Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Stella Andrea
Í smíðum Íslandshótel Lækjargötu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
sagði í tilefni af útgáfu Fjármála-
stöðugleika að mikilvægt væri að
bankarnir notuðu tækifærið og
endurskipulegðu útlán. Spáir
Seðlabankinn auknu atvinnuleysi í
haust eftir því sem áhrif krepp-
unnar magnast.
Óumflýjanlegt er að styrkja
þurfi ferðaþjónustuna svo hún lifi
af faraldur kórónuveirunnar. Þetta
segir Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, for-
maður Mið-
flokksins. Lík-
lega sé ekki úr
vegi að tala um
leiðréttingu, og
ferðaþjónustan
þurfi leiðrétt-
ingu á skuldum.
Að öðrum kosti
verði fyrirtæki
tekin yfir á
brunaútsölu. Það
hafi verið ljóst frá upphafi að ráð-
ast þyrfti í róttækar aðgerðir.
Markmið stjórnvalda óljóst
Hann segir óljóst hvert mark-
mið stjórnvalda er með hertum
aðgerðum gegn veirunni. Óvissan
sé að aukast, ekki minnka. „Ef
markmiðið er að loka landinu fyrir
veirunni, þ.e. hafa veirufrítt land,
til þess að við getum þá lifað
sæmilega eðlilegu lífi innan lands-
ins, þá þarf að segja það og gera
ráðstafanir í samræmi við það,“
segir Sigmundur í samtali við
blaðið í dag.
„Þá gætu til dæmis ferðaþjón-
ustufyrirtæki gert sínar ráðstaf-
anir út frá því og stjórnvöld komið
til móts við þau í samræmi við þá
stöðu. En eins og þetta hefur
þróast seinni part sumars og í
haust þá eru menn í viðvarandi
óvissu.“ » 10 og 30
Erfiðum
vetri fylgir
uppstokkun
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
F I M M T U D A G U R 2 4. S E P T E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 224. tölublað 108. árgangur
25%
AFSLÁTTUR
AF HEILSU- OG
LÍFSSTÍLSVÖRU
M
ALLT AÐHEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGAR
24. SEPTEMBER - 4. OKTÓBER
OFURTILBOÐá hverjum degi!
Kynntu þér öll
frábæru tilboðin í
Heilsublaði Nettó!
HRIFIN AF
KLASSÍSKRI
HÖNNUN
LITRÍKT HAND-
VERK FRÁ
MAROKKÓ
ÞRJÁR BÆKUR
Á METSÖLULISTA
Í ÞÝSKALANDI
VERSLUN 14 RAGNAR JÓNASSON 51EDDA BJÖRG 42
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Rísi ný byggð í grennd við Keldur, líkt
og gert er ráð fyrir, mun 1. áfangi
Borgarlínu sáralitlu breyta um um-
ferðarþungann í Ártúnsbrekku. Hún
gæti fækkað ferðum um 400 bíla á sól-
arhring, en gera má ráð fyrir að þar
fari um 110.000 bílar á sólarhring árið
2025 að óbreyttu og umferðartafir
verði svipaðar og 2019. Hins vegar
myndi 1. áfangi Sundabrautar geta
breytt þar töluverðu.
Þetta kemur fram í greiningu sem
Þórarinn Hjaltason umferðarverk-
fræðingur hefur gert.
Í greiningunni er stuðst við umferð-
arspár sem gerðar hafa verið með um-
ferðarlíkani fyrir höfuðborgarsvæðið
og þess sérstaklega gætt að vanmeta
ekki áhrif Borgarlínu. Miðað var við
að 2.000 íbúðir væru fullbyggðar og
5.000 manns flutt inn í þær árið 2025,
auk um 10.000 m² atvinnuhúsnæðis.
Lauslega áætlað myndi umferðar-
sköpun hverfisins nema um 20 þúsund
bílum á sólarhring, en um þriðjungur
hennar myndi fara um Ártúnsbrekku
þar til Sundabrautar nýtur við.
Þrátt fyrir að Borgarlínan kæmi
fyrr til og ferðatíðni strætó ykist
verulega myndi umferðarsköpun
hverfisins minnka sáralítið, ef miðað
er við nýtingu strætó í hverfum fjarri
miðborginni. Jafnvel þótt fyrrverandi
bílstjórar væru um 50% nýrra far-
þega myndi umferðarsköpun hverfis-
ins aðeins minnka um 600 bíla á sólar-
hring, þar af um 400 bíla um
Ártúnsbrekku. Umferð um hana
vegna Keldnahverfis næmi því 6.600
bílum á sólarhring í stað 7.000 án
Borgarlínunnar.
Áhrif Sundabrautar á umferð um
Ártúnsbrekku yrðu hins vegar veru-
leg, bæði vegna Keldnahverfis og
annarra hverfa, en þá myndi bílum á
sólarhring fækka þar um 10 til 15 þús-
und, eftir því hvort jarðgöng eða
lágbrú yrði fyrir valinu.
Borgarlína leysir ekki vanda
Umferðargreining bendir til að Borgarlínan ein minnki umferð um Ártúnsbrekku
vegna Keldnahverfis sáralítið Sundabraut hefði mun meiri áhrif á umferðarþunga
Umferðargreining
» Miðað við 5.000 manna
byggð í Keldum árið 2025.
» Án Sundabrautar og Borgar-
línu fara um 110.000 bílar um
Ártúnsbrekku á sólarhring.
» Með Borgarlínu fækkaði um
400 bíla á dag.
» Með Sundabraut en án
Borgarlínu yrði umferðarmagn
í Ártúnsbrekku um 95-100
þúsund bílar á dag.
„Þetta er bæði ljótt og drungalegt. Svo er mik-
il lykt sem leggur frá húsinu þegar rignir og
manni þætti vænt um að þetta yrði tekið niður
sem fyrst,“ segir Gréta S. Guðjónsdóttir sem
býr nærri húsinu á Bræðraborgarstíg 1 sem
varð eldsvoða að bráð í júní með þeim afleið-
ingum að þrír létust og tveir slösuðust alvar-
lega. Lögreglu hafa borist frumdrög að skýrslu
frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem
m.a. kemur fram hvort óleyfisframkvæmdir
hafi farið fram í húsinu. Hún verður kynnt á
næstu vikum. »4
Morgunblaðið/Eggert
Brunarústir við Bræðraborgarstíg nágrönnum til ama