Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is Sjálfvirk pottastýring með snertiskjá og vefviðmóti POTTASTÝRING SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Landið breytist og auðnir gróa. Óvíða sést árangur landgræðslu- starfs betur en á Haukadalsheiði sem er ofan efstu bæja í Bisk- upstungum. Rækturstarfið þar hófst árið 1963, en uppfok af heiðinni var þá orðið ógn og vandamál. Upp- græðsla og endurheimt gróðurs var stórt verkefni og erfitt viðureignar, en sigur náðist að lokum. Fram- vörður í starfinu var Greipur Sig- urðsson í Haukadal, en 19. sept- ember síðastliðinn voru liðin 30 ár frá því hann varð bráðkvaddur við störf á heiðinni. Skapa gróðri skilyrði „Landgræðslan á Haukadalsheiði var þrekvirki,“ segir Sveinn Run- ólfsson, fyrrverandi landgræðslu- stjóri. Samstarf Sveins og Greips stóð lengi, en vinnan byggðist bæði á fræðilegri þekkingu og verkhyggju. Í framkvæmdum var Greipur í aðal- hlutverki, kunnugur staðháttum og útsjónarsamur. „Í upphafi var mikil- vægast að binda jarðveg og vinna niður rofabörð. Skapa þurfti skilyrði svo gróður festi rætur og breiddi úr sér. Þetta var krefjandi þolinmæðis- vinna. Óvíða hefur hins vegar verið meira í húfi, svo þarft var að stöðva sandrokið sem stóð af heiðinni niður í byggð,“ segir Sveinn. Greipur Sigurðsson var fæddur 17. maí 1938, sonur Sigrúnar Bjarnadóttur og Sigurðar Greips- sonar, bónda og skólastjóra í Hauka- dal. Á Hólum í Hjaltadal nam Greip- ur búfræði en sneri svo til starfa á heimaslóð sinni; fyrst við skógrækt en síðar landgræðslu allt til síðasta dags. 9.000 hektarar og 50 km girðing „Landeyðing var mikil og víða var jarðvegur fokinn í burtu svo eftir stóðu mannhæð- arhá börð svo sá í berar rætur. Uppblástur ógn- aði meðal annars skógræktinni í Haukadal svo ljóst varð að grípa þyrfti til að- gerða,“ segir Kristín Sigurð- ardóttir frá Út- hlíð í Bisk- upstungum, ekkja Greips. Hún minnist fundar í Haukadal síðsum- ars 1962. Þar voru saman Sigurður Greipsson og Greipur sonur hans, Björn Sigurðsson í Úthlíð, bróðir Kristínar, og Páll Sveinsson land- græðslustjóri. Til stóð – þarna og þá – að fara í kynnisferð um Hauka- dalsheiði sem ekki varð af þar sem moldar- og sandstomur stóð af heið- inni. Sú staðreynd ein og sér færði öllum heim sanninn um mikilvægi aðgerða, sem hófust árið eftir með uppsetningu á fyrsta hluta girðingar sem rammar svæðið inn. Í vestri eru mörk þess við Úthlíð, þaðan sem er girðing langt inn til landsins. Í austri er girðingin við Tungufljót og Ás- brandsá en í báðum tilvikum er girt að Sandvatni. Á árunum sem fóru í hönd var mikið lagt undir við sáningu á melfræi til að binda jarðveg. Einnig voru bændur viljugir að flytja hey- bagga á svæðið, sem urðu gró og skjól. Brátt fór svo að sjást greini- legur árangur af starfi á þessu svæði, sem er um 9.000 hektarar og umlukið 50 kílómetra langri girð- ingu. Stíflugerð var þýðingarmikil Við dreifingu fræs og áburðar var hægt að ná til stærri svæða en áður eftir að Páll Sveinsson, Douglas- flugvél Landgræðslunnar, kom til sögunnar árið 1974. Árið 1986 var yfirborð Sandvatns svo hækkað með gerð tveggja stíflugarða. Með því myndaðist 15 ferkílómetra vatn sem náði yfir meðal annars leirbotn sem gjarnan fauk úr þegar lítið var í vatninu. Stíflurnar settu yfirborðið í stöðuga hæð og til þess var leikurinn líka gerður. „Stíflugerðin var þýð- ingarmikil, að setja svæðið undir vatn stöðvaði fok á fíngerðum leir sem annars hefði ekki tekist,“ segir Sveinn Runólfsson. Mikill kraftur var í landgræðslu á Haukadalsheiði. „Í haust sagði Greipur við mig að hann héldi að stutt væri í fullan sigur, kraftaverk hefði gerst á því gróðurríka sumri sem nú væri að kveðja. Melskúf- urinn harði hefur enn sannað yf- irburði sína yfir þær plöntur sem binda sand,“ sagði Björn Sigurðs- son, mágur Greips, í minningargrein í Morgunblaðinu 30. september 1990. Lúpínan var kröfug Kristín Sigurðardóttir tók við um- sjón landgræðslunnar á Haukadals- heiði að manni sínum látnum. Þau höfðu starfað saman í þessu verkefni sem var þeim hjartans mál. „Á fyrstu árum landgræðslustarfsins voru litlar flugvélar gjarnan notaðar við áburðardreifinguna,“ segir Kristín. „Flugmennirnir Páll Hall- dórsson og Sigurjón Sverrisson voru báðir sandfokinu vel kunnugir á þann hátt að í millilandaflugi mættu þeir stundum sandmekki ofan af heiði í háloftum sunnan við landið í aðflugi til Keflavíkur. Sú lýsing rammaði inn alvarleika málsins.“ Kristín minnist fjölda ungra manna sem unnu með þeim Greipi við landgræðslustörfin, sumir í mörg sumur. Einnig tiltekur hún hvað lúp- ínan – rétt eins og melgresið – var kröftug þegar kom að því að binda jarðveg. Í gróðurhúsi í Haukadal voru ræktaðar lúpínuplöntur sem síðar voru gróðursettar á heiðinni. „Uppgræðslan hefði aldrei tekist jafn vel og raun ber vitni nema með lúpínunni, sem undirbýr jarðveginn fyrir annan gróður, svo sem birki og víði. Allt þetta skilaði því að uppfok landsins stöðvaðist og nú er eyði- mörkin sem var á Haukadalsheiði gróin og falleg. Hvergi má þó gefa eftir og halda verður vöku sinni,“ segir Kristín að síðustu. Eyðimörkin er nú gróin og falleg  Þrekvirki unnið á Haukadalsheiði  Uppfok var ógn í Biskupstungum  Melgresið og lúpínan sönnuðu gildi sitt  30 ár frá fráalli Greips Sigurðssonar sem var framvörður í mikilvægu starfi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Landgræðslumaður Greipur Sigurðsson á Haukadalsheiði við kolagrafir sem staðfestu að landið hefði forðum verið viði vaxið. Mynd frá 1987. Ljósmynd/Aðsend Iðjagrænt Horft norður Haukadalsheiði að hinum svipsterku Jarlhettum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Minning Sveinn Runólfsson við minnisvarða um Greip á heiðinni. Kristín Sigurðardóttir Haukadalsheiði Loftmyndir ehf. 35 Sandfell BISKUPS- TUNGUR Geysir Haukadals- heiði Ha uk ad alu r Tu ng ufl jó t Úthlíð „Uppgræðslan á Haukadalsheiði var aðgerð sem skipti sköpum fyrir búsetu og lífsgæði fólks hér í sveitinni,“ segir Margeir Ingólfsson á Brú í Biskupstungum. Sá bær er rétt sunnan við heiðina og tvo kílómetra fyrir austan Geysi og minnist Margeir þess þegar ekki sást milli bæja ef sand- og moldarstrókur stóð af heiðinni í norðanáttinni. „Fokið byrgði sýn og fíngert rykið smaug inn um allt svo fínn salli lá í gluggakistum eftir daginn. Þetta var erfitt ástand, en um síðir hafðist sigur. Beinar land- græðsluaðgerðir skiptu miklu máli, en kaflaskil urðu með stíflugerð við Sandvatn. Stærð vatnsins hafði rokkað og stundum var vatnsbotninn á þurru; leirkenndur jarðvegur sem fauk úr og upp- græðsla þar var ómöguleg. Þegar þessar uppfokseyrar voru settar undir vatn breyttist allt til hins betra. Norðvestan við Sandvatnið er Hagavatn og enn fýkur úr botni þess svo stíflugerð þar eða aðrar sambærilegar að- gerðir eru nauðsynlegar,“ segir Margeir. Fíngert rykið smaug um allt UPPGRÆÐSLAN SKIPTI SKÖPUM Í BISKUPSTUNGUM Margeir Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.