Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Brotthvarf Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr
þingflokki Vinstri grænna mun hafa einhver
áhrif á nefndaskipan á Alþingi, en hún hefur
fram að þessu setið í atvinnuveganefnd og
utanríkismálanefnd. Það mun hún ekki gera
lengur fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs.
Sem þingmaður utan flokka þarf Rósa Björk
að eiga það við stjórnarandstöðuna í hvaða
nefnd hún skuli starfa. Fari hins vegar svo að
hún gangi til liðs við þingflokk Samfylking-
arinnar, eins og margir virðast gera ráð fyrir,
einfaldast málið, en það mun eftir sem áður
hafa áhrif á nefndasetu stjórnarandstöðunnar.
Þingsetning á Alþingi verður eftir viku,
fimmtudaginn 1. október, en þá þarf að leysa úr
þessum vanda. „Þetta er verkefni, ekki vanda-
mál,“ sagði einn þingmaður sem Morgunblaðið
ræddi við, en stjórnarþingmaður sagði að þetta
væri kannski vandamál, en það væri vandamál
stjórnarandstöðunnar.
Í upphafi þessa kjörtímabils náðist sam-
komulag stjórnarflokka og stjórnarandstöðu
um að stjórnarandstöðuflokkar fengju for-
mennsku í þremur fastanefndum þingsins,
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðar-
nefnd, og umhverfis- og samgöngunefnd.
Stjórnarandstaðan hefur lagt áherslu á að
samkomulagið haldi út kjörtímabilið, en í
stjórnarliðinu gætir meiri efasemda um það og
menn ekki á eitt sáttir um hversu góð reynslan
er af því. Þingflokksformenn hittust með
óformlegum hætti í gær og munu áfram ræða
saman næstu daga um það.
Flókin nefndaskipan á þingi
Á Alþingi eru átta fastanefndir: allsherjar- og
menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags-
og viðskiptanefnd, fjárlaganefnd, stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngu-
nefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd.
Níu þingmenn sitja í hverri fastanefnd, svo
þar þarf að fylla 72 sæti. Á Alþingi sitja hins
vegar 63 þingmenn, en þar af eru tíu ráðherrar
og einn þingforseti, sem ekki sitja í nefnd-
unum.
Í þingsköpum er nú mælt fyrir að allir al-
mennir þingmenn þurfi að sitja í a.m.k. einni
þingnefnd, en enginn þó í fleiri en tveimur.
52 almennir þingmenn geta því setið í nefnd-
unum, en svo hefur einnig gætt sjónarmiða um
vinnuálag, þannig að formenn fastanefndanna
og þingflokksformenn sitja yfirleitt ekki nema í
einni nefnd, þó það geti vel breyst ef nauðsyn
ber til.
Skipan nefndanna tekur mið af þingstyrk
flokkanna, svo þingmeirihlutinn sé örugglega
endurspeglaður þar. Þannig mun ríkisstjórnin
hafa meirihluta í þeim öllum, með fimm menn
af níu. Til þess að það komi allt heim og saman
þarf að semja talsvert um nefndasetu, en þar
þurfa minnihlutaflokkarnir að koma sér saman,
því ekki er rými fyrir þá alla í hverri nefnd,
hvað þá þingmenn utan þingflokka, þó hver
flokkur megi raunar eiga þar áheyrnarfulltrúa.
Nefndaseta riðl-
ast vegna Rósu
Stjórnarandstaðan þarf að rýma til í fastanefnd
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Þing kemur saman eftir viku, en meðal verkefna þess er að skipa fastanefndir að nýju
eftir brotthvarf Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr þingflokki Vinstri grænna.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Endurskipuleggja þarf skuldir fyrir-
tækja í ferðaþjónustu ef ekki á illa að
fara og það er líklega ekki úr vegi að
tala um leiðréttingu. Annars gæti
saga eftirhrunsáranna endurtekið
sig þegar fyrirtæki voru yfirtekin og
fjöldi fólks skilinn eftir í sárum.
Þetta er mat Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, formanns Mið-
flokksins, sem
telur óumflýjan-
legt að styrkja
ferðaþjónustuna
svo hún lifi af far-
aldurinn. Aðgerð-
ir stjórnvalda til
að halda aftur af
veirunni skapi
sterkan sam-
félagslegan og
siðferðislegan
rétt ferðaþjónustu og annarra at-
vinnugreina til að njóta aðstoðar.
Fram undan sé erfiður vetur þar
sem samdrátturinn mun færast
meira yfir í önnur svið hagkerfisins
en ferðaþjónustuna.
Séreignarúrræði endurvakið
Leiðrétting verðtryggðra íbúða-
lána var helsta kosningamálið í al-
þingiskosningunum 2013 en bæta
átti heimilum upp tjón af umfram-
verðbólgu vegna framgöngu bank-
anna. Hún var framkvæmd 2015.
Samhliða henni var heimilað að
taka út séreignarsparnað til niður-
greiðslu á höfuðstól og var úrræðið
endurvakið í kórónuveirukreppunni.
Sigmundur Davíð telur aðferða-
fræði leiðréttingarinnar geta nýst
við lausn á vanda ferðaþjónustunnar.
„Ég tel að slík leiðrétting gæti vel
verið viðeigandi leið og að reynslan
af leiðréttingu íbúðalána geti komið
að gagni. Það var alltaf lykilatriðið í
leiðréttingunni að ekki væri verið að
gefa einhverjum eitthvað sem hann
ætti ekki tilkall til, heldur aðeins að
bæta eins og kostur væri tjónið sem
varð af þessum ástæðum.“
Hver verður þróunin ef þetta
verður ekki gert? Hvernig verður
fyrirtækjalandslagið og hvaða áhrif
mun það hafa á endurreisnina?
Gæti leitt til samþjöppunar
„Ég hef miklar áhyggjur af því, ef
fram heldur sem horfir, að þá verði
ekki aðeins einhæfara fyrirtækja-
landslag heldur samþjöppun þar
sem menn nota tækifærið, ef svo má
segja, og kaupa fyrirtæki af þeim
sem hafa lent í miklum hremming-
um, og þá á lágu verði, og njóti svo
einir ágóðans þegar hlutirnir lagast.
Að þeir njóti þess að hafa haft tæki-
færi til að kaupa eignir á brunaút-
sölu án þess að verða fyrir tjóninu,
og að þetta leiði til samþjöppunar,
ekki aðeins í þessari grein heldur
jafnvel í öðrum greinum líka.“
Þannig að það getur leitt til sár-
inda og klofnings í þjóðfélaginu?
„Já, það getur leitt til mikilla sár-
inda til langs tíma og getur leitt til
málaferla. Þess vegna höfum við lagt
áherslu á það í okkar tillögum að
þetta mætti ekki fara þannig að
bankarnir yfirtaki þau fyrirtæki sem
ekki geta greitt vegna þessa force
majeure-ástands, óvæntra og ófyrir-
séðra aðstæðna, og selji þau síðan
eins og gerðist í allmörgum tilvikum
eftir bankahrunið. Að það þurfi jafn-
vel að tryggja með lögum að ekki sé
hægt að hirða öll fyrirtækin eftir að
þau lentu í þessu ástandi til þess eins
að skipta svo um eigendur í fram-
haldinu.“
Nú starfa fyrirtækin á opnum
markaði. Því ætti að liðsinna ferða-
þjónustunni á þennan veg?
Hagsmunir samfélagsins
„Ég held að það sé óumflýjanlegt
og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í
fyrsta lagi eru það sameiginlegir
hagsmunir samfélagsins að þessi
mikilvæga atvinnu- og útflutnings-
grein komist í gegnum þetta tíma-
bundna ástand, þótt það hafi varað
lengur en menn gerðu ráð fyrir.
Þannig að samfélagið hefur mikla
hagsmuni af því að verja greinina
svo hún verði í stakk búin til að veita
atvinnu og skapa verðmæti, þegar
við erum komin í gegnum þetta.
Svo eru sanngirnissjónarmið sem
lúta að því að stjórnvöld, ekki aðeins
á Íslandi, hafa gert fyrirtækjunum
nánast ókleift að starfa og fyrir því
eru gild rök. Þetta eru ekki ákvarð-
anir sem stjórnvöld vilja taka en þó
hefur niðurstaða þeirra verið sú, hér
og víðar, að til að verja heilsu fólks
eigi og þurfi að skerða ferða- og at-
vinnufrelsi fólks. Og þegar ríkið tek-
ur ákvörðun um slíkt er eðlilegt að
þá komi stuðningur á móti.
Það sem ég hef haft mestar
áhyggjur af varðandi stefnu stjórn-
valda að undanförnu er að óvissan
hefur aukist fremur en minnkað.
Fyrst þegar þetta fór af stað ákváðu
stjórnvöld að eftirláta heilbrigðis-
yfirvöldum stjórnina. Og þá var út-
skýrt fyrir okkur að það stæði til að
fletja út þessa margumræddu kúrfu
og sýndar myndir af því hvernig
kúrfan yrði flött út til þess að gera
heilbrigðisþjónustunni kleift að ráða
við afleiðingarnar. En nú er að mínu
mati mjög óljóst hvert markmiðið er
hjá stjórnvöldum.
Þurfa að skýra markmiðin
Ef markmiðið er að loka landinu
fyrir veirunni, þ.e. hafa veirufrítt
land, til þess að við getum þá lifað
sæmilega eðlilegu lífi innan landsins,
þá þarf að segja það og gera ráðstaf-
anir í samræmi við það. Þá gætu til
dæmis ferðaþjónustufyrirtæki gert
sínar ráðstafanir út frá því og stjórn-
völd komið til móts við þau í sam-
ræmi við þá stöðu. En eins og þetta
hefur þróast seinni part sumars og í
haust þá eru menn í viðvarandi
óvissu.“
Þurfa að sýna sviðsmyndir
Með hvaða hætti gætu stjórnvöld
dregið úr óvissunni með því að gefa
skýrari fyrirmæli?
„Til að byrja með held ég að þau
þurfi að kynna einhver markmið
þannig að fólk hafi þá hugmynd um
hvernig gengur að ná þeim mark-
miðum og búa til sviðsmyndir, svo
maður noti nú það ofnotaða orð.“
Ætti ríkisstjórnin hreinlega að
segja að markmiðið sé að hafa engin
smit á Íslandi og að því verði engin
ferðaþjónusta fyrr en á nýju ári?
„Já, ef það er markmiðið. Þá ættu
þau að lýsa því yfir. Þá munu menn
laga sig að því og þá verður aðstoð
við t.d. ferðaþjónustufyrirtæki vænt-
anlega háttað í samræmi við það.“
Kallar á róttækar aðgerðir
Það má skilja á þér að stjórnvöld
séu að gera of lítið og séu hikandi og
úrræðalaus. Er verið að fægja silfrið
á sökkvandi skipi með minniháttar
aðgerðum á meðan heildarefnahags-
kerfið horfir fram á mikið áfall?
„Já. Ég tel þetta mjög vera að
þróast í þá átt. Það hefur verið ljóst
frá upphafi að það þarf mjög róttæk-
ar aðgerðir og sem betur fer erum
við betur í stakk búin, íslenska ríkið,
en flest önnur lönd til að gera það
sem dugar til þess að bregðast við
þessu. Tvennt hefur að mínu mati
einkennt viðbrögðin. Það er verið að
reyna að bregðast við stöðunni dag
frá degi. Það er með öðrum orðum
brugðist við vandanum eftir á.
Og aðgerðirnar snúast meira um
umbúðir en innihald. Við fengum
hverja glærukynninguna á fætur
annarri frá stjórnvöldum en þegar
maður fór að skoða innihaldið var
það eitthvað rýrara. Til dæmis var
rætt um að umfang fyrsta pakkans
yrði um 230 milljarðar. Svo fór mað-
ur að skoða það og reyndist megnið
af því vera hugsanlegar frestanir á
skattgreiðslum og lánveitingar.
Stærsta aðgerðin og flaggskipið,
brúarlánin, skilaði náttúrlega engu.
Þá gleymist að huga þarf að því sem
er þó enn til staðar,“ segir Sigmund-
ur og bendir á að mörg fyrirtæki, ut-
an ferðaþjónustu, hafi verið í vanda
fyrir faraldurinn. Þá sérstaklega
smærri fyrirtæki. Það sama eigi
jafnvel við um heilu atvinnugrein-
arnar, sérstaklega landbúnað. Fyrir-
tækin þurfi að styrkja með því að
draga úr álögum og regluverki.
Ferðaþjónustan þarf leiðréttingu
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Formaður Miðflokksins kallar eftir róttækum aðgerðum til að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar
Hætta á gjaldþrotum og samþjöppun Stjórnvöld þurfi að skýra markmið sóttvarnaaðgerða
Morgunblaðið/Hanna
Fáir á ferli Hótelin voru iðandi af lífi sumarið í fyrra en eftirspurnin hefur hrunið að undanförnu.