Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Yfir hundrað skipslíkön Gríms
Karlssonar hafa verið flutt úr Duus-
safnahúsi í Reykjanesbæ og færð
upp á loft í bryggjuhúsi Byggða-
safnsins. Sigríður Dúa Goldsworthy,
uppeldisdóttur Gríms, óttast að
safnið liggi undir skemmdum. Hún
segir sögu Gríms í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins um helgina.
Útgerðarsaga í líkönum
„Safnið var í nýjasta hluta Duus-
húsa. Þeir segjast ætla að setja það
upp á aðra hæð í Bryggjuhúsi, sem
er óttalegur hjallur. Bátslíkönin hafa
nú öll verið tekin úr glerkössunum,
sem Grímur lagði mikla áherslu á að
þau væru í svo þau myndu ekki
skemmast, og eru þau nú á þessu
lofti.“
Sigríður segir safnið eiga rúmlega
hundrað líkön og óttast hún um af-
drif þeirra.
„Mér finnst þetta alveg hræðilegt.
Um leið og það er búið að taka þau
úr glerkössum þarf ekki mikið
hnjask til þess að þau skemmist,“
segir hún.
„Mér skilst að hugmyndin sé að
taka hluta líkananna, Keflavíkurbát-
ana, og sýna þá ásamt öðru tengdu
sjósókn. Þetta verður ekki lengur
heildarsaga sjávarútvegs á Íslandi.
Og hin skipin fara þá líklega í
geymslu einhvers staðar. Ég held að
nýi safnstjórinn skilji ekki hvað hún
er með í höndunum,“ segir hún.
„Þetta er útgerðarsaga okkar frá
þilskipum til ársins 1970 sem er sögð
í líkönum og sögum og skiptir máli
fyrir alla Íslendinga. Og nú á þetta
mestallt að enda í geymslu. Mér
finnst svakalegt að sjá þessa þrjátíu
ára þrotlausu vinnu enda svona.
Þetta er þvílík meistarasmíð. Hvert
stykki er sérsmíðað,“ segir hún.
„Svo er bara spurning, ef þau vilja
ekki þessi líkön, hvort eitthvert ann-
að byggðarlag myndi vilja þau.
Ferðamenn myndu líka örugglega
vilja sjá þau, en tónlistarmaðurinn
David Byrne sagði þetta það lang-
merkilegasta sem hann hefði séð á
Íslandi.“
Gæti ekki verið í betri höndum
Helga Þórsdóttir, safnstjóri Lista-
safns Reykjanesbæjar, segir að
þvert á móti sé verið að gera safninu
hærra undir höfði með þessum
breytingum.
„Bátarnir eru á forræði byggða-
safnsins og forstöðumaðurinn,
Eiríkur Jörundsson, er núna að
hanna nýja sýningu utan um bátana
til þess að miðla þekkingu um þá
miklu betur. Það er verið að gera
þessu handverki hans Gríms hærra
undir höfði. Eins og þetta var var
þetta kraðak og stóðst ekki kröfur
um nútímamiðlun á safnkosti. Nú
verður þessu miðlað til fólks með
víðtækari hætti. Mikill meirihluti
bátanna verður þarna til sýnis,“ seg-
ir Helga og segir að nauðsynlegt hafi
verið að taka þá úr glerkössunum.
„Þessir glerkassar verja líkönin
akkúrat ekki neitt og undirstöður
kassanna voru fúnar og hreinlega
slysahætta af þeim. Þetta safn var
að grotna niður en nú er verið að
taka það og laga það. Þetta er nú í
höndum varðveislusérfræðinga
byggðasafnsins og gæti ekki verið í
betri höndum. Við erum sérfræðing-
ar í sýningargerð og erum að gefa
þessu nýtt útlit. Áður var þetta eins
og kirkjugarður.“
„Skiptir máli fyrir alla Íslendinga“
Handverk Grímur Karlsson eyddi þrjátíu árum í að smíða skipslíkön.
Yfir hundrað skipslíkön Gríms Karlssonar færð í annað hús Þrjátíu ára þrotlaus vinna Hvert
stykki sérsmíðað Byggðasafnið býr til nýja sýningu Uppeldisdóttir Gríms óttast um afdrif safnsins
Sigríður Dúa
Goldsworthy
Helga
Þórsdóttir
Blaðamannafélag Íslands
Aðalfundur BÍ 2020
Fimmtudaginn 29. október kl. 20.00 í Síðumúla 23
Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2020 verður
haldinn fimmtudaginn 29. október n.k. að Síðumúla
23, 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa
og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00
BÍ-félagar eru hvattir til að mæta
*Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki
síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.
Ath.: Upphaflega átti að halda fundinn 30. apríl sl., en
honum var frestað vegna veirunnar, covid-19, og þeirrar
röskunar á þjóðlífinu sem varð af hennar völdum.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Skýrslur frá starfsnefndum
Kosningar*
Lagabreytingar
Önnur mál
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hvítt teppi fyrsta snævar vetrarins
liggur nú yfir fjöllum á Vest-
fjarðakjálkanum, svo andstæður í
litbrigðum jarðar verða einkar
sterkar. „Við fengum einstakt út-
sýni,“ sagði Þráinn Hafsteinsson
flugstjóri hjá Erni sem tók þessa
mynd yfir Breiðafirði. Á þessari
mynd eru stærstir Kollafjörður
lengt til vinstri, þá Kvígindisfjörður
og svo Skálmarfjörður og upp af
þeim háslétta Vestfjarða.
Í dag má búast við rigningu á
Vesturlandi og sunnanlands, mest
undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.
Norðan- og austanlands verður hlý
sunnanátt og yfirleitt þurrt. Á
morgun, sunnudag, styttir upp á
landinu vestanverðu, áfram rignir
sunnanlands og austur með strönd-
inni og vætt gæti á Norðurlandi. Á
sunnudagskvöld kólnar í veðri, en
tölur fara tæplega í mínus.
sbs@mbl.is Ljósmynd/Þráinn Hafsteinsson
Hvítir eru
Vestfirðir
Ómar Friðriksson
Þorsteinn Ásgrímsson
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, gerir ráð fyrir að alls-
herjaratkvæðagreiðsla hefjist á
mánudaginn á meðal aðildarfyrir-
tækja SA um afstöðu þeirra til upp-
sagnar kjarasamninga, sem taki
gildi hinn 1. október 2020. Kosningin
verður rafræn og á niðurstaða að
geta legið fyrir á þriðjudag.
„Áherslan af okkar hálfu er sú að
við höfum reynt að semja um lausn
og við reynum það auðvitað fram á
síðustu stundu. Ég vona að það tak-
ist og trúi á þá nálgun umfram aðra,“
segir Halldór.
Hann tekur fram að með afstöðu
SA til forsendna samninganna séu
samtökin ekki að hafa neitt af launa-
fólki. „Við viljum efna samninginn að
fullu en biðjum um sveigjanleika,“
segir Halldór.
Efast um uppsögn
Samninganefnd Alþýðusambands
Íslands kom saman í gærmorgun
vegna þeirrar stöðu sem upp er kom-
in eftir að SA tilkynntu það mat sitt
að forsendur lífskjarasamningsins
væru brostnar.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í
samtali við mbl.is í gær að ASÍ biði
eftir því hverjar niðurstöður úr at-
kvæðagreiðslu félagsmanna í SA um
uppsögn yrðu.
„Ég á enn eftir að sjá að þeir
ákveði að segja upp samningunum,“
sagði hún við mbl.is og virtist efins
um að það myndi gerast. Sagði hún
ljóst að atvinnugreinarnar væru í
mjög mismunandi stöðu í dag, en að
uppsögn samningsins myndi binda
enda á frið á vinnumarkaði.
Þá sagði Drífa að SA yrðu að svara
því hvernig þau hefðu komist að
þeirri niðurstöðu að forsendur lífs-
kjarasamnings væru brostnar. »26
Vilja efna samninginn en
biðja um sveigjanleika
SA vilja reyna að semja um lausn fram á síðustu stundu
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Drífa
Snædal