Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Vilja herða reglur um hælisleit  Ríki ESB geti tekið á sig að skila þeim sem fá ekki hæli  Conte segir tillögurnar skref í rétta átt Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lagði fram í gær tillögur sínar um hert eftirlit á ytri landa- mærum þess og straumlínulagaðri aðferðir til þess að víkja þeim sem neitað hefur verið um hæli á brott. Tillögunum er ætlað að koma í stað Dyflinnarreglugerðarinnar svo- nefndu, en Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði að Evrópusambandið vildi bæði standa við gildi sín og mæta áskorunum sem fylgdu því að vera í hnattvæddum heimi. Sagði hún að gamla kerfið virkaði einfaldlega ekki lengur. Baráttufólk fyrir réttindum hælis- leitenda og flóttamanna lýsti yfir vonbrigðum sínum með tillögur framkvæmdastjórnarinnar í gær, en það hafði meðal annars vonast eftir því að frekari flóttamannakvótar yrðu settir á fyrir aðildarríki sam- bandsins, þannig að þeim yrði gert skylt að taka á móti fleiri hælisleit- endum en nú er. Framkvæmdastjórnin leggur hins vegar til, að einstök aðildarríki, sem séu undir miklum þrýstingi vegna komu flóttamanna, geti kallað eftir „skyldugri samstöðu“, sem knýi öll aðildarríkin til þess að leggja sitt af mörkum til þess að leysa vanda- málið. Sú aðstoð getur hins vegar falist í því að taka við hælisleitend- um, aðstoða við að byggja móttöku- stöðvar í landinu, eða að taka á sínar herðar að koma þeim, sem ekki hafa rétt til að vera áfram innan sam- bandsins, aftur til síns uppruna- lands. Blendin viðbrögð Talsmenn aðildarríkjanna voru ekki á einu máli um ágæti tillagn- anna. Morgan Johansson, ráðherra flóttamannamála í Svíþjóð, sagði þannig við fréttastofuna TT í gær að tillögurnar ættu að opna á fleiri leiðir til að aðildarríkin gætu lagt eitthvað af mörkum. Nefndi hann sem dæmi að ríki ættu að geta fengið að senda heilbrigðisstarfsfólk til þess að að- stoða í nokkrar vikur í stað þess að taka á móti fleiri hælisleitendum. Sebastian Kurz, kanslari Austur- ríkis, lýsti yfir efasemdum sínum við AFP-fréttastofuna, og sagði að það yrði engin leið til þess að fá ríki sam- bandsins til þess að samþykkja skyldukvóta, og talsmaður ríkis- stjórnar Ungverjalands sagði að af- staða stjórnvalda þar væri enn óbreytt, og að nauðsynlegt væri að ytri landamæri sambandsins yrðu áfram lokuð sem mest. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sagði hins vegar að tillögur sambandsins væru mikilvægt skref í rétta átt að sameiginlegri stefnu Evr- ópusambandsins í málefnum flótta- manna. Sagði Conte á Twitter-síðu sinni að þau ríki sem fyrst tækju á móti flóttamönnum gætu ekki borið byrðarnar ein. AFP Mótmælaganga Stuðningsmenn flóttamanna á grísku eyjunni Lesbos héldu mótmælagöngu í Berlín um helgina og kröfðust þar aðgerða í málaflokknum. Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í gær útskrifaður af Charité-sjúkrahúsinu í Berlín, þar sem hann hefur dvalist undanfarinn mánuð. Telja læknar hans að Na- valní geti náð sér að fullu eftir veik- indi sín, en vesturveldin telja full- sannað að eitrað hafi verið fyrir hann með sovéska taugaeitrinu Novichok. Rússnesk stjórnvöld hafa hins vegar hafnað öllum ásökunum um að þau séu á nokkurn hátt viðriðin mál- ið, og lýstu þau því yfir í gær að Na- valní væri frjálst að snúa aftur til heimalands síns hvenær sem honum sýndist svo. Kira Yarmysh, talskona Navalnís, sagði hins vegar að hann ætlaði sér að vera áfram í Þýskalandi á meðan hann sinnir endurhæfingu sinni. Sjálfur sagði Navalní á Instagram- síðu sinni að hann ætti langt í land með að ná fullum bata, og að það væri fyrsta markmið sitt. „Ráðabruggið“ gekk ekki upp Navalní ákvað einnig að tjá sig um frétt franska dagblaðsins Le Monde, sem greindi frá því á þriðjudaginn að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefði velt þeim möguleika upp í sím- tali við Emmanuel Macron Frakk- landsforseta, að Navalní hefði sjálfur orðið valdur að eitrun sinni. Sagði Navalní það vera „góða vís- bendingu“, og bætti við að hið „snjalla ráðabrugg“ sitt hefði verið að deyja á sjúkrahúsi í Omsk, en að Pútín hefði séð í gegnum það. „Og því var ég, eins og hálfviti, í dauðadái í 18 daga, og fékk ekki það sem ég vildi,“ skrifaði Navalní í hæðnistón. Málið hefur sett aukna spennu í samskipti vesturveldanna og Rúss- lands, og hafa öll helstu ríki Evrópu kallað eftir því að Rússar hefji opin- bera rannsókn á tildrögum þess að Navalní veiktist. Rússnesk stjórn- völd hafa hins vegar neitað slíkum kröfum. Navalní laus af sjúkrahúsi  Hann hyggst ljúka endurhæfingu sinni í Þýskalandi AFP Eitrun Navalní birti þessa mynd af sér á Instagram í gær ásamt skila- boðum til stuðningsmanna sinna. Alexander Lúkasjenkó, for- seti Hvíta- Rússlands, sór í gær embættiseið sinn, en fjöl- menn mótmæli hafa verið í landinu und- anfarnar vikur vegna ásakana um að Lúkasj- enkó hafi haft rangt við í forseta- kosningunum í byrjun ágúst. At- höfnin fór fram með leynd. Stjórnvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að þau hygðust ekki viðurkenna Lúkasjenkó sem rétt- mætan þjóðhöfðingja Hvíta- Rússlands, og fylgdu nokkur önn- ur Evrópuríki í kjölfarið. Evrópu- sambandið íhugar nú að setja viðskiptaþvinganir á Hvíta- Rússland vegna kosninganna, sem og ofbeldis lögreglu við að kveða niður mótmælin gegn Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingurinn Svetl- ana Tikhanovskaya sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún ítrek- aði að hún væri hinn rétti sigur- vegari kosninganna, og að athöfn- in í gær væri lítið annað en „farsi“. Neita að viðurkenna Lúkasjenkó Alexander Lúkasjenkó  Sór embættiseið sinn í gær með leynd Vinir, samstarfsmenn og velunnarar hæstarétt- ardómarans Ruth Bader Ginsburg vottuðu henni virðingu sína í gær, en kista hennar var flutt að dómshúsi Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Þar á kistan að standa í dag og á morgun, en þá verð- ur kistan flutt til þinghússins. Bader Ginsburg er fyrsta konan sem fær þennan heiður. Útför hennar mun svo fara fram í kyrrþey, en hún verður grafin í Arlington-kirkjugarðinum. Vottuðu Ruth Bader Ginsburg virðingu sína AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.