Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Á næstu vikum mun Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun skila skýrslu
sinni um húsið sem brann á Bræðra-
borgarstíg 1. Bruninn leiddi til
dauða þriggja manna auk þess sem
fjórir voru fluttir á spítala og þar af
voru tveir alvarlega slasaðir.
Í skýrslunni mun m.a. koma fram
hvort ósamþykktar framkvæmdir
hafi farið fram í húsinu. Í skriflegu
svari við fyrirspurn Morgunblaðsins
til Húsnæðis- og mannvirkjastofnun-
ar segir að frumdrögum skýrslunnar
hafi verið skilað til lögreglu 11. sept-
ember síðastliðinn. „Við skrifum það
sem við komumst að og bendum á
það sem hefur ekki verið eftir teikn-
ingum,“ segir m.a. í svarinu.
Íbúar við Bræðraborgarstíg og
Vesturgötu sem Morgunblaðið
ræddi við eru orðnir langeygir eftir
því að málið fái lausn þar sem það
stendur neti þakið og þykir eins kon-
ar áminning um þá hræðilegu at-
burði sem þarna áttu sér stað. „Þetta
er bæði ljótt og drungalegt. Svo er
mikil lykt sem leggur frá húsinu þeg-
ar rignir og manni þætti vænt um að
þetta yrði tekið niður sem fyrst,“
segir Gréta S. Guðjónsdóttir, ljós-
myndari á Vesturgötu 54 sem stend-
ur nærri húsinu. „Netið kemur ekki í
veg fyrir að krakkar fari þarna inn
og ég sé ekki alveg tilganginn með
því að hafa netið þarna svona. Við
íbúar hér viljum ekki að þetta dagi
uppi,“ segir Gréta
Ekkert hægt að gera að sinni
Nikulás Úlfar Másson, byggingar-
fulltrui hjá Reykjavíkurborg, segir
að ekki sé hægt að aðhafast neitt
fyrr en Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnun og lögregla hafa lokið við
sína vinnu. „Þá munum við sjá hvort
þarna hafi farið fram óleyfisfram-
kvæmdir,“ segir Nikulás. Hann seg-
ir að ekki sé hægt að gera kröfur á
eigendur um niðurrif eða hreinsun á
húsinu fyrr en lögregla hefur lokið
rannsókn sinni og Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun hafi lokið sinni
vinnu. „En við erum alveg sammála
því að þetta megi ekki vera svona
mikið lengur í borgarlandinu,“ segir
Nikulás.
Skila brátt skýrslu um brunann
Mun skera úr um það hvort ósam-
þykktar framkvæmdir hafi farið fram
Morgunblaðið/Eggert
Bræðraborgarstígur Húsið við Bræðraborgarstíg er neti þakið. Ekki er
hægt að gera kröfu um niðurrif fyrr en yfirvöld hafa lokið vinnu sinni.
Alls greindust 57 ný kórónuveiru-
smit innanlands á þriðjudag, þar af
54 í einkennasýnatökum, tvö í
sóttkvíar- og handahófsskimun og
eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Af
þessum 57 voru 28 manns þegar í
sóttkví við greiningu.
Í einangrun eru 324 manns og
fjölgaði um 43 á milli daga. Tveir eru
á sjúkrahúsi og 2.410 eru í sóttkví.
Nýgengi innanlandssmita á hverja
100 þúsund íbúa síðustu 14 daga fór
á milli daga úr 68,4 í 83,2.
Skimun á starfsfólki Landspítal-
ans var að mestu lokið í gær, en á
þriðjudag kom fram að alls væru 22
starfsmenn spítalans í einangrun
vegna smits.
Virða þurfi nálægðarregluna
Hópsýking kom upp í Stykkis-
hólmi og eru þar sjö skráðir í ein-
angrun sökum smits. Hvatti lögregl-
an í gær almenning til að huga að
persónulegum smitvörnum nú þegar
smitum kórónuveiru fjölgi á ný.
„Vonandi tekst okkur að hefta út-
breiðslu frekari smita með rakningu,
raðgreiningu, einangrun og sóttkví.
Virða þarf eins metra nándarregl-
una. Mælt er með að nota andlits-
grímur þegar ekki er hægt að virða
nándarreglu og þar sem loftgæði eru
ekki mikil,“ segir í tilkynningu frá
lögreglunni á Vesturlandi, sem mæl-
ir einnig með því að vinnustaðir bjóði
fólki upp á að vinna að heiman.
57 ný innanlandssmit og
hópsýking í Stykkishólmi
Nýgengi smita á 100 þúsund íbúa úr 68,4 í 83,2 á milli daga
Kórónuveirusmit á Íslandi
Nýgengi smita frá 30. júní
2.476 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 22. sept.
83,2 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
2 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
enginn á gjörgæslu
263.180 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
146.297
sýni, samtals í skimun 1 og 2
1.951 einstaklingar eru í skimunarsóttkví
60
50
40
30
20
10
0
83,2
4,4
2.410 einstaklingar eru í sóttkví
324 eru með virkt smit og í einangrun
Nýgengi innanlands
Nýgengi, landamæri
júlí ágúst september
Maðurinn sem fannst látinn í
Breiðholti, neðan Erluhóla, 21.
ágúst síðastliðinn hét Örn Ing-
ólfsson, 83 ára. Ekki er talið að
andlátið hafi borið að með sak-
næmum hætti, að því er kom
fram í tilkynningu frá lögreglu í
gær.
Fram kom í fjölmiðlum að full-
orðinn maður á gangi fann lík af
manni þegar hann var á gangi í
skógi fyrir hádegi hinn 21. ágúst.
Var talið að líkið hefði verið þar
um hríð. Síðan þá hefur kennsla-
nefnd ríkislögreglustjóra haft
málið til meðferðar.
Báru kennsl á lík
sem fannst í ágúst
Lögreglunni á Vesturlandi barst til-
kynning um vinnuslys á Hellissandi
á Snæfellsnesi á ellefta tímanum í
gærmorgun. Einn maður lést í slys-
inu.
Slysið varð um klukkan 10.30 og
var þyrla Landhelgisgæslunnar
send á vettvang. Ekki fengust frek-
ari upplýsingar frá lögreglunni á
Vesturlandi um málið í gær.
Banaslys á Hellis-
sandi í gærmorgun
Atli Steinn Guðmundsson
skrifar frá Vadsø
Þrír sérfræðingar norsku rannsókn-
arlögreglunnar Kripos komu fyrir
Héraðsdóm Austur-Finnmerkur í
Vadsø í gær og báru þar auk annars
vitni um skotvopnið, sem Gunnari Jó-
hanni Gunnarssyni er gefið að sök að
hafa beitt þegar hálfbróðir hans, Gísli
Þór Þórarinsson, varð fyrir haglaskoti
sem dró hann til dauða snemma
morguns 27. apríl í fyrra.
Fyrir dóminn komu þeir Øivind
Strand skotvopnasérfræðingur, Arvid
Bjelkåsen blóðferlasérfræðingur og
Tore Walstad fingrafarasérfræðing-
ur, allir frá Kripos, en auk þess vitnaði
læknir um áverkana á líkama Gísla
Þórs heitins og fylgdu því myndir af
Gísla örendum sem lögðust misjafn-
lega í viðstadda.
Galli á öryggislás
Sú niðurstaða Kripos-manna, sem
óumdeilanlega má telja þungamiðju
framburðar þeirra, var að galli hefði
reynst á öryggislás byssunnar sem
gerði það að verkum að skot hefði,
samkvæmt tugum skotvopnaprófana
hjá Kripos, getað hlaupið af byssunni
án þess að tekið væri í gikk hennar.
Tókst skotvopnasérfræðingum Kri-
pos að hleypa skoti af byssunni með
því að láta hana falla á gólf úr um það
bil tuttugu sentimetra hæð. Lenti
byssan á gólfinu í láréttri stöðu, en
ekki með hlaupið á undan, var unnt að
hleypa af henni skoti án þess að komið
væri við gikkinn.
Bjørn Andre Gulstad, verjandi
Gunnars Jóhanns, þráspurði þá Kri-
pos-menn í réttarhléi út í niðurstöður
þeirra og notaði súkkulaðistykki til að
sýna afstöðu haglabyssunnar við fall á
ímyndaðan gólfflöt.
Snörp orðasenna
Steig Torstein Lindquister sak-
sóknari þá fram og sagði að verjanda
væri óheimilt að spyrja vitni út í
tæknileg atriði, sem snertu vitnisburð
þeirra, í réttarhléi, það væri honum
einungis heimilt fyrir settum rétti.
Var Gulstad ekki sammála saksókn-
ara og kom til snarprar orðasennu
milli þeirra, ekki í fyrsta sinn síðan að-
almeðferð málsins hófst á mánudag.
Kripos steig í vitnastúkuna
Aðalmeðferð í Mehamn-málinu heldur áfram í Vadsø Galli á öryggislás
haglabyssunnar Skot hljóp úr byssunni er hún var látin falla á gólf við prófanir
Morgunblaðið/Atli Steinn
Fyrir rétti Øivind Strand skotvopnasérfræðingur, Arvid Bjelkåsen blóð-
ferlasérfræðingur og Tore Walstad fingrafarasérfræðingur, allir frá Kri-
pos, ræða eiginleika haglabyssunnar við Bjørn Gulstad verjanda.