir
voru að hlakka til að komast inn
í sæluna og stóðu þétt saman í
gleði sinni! Vera má að ekki séu
allar þessar grunsemdir sann-
gjarnar en muna má að í upphafi
kynna Íslendinga af veirunni
bárust þær fréttir að einn glað-
beittur þjónn hefði verið drýgst-
ur við að drita veirunni um allt á
þekktu skíðasvæði í Austurríki.
Nú síðast bárust fréttir af því
að utanríkisráðherra Þýska-
lands hefði verið
kvísettur eftir að
lífvörður hans hafði
borið í hann smit.
Segja má að þar
hafi sá höggvið sem
hlífa skyldi og
sannar enn hve
veiran er útsmogin.
Hugleiðing af þessu tagi hefur
lítinn vísindalegan brag. En
veruleikinn er ólíkindalegur
líka. Dansinn í kringum veiruna
hefur nú staðið í 7 mánuði og
var því ekki spáð í upphafi. Og
við höfum litið svo á að sú stað-
reynd að einungis rúmt prósent
þjóðarinnar hafi tekið smit og
mun færri dáið vegna þess en
gerist í árlegum flensufaraldri
sé fagnaðarundur. En hitt blas-
ir einnig við að á sjö mánuðum
hefur aðeins örlítið úrtak komið
sér upp virku mótefni og þjóðin
því nánast í sömu sporum og í
byrjun fársins.
Varla verður lengur komist
hjá að taka alvarlega umræðu
um það hvort okkar stríðs-
áætlun hafi að öllu leyti gengið
upp. Þótt ekki sé dregið í efa að
áætlunin sjálf hafi lukkast er
spurningin enn opin um það
hvort hún hafi verið rétt og við
því betur sett eða hvort aðrar
leiðir hefðu verið raunsærri
þegar til lengri tíma er horft.
Verði nú tekin önnur og dýpri
umræða þá ættu þeir sem fara
með ábyrgð í umboði almenning
ekki að koma sér undan því að
axla hana með svipuðum hætti
og tíðkast í „löndunum í kring-
um okkur,“ nú þegar svo mikið
er undir.
Það vantar upp á að
upplýst sé hverjir
eigi síðasta orðið
um þá snúnu veg-
ferð sem þjóðin er á}
Margt tekist vel,
en erum við nær?
Framganga til-tekinna for-
ystumanna verka-
lýðshreyfingar-
innar í tengslum við
útboð Icelandair og
í framhaldi af því
ákvarðanataka tiltekinna lífeyr-
issjóða vegna þátttöku eða ekki
þátttöku í útboðinu hefur orðið
til þess að fjármálaeftirlit
Seðlabanka Íslands hefur hafið
rannsókn á þessari atburðarás.
Ásgeir Jónsson seðlabanka-
stjóri upplýsti þetta í gær og
lýsti um leið þeirri skoðun sinni
að skoða þyrfti allt lífeyris-
sjóðakerfið upp á nýtt. „Við er-
um með stjórnir lífeyrissjóða
sem eru skipaðar af hags-
munaaðilum sem eru að taka
ákvarðanir um fjárfestingar,
sem að mínu viti ættu að vera
teknar annars staðar,“ sagði
hann á fundi fjármálastöðug-
leikanefndar í gærmorgun.
Hann bætti því við að ákveðin
hætta væri á að aðrir hags-
munir en hagsmunir sjóðsfélaga
réðu för þegar
stjórnir kæmu að
einstökum fjárfest-
ingarákvörðunum
og í ljósi þess sem
gerst hefur að und-
anförnu í tilteknum
verkalýðsfélögum og tilteknum
lífeyrissjóðum er full ástæða til
að hafa áhyggjur af núverandi
fyrirkomulagi.
Lífeyrissjóðirnir eru afar
umsvifamiklir á íslenskum fjár-
málamarkaði og hafa að auki
ríkar skyldur við sjóðsfélaga.
Ef þeim er beitt í öðrum til-
gangi en að ávaxta sparnað al-
mennings er um alvarlegt brot
að ræða sem kallar á rannsókn
eins og þá sem nú er hafin og
mögulega á endurskoðun laga
eins og seðlabankastjóri benti
á. Og hann benti reyndar á að í
þeim kjarasamningum sem nú
væru í gildi væri gert ráð fyrir
endurskoðun þessara laga. Það
ætti því ekki að verða mikil
fyrirstaða við slíka endur-
skoðun.
Þrýstingur forystu-
manna í verkalýðs-
hreyfingunni kallar
á endurskoðun }
Rannsókn á lífeyrissjóðum
V
ið lifum á fordæmalausum tímum
eins og svo oft hefur verið sagt
síðustu mánuði. Covid-19-veiran
veldur nýjum og alvarlegum
sjúkdómi sem við erum að læra
inn á á sama tíma og þeir sem veikir eru fá
nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Þekking-
unni um veiruna og sjúkdóminn sem hún veld-
ur hefur fleygt fram á síðustu mánuðum en við
erum enn að læra. Eitt af því sem við höfum
komist að er að margir þeirra sem hafa veikst
af sjúkdómnum en er batnað glíma við erfið og
langvinn eftirköst í kjölfar veikindanna.
Eftirköstin sem margir glíma við eru til
dæmis verkir, þreyta, þrekleysi og fleira og
hafa sumir orðið óvinnufærir af þessum sök-
um. Talin er hætta á því að eftirköstin geti
orðið langvarandi og valdið örorku ef ekkert
er að gert. Því er mikilvægt að sá hópur sem glímir við
slík eftirköst fái góða og markvissa þjónustu og utan-
umhald í heilbrigðiskerfinu. Rétt þjónusta og endurhæf-
ing á réttum tíma í kjölfar veikinda í samræmi við þarfir
viðkomandi einstaklinga getur skipt sköpum.
Heilsugæslan um land allt og Covid-19-göngudeildin á
Landspítala sinna þjónustu við þá sem hafa veikst af Co-
vid-19, auk þess sem komið hefur í ljós að margir þurfa á
endurhæfingu á endurhæfingarstofnunum að halda.
Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigð-
iskerfinu og þangað ættu þeir sem finna fyrir eftir-
köstum Covid-19-sjúkdómsins að leita fyrst. Þeim sem
hafa veikst alvarlegar af sjúkdómnum er
fylgt eftir á Covid-19-göngudeild Landspít-
ala.Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Land-
spítali og endurhæfingarstofnanir hafa á síð-
ustu vikum unnið að gerð verklagsreglna um
það hvernig þjónusta eigi þá sem glíma við
eftirköst Covid-19-sjúkdómsins á góðan og
samræmdan hátt, og þær verklagsreglur
verða uppfærðar eftir þörfum. Þverfaglegt
teymi sérfræðinga mun sinna þessum sjúk-
lingum í heilsugæslunni, og æfingar, lyf,
markviss þolþjálfun og sálfræðiþjónusta eru
allt þættir sem verða hluti af þjónustunni.
Endurhæfing er líka mikilvæg í þessu sam-
hengi og skiptir í mörgum tilvikum sköpum
um það hvernig fólki reiðir af, bæði í kjölfar
veikinda og líka í kjölfar slysa eða áfalla. Það
þarf að sinna þessum mikilvæga þætti heil-
brigðiskerfisins og ástandið sem nú er uppi er áminning
um það. Ég hef nú falið Sjúkratryggingum Íslands að
semja um aukna endurhæfingu, meðal annars fyrir fólk
sem glímir við eftirköst í kjölfar veikinda af völdum Co-
vid-19, en einnig fyrir þá sem eru á biðlista eftir endur-
hæfingu af öðrum ástæðum. Allt að 200 milljónum króna
verður varið til verkefnisins. Þetta er mikilvægt skref og
mun vonandi verða til þess að bæta enn frekar þjónustu
við þann stóra hóp sem því miður glímir við eftirköst
sjúkdómsins.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Aukin endurhæfing
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þótt fimm ár séu liðin frá þvíað Hæstiréttur dæmdi aðmeta skyldi vatnsréttindiJökulsár á Dal til fast-
eignamats hefur öðrum sveitar-
félögum ekki tekist að fá mat á
vatnsréttindum eða jarðhitarétt-
indum virkjana. Ýmis fleiri ágrein-
ingsmál sveitarfélaga og orkufyrir-
tækja eru fyrir úrskurðarnefndum
og jafnvel dómstólum. Nýlega sam-
þykkti yfirskattanefnd kröfu Húna-
vatnshrepps um að greiða beri
hærri fasteignaskatt af starfs-
mannahúsi Blönduvirkjunar.
Í lögum um skráningu og mat
fasteigna eru ákvæði um undanþágu
ýmissa eigna ríkis og sveitarfélaga
sem almennt eru notaðar í þágu
samfélagsins. Þar eru meðal annars
nefndar rafveitur, línur og spenni-
stöðvar. Hins vegar skuli meta eftir
venjulegum reglum hús sem reist
eru yfir aflstöðvar.
Þetta hefur verið framkvæmt
þannig að stöðvarhús hafa verið
metin að hluta, sleppt er þeim hluta
þar sem hverflarnir eru og þar fyrir
neðan. Önnur hús eru metin. Hins
vegar hafa stíflur, varnargarðar og
vatnsréttindi ekki verið metin. Ekki
heldur jarðhitaréttindi stórra jarð-
varmavirkjana. Sveitarfélögin geta
því ekki lagt fasteignagjöld á nema
hluta stöðvarhúsa.
Deilt um önnur mannvirki
Þetta hefur valdið óánægju
sveitarfélaga. Undanþágan er talin
arfur frá þeim tíma sem ríkið átti
allar stærri virkjanir. Nú séu ýmsir
aðrir að virkja. Dæmi um afleið-
ingar undanþágunnar er að stór
hluti jarðrasks og afleiðinga Kára-
hnjúkavirkjunar varð í Fljótsdals-
héraði og lengi vel fékk sveitarfé-
lagið litlar sem engar tekjur af þeim
mannvirkjum en stöðvarhúsið var
reist í Fljótsdalshreppi og hefur sá
fámenni hreppur fitnað vel á fast-
eignagjöldum. Raunar fór Fljóts-
dalshérað í mál við Þjóðskrá og
Landsvirkjun og fékk því framgengt
með dómi Hæstaréttar að vatnsrétt-
indi Kárahnjúkavirkjunar í Jökulsá
á Dal voru metin til fasteignamats.
Heildarmat vatnsréttinda reyndist
2,5 milljarðar sem þýðir að sveitar-
félögin fá á annan tug milljóna í
fasteignaskatt á ári. Þrátt fyrir að
fimm ár séu liðin frá því dómur féll í
Hæstarétti hefur öðrum sveitar-
félögum ekki tekist að fá fasteigna-
mat á vatnsréttindi. Ekki fengust
skýringar hjá Þjóðskrá Íslands í
gær þótt eftir væri leitað. Málið
mun þó enn vera í vinnslu, meðal
annars í samvinnu við sveit-
arfélögin.
Vindmyllur eru metnar á hlið-
stæðan hátt og aflstöðvar, aðeins lít-
ill hluti af raunverulegum bygging-
arkostnaði er metinn til fasteigna-
mats. Skeiða- og Gnúpverjahreppur
náði ekki fram breytingu á því
vegna tilraunamylla Landsvirkjunar
við Búrfell.
Ekki íbúðarhúsnæði
Húnavatnshreppur og Lands-
virkjun tókust nýlega á um hvort
starfsmannahús við Blönduvirkjun
ætti að teljast íbúðarhús eða önnur
fasteign, í skilningi laga um skrán-
ingu og mat fasteigna. Húsið hafði
verið skráð að hluta sem íbúðar-
húsnæði. Ekki er lengur föst búseta
starfsmanna við Blönduvirkjun en
húsnæðið er notað þegar þeir dvelja
þar. Yfirskattanefnd féllst á þau rök
að starfsmannahúsið fullnægði ekki
kröfum sem gerðar eru til íbúðar-
húsnæðis. Húnavatnshreppur getur
því lagt hærri fasteignaskatta á hús-
ið en áður og skilar það hreppnum
um 3,5 milljónum á ári.
Sveitarfélög herja
á orkufyrirtæki
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kárahnjúkavirkjun Orkufyrirtæki greiða ekki fasteignaskatt af stíflum,
lónum og skurðum. Hins vegar er greiddur skattur af hluta stöðvarhúsa.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
og Landsvirkjun takast á um
það fyrir yfirskattanefnd hvort
heimilt sé að skrá vinnubúðir
sem notaðar voru við byggingu
Búrfellsstöðvar 2 í fasteigna-
skrá og leggja á þær fasteigna-
skatt. Vinnubúðir hafa verið
fluttar á milli framkvæmda-
svæða en dregist hefur að flytja
þær frá Búrfelli. Við endurmat á
þessu ári skráði Þjóðskrá þær í
fasteignamatsskrá sem ekki
hefur tíðkast.
Búðirnar voru notaðar fyrir
starfsfólk og skrifstofur. Telur
Landsvirkjun að búðirnar geti
ekki talist fasteignir enda séu
mannvirkin ekki skeytt við land-
ið. Krefst Landsvirkjun þess að
búðirnar verði afmáðar úr fast-
eignaskrá. Málið snýst um 5
milljóna króna fasteignaskatta
á ári, sem er svo sem ekki há
fjárhæð miðað við tekjur
hreppsins af stöðvarhúsum
virkjana Landsvirkjunar.
Tekist á um
vinnubúðir
BÚRFELL