Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 26
VIÐTAL
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fjársjóðir leynast víða og oft þarf
ekki að fara yfir lækinn til þess að
berja djásnin augum. Í höfuð-
stöðvum Fimleikafélags Hafnar-
fjarðar í Kaplakrika er ótrúlega
viðamikið úrklippusafn, 128.000 síð-
ur í 640 bókum í dagblaðaformi
geymt í læstum og eldvörðum
skjalaskáp. „Þetta er fyrst og fremst
íþróttasagan í Hafnarfirði frá 1909,
saga FH og FH-inga sem teygir
arma sína inn inn í landslið og grein-
ar sem ekki hafa verið stundaðar
innan félagsins,“ segir safnarinn
Örn Hallsteinsson, fyrrverandi
handboltaskytta og landsliðsmaður.
Tíu drengir undir forystu Hall-
steins Hinrikssonar, íþróttakenn-
ara, þjálfara, íþróttafrömuðar og
föður Arnar, stofnuðu FH 15. októ-
ber 1929. Hallsteinn hélt öllu til
haga í sambandi við íþróttastarf í
Hafnarfirði frá 1909 og eru úrklipp-
ur hans hluti safnsins. „1956, þegar
ég var 15 ára, bað pabbi mig að
hjálpa sér aðeins við að klippa út
íþróttafréttir og líma í bók,“ segir
Örn. „Þegar ég spurði hvort ég færi
ekki að losna úr þessu sagði hann
alltaf „bráðum“ og eftir tíu ár gafst
ég upp á að spyrja. Hef verið bund-
inn við þetta síðan.“
Mikill fróðleikur
Örn byrjaði snemma í handbolt-
anum og varð síðar lykilmaður í sig-
ursælu liði FH, lék yfir 300 meist-
araflokksleiki 1958 til 1971 og varð
meðal annars sjö sinnum Íslands-
meistari inni og mun oftar úti auk
þess sem hann lék ófáa landsleiki
með Geir, bróður sínum.
Þegar Örn byrjaði að aðstoða föð-
ur sinn við safnið segist hann eink-
um hafa haft áhuga á því sem sneri
að sjálfum sér en söfnunin hafi víkk-
að sjóndeildarhringinn og þess
vegna hafi aðrar greinar fengið auk-
ið vægi.
Sagt hefur verið að safnið sé
stærsta og merkasta sinnar teg-
undar hérlendis. Fyrir utan úrklipp-
urnar hefur Örn haldið ýmsum öðr-
um gögnum til haga eins og
Íþróttablaðinu, ársskýrslum íþrótta-
sambanda og bókum Víðis Sigurðs-
sonar um íslenska knattspyrnu.
„Þetta er allt hérna, sérstaklega
hvað viðkemur FH. Allur pakkinn,“
leggur Örn áherslu á.
Skipulag á hlutunum
Íþróttalífið var hvorki fjölbreytt
né viðamikið í byrjun 20. aldar og lít-
ið um það fjallað í fjölmiðlum til þess
að gera. „Íþróttasagan frá 1909 til
1935 er á um 200 síðum í safninu,“
segir Örn og bætir að meirihlutann
hafi hann þurft að ljósrita. „Meira
var ekki skrifað á þessum árum.
Umfjöllunin um Evrópukeppnina í
fótbolta 2016 var töluvert meiri enda
eru 500 síður í safninu um þessa
einu keppni. Þá þurfti ég að hafa
mig allan við, því útgáfan var mikil
og aukablöð víða.“
Safnið er skipulega uppsett, allt
merkt í bak og fyrir, og því auðvelt
að leita gagna. 100 bókanna eru inn-
bundnar. Til 2000 er úrklippunum
raðað eftir dagsetningum í um 250
bókum, en síðan er þeim jafnframt
raðað eftir greinum í um 400 bókum.
„Ég hef lagt mikið upp úr tölfræð-
inni og hef því skráð árangur, leiki
og keppnir allra íþróttamanna og
-kvenna FH í meistaraflokki, flesta
leiki og keppnir í yngri flokkum
félagsins sem og alla leiki og keppn-
ir landsliða okkar,“ segir Örn. Bætir
við að hann hafi sannreynt allar upp-
lýsingar, meðal annars farið í leik-
skýrslur hafi vafi leikið á liðskipan
eða tölfræðiupplýsingum. „Það sem
ekki hefur birst í blöðum hef ég
skrifað niður og geymt í möppum
auk þess sem ég hef ljósritað heil-
mikið prentað efni.“
Ljóst er að gífurlega mikill tími
hefur farið í að halda heimildunum
saman, ljósrita, klippa og líma. „Ef
ég hefði fengið greitt tímakaup væri
upphæðin komin í tugi milljóna
króna, ef ekki meira,“ segir Örn.
Nokkrir gallharðir FH-ingar hafa
aðstoðað Örn við vinnuna. Hann
segir að bræðurnir Bergþór og
Ragnar Jónssynir ásamt Ingvari
Falinn fjársjóður hjá Fimleika-
félagi Hafnarfjarðar í Krikanum
Íþróttasagan að stórum hluta frá 1909 í merkilegu safni Úrklippur á 128.000 síðum í 640 bókum í
dagblaðaformi Örn Hallsteinsson vill að bærinn aðstoði FH við að koma safninu fyrir í varanlegu rými
Morgunblaðið/Eggert
Gersemi Örn Hallsteinsson með bók úr úrklippusafninu, sem er geymt í læstum og eldvörðum skjalskáp í húsakynnum FH í Kaplakrika.
Sómi Hallsteinn Hinriksson, helsti stofnandi FH, á sitt rými í bikarsafni FH.
26 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
BORÐ- OG
GÓLFLAMPAR
Kartell
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 21.900,-
TAKE
Borðlampi
fleiri litir
Verð 12.900,-
KABUKI
Gólflampi – Verð 129.000,-
Borðlampi – Verð 52.900,-
PLANET
Borðlampi – fleiri litir
Verð 74.900,-
BOU
Borðlampi – fl
Verð frá 3
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
RGIE
eiri litir
9.900,-