Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 42
lega lampa og kertaljós til að lýsa.
Stemningin er svolítið eins og í gömlu
málverki – smá svona Caravaggio-
fílingur,“ segir Edda Björg.
Innréttingin í eldhúsinu er úr
IKEA en þau máluðu hurðirnar í
möttum svörtum lit frá Lady Pure
Color sem fæst í Húsasmiðjunni.
„Ég pæli mikið í málningu og litum,
sömuleiðis mála ég líka mikið með
málningu frá Slippfélaginu, liturinn í
stofunni er frá þeim. Ég væri alveg til
í að prófa liti frá Farrow and Ball.“
Næsta verkefni hjá Eddu og Stef-
áni er að breyta hurðunum á innrétt-
ingunni en hana langar að hafa allar
hurðir jafnstórar eða í stærðinni
40 x 60.
„Gamla stykkið í eldhúsinu kemur
úr Haraldarbúð, en það var aðalversl-
unin á sínum tíma frá 1915-1960 og
var til húsa í sögufrægu húsi við Aust-
urstræti 22. Þetta stykki hefur verið
partur af afgreiðsluborði og staðið í
miðri búð því það er með panel að aft-
Marta María
mm@mbl.is
„Mig langaði að mála eldhúsið í grá-
beislituðum tón og fann þennan lit í
itölsku línunni hennar Rutar Kára
hjá Sérefni. Við máluðum loftið líka
og erum mjög ánægð með þetta, lit-
urinn heldur vel utan um rýmið, allt
er mun dekkra og gaman að nota fal-
an og því hægt að ganga í kringum
það. Það er gaman að blanda smá
sögu við þetta allt saman.“
Spurð um húsgögnin sem prýða
heimilið segir hún að þau hjónin hafi
safnað húsgögnum í gegnum tíðina og
hún sé hrifin af klassískri hönnun.
„Ég held mikið upp á Finn Juhl og
er aðeins búin að eignast eftir hann,
Poet-sófann og skenk. Mér finnast
húsgögnin hans einstaklega falleg,
hreinasta listaverk. Síðan er sófa-
borðið frá Noguchi og hægindastóll-
inn frá Eames, ég á fleiri stóla frá
þeim góðu hjónum. Mér þykir alveg
rosalega gaman að eignast fallegan
stól og lampa og óskalistinn er lang-
ur,“ segir hún og bætir við:
„Húsgögnin koma oft til okkar eins
og kærir vinir og verða hluti af fjöl-
skyldunni, eins og Poet-sófinn en það
er einstaklega þægilegt að sitja tvö
saman í þessum sófa, hann er hann-
aður fyrir par og er einstaklega þægi-
legur. Síðan er hægindastóllinn líka
dásamlegur. Loftljósin keypti ég í
NY; þetta er Bubble lamp, George
Nelson og lampinn á skenknum er
Snoopy frá Flos og fæst í Lumex,
hann er æði, mikið augnayndi þessi
elska.“
Hægt er að horfa á þáttinn á
www.smartland.is
„Ég pæli mikið í
málningu og litum“
Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir býr ásamt eig-
inmanni sínum, Stefáni Magnússyni tónlistar-
manni, í einstöku húsi í Skerjafirði. Hún er gestur
þáttarins Heimilislífs á Smartlandi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Myndaskapur Edda Björg er mjög góður
kokkur en það getur blaðamaður staðfest
enda stundum fengið uppskriftir hjá henni að
fantagóðum réttum sem hafa slegið í gegn.
Með leikhúsið heima
Það er heimilislegt að
hafa þennan gamla stól
úr Þjóðleikhúsinu á
heimilinu.
Sögulegt Gamla stykkið í eldhúsinu er úr Haraldarbúð sem margir þekkja.
Smekklegt
SMEG-ísskáp-
urinn er á sínum
stað ásamt hjóla-
borði úr IKEA.
Allt upp á 10 Edda
Björg Eyjólfsdóttir leik-
kona er gestur Heim-
ilislífs á Smartlandi.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökum vel á móti ykkur í Vegmúla 2
Gelísprautun
•Gefur náttúrulega fyllingu
•Grynnkar línur og hrukkur
NeauviaOrganic
Náttúruleg fylling í varir,
línur, kinnbein og höku,
ásamt andlitsmótun.
TILBOÐ í september30% afsláttur af GELÍSPRAUTUN