Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 56
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 BALLWALL VEGGLJÓS með USB. Hvítt eða svart B22 x H50 cm. 28.995 kr. NÚ 21.746 kr. BALL GÓLFLAMPI H160 x Ø18 cm. 49.995 kr. NÚ 37.496 kr. BUCKET H45x B19 8.995 kr. SPAraðu 12.499 Nú37.496 SPArað Nú6.7 25-50% Sparadu- af öllum ljósum lýkur á mánudag 25% af perum Sparadu- 20% af kertum Sparadu- SPAraðu 7.499 Nú22.296 SPAraðu 8.749 Nú26.246 CADIZ BORÐLAMPI. Grár. Ø28 x H43 cm. 29.995 kr.NÚ 22.496 kr. CHARTERHOUSE LOFTLJÓS. Svört stálgrind. L73 x B20 x H25 cm. 34.995 kr.NÚ 26.246 kr. BORÐLAMPI cm. NÚ 6.746 kr. u 2.249 46 Sýning Lista- safns Reykjavík- ur, Haustlaukar II, hefst eða verður opnuð í dag kl. 17 með gjörningi Styrm- is Arnar Guð- mundssonar við Marshall-húsið við Grandagarð. Sýningin fer annars fram víðsvegar um Reykjavík og á netinu. Átta listamenn setja fram verk sín á ólíkan hátt en um er að ræða gjörninga, inngrip og uppákomur af ýmsu tagi. Auk Styrmis sýna listamennirnir Gígja Jónsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Haraldur Jónsson, Kolbrún Þóra Löve, Magnús Sigurð- arson, Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Dagskrána má sjá á heimasíðu safnsins. Haustlaukar Listasafns Reykjavíkur eru gjörningar og inngrip FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 268. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Noregur virðist vera fyrirheitna landið hjá íslensku knattspyrnufólki um þessar mundir en sex Íslendingar hafa gengið til liðs við norsk atvinnufélög á síðustu dögum og vikum. Flestir þeirra hafa snúið aftur til Nor- egs eftir dvöl annars staðar. Nú leika tuttugu Íslend- ingar með norskum liðum í efstu deildum, ásamt því að einn íslenskur þjálfari er þar við störf. »48 Noregur er fyrirheitna landið ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Örn Hallsteinsson, fyrrverandi lands- liðsmaður FH í handbolta, byrjaði á því að safna úrklippum um sig 15 ára gamall. Söfnunin vatt fljótt upp á sig og nú, 64 árum síðar, er úrklippusafn- ið á 128.000 síðum í 640 bókum í dag- blaðaformi. Auk þess hefur hann haldið ýmsum skýrslum til haga, íþróttabókum og -tímaritum. „Hérna er nánast öll íþróttasaga landsins í 111 ár,“ segir hann um safnið, sem er geymt á tveimur að- skildum stöðum í húsakynnum Fim- leikafélags Hafnarfjarðar í Kapla- krika, úrklippurnar í eldtraustum skáp í stigagangi og önnur gögn í læstu herbergi. „FH hefur verið í miklum vexti og er það vel en ég ótt- ast að safnið verði látið víkja fyrir öðru, þegar ég hætti að halda utan um það á næstunni, og vona þess vegna að varanleg lausn á rými finn- ist áður.“ Úrklippusafnið er sennilega besta heimild sem til er um íslenska íþróttasögu og sérstaklega sögu FH- inga. Hallsteinn Hinriksson, íþrótta- frömuður í Hafnarfirði, helsti hvata- maður að stofnun félagsins og faðir Arnar, byrjaði á því að taka gögnin saman, fékk Örn til liðs við sig 1956 og sonurinn hefur sinnt söfnuninni af kostgæfni síðan. „Það er erfitt að stöðva þessa söfnunaráráttu,“ segir hann sposkur. Ekki allt á netinu Örn vann í vaktavinnu sem prent- ari á Morgunblaðinu 1970 til 2000 og notaði frítímann til þess að sinna safninu. „Ég hefði aldrei getað gert þetta nema vegna þess að ég var í vaktavinnu, var oft einn heima á dag- inn, konan í vinnunni og strákarnir í skólanum, og dundaði mér þá við þetta,“ útskýrir hann. Hann fékk öll útgefin blöð og þegar hann fór í burtu í frí beið staflinn komu hans. „Ég hef aldrei misst úr eintak,“ leggur hann áherslu á. Tekur sérstaklega fram að Sigurþór Sigurðsson, afgreiðslustjóri Morgunblaðsins, hafi verið haukur í horni. „Doddi útvegaði mér mörg blöð.“ Bætir við að síðan hann hætti að vinna hafi hann haft meiri tíma og söfnunin verið hluti af dagsverkinu nánast daglega. Safnið hefur ekki aðeins mikið samfélagslegt gildi heldur hefur vinn- an gefið Erni mikið. „Ég er dæmi- gerður gamall safnari sem vill ekki henda neinu,“ segir prentarinn. „Þess vegna hefur söfnunin verið mér kær.“ Hann segir líka gott að geta sýnt mönnum svart á hvítu hvernig hlut- irnir hafi verið á eyrinni. „Menn eiga það til að halda því fram að þeir hafi gert þetta eða hitt, en ekki þýðir að segja einhverja vitleysu, því reka má ofan í þá með því að benda þeim á staðreyndirnar sem blasa við í safn- inu,“ segir Örn hróðugur. „Nú segja margir að finna megi allt á netinu, en það er bara ekki þannig,“ heldur hann áfram og vísar til þess að þar sé til dæmis ekki að finna ýmsar heimildir í íþróttasögunni. Þær hafi ekki ratað á síður dagblaðanna og séu því ekki á timarit.is. Sumir spekingar hafi sagt að svar við því væri að skanna safnið. „„Verði ykkur að góðu,“ hef ég sagt við þá og bent þeim á það væri 128.000 síður. Þá hefur andlitið dottið af þeim.“ Úrklippusafn Arnar er á 128.000 síðum Morgunblaðið/Eggert Heima Örn Hallsteinsson límir inn úrklippu í síðustu bókina.  Sennilega besta heimild um íslenska íþróttasögu í 111 ár Morgunblaðið/Eggert Í skjalasafni FH Örn innan um bækur, skýrslur og fleiri heimildir. MFalinn fjársjóður »26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.