Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
Vestnorræna
deginum, sem hald-
inn er hátíðlegur
23. september ár
hvert, voru gerð
góð skil með veg-
legri dagskrá í
Norræna húsinu á
dögunum. Markmið
dagsins er að
styrkja og gera
sýnilegt menningarsamstarf milli
Færeyja, Grænlands og Íslands. Í
ár var áherslan á menningu,
sjálfsmynd og tungumál og
hvernig við notum móðurmálið í
skapandi aðstæðum.
Veigamikill þáttur í hátíðahöld-
um dagsins var að staldra við og
fara yfir hvaða þýðingu vestnor-
ræna samstarfið hefur. Það eru
ákveðnir þættir sem tengja löndin
saman sem öll hafa það sameigin-
legt að vera eyríki sem nýta
möguleika náttúrunnar um leið og
þau takast af æðruleysi á við
áskoranir sem henni fylgja. Íbúar
vestnorrænu ríkjanna hafa allir
móðurmál sem talað er af fá-
mennum hópi fólks sem undir-
strikar sérstöðu þeirra.
Söguleg og
menningarleg tengsl
Það er mikilvægt sem aldrei
fyrr að horfa inn á við og halda á
lofti góðu og nánu samstarfi milli
vestnorrænu ríkjanna. Samstarf
þjóðanna er reist á sögulegum og
menningarlegum tengslum ásamt
sameiginlegum hagsmunum í efna-
hagsmálum og umhverfismálum.
Vestnorræna ráðið hefur á liðnum
árum lagt höfuðáherslu á um-
hverfismál, menningarmál, sjávar-
útvegsmál, samgöngur og við-
skiptamál. Unnið hefur verið
markvisst að því að efla stöðu Ís-
lands sem tengipunkts á sviði
samgöngu- og ferðamála á þessu
svæði. Einnig hefur mikilvægi
þess að efla tengsl við nágranna-
lönd vestnorrænu landanna í
austri og vestri með uppbyggingu
skipulagðrar svæðissamvinnu á
Norðvestur-Atlantshafssvæðinu í
huga sýnt sig að bera ávinning
fyrir hlutaðeigandi aðila.
Aukið samstarf á
ýmsum sviðum
Á undanförnum mánuðum, á
tímum Covid-19, hefur komið í ljós
hversu þýðingarmikið vestnorrænt
samstarf er löndunum. Færeyjar
voru meðal fyrstu landa til að
opna á komur farþega frá Íslandi,
sem var mikilvægt fyrsta skref í
afnámi ferðahindrana milli Norð-
urlandaþjóðanna. Þegar að því
kemur að við náum yfirhöndinni í
baráttunni við þennan vágest ætti
það að vera æskilegt fyrir löndin
þrjú að vinna saman í að efla
ferðamennsku á svæðinu. Það hef-
ur sýnt sig að svæðið allt hefur
mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk.
Þá hafa forsendur fyrir auknum
flutningi á vörum og fólki aldrei
verið betri meðal norrænu grann-
ríkjanna í vestri. Nú sjást vörur
frá Íslandi í hillum dagvöruversl-
ana í Nuuk, í framhaldi af sam-
starfi Eimskips og Royal Arctic
Line, þar sem félögin skipta með
sér plássi í skipum sínum í
siglingum á milli Grænlands, Ís-
lands, Færeyja og Skandinavíu.
Þá verða nýju flugvellirnir þrír á
Grænlandi ekki aðeins hagsbót
fyrir Grænland og Grænlendinga
heldur allt vestnorræna svæðið.
Á tímum sem þessum eru heil-
brigðismál og geta heilbrigðis-
kerfa til að takast á við erfið verk-
efni og áföll ofarlega í huga okkar
allra. Við vonumst eftir auknu
vestnorrænu samstarfi um heil-
brigðismál. Þá þarf að huga að
hagsmunum ungs fólks á vestnor-
ræna svæðinu. Vinna þarf betur
að því að auka samstarf og sam-
gang ungs fólks og þar skipta
sköpum möguleg menntunar-
úrræði þvert á löndin.
Miðjan færist nær
vestnorrænu samstarfi
Á síðasta ári í formennskutíð Ís-
lands í Norrænu ráðherranefnd-
inni var samþykkt ný stefnumörk-
un um þróun Atlantshafs-
samstarfsins, sem hefur hlotið
yfirskriftina NAUST. Það felur í
sér nánara samstarf milli Fær-
eyja, Grænlands, Íslands og
strandlengju Noregs frá Roga-
landi til Finnmerkur. Hér er kom-
inn vegvísir fyrir samstarfið í
heild sinni og stuðlar að því að
efla tengsl og samskipti á svæð-
inu. Stefnumörkunin er enn ein
viðbótin við hið farsæla og mik-
ilvæga vestnorræna samstarf og
það er mikilvægt að leita leiða til
að efla það enn frekar. En for-
gangsröðun verkefna innan
ramma NAUST byggist á vel-
ferðar- og jafnréttismálum, mál-
efnum hafsins og bláa hagkerfis-
ins, orkumálum, samgöngum og
björgun á sjó, sjálfbærni í ferða-
þjónustu og menningarmálum. Því
má segja að miðjan færist nær
hinu vestnorræna samstarfi.
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson og
Silju Dögg Gunn-
arsdóttur
»Markmið Vestnor-
ræna dagsins er að
styrkja og gera sýnilegt
menningarsamstarf
milli Færeyja, Græn-
lands og Íslands.
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Sigurður Ingi er samstarfsráðherra
Norðurlanda og Silja Dögg er forseti
Norðurlandaráðs.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Dagur norrænu grannríkjanna í vestri
Mikið afrek hafa
rangæskar konur unn-
ið, og þúsundir hafa
komið að því að sauma
Njálurefilinn. Kristín
Ragna Gunnarsdóttir
hannaði refilinn en
hún er teiknari, lista-
maður og hönnuður
þessa listaverks. Ekki
má gleyma þeim kon-
um sem settu hug-
myndavinnuna og undirbúning all-
an í gang en þar fóru fremstar
Christina M. Bengtsson og Gunn-
hildur Edda Kristjánsdóttir.
Njálurefillinn er um 90 metra
langur og 50 cm breiður. Myndir
og texti úr sögunni eru prentuð á
hördúk og saumað með refilsaumi.
Fyrirmyndin að reflinum er
Bayeux-refillinn frægi, en hann er
talinn hafa verið saumaður á 11.
öld. Hann sýnir orrustuna við
Hastings árið 1066. Njálurefillinn
mun lifa í aldir og vekja aðdáun, í
honum liggja tækifæri og með
hann ber að fara sem afurð Njáls-
sögu. Brennu-Njálssaga flokkast
undir heimsbókmenntir og er við-
urkennd sem slík.
Fyrir nokkrum árum sagði
bandaríski lagaprófessorinn Willi-
am I. Miller í viðtali í Morg-
unblaðinu: „Höf-
undur Njálu var
snillingur, það er
augljóst að bestu Ís-
lendingasögurnar,
eins og Njála, eru
með því besta sem
nokkurn tíma hefur
verið skrifað,“ en
hann hefur kennt
Njálu í háskólum.
Njála er víða kennd
og dáð af menntafólki
og ekki síður alþýðu-
fólki um víða veröld.
Ríkisstjórnin hefur fært Rangæ-
ingum 25 milljónir til að koma
Njálureflinum fyrir í varanlegu
sýningarhúsi.
Mikið tækifæri gefst nú
Rangæingum
Eitt það skemmtilegasta sem ég
geri er að leiða ferðamenn um
Njáluslóð og sagan reis mjög í tíð
Jóns Böðvarssonar og heimamanna
fyrir 30-40 árum. En aldrei hefur
tekist að klára að gera Njáluhring-
inn upplýsandi eða spjalda sögu-
slóðina. Njálusetur reis og með
fræðimönnum og leiðandi sögu-
mönnum varð það mjög vinsælt,
ekki síst Arthúri Björgvini Bolla-
syni og Sigurði Hróarssyni. Nú
steikja Rangæingar þar hamborg-
ara og svínarif svo fólki „súrnar í
augum“, svo vitnað sé til Skarphéð-
ins. Minn hringur í Njáluferð eru
jafnan Keldur, Stóra-Hof, Oddi,
Njálusetrið á Hvolsvelli, nú Hótel
Fljótshlíð, kjötsúpa þar, Hlíðar-
endakirkja, Gunnarshólmi og síðan
ekið að Bergþórshvoli til brenn-
unnar.
Engar upplýsingar er að finna á
leiðinni og ekkert minnir á Gunnar
og Hallgerði langbrók á Hlíðar-
enda. Jón Böðvarsson vissi ná-
kvæmlega hvar Gunnarshólmi var
og það vita einnig heimamenn í
Fljótshlíð. Þar er ekkert, ekki
spjald eða listaverk af þeim bræðr-
um Gunnari og Kolskegg. Ossabær
Höskuldar Hvítanesgoða er á leið-
inni að Bergþórshvoli, magnaður
sögustaður um harmleik, ástir og
örlög glæsilegustu hjóna sögunnar
Höskulds og Hildigunnar, engar
upplýsingar þar. „Nú víkur sög-
unni til Breiðafjarðadala,“ segir í
Njálu, þar eru sögunni gerð skil á
hverjum bæjarhól Sturlunganna,
glæsilegt, Dalamenn. Kjartan
Ragnarsson leikari og frumkvöðull
hefur komið að hvorutveggja. Mik-
ið vildi ég að Rangæingar hefðu
eignast sinn Kjartan.
Snorri Sturluson nam
Njálu í Odda
Njálurefillinn gefur ný tækifæri
að Menningarhúsi Rangæinga.
Hvar skal byggja það? Oft nefna
heimamenn við mig að Oddi sitji
eftir miðað við frægustu sögustaði
Íslands: Skálholt, Þingvelli, Hóla,
Haukadal og Reykholt. Oddi er
menningarstaður sem á skilið betri
umgjörð ekki síður en hinir höfuð-
staðirnir. Margir telja að Snorri
Sturluson hafi skrifað Njálu og hún
legið í handriti þá morðið var fram-
ið í Reykholti 1241. Snorri var fóst-
ursonur Jóns Loftssonar í Odda til
átján ára aldurs, og var þar nokkuð
eftir dauða fóstra síns. Í Odda
drakk hann í sig söguna og ólst upp
við bestu menntalindir landsins,
tengdar Evrópu og ekki síst
Frakklandi þar sem Sæmundur
fróði nam mikil fræði. Hann hefur
kunnað og lært allt um örlagasögu
Njálu við kné Jóns Loftssonar. Og
vitringurinn Njáll hefur verið hans
fyrirmynd. Snorri gæti verið sá
sem skrifaði Njálu.
Menningarhúsið verði
byggt í Odda
Oddi er staðurinn, segja margir
Rangæingar við mig. Hann þarf að
byggja upp og þar eiga Njála og
refillinn heima, því mun fylgja upp-
risa Odda. En væri hægt að slá
fleiri flugur í einu höggi? Bæði
Hella og Hvolsvöllur huga að
stórum og dýrum kirkjubygg-
ingum. Í framtíðarsveitarfélagi,
sem verður Rangárþing, ber að
hugsa margt upp á nýtt. Hvernig
væri sú hugsun, sem ýmsir á
Njáluslóð og vinir Odda ræða einn-
ig, að byggja veglegt menningar-
hús í Odda? Menningarhús sem
væri kirkja, sönghöll, ráð-
stefnuhús, fundarstaður, allt í einni
byggingu. Selfoss og Skálholt eru
stóru kirkjurnar í Árnesþingi,
Rangárþing þarf eina slíka. Menn-
ingarhúsið í Odda væri með frá-
bærum stórum samkomusal. Í
stórum kór væri annars vegar alt-
ari, hins vegar leiksvið. Sviðið væri
á snúningsöxli eins og í Þjóðleik-
húsinu. Með svona byggingu stæðu
Rangæingar með eitt magnaðasta
hús landsins í héraðinu til að þjóna
bæði guði og listagyðjunni. Út úr
menningarsalnum væri byggt
sögusetur, Oddaverjasetur og
Njálusetur, þar væri Njálurefillinn
og ómur sögunnar í máli og mynd-
um. Og merkingar eða leiðsögn um
Njáluslóðir á öllum helstu sögu-
stöðunum.
Njálurefillinn og ný tækifæri Rangæinga
Eftir Guðna
Ágústsson »Hvernig væri sú
hugsun, sem ýmsir á
Njáluslóð og vinir Odda
ræða einnig, að byggja
veglegt menningarhús í
Odda?
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Fyrrverandi for-
manni Viðreisnar
þótti viðeigandi að
leita langt aftur til að
finna sér verðugan
andstæðing til að
hreyta í. Það gerði
hann nokkuð hressi-
lega í pistli sínum
hér á dögunum.
Andstæðingurinn á
erfitt með að bera
hönd fyrir höfuð sér
enda er sá hinn sami, þ.e. Jón
Magnússon fyrrverandi forsætis-
ráðherra, löngu látinn og lést við
störf sín fyrir land og þjóð í fylgd
Kristjáns X. Jón gegndi starfi for-
sætisráðherra í um sjö ár og sat á
þingi í allt að 20 ár.
Pistilshöfundur gat
ekki á sér setið og full-
yrti að hann Jón bless-
aður hefði þótt
„… sviplítill forystu-
maður, svo litlaus að
sagt var að enginn
vissi alveg hvar Jón
Magnússon stæði í
pólitík“. Það er hátt
reitt til höggs. Höf-
undur virðist telja sig
hafa haft efni á þess-
um orðum eftir sína
„löngu“ setu í ráð-
herrastól og á hinu háa Alþingi.
Nýlega sá einn þingmaður Við-
reisnar að of lítið er upp úr stjórn-
málum að hafa. Sá vill nú byggja
höfn ofan í minjar Minjastofnunar
á Álfsnesi við Þerneyjarsund. Í
kjölfarið virðist Viðreisn nú kalla á
breytingar til að fylla það skarð.
Byggja á nýja, litríka og fróma
framtíðarsýn. Úrvalið er svo litríkt
að fyrrverandi formaður flokksins
fann sig knúinn til að koma fram
og etja kappi við menn, bæði lífs
og liðna. Helst liðna.
Fortíðardraumar fá Viðreisn til
að tefja lagningu Sundabrautar.
Nú er þráttað við Minjastofnun
um gögn sem Minjasafn Reykja-
víkur vann árið 2008 og Borg-
arsögusafn 2018 vegna Álfsness.
Forstjóri Minjastofnunar segir
nægt pláss fyrir Sundabraut utan
allra fornminja. Það er engu að
síður markvisst unnið að því að
hanna Sundabraut ofan í miðja
minjaheild og heila höfn að auki,
allt fyrir Viðreisn, Pírata og Sam-
fylkinguna. Hvers vegna er braut-
in ekki hönnuð þar sem plássið er
fyrir hana? Þess í stað er bæði
ráðist á látna menn og minjar for-
feðranna. Þetta bjástur tefur
áform um umhverfismat á Sunda-
braut og stuðlar að afturför, ekki
framför.
Svo má geta þess að gas- og
jarðgerðarstöð Sorpu virðist hafa
verið hönnuð og byggð ofan í veg-
stæði Sundabrautar á Álfsnesi.
Samhliða er eyðilagt vegstæði
brautarinnar í Gufunesi, allt í boði
Viðreisnar o.fl. Viðreisn er því
flokkur afturhalds, flækjustigs og
fortíðar.
ESB er fortíð. Fyrrverandi for-
maður Viðreisnar virðist alveg
óhræddur við draugaganginn í
þeirri umræðu. En hver er reynsla
Breta af brexit? Sú reynsla á að
verða Íslendingum víti til varn-
aðar. Ekki aðeins hótar ESB og
hræðir heldur ógnar það og haml-
ar þróun. Eigi Bretar örðugt um
vik á leið sinni úr gátt ESB,
hvernig ætli Íslendingum gengi að
fara út um þau svipugöng sem
þaðan liggja? Sporin hræða og
setja ekki ESB í forgang heldur
djúpt inn í fortíðina. Það er fortíð
miðstýringar og málalenginga.
Viðreisn – Flokkur fortíðar og afturhalds
Eftir Svein Óskar
Sigurðsson
Sveinn Óskar
Sigurðsson
» Sporin hræða og
setja ekki ESB í for-
gang heldur djúpt inn í
fortíðina.
Höfundur er bæjarfulltrúi Mosfells-
bæjar og situr í svæðisskipulagsnefnd
höfuðborgarsvæðisins (SSH).