Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 26
VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fjársjóðir leynast víða og oft þarf ekki að fara yfir lækinn til þess að berja djásnin augum. Í höfuð- stöðvum Fimleikafélags Hafnar- fjarðar í Kaplakrika er ótrúlega viðamikið úrklippusafn, 128.000 síð- ur í 640 bókum í dagblaðaformi geymt í læstum og eldvörðum skjalaskáp. „Þetta er fyrst og fremst íþróttasagan í Hafnarfirði frá 1909, saga FH og FH-inga sem teygir arma sína inn inn í landslið og grein- ar sem ekki hafa verið stundaðar innan félagsins,“ segir safnarinn Örn Hallsteinsson, fyrrverandi handboltaskytta og landsliðsmaður. Tíu drengir undir forystu Hall- steins Hinrikssonar, íþróttakenn- ara, þjálfara, íþróttafrömuðar og föður Arnar, stofnuðu FH 15. októ- ber 1929. Hallsteinn hélt öllu til haga í sambandi við íþróttastarf í Hafnarfirði frá 1909 og eru úrklipp- ur hans hluti safnsins. „1956, þegar ég var 15 ára, bað pabbi mig að hjálpa sér aðeins við að klippa út íþróttafréttir og líma í bók,“ segir Örn. „Þegar ég spurði hvort ég færi ekki að losna úr þessu sagði hann alltaf „bráðum“ og eftir tíu ár gafst ég upp á að spyrja. Hef verið bund- inn við þetta síðan.“ Mikill fróðleikur Örn byrjaði snemma í handbolt- anum og varð síðar lykilmaður í sig- ursælu liði FH, lék yfir 300 meist- araflokksleiki 1958 til 1971 og varð meðal annars sjö sinnum Íslands- meistari inni og mun oftar úti auk þess sem hann lék ófáa landsleiki með Geir, bróður sínum. Þegar Örn byrjaði að aðstoða föð- ur sinn við safnið segist hann eink- um hafa haft áhuga á því sem sneri að sjálfum sér en söfnunin hafi víkk- að sjóndeildarhringinn og þess vegna hafi aðrar greinar fengið auk- ið vægi. Sagt hefur verið að safnið sé stærsta og merkasta sinnar teg- undar hérlendis. Fyrir utan úrklipp- urnar hefur Örn haldið ýmsum öðr- um gögnum til haga eins og Íþróttablaðinu, ársskýrslum íþrótta- sambanda og bókum Víðis Sigurðs- sonar um íslenska knattspyrnu. „Þetta er allt hérna, sérstaklega hvað viðkemur FH. Allur pakkinn,“ leggur Örn áherslu á. Skipulag á hlutunum Íþróttalífið var hvorki fjölbreytt né viðamikið í byrjun 20. aldar og lít- ið um það fjallað í fjölmiðlum til þess að gera. „Íþróttasagan frá 1909 til 1935 er á um 200 síðum í safninu,“ segir Örn og bætir að meirihlutann hafi hann þurft að ljósrita. „Meira var ekki skrifað á þessum árum. Umfjöllunin um Evrópukeppnina í fótbolta 2016 var töluvert meiri enda eru 500 síður í safninu um þessa einu keppni. Þá þurfti ég að hafa mig allan við, því útgáfan var mikil og aukablöð víða.“ Safnið er skipulega uppsett, allt merkt í bak og fyrir, og því auðvelt að leita gagna. 100 bókanna eru inn- bundnar. Til 2000 er úrklippunum raðað eftir dagsetningum í um 250 bókum, en síðan er þeim jafnframt raðað eftir greinum í um 400 bókum. „Ég hef lagt mikið upp úr tölfræð- inni og hef því skráð árangur, leiki og keppnir allra íþróttamanna og -kvenna FH í meistaraflokki, flesta leiki og keppnir í yngri flokkum félagsins sem og alla leiki og keppn- ir landsliða okkar,“ segir Örn. Bætir við að hann hafi sannreynt allar upp- lýsingar, meðal annars farið í leik- skýrslur hafi vafi leikið á liðskipan eða tölfræðiupplýsingum. „Það sem ekki hefur birst í blöðum hef ég skrifað niður og geymt í möppum auk þess sem ég hef ljósritað heil- mikið prentað efni.“ Ljóst er að gífurlega mikill tími hefur farið í að halda heimildunum saman, ljósrita, klippa og líma. „Ef ég hefði fengið greitt tímakaup væri upphæðin komin í tugi milljóna króna, ef ekki meira,“ segir Örn. Nokkrir gallharðir FH-ingar hafa aðstoðað Örn við vinnuna. Hann segir að bræðurnir Bergþór og Ragnar Jónssynir ásamt Ingvari Falinn fjársjóður hjá Fimleika- félagi Hafnarfjarðar í Krikanum  Íþróttasagan að stórum hluta frá 1909 í merkilegu safni  Úrklippur á 128.000 síðum í 640 bókum í dagblaðaformi  Örn Hallsteinsson vill að bærinn aðstoði FH við að koma safninu fyrir í varanlegu rými Morgunblaðið/Eggert Gersemi Örn Hallsteinsson með bók úr úrklippusafninu, sem er geymt í læstum og eldvörðum skjalskáp í húsakynnum FH í Kaplakrika. Sómi Hallsteinn Hinriksson, helsti stofnandi FH, á sitt rými í bikarsafni FH. 26 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 BORÐ- OG GÓLFLAMPAR Kartell Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is BATTERY Borðlampi – fleiri litir Verð frá 21.900,- TAKE Borðlampi fleiri litir Verð 12.900,- KABUKI Gólflampi – Verð 129.000,- Borðlampi – Verð 52.900,- PLANET Borðlampi – fleiri litir Verð 74.900,- BOU Borðlampi – fl Verð frá 3 CINDY Borðlampi – fleiri litir Verð 32.900,- RGIE eiri litir 9.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.