Morgunblaðið - 24.09.2020, Side 46

Morgunblaðið - 24.09.2020, Side 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einkar gott er að sinna viðskiptum og fjármálum í dag. Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í hlutunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að finna athafnaþrá þinni jákvæðan farveg. Ferðalög eða kostn- aðarsamir atburðir eru inni í myndinni. Farið ekki út fyrir þau mörk sem þið sett- uð ykkur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert ástfangin/n. Viðurkenndu það bara. Þú gefur vandamálum þínum ekki mikinn gaum og þess vegna hverfa þau. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Áður en þú verðlaunar sjálfa/n þig með einhverju skemmtilegu skaltu ganga úr skugga um að öllum skyldustörfum sé lokið. Taktu eitt skref í einu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og það virkar vel. Uppáhaldsafþreying þín núna er að ráða dularfullar gátur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á að þú kunnir að bregðast rétt við. Spennandi möguleikar á ferðalög- um eða námi gætu boðist. 23. sept. - 22. okt.  Vog Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar þínir eru með besta móti. Ef þú efast er engin von til þess að þín mál nái fram að ganga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er mannlegt eðli að leita að göllum í öðrum til að líða betur með sjálfan sig. Stundum er betra að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Líklegt er að rómantíkin blómstri gagnvart einhverjum sem er þér eldri. Leggðu þitt af mörkum til að bæta umhverfi þitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð ný tækifæri til að leysa vandamál varðandi skuldir. Mundu að öll- um orðum fylgir ábyrgð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Næsti mánuður verður anna- samur því fram undan eru stór verkefni í vinnunni. Vertu óhrædd/ur við að biðja um hjálp. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ákaflega gefandi að eiga sálufélaga sem skilur þig og þekkir allar þínar þarfir. Nýttu þér þitt frjóa ímynd- unarafl. Ríkó að læra um lifandi fæði og breytti eftir það eldhúsinu sínu í gróðurhús og ræktaði hveitigras og kost með Hjördísi Gísladóttur sem þær ráku í 11 ár. Sólveig hélt áfram að læra og 1997 fór hún til Púertó S ólveig Eiríksdóttir fædd- ist 24.9. 1960 og ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. „Á sumrin var ég annaðhvort uppi í Kerlingarfjöllum þar sem pabbi stofnaði skíðaskóla ásamt vinum sínum eða uppi í Rauðhólum þar sem foreldrar mínir voru með stór- an matjurtagarð á sumarbústað- arlóð móðurafa og -ömmu,“ segir Sólveig, sem kynntist grænmetis- fæði á heimilinu. Hún gekk í Melaskóla og síðan í Hagaskólann og fór síðan í Sam- vinnuskólann á Bifröst. „Ég bar út blöð, passaði börn og vann á Skák- prent sem var á Hagamelnum. Þar var ég að hella upp á kaffi fyrir gesti og það var oft mikið um að vera, en þetta var um það leyti sem heimsmeistaramót Fischers og Spasskís í skák var haldið hér- lendis. Einn fastagestanna, Helgi Sæmundsson, kallaði einhvern dag- inn á mig og sagði: „Komdu hérna stelpa og tefldu við mig,“ og eftir það var stundum hóað í mig ef það vantaði andstæðinga.“ Sólveig bjó í Kaupmannahöfn í sex ár eftir Bifröst og vann ýmis störf auk þess að ljúka námi í handavinnukennslu. Hún fór í jóga- skóla til Svíþjóðar og stúderaði makróbíótíska matreiðslu áður en hún kom aftur til Íslands og fór að vinna hjá Dóru Einars fatahönnuði. Síðan tók við Myndlista- og hand- íðaskólinn, og allt benti til þess að fatahönnun yrði hennar farvegur því hún vann bæði íslenska keppni og lenti í 2. sæti í stórri alþjóðlegri keppni „Síðasta árið í skólanum var tilraunaár og deildum blandað sam- an. Þá var ég alltaf að hanna eitt- hvað matartengt,“ segir Sólveig sem segir að reynslan úr skólanum hafi verið ómetanleg. „Ég fékk svo mikla þjálfun í því að fá hugmynd, og ekki síst að koma henni í fram- kvæmd. Og þá skipti engu máli hvort ég væri að vinna með ull eða kál.“ Það var þó búið að skrifa í skýin að Sólveig myndi hafa mikil áhrif á matarmenningu Íslendinga, og láta fatatískuna öðrum eftir. Árið 1994 stofnaði hún Grænan sólblóma/bókhveiti-græðlinga til að nota í matinn. Sólveig hefur verið dugleg við að kynna Íslendingum nýja matarhætti og bæði haldið fjölmörg matreiðslu- námskeið og fyrirlestra auk þess að vera með þætti í útvarpi og sjón- varpi um grænkerafæði. „Það er ótrúlegt hvað mikið hefur breyst á þessum tíma og Íslendingar hafa verið duglegir að tileinka sér nýja siði,“ segir Sólveig og nefnir að þeg- ar hún gaf út sína fyrstu Hagkaups- bók hafi það verið skilyrði að hrá- efnið fengist í búðinni. „Þá fóru að koma heilsuhillur í búðirnar. Lík- lega hef ég verið rétt kona á réttum stað með nógu mikla ástríðu.“ Árið 2005 stofnaði Sólveig ásamt Elíasi, eiginmanni sínum, Himneskt ehf. sem framleiddi lífræna mat- vörulínu, fyrst undir nafninu Himn- esk hollusta og síðar Himneskt í samstarfi við Haga. Síðan ráku Sól- veig og Elías veitingastaðinn Gló í níu ár. Matreiðslubækurnar eru orðnar 10 talsins og hráfæðisbókin RAW hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Sólveig var kosin besti hráfæðiskokkur heims bæði 2012 og 2013 og hefur farið víða um heiminn með fyrirlestra tengda grænu mat- aræði. Núna er næsta kynslóð fjöl- skyldunnar farin að vera með, en Sólveig heldur úti matarblogginu Mæðgurnar ásamt Hildi dóttur sinni og eins er hún með netversl- unina Healthy Dóttir með Elíasi og dóttur sinni, Júlíu. Fjölskylda Eiginmaður Sólveigar er Elías Guðmundsson, f. 29.9. 1971, fram- kvæmdastjóri. Foreldrar hans eru Guðmundur Magnússon skrif- stofustjóri, f. 14.10. 1936, og Guðrún Elíasdóttir hjúkrunarkona, f. 6.3. 1941. Þau búa í Garðabæ. Fyrri sambýlismenn og barns- feður eru Ársæll Harðarson, svæð- isstjóri hjá Icelandair, f. 9.1. 1956, og Ólafur Jónsson ráðgjafi, f. 8.8. 1958. Börn Sólveigar eru: 1) Hildur Ár- sælsdóttir listakona, f. 31.1. 1980. Hún er gift Erni Inga Ágústssyni tónlistarmanni og iðnaðarmanni og Sólveig Eiríksdóttir matarhönnuður – 60 ára Vináttan Þessar vinkonur hafa fylgst að í mörg ár. F.v. Agnes Kristjónsdóttir, Anna Kristín Þorsteinsdóttir, Laila Awad, Sólveig og Gunný Magnúsdóttir. Rétt kona á réttum stað Foreldrar Hildur Karlsdóttir og Eiríkur Haraldsson hafa verið gift í 63 ár. 30 ára Jóhanna fædd- ist í Reykjavík, ólst upp á Seltjarnarnesi og býr núna á Höfn í Horna- firði. Hún er hjúkrunar- stjóri á hjúkrunarheim- ilinu Skjólgarði í Hornafirði. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, bæði inn- anlands og erlendis, að elda góðan mat og kvikmyndir svo eitthvað sé nefnt. Maki: Davíð Þór Skúlason, f. 1990, flug- maður. Börn: Embla Hjördís, f. 2016, og Vík- ingur Brynjar, f. 2018. Foreldrar: Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 1964, sjúkraþjálfari á Seltjarnarnesi, og Sveinn Grétar Pálmarsson, f. 1963, við- skiptafræðingur, búsettur í Noregi. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir 40 ára Karl ólst upp í Hrútafirði fyrstu fimm árin og síðan í Borg- arnesi. Núna býr hann í Kópavogi. Hann er sölumaður. Karl hefur mestan áhuga á bíl- um, íþróttum og kvik- myndum auk þess að njóta samvista með fjölskyldu og vinum. Maki: Margrét Lilja Árnadóttir, f. 1980, húsmóðir. Börn: Svanhildur, f. 1997, Brynjar Hugi, f. 2005, og Karl Ágúst, f. 2007. Karl á eitt barnabarn og er það sonur Svanhildar, Aron Brimir, f. 2017. Foreldrar: Svanhildur Karlsdóttir, f. 1956, d. 2016, og Sveinn Trausti Guð- mundsson, f. 1956, vélamaður í Noregi. Karl Sveinsson Eriksen www.gilbert.is Til hamingju með daginn Reykjavík Stella Benjaminsdóttir fæddist 22. nóvember 2019. Hún vó 3.500 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Benjamin Boorman og Valdís Þorkelsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.