Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 37
jafn bjart yfir Nonna og brosið það breiðasta og sannasta sem ég hef kynnst. Þið Ragga voruð lang- flottust og missirinn er mikill fyrir hana og fjölskylduna. Þú varst sannur og þegar þú talaðir um Röggu þína sá maður alltaf sömu virðinguna og stoltið og ekki varst þú minna stoltur af Sigurrós þinni og Hjalta. Sárt er að þurfa að kveðja kær- an vin sem kallaður er burt frá okkur alltof fljótt. Þegar erfið veikindi eru annars vegar er ekki spurt um stund og stað né sann- girni. Þú ert tekinn frá okkur allt- of fljótt og þín verður sárt saknað. Minningarnar eru allar fallegar, margar stórskemmtilegar meðal annars Hrognkelsafélag Íslands þar sem þú skrifaðir reglurnar sem nú verða hafnar til vegs og virðingar svo eitthvað sé nefnt. Þó baráttan hafi verið hörð voru síð- ustu skilaboðin sem þú sendir á mig full af húmor, gamli Nonni var þarna þrátt fyrir allt. Hafðu þökk fyrir þitt framlag, það skipti svo sannarlega máli. Minningin um góðan dreng mun lifa. Elsku Ragga, Sigurrós, Hjalti og fjölskylda, við Ingibjörg send- um ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Aðalsteinn Snorrason. Í nokkrum orðum langar okkur að minnast tengdaföður sonar okkar, Jóns Guðmundssonar, eða Nonna eins og hann var ávallt kallaður, en hann lést langt fyrir aldur fram eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Kynni okkar Nonna voru alltof stutt en um leið mjög gefandi og ánægjuleg. Þegar við segjum afi Nonni kemur strax í hugann amma Ragga. Við minnumst heimsókna á Sundlaugaveginn og í sumarbústaðinn í Skorradal en þar var þeirra sælureitur. Það var gaman og auðvelt að spjalla við Nonna um allt sem okkur datt í hug. Hann hafði ekki hátt en hafði skýra sýn á málefni líðandi stund- ar. Á þessum árum eignuðumst við tvo afastráka, Bjartmar og Sólm- ar, sem voru augasteinar afa síns. Bjartmar var mjög hændur að afa sínum enda hafði afi Nonni sér- staka næmni fyrir að leika leiki sem Bjartmari líkaði vel og kemur þá í hugann bílabrautin sem lögð var um alla íbúðina og kepptust þeir um að keyra sem hraðast. Okkur er líka mjög minnisstætt í 5 ára afmæli Bjartmars í janúar sl. þegar afi Nonni mætti í Starwars- búningi. Þannig var Nonni, hann kunni að viðhalda barninu í sjálf- um sér. Nonni var mikill fjölskyldu- maður og hafði hag fjölskyldunn- ar að leiðarljósi. Það var gott að leita til hans eftir aðstoð, hann var ráðagóður. Við vottum Röggu, börnum, móður og fjölskyldu samúð okkar. Björn og Fanney. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi ✝ Ólöf Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 21. sept- ember 1989. Hún lést á heimili sínu, Sólheimum 21b, 15. september 2020. Foreldrar henn- ar eru Bjarni Ólafur Bjarnason, f. 6. júní 1954, og Gyða Ein- arsdóttir, f. 13. júlí 1959. Bræður henn- ar eru: 1) Níels Bjarnason, f. 1985, maki Harpa Atladóttir, f. 1984, synir þeirra eru Vil- hjálmur Bjarni, Atli Freyr og Bjarki Hrafn. 2) Óskar Bjarna- son, f. 1993, unnusta Thelma Lind Jóhannsdóttir, f. 1995. Ólöf bjó í foreldrahúsi til 10 ára aldurs er hún flutti alfarið á heimili fyrir börn í Árlandi 9 þar sem hún hafði áður dvalið aðra hverja viku frá 5 ára aldri. Árið 2009 flutti Ólöf í búsetukjarn- ann Sólheimum 21b. Ólöf var í Lyngási og Safa- mýrarskóla fram að menntaskólaaldri, síðar stundaði hún nám í fjögur ár við starfsbraut fyrir fatlaða í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Eftir nám vann hún í Lækjarási. Fjölskylda Ólafar þakkar hlý- hug í hennar garð frá öllum umönnunaraðilum hennar síð- ustu 31 ár. Útför Ólafar fer fram í dag, fimmtudaginn 24. september, frá Langholtskirkju klukkan 13. Ólöf, Ólöf systir mín. Mér þykir erfitt að skrifa til þín þessi síðustu orð því nú skilja leið- ir okkar í þessum heimi. Það er erfitt að koma 27 árum af minn- ingum fyrir í stuttan textabút en hér sit ég og hlusta á okkar konu, Noruh Jones, og hugsa um hvað lífið er skrítið og stundum ósann- gjarnt. Lífið er óútreiknanlegt og fólki er gefin misjöfn hönd. En síðan hugsa ég um hvað þú sýndir mér og öllum að lífið eitt og sér er gjöf og svo óendanlega dýrmætt. Þegar ég var yngri fannst mér ósanngjarnt að þú hefðir þurft að fæðast fötluð og ég skildi ekki hvers vegna. En þetta var þitt hlutverk í þessu lífi og með þessu hlutverki kenndir þú mér svo ótrúlega margt. Þú kenndir mér hluti sem ég mun alltaf hafa í far- teskinu eins lengi og ég fæ að vera hér á þessari jörðu og þess vegna verður þú alltaf hluti af mér. Þú kenndir mér að sama hvað bjátar á í lífinu, þá á alltaf að halda áfram og aldrei að gefast upp. Þú sýndir mér og okkur öllum að þú gast sigrast á erfiðum veikindum aftur og aftur og með þeim sigrum gafst þú mér þrótt í að harka í gegnum hluti sem mér þótti erfiðir. Ég hugsa mikið um jólin því það var sá tími sem þú varst mikið heima. Ég man þegar við vorum lítil og lágum saman á dýnu á gólfinu í stofunni og gátum legið tímunum saman bara að hafa það notalegt. Við þurftum engin orð því við skildum hvort annað. Þú kenndir mér að lífið er dýrmætt og heil- brigði er blessun. Að fá að vera heilbrigður einstaklingur er gjöf sem maður ætti að rækta á hverj- um degi. Þú kenndir mér að fólk er mismunandi og að allir góðir eiga skilið ást, kærleika og hlýju sama hvernig og hverjir þeir eru. Það sem einkenndi þig var ákveðni, þú gast látið heyra í þér þegar þú varst ekki ánægð með hlutina og þú gast tuðað lengi og vel í pabba þegar þú varst með eitthvað á heilanum. Margar góð- ar minningar á ég um þig og þá staði sem þú bjóst á. Mikill hluti hlýrra minninga sem ég á frá minni æsku er frá Árlandi þar sem ég og mamma vorum mikið hjá þér. Þar varst þú umvafin ynd- islegum vinum og starfsfólki sem ég mun alltaf muna eftir. Ég þakka þeim öllum sem hafa unnið með Ólöfu af alúð og virðingu. Nú skilja leiðir okkar í bili en ég held alltaf í þá barnslegu von að ein- hverntímann munum við hittast aftur. Nú tekur afi Einar þig í sinn faðm og allt okkar góða fólk sem hefur horfið frá okkur og Tara hleypur þarna með ykkur veit ég fyrir vissu. Nú ertu flogin, nú ertu frjáls. Eins og gullhörpuljóð, eins og geislandi blær, eins og fiðrildi og blóm, eins og fjallalind tær, eins og jólaljós blítt, eins og jörðin sem grær, lifir sál þín í mér, ó þú systir mín kær. Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár, þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg voru bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Jóhannes úr Kötlum) Þinn litli bróðir alltaf, Óskar Bjarnason. Elsku Ólöf systir mín, ég trúi því ekki ennþá að ég sitji hér og skrifi til þín þessi orð. Við vissum bæði að þessi dagur myndi koma en samt er það svo óraunverulegt. Ég man ennþá daginn sem ég eignaðist litla systur, varð stóri bróðir, og hversu stoltur ég var af þessu hlutverki. Ég man hvað þér fannst gott að liggja hjá mér hlustandi á mig syngja og hvernig Kvæðið um fuglana var í sérstöku uppáhaldi hjá þér. Þú gast samt líka orgað á mig fyrir þessi enda- lausu óhljóð þegar við vorum bæði orðin eldri og ég sífellt að söngla heima við. Það sem er mér þó allt- af minnisstæðast er hvernig við skildum alltaf hvort annað, jafnvel þótt þú gætir ekki komið þínum tilfinningum í orð því við bæði bara vissum. Sérstaklega man ég eftir öllum stundunum í vatns- rúminu í Árlandi þar sem við gát- um legið og horft út í loftið og allt var einhvern veginn fullkomið. Þessar minningar voru mér svo sterkar þegar ég sá mína drengi sitja og liggja hjá þér og það er mér svo dýrmætt að hugsa til þess hversu stolt þú varst af því að vera föðursystir. Ég veit að það er hlut- verk stóra bróður að passa og gæta en einhvern veginn finnst mér þú hafa gefið mér miklu meira en ég gat nokkurn tímann gefið þér. Þú kenndir mér að taka lífið ekki sem sjálfsagðan hlut heldur vera þakklátur fyrir litlu hlutina í lífinu og horfa framhjá vandamálum af því að í saman- burði við þín virkuðu öll önnur vandamál lítil. Að horfa á þig fara í gegnum þín erfiðu veikindi og koma alltaf sterkari til baka styrkti mig og að sjá hvernig þú gast alltaf brosað í gegnum tárin kenndi mér að þótt hlutirnir líti erfiðlega út muni alltaf birta aftur. Þú gerðir mig að betri manni og án þín væri ég ekki sá sem ég er í dag. Þótt erfiðu stundirnar hafi ver- ið margar hugga ég mig við allar þær góðu sem fylla hjarta mitt af hlýju. Ég mun alltaf hlýja mér við allar minningarnar um góðu knús- in sem þú gafst og hvernig við gát- um setið saman og þú sagt mér frá öllu því góða og kvartað yfir því slæma á þinn eigin máta. Þótt það sé sárt að kveðja núna elsku systir hugga ég mig við það að þú hafir fengið að fara svona friðsamlega í þínu rúmi og á þínum forsendum. Þótt við höfum aldrei getað rætt það þá veit ég að það var svona sem þú vildir fá að fara og það var nákvæmlega út af þessu sem þú barðist svo hetjulega í öll þau skipti sem dauðinn barði að dyr- um. Hvíldu í friði elsku systir, þú lifir áfram í hjörtum okkar allra. Að endingu vil ég þakka öllu því góða fólki sem kom að umönnun Ólafar í gegnum tíðina. Ykkur mun ég aldrei geta fyllilega þakk- að. Níels Bjarnason. Í dag kveð ég kæra vinkonu, hana Ólöfu. Ég kynnist henni þeg- ar ég var á öðru ári í Þroskaþjálfa- skóla Íslands, árið 1996, og fór í starfsnám á heimili hennar. Mín blessun var að fá að taka þátt í lífi hennar frá þeim tíma og fá að kynnast dásamlegri konu sem á sinn yndislega hátt snart innsta kjarnann í okkur öllum. Ólöf hafði einstakt lag á því að láta skoðanir sínar og langanir í ljós þótt ekki hefði hún orðin. Áttum við oft í góðum samskiptum okkar á milli án orða og komum skilaboðum okkar hvor til annarrar. Ég gleymi seint þeim geislandi bros- um sem Ólöf sendi mér. Það voru bros sem náðu til augnanna og sögðu oft meira en þúsund orð. Ólöf átti einstakt samband við fjölskyldu sína og samspil þeirra á milli var unun að fá að upplifa. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Ólöfu og að fá að taka þátt í lífi hennar sem er mér ómetanlegt. Ég minnist hennar með hlýju og virðingu og vil votta fjölskyldu hennar innilegustu samúð mína. Ólafía Magnea Hinriksdóttir. Ólöf Ó, fyrir ómetanlegu nærveru þína, fyrir ógleymanlegar stundir er við áttum, og öllum þínum ótrúlegu máttum L, fyrir þinn einstaka ljóma fyrir hvað þú varst ávalt lagleg og fín, og fyrir ljós þitt sem að eilífu skín Ö, fyrir hversu öflug þú varst, fyrir þau skipti er ég hélt þér í örmum mér, og þeim örmum sem taka nú á móti þér F, fyrir alla þína fegurð, fyrir frelsið sem öðlast hefur þú, og friðinn sem yfir þér vakir nú (Elísabet Rósa Thomsen) Ólöf var algjör díva, hún vissi hvað hún vildi og lét skoðanir sín- ar óhikað í ljós. Þó svo að hún hafi ekki haft orð til þess að tjá sig gerði hún það samt svo vel með hljóðum, svipbrigðum og hreyf- ingum. Okkur starfsfólkinu vafði hún um fingur sér og lögðu sig allir fram við að verða við þörfum hennar og óskum. Hún naut þess að eiga samverustund með starfs- mönnum og eigum við öll minn- ingar um yndislegar stundir með henni við lestur, söng, spjall og að horfa á rómantískar bíómyndir. Hún naut þess að láta dekra við sig, fá fótanudd, handsnyrtingu og fallega greiðslu í hárið. Ólöf hafði unun af því að fara á kaffihús og í Kringluna að kaupa sér föt enda hafði hún gaman af því að vera fín og með fallegt skart til þess að toppa útlitið. Hún Ólöf skilur eftir sig margar dásamlegar minningar um sterka yndislega konu með fal- lega brosið sem bræddi alla sem það sáu. Við erum öll full þakklætis fyrir þann tíma sem við áttum saman og minning þín er ljós í lífi okkar. Fyrir hönd starfsfólks Sól- heima 21b, Sigríður Elfa Þorgilsdóttir. Ég kynntist Ólöfu í Safamýr- arskóla þar sem ég vann um ára- bil. Það kom í minn hlut að verða umsjónarkennari hennar öll grunnskólaárin og það var mín gæfa. Mér er ljúft að segja að vin- átta okkar hélst allt til hennar hinsta dags og ég sakna hennar. Ólöf var yndisleg stúlka og hún gaf allt sem hún átti; ást og gleði. Hún tók þátt í samverustundum með öðrum nemendum, sat þögul í kyrrð sinni en tjáði tilfinningar sínar á afar næman hátt með aug- um og hreyfingum. Með brottför hennar hefur ljúfum nótum lífs míns fækkað, en ég er viss um að ljós, fegurð og ást munu dvelja í hjarta allra þeirra sem þekktu Ólöfu um ókomna tíma. Um leið og ég sendi mínum góðu vinum, foreldrum Ólafar, Gyðu og Bjarna, og allri fjölskyldu hennar, mínar innilegustu samúð- arkveðjur kveð ég vinkonu mína með ljóðinu „Friðsæld“. Þú kenndir mér að kyrrðin kveikir á ljósinu og ég sá skæra stjörnu í augum þér Hólmfríður Sigurðardóttir. Þetta gerðist svo snöggt er við sváfum öll rótt þessa haustfögru friðsælu septembernótt er síðasti tónninn í lífsklukku þinni hljóðlega sló og þú kvaddir að sinni. Svo fallega ljómaði ljósð þitt bjarta. Lífsgleðin einlæg og gullslegið hjarta, elskaðir fólkið þitt skilyrðislaust, með mömmu og pabba þín best alltaf naust. Og ef að þú máttir þá fannst þér svo gaman að gera þig fína, þá geislaði daman allt fallega hárið svo vandlega greitt með fallegu/alls konar glingri fékkst líka þig skreytt. Að hafa það kósí var eitt sem þú kunnir slaka með Noruh Jones endalaust unnir kúra og njóta þú aldrei varst ein úr augum og látbragði hamingjan skein. En afmælisdagarnir voru samt bestir kökur og partí og fjölmargir gestir afmælisprinsessan elskaði læti andlitið ljómandi lýsti af kæti. Þú kennt hefur okkur svo mikið mín kæra þinn tíma á jörð vorum sífellt að læra hve dýrmætt og einstakt hvert andartak er hve stórkostleg gjöf var að vera með þér. Af kærleika þökkum þér samfylgd um stund í huga þér fylgjum á feðranna fund. En þó að nú kvöldi og dagsbirta dvín þá ljósið þitt skærast af stjörnunum skín. (Bergljót Hreinsdóttir 2020) Elsku dásamlega Ólöf. Góða ferð í sumarlandið þar sem ríkir eilíft sumar og þar sem engin veikindi eða erfiðleikar eru til. Með kærleik og ást. Diljá og Bryndís. Ólöf Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.