Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 42
lega lampa og kertaljós til að lýsa. Stemningin er svolítið eins og í gömlu málverki – smá svona Caravaggio- fílingur,“ segir Edda Björg. Innréttingin í eldhúsinu er úr IKEA en þau máluðu hurðirnar í möttum svörtum lit frá Lady Pure Color sem fæst í Húsasmiðjunni. „Ég pæli mikið í málningu og litum, sömuleiðis mála ég líka mikið með málningu frá Slippfélaginu, liturinn í stofunni er frá þeim. Ég væri alveg til í að prófa liti frá Farrow and Ball.“ Næsta verkefni hjá Eddu og Stef- áni er að breyta hurðunum á innrétt- ingunni en hana langar að hafa allar hurðir jafnstórar eða í stærðinni 40 x 60. „Gamla stykkið í eldhúsinu kemur úr Haraldarbúð, en það var aðalversl- unin á sínum tíma frá 1915-1960 og var til húsa í sögufrægu húsi við Aust- urstræti 22. Þetta stykki hefur verið partur af afgreiðsluborði og staðið í miðri búð því það er með panel að aft- Marta María mm@mbl.is „Mig langaði að mála eldhúsið í grá- beislituðum tón og fann þennan lit í itölsku línunni hennar Rutar Kára hjá Sérefni. Við máluðum loftið líka og erum mjög ánægð með þetta, lit- urinn heldur vel utan um rýmið, allt er mun dekkra og gaman að nota fal- an og því hægt að ganga í kringum það. Það er gaman að blanda smá sögu við þetta allt saman.“ Spurð um húsgögnin sem prýða heimilið segir hún að þau hjónin hafi safnað húsgögnum í gegnum tíðina og hún sé hrifin af klassískri hönnun. „Ég held mikið upp á Finn Juhl og er aðeins búin að eignast eftir hann, Poet-sófann og skenk. Mér finnast húsgögnin hans einstaklega falleg, hreinasta listaverk. Síðan er sófa- borðið frá Noguchi og hægindastóll- inn frá Eames, ég á fleiri stóla frá þeim góðu hjónum. Mér þykir alveg rosalega gaman að eignast fallegan stól og lampa og óskalistinn er lang- ur,“ segir hún og bætir við: „Húsgögnin koma oft til okkar eins og kærir vinir og verða hluti af fjöl- skyldunni, eins og Poet-sófinn en það er einstaklega þægilegt að sitja tvö saman í þessum sófa, hann er hann- aður fyrir par og er einstaklega þægi- legur. Síðan er hægindastóllinn líka dásamlegur. Loftljósin keypti ég í NY; þetta er Bubble lamp, George Nelson og lampinn á skenknum er Snoopy frá Flos og fæst í Lumex, hann er æði, mikið augnayndi þessi elska.“ Hægt er að horfa á þáttinn á www.smartland.is „Ég pæli mikið í málningu og litum“ Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir býr ásamt eig- inmanni sínum, Stefáni Magnússyni tónlistar- manni, í einstöku húsi í Skerjafirði. Hún er gestur þáttarins Heimilislífs á Smartlandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Myndaskapur Edda Björg er mjög góður kokkur en það getur blaðamaður staðfest enda stundum fengið uppskriftir hjá henni að fantagóðum réttum sem hafa slegið í gegn. Með leikhúsið heima Það er heimilislegt að hafa þennan gamla stól úr Þjóðleikhúsinu á heimilinu. Sögulegt Gamla stykkið í eldhúsinu er úr Haraldarbúð sem margir þekkja. Smekklegt SMEG-ísskáp- urinn er á sínum stað ásamt hjóla- borði úr IKEA. Allt upp á 10 Edda Björg Eyjólfsdóttir leik- kona er gestur Heim- ilislífs á Smartlandi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökum vel á móti ykkur í Vegmúla 2 Gelísprautun •Gefur náttúrulega fyllingu •Grynnkar línur og hrukkur NeauviaOrganic Náttúruleg fylling í varir, línur, kinnbein og höku, ásamt andlitsmótun. TILBOÐ í september30% afsláttur af GELÍSPRAUTUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.