Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einkar gott er að sinna viðskiptum og fjármálum í dag. Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í hlutunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að finna athafnaþrá þinni jákvæðan farveg. Ferðalög eða kostn- aðarsamir atburðir eru inni í myndinni. Farið ekki út fyrir þau mörk sem þið sett- uð ykkur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert ástfangin/n. Viðurkenndu það bara. Þú gefur vandamálum þínum ekki mikinn gaum og þess vegna hverfa þau. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Áður en þú verðlaunar sjálfa/n þig með einhverju skemmtilegu skaltu ganga úr skugga um að öllum skyldustörfum sé lokið. Taktu eitt skref í einu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og það virkar vel. Uppáhaldsafþreying þín núna er að ráða dularfullar gátur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á að þú kunnir að bregðast rétt við. Spennandi möguleikar á ferðalög- um eða námi gætu boðist. 23. sept. - 22. okt.  Vog Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar þínir eru með besta móti. Ef þú efast er engin von til þess að þín mál nái fram að ganga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er mannlegt eðli að leita að göllum í öðrum til að líða betur með sjálfan sig. Stundum er betra að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Líklegt er að rómantíkin blómstri gagnvart einhverjum sem er þér eldri. Leggðu þitt af mörkum til að bæta umhverfi þitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð ný tækifæri til að leysa vandamál varðandi skuldir. Mundu að öll- um orðum fylgir ábyrgð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Næsti mánuður verður anna- samur því fram undan eru stór verkefni í vinnunni. Vertu óhrædd/ur við að biðja um hjálp. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ákaflega gefandi að eiga sálufélaga sem skilur þig og þekkir allar þínar þarfir. Nýttu þér þitt frjóa ímynd- unarafl. Ríkó að læra um lifandi fæði og breytti eftir það eldhúsinu sínu í gróðurhús og ræktaði hveitigras og kost með Hjördísi Gísladóttur sem þær ráku í 11 ár. Sólveig hélt áfram að læra og 1997 fór hún til Púertó S ólveig Eiríksdóttir fædd- ist 24.9. 1960 og ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. „Á sumrin var ég annaðhvort uppi í Kerlingarfjöllum þar sem pabbi stofnaði skíðaskóla ásamt vinum sínum eða uppi í Rauðhólum þar sem foreldrar mínir voru með stór- an matjurtagarð á sumarbústað- arlóð móðurafa og -ömmu,“ segir Sólveig, sem kynntist grænmetis- fæði á heimilinu. Hún gekk í Melaskóla og síðan í Hagaskólann og fór síðan í Sam- vinnuskólann á Bifröst. „Ég bar út blöð, passaði börn og vann á Skák- prent sem var á Hagamelnum. Þar var ég að hella upp á kaffi fyrir gesti og það var oft mikið um að vera, en þetta var um það leyti sem heimsmeistaramót Fischers og Spasskís í skák var haldið hér- lendis. Einn fastagestanna, Helgi Sæmundsson, kallaði einhvern dag- inn á mig og sagði: „Komdu hérna stelpa og tefldu við mig,“ og eftir það var stundum hóað í mig ef það vantaði andstæðinga.“ Sólveig bjó í Kaupmannahöfn í sex ár eftir Bifröst og vann ýmis störf auk þess að ljúka námi í handavinnukennslu. Hún fór í jóga- skóla til Svíþjóðar og stúderaði makróbíótíska matreiðslu áður en hún kom aftur til Íslands og fór að vinna hjá Dóru Einars fatahönnuði. Síðan tók við Myndlista- og hand- íðaskólinn, og allt benti til þess að fatahönnun yrði hennar farvegur því hún vann bæði íslenska keppni og lenti í 2. sæti í stórri alþjóðlegri keppni „Síðasta árið í skólanum var tilraunaár og deildum blandað sam- an. Þá var ég alltaf að hanna eitt- hvað matartengt,“ segir Sólveig sem segir að reynslan úr skólanum hafi verið ómetanleg. „Ég fékk svo mikla þjálfun í því að fá hugmynd, og ekki síst að koma henni í fram- kvæmd. Og þá skipti engu máli hvort ég væri að vinna með ull eða kál.“ Það var þó búið að skrifa í skýin að Sólveig myndi hafa mikil áhrif á matarmenningu Íslendinga, og láta fatatískuna öðrum eftir. Árið 1994 stofnaði hún Grænan sólblóma/bókhveiti-græðlinga til að nota í matinn. Sólveig hefur verið dugleg við að kynna Íslendingum nýja matarhætti og bæði haldið fjölmörg matreiðslu- námskeið og fyrirlestra auk þess að vera með þætti í útvarpi og sjón- varpi um grænkerafæði. „Það er ótrúlegt hvað mikið hefur breyst á þessum tíma og Íslendingar hafa verið duglegir að tileinka sér nýja siði,“ segir Sólveig og nefnir að þeg- ar hún gaf út sína fyrstu Hagkaups- bók hafi það verið skilyrði að hrá- efnið fengist í búðinni. „Þá fóru að koma heilsuhillur í búðirnar. Lík- lega hef ég verið rétt kona á réttum stað með nógu mikla ástríðu.“ Árið 2005 stofnaði Sólveig ásamt Elíasi, eiginmanni sínum, Himneskt ehf. sem framleiddi lífræna mat- vörulínu, fyrst undir nafninu Himn- esk hollusta og síðar Himneskt í samstarfi við Haga. Síðan ráku Sól- veig og Elías veitingastaðinn Gló í níu ár. Matreiðslubækurnar eru orðnar 10 talsins og hráfæðisbókin RAW hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Sólveig var kosin besti hráfæðiskokkur heims bæði 2012 og 2013 og hefur farið víða um heiminn með fyrirlestra tengda grænu mat- aræði. Núna er næsta kynslóð fjöl- skyldunnar farin að vera með, en Sólveig heldur úti matarblogginu Mæðgurnar ásamt Hildi dóttur sinni og eins er hún með netversl- unina Healthy Dóttir með Elíasi og dóttur sinni, Júlíu. Fjölskylda Eiginmaður Sólveigar er Elías Guðmundsson, f. 29.9. 1971, fram- kvæmdastjóri. Foreldrar hans eru Guðmundur Magnússon skrif- stofustjóri, f. 14.10. 1936, og Guðrún Elíasdóttir hjúkrunarkona, f. 6.3. 1941. Þau búa í Garðabæ. Fyrri sambýlismenn og barns- feður eru Ársæll Harðarson, svæð- isstjóri hjá Icelandair, f. 9.1. 1956, og Ólafur Jónsson ráðgjafi, f. 8.8. 1958. Börn Sólveigar eru: 1) Hildur Ár- sælsdóttir listakona, f. 31.1. 1980. Hún er gift Erni Inga Ágústssyni tónlistarmanni og iðnaðarmanni og Sólveig Eiríksdóttir matarhönnuður – 60 ára Vináttan Þessar vinkonur hafa fylgst að í mörg ár. F.v. Agnes Kristjónsdóttir, Anna Kristín Þorsteinsdóttir, Laila Awad, Sólveig og Gunný Magnúsdóttir. Rétt kona á réttum stað Foreldrar Hildur Karlsdóttir og Eiríkur Haraldsson hafa verið gift í 63 ár. 30 ára Jóhanna fædd- ist í Reykjavík, ólst upp á Seltjarnarnesi og býr núna á Höfn í Horna- firði. Hún er hjúkrunar- stjóri á hjúkrunarheim- ilinu Skjólgarði í Hornafirði. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, bæði inn- anlands og erlendis, að elda góðan mat og kvikmyndir svo eitthvað sé nefnt. Maki: Davíð Þór Skúlason, f. 1990, flug- maður. Börn: Embla Hjördís, f. 2016, og Vík- ingur Brynjar, f. 2018. Foreldrar: Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 1964, sjúkraþjálfari á Seltjarnarnesi, og Sveinn Grétar Pálmarsson, f. 1963, við- skiptafræðingur, búsettur í Noregi. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir 40 ára Karl ólst upp í Hrútafirði fyrstu fimm árin og síðan í Borg- arnesi. Núna býr hann í Kópavogi. Hann er sölumaður. Karl hefur mestan áhuga á bíl- um, íþróttum og kvik- myndum auk þess að njóta samvista með fjölskyldu og vinum. Maki: Margrét Lilja Árnadóttir, f. 1980, húsmóðir. Börn: Svanhildur, f. 1997, Brynjar Hugi, f. 2005, og Karl Ágúst, f. 2007. Karl á eitt barnabarn og er það sonur Svanhildar, Aron Brimir, f. 2017. Foreldrar: Svanhildur Karlsdóttir, f. 1956, d. 2016, og Sveinn Trausti Guð- mundsson, f. 1956, vélamaður í Noregi. Karl Sveinsson Eriksen www.gilbert.is Til hamingju með daginn Reykjavík Stella Benjaminsdóttir fæddist 22. nóvember 2019. Hún vó 3.500 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Benjamin Boorman og Valdís Þorkelsdóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.