Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Einn snallasti kaffiklúbbur sem stofnaður hefur verið er Kaffiklúbbur Kaffitárs en þar fá meðlimir senda tvo kaffipoka mánaðarlega með það að markmiði að kynna það nýjasta og besta sem er að gerast í kaffiheimum og til að vekja athygli á þeim bænd- um sem vinna eftirtekarvert starf í kaffiræktun. Að auki fá klúbbmeðlimir að koma og fræðast sérstaklega um kaffi; hitta brennslumeistarann, taka þátt í smökkun, fara á námskeið og hitta kaffibændur þegar þess er kostur. Kaffið sem er í boði í september er: Kenía Mukima Mukima kemur frá vinnslustöð í Kirinyagahéraði sem er í hlíðum fjallsins Kenía. Kirinyaga á sérstakan sess hjá kaffibrennslumeistara Kaffi- társ því þegar hann var að læra að brenna kaffi fyrir 32 árum og vann í kaffibrennslu í Madison Wisconsin var Kenía Kirinyaga uppáhaldskaffi flestra í kaffibrennslunni og alltaf við- höfn þegar hellt var upp á það í kaffi- stofunni. Daterra Bourbon Collection Hér er á ferðinni ný tegund af Dat- errakaffi sem kallast Bourbon Collec- tion og er í miklu uppáhaldi hjá smökkurum Kaffitárs. Gult Bourbon- yrki hefur vaxið frá upphafi kaffi- ræktunar í Brasilíu. Það stökkbreytt- ist frá rauðu Bourbon strax í upphafi kaffiræktunar. Bourbon Collection er blanda af báðum þessum berjum og með því fæst yndisleg angan af blóm- um, súkkulaði, kryddi og sítrus. Súkkulaðihúðaðar mandarínur, karamella og sítrus. Bolti í munni með löngu mjúku eftirbragði. Bourbon Collection er frábært í ex- pressóvélar og í cappuccino er það mjúkt og mikið nammi. Kaffiklúbbur Kaffitárs Ljósmynd/Kaffitár Fróðlegt Meðlimir kaffiklúbbsins fá senda tvo poka af kaffi mánaðarlega. Hér er á ferðinni dásemdarkokteill úr smiðju Lindu Ben. Einfaldur, góður og það má vel sleppa áfenginu ef vill. Bláberjalímonaði 1 lítið búnt af ferskri myntu 30 ml sykursíróp 1 dl bláber 30 ml vodki 200-250 ml límonaði klakar Aðferð: Setjið myntu og bláber í kokteil- hristara ásamt sykursírópi og vodka, kremjið myntuna og bláber- in, hristið svo saman. Hellið í gegn- um sigti ofan í glas sem hefur verið fyllt af klökum. Fyllið glasið af lím- onaði. Heimagert sykursíróp vatn sykur limebörkur Í pott setjið þið vatn og sykur – í jöfnum hlutföllum. Látið suðuna koma upp og slökkvið þá undir og látið kólna. Til eru aðrar aðferðir þar sem sírópið er soðið niður og verður þar af leiðandi mun sætara, en það er önnur upp- skrift. Við ætlum hins vegar að kenna ykkur einfalda aðferð þar sem stuðst er við fullt af skemmtilegum mat- reiðlsuhugtökum sem þið getið not- að og slegið aðeins um ykkur í veisl- unni. Ef þið viljið bragðbæta sírópið er það yfirleitt kallað að „infjúsa“. Dregið af enska orðinu infuse en það er slangrið sem sérfræðingarnir nota. Vinsælt er að „infjúsa“ sykursíróp með lime og þá er tekinn limebörkur og hann „blancheraður“. Það þýðir að hann er settur í pott með vatni og suðan látin koma upp. Þetta ferli er endurtekið tvisvar eða þrisvar og ávallt skipt um vatn á milli. Tilgangurinn með þessu er að losna við biturleikann úr berkinum. Síðan setjið þið börkinn út í syk- ursírópið þegar suðan er komin upp á því og leyfið því að kólna með berkinum í. Síðan takið þið börkinn upp úr og tappið sírópinu á fallega flösku, merkið með bragði og dag- setningu og geymið í kæli. Sírópið á að geymast vel og við lofum að þú munt slá í gegn í næstu veislu með það meðferðis. Það virkar alveg jafn vel í áfenga og óáfenga drykki. Ljúfur og lekker kokteill Ljósmynd/Linda Ben. Spennandi Mörgum þykir gaman að prófa nýja og spennandi drykki. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Gott salat er gulli betra var eitt sinn sagt og ef það er eitthvað sem flestir kunna að meta þá er það gott salat. Hér er uppskrift að skinkusalati sem þykir yf- irburða og það er ekki auðvelt að fá þannig meðmæli nú til dag. Hafrabrauðið er svo til háborinnar fyr- irmyndar eins og við var að búast enda höfundur uppskriftar engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir hjá Gulur, rauður, grænn og salt eða grgs.is. Hafrabrauð 2½ tsk. þurrger 3 dl vatn, fingurvolgt 1 msk. hunang 1 msk ólífuolía 1½ tsk. salt 50 g haframjöl 75 g spelt 350 g hveiti Setjið þurrgerið saman við fingurvolgt vatn og látið standa í 10 mínútur. Blandið öllum hráefnunum sam- an í skál, ásamt gerblöndunni, og hnoðið vel. Látið hefast í klukkustund. Hnoðið aftur og setjið í form með smjörpappír. Skerið línur í deigið með beittum hníf og stráið hveiti yfir brauðið. Leyfið að hefast í 30 mínútur til viðbótar. Setjið í 220°C heitan ofn í 5 mínútur og lækkið þá hitann í 180°C. Bakið í 30 mín- útur. Skinku- og eggjasalat 450 g majónes 4-5 harðsoðin egg ½ dós aspas 200 g skinka 1 msk. Aromat frá Knorr Setjið majónes í skál. Skerið egg og skinku niður í litla bita. Hellið smá af safanum af aspasinum saman við majónesið. Skerið aspasinn niður í litla bita og bætið saman við. Blandið öllu vel saman og kælið. Hafrabrauð með besta skinkusalatinu Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir Spennandi salat Það er einstaklega snjallt að eiga salöt tilbúin inni í ísskáp. www.danco.is Heildsöludreifing Haust- og jólalínan komin í hús Tímabókanir í sýningarsal í síma 575 0200 Opið 8.30-16.30 Fyrirtæki og verslanir Stóll Grár 60x77x73 cm Strá Aubergine 130 cmJárnlukt BLK 3 stk. sett Ilmsteinar m/olíu 3 teg.10x8 cm Bamboo spegill 75 cm Gler lampi á fæti Grár 18 cm Velvet púðar 3 teg. 30x50 cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.