Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Heimildarmyndin Þriðji póllinn er
opnunarmynd Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í
ár. Hún verður frumsýnd í Há-
skólabíói í kvöld, fimmtudag, og
verður síðan tekin til sýninga í al-
mennum kvikmyndahúsum. Leik-
stjórar hennar eru Andri Snær
Magnason og Anni Ólafsdóttir og í
myndinni fylgja þau eftir tónlistar-
manninum Högna Egilssyni og bar-
áttukonunni Önnu Töru Edwards
sem héldu tónleika til að vekja at-
hygli á stöðu geðheilbrigðismála í
Nepal í október árið 2016.
Geðsjúkdómar eru tabú þar í
landi, eins og víða annars staðar og
Anna Tara skipulagði tónleikana til
að vekja athygli á stöðu geðsjúkra
þar og hvetja þá til að stíga fram og
leita sér hjálpar. Hún hafði samband
við Högna og spurði hvort hann væri
til í að koma til Katmandú og koma
fram á tónleikunum. Högni gat ekki
neitað slíku boði enda hefur hann
rætt opinskátt og af einlægni um
geðhvarfasýki sem hann er haldinn
líkt og Anna Tara en móðir hennar
glímdi líka við þann sjúkdóm til
dauðadags. Móðir Önnu var íslensk
en faðir hennar Englendingur og
mikill ævintýramaður. Fjölskyldan
flutti til Nepal þegar Anna Tara var
kornung og ólst hún þar upp í sann-
kölluðum ævintýraheimi, innan um
fíla og önnur dýr frumskógarins.
Sjálf á Anna Tara fjölda fíla í Nepal
sem koma mikið við sögu í myndinni.
Blaðamaður fór á fund Anni og
Andra á skrifstofu þeirra í miðbæ
Reykjavíkur en þá var Andri í
sóttkví eftir Berlínarferð og ræddi
því við blaðamann af tölvuskjá í
gegnum forritið Skype sem er lýs-
andi fyrir vora fordæmalausu tíma.
Hugmynd sem vatt upp á sig
Andri og Anni eru spurð að því
hver hafi átt frumkvæðið að því að
gera myndina. „Það var Högni,“
svarar Anni og Andri segir að
Högna hafi dottið í hug að taka upp
tónleikana eða gera einhvers konar
ferðamúsíkvídeó úr ferðalaginu.
Verkefnið vatt upp á sig og úr varð
kvikmynd í fullri lengd. „Allra fyrsta
hugmyndin var að tónleikarnir yrðu
teknir upp, það eina sem við vissum
að við ætluðum að koma í hús,“ út-
skýrir Andri. Tónleikarnir koma
vissulega við sögu í myndinni en eru
þó aðeins hluti af ævintýrinu.
–Högni og Anna Tara þekktust
ekkert fyrir, ef ég skil það rétt?
„Nei, ég þekkti Önnu Töru fyrir,
hún fór með mér að hitta Dalai
Lama á sínum tíma og þá vissi ég
ekki að hún væri bipolar en ég
þekkti hennar bakgrunn og vissi að
það væri saga þarna,“ svarar Andri.
–Hvernig fékk hún þessa hug-
mynd, að vekja athygli á málefnum
geðsjúkra í Nepal?
„Ég held að það sé í grunninn út
af mömmu hennar,“ svarar Anni.
„Eins og hún segir sjálf þá fær hún
oft einhverjar svona hugmyndir og
hana hafði lengi langað að gera þetta
og láta gott af sér leiða.“
–Í myndinni sér maður að þetta
bar árangur því allir fjölmiðlar
landsins virðast hafa mætt á blaða-
mannafund fyrir tónleikana.
„Þetta var ofsalega vel skipulagt
hjá henni. Anna Tara fór líka í fíla-
ferðalag um allt Nepal þegar hún
var tvítug til að vekja athygli á vel-
ferð fíla. Þannig að hún er hugsjóna-
manneskja í grunninn og stuttu eftir
jarðskjálftana í Nepal árið 2015 vildi
hún halda tónleika til að styðja Nep-
ali,“ segir Andri.
Bólusetningarnar
varla farnar að virka
Andri, Anni og aðrir í tökuliðinu
ákváðu að fljúga til Nepal með
skömmum fyrirvara og hendir Andri
gaman að því að bólusetningar sem
þau þurftu að fá hafi varla verið
farnar að virka þegar þau komu á
áfangastað. Þau hafi haft viku til að
undirbúa ferðina, útvega tæki og tól
og annað tilheyrandi. Anni segir þau
hafa verið lengi í viðbragðsstöðu,
ekki var vitað hvort af ferðinni yrði
en svo var stokkið til.
Andri segir að Anni hafi verið
tæknigaurinn, séð um tökuvélina og
hljóðupptöku. „Ég kann ekki á hljóð
og hélt alltaf að einhver sem kynni á
hljóð væri að koma með okkur. Svo
var ég bara mætt út með hljóð-
græjur og tvær vélar þannig að
þetta voru býsna krefjandi að-
stæður,“ segir Anni brosandi. Blaða-
maður getur vottað að hvort tveggja
er í fínu lagi í myndinni, myndataka
og hljóð.
Andri bendir á að mynd á borð við
Þriðja pólinn sé mikið til sköpuð í
klippingu og að klipparinn Eva Lind
Höskuldsdóttir eigi því mikinn heið-
ur skilinn. Hlutverk klipparans í
svona mynd sé í raun stærra en í
kvikmyndum þar sem senurnar eru
fyrirfram ákveðnar. „Klipparinn
hefur í rauninni tíu myndir til að
velja úr,“ segir Andri því þegar þau
komu aftur til Íslands höfðu þau í
farteskinu um 50 klukkustundir af
upptökum. Þá var spurningin hvaða
saga náðist og hvernig.
„Það er talað um ,,kill your dar-
lings“ í kvikmyndagerð. Í heimildar-
myndum sem þessari getur það orð-
ið fjöldamorð, vegna þess að eitt
klukkutíma viðtal getur verið mjög
efnismikið og áhugavert eitt og sér.
Við notum síðan kannski eina setn-
ingu,“ segir Andri.
Sterk á ólíkum sviðum
Myndin gengur býsna nærri þeim
Önnu Töru og Högna á köflum og
segir Andri að samstarfið við þau
hafi byggst á miklu og gagnkvæmu
trausti. Anna Tara og Högni hafi al-
gjörlega ráðið því hvort samtölin við
þau væru notuð eða ekki og myndin
almennt unnin í mikilli samvinnu við
þau.
Andri segir ýmislegt hafa gerst í
ferðinni, bæði alvarlegt og tákn-
rænt, sem hafi gert þeim ljóst að þau
væru með eitthvað mun stærra í
höndunum en mynd um tónleika.
„Við vorum líka að tala um að okkur
langaði að gera kvikmynd og ekki
bara hráa ferðasögu,“ útskýrir hann.
–Þið eruð bæði titluð leikstjórar
myndarinnar. Skiptuð þið verkum
með ykkur með einhverjum hætti?
„Það var eiginlega ekki ákveðið
fyrir fram hvert okkar hlutverk
væri,“ segir Andri og hlær. „Við höf-
um styrkleika sitt á hvorum pólnum,
getum við sagt, en kunnum samt
hvort um sig tungumál hins. Ég hef
alveg smekk fyrir myndmáli en Anni
er mjög sterk þar. Hún hefur smekk
fyrir sögum en ég er kannski sterk-
ari þar og síðan er einhver miðja þar
sem þetta flæðir mjög vel,“ útskýrir
Andri og bætir við að myndmálið sé
fyrst og fremst sköpunarverk Anni.
Hún segir þau hafa langað að
fanga með myndrænum hætti heim
geðhvarfasýkinnar eða öllu heldur
túlkun þeirra á þeim heimi. „Þegar
manneskjan brotnar og fer inn í ann-
an veruleika; fara þangað með þeim.
Við byrjum mjög hrátt, í bíl með
Högna þar sem hann segir að þetta
sé eins og ævintýri og við förum síð-
an inn í senu sem er nánast hreint
ævintýri,“ útskýrir Anni.
Fíllinn er jafnvægið
–Hvert er hlutverk fílanna í
myndinni?
„Það er talað um að hugurinn sé
eins og ótaminn fíll. Fíllinn er í raun-
inni jafnvægið og einhvern veginn
þriðji póllinn,“ svarar Anni og Andri
bætir við að í búddískum fræðum sé
talað um að temja fílinn og að fíllinn
verði sífellt uppljómaðri í því tamn-
ingarferli. Hann bendir líka á að
jökulbreiða Himalajafjallgarðsins sé
nefnd þriðji póllinn því þar er að
finna mesta magn íss á jörðinni utan
pólanna tveggja, Suðurskautslands-
ins og norðurpólsins. Um það fjallar
Andri m.a. í bók sinni Um tímann og
vatnið sem stendur til að kvikmynda
og Anni kemur líka að því verkefni.
Dauðans alvara
Geðhvarfasýki er alvarlegur sjúk-
dómur og töluverð hætta á að fólk
sem þjáist af honum svipti sig lífi,
eins og fram kemur í myndinni.
Högni og Anna Tara eru spurð að
því hvar þau telji að þau væru hefðu
þau ekki fengið hjálp í veikindum
sínum og svara þau bæði að líklega
væru þau dáin.
Kvikmynd á borð við Þriðja pólinn
á erindi við alla heimsbyggðina og
binda Andri og Anni vonir við að hún
verði sýnd sem víðast. Anni segir
myndina ekki síður mikilvæga nú á
tímum Covid-19 þegar margir búi
við einangrun. „Fólk er mikið að
glíma við geðrænan vanda vegna
ástandsins og mér finnst fjallað
meira um hann núna en fyrir ári,“
bendir hún á. Fólk þurfi að tala um
veikindi sín og myndin hvetur vissu-
lega til þess.
Að temja fílinn
Geðhvarfasýki og tónleikar í Nepal til vitundarvakningar um geðheilbrigðismál eru umfjöllunar-
efni opnunarmyndar RIFF Högni Egilsson og Anna Tara Edwards tala opinskátt um sjúkdóminn
Í Nepal Högni Hjaltalín og Anna Tara Edwards með ónefndum ræðara í senu í kvikmyndinni Þriðja pólnum.
Samstarf Andri Snær Magnason og Anni Ólafsdóttir.