Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 49
Í LITHÁEN Sveinn Helgason sveinnhelga@gmail.com „Körfuboltinn í Litháen er mjög góður. Ég var búinn að vera í við- ræðum við nokkur lið og þegar mér bauðst að fara hingað til Siauliai var ég bara mjög spenntur fyrir því. Þetta er sterk deild og getur verið góður stökkpallur fyrir mig til að taka næsta skref upp á við á ferl- inum,“ segir Elvar Már Friðriksson, körfuboltamaður úr Njarðvík, sem leikur nú með liði BC Siauliai í lithá- ísku úrvalsdeildinni. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu með um 130.000 íbúa. „Í gegnum árin hefur Siauliai ver- ið þriðja besta liðið í deildinni á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Í fyrra var liðið hinsvegar í 8. sæti en við stefnum hærra í ár og vonandi get ég hjálpað félaginu til að ná sín- um markmiðum,“ segir Elvar og bætir við að liðið sé ungt. Sjálfur er hann 25 ára gamall og segist vera með þeim eldri í hópnum. Með Siauliai leika tveir Bandaríkjamenn og einn Belgi þannig að í „útlend- ingahersveitinni“ eru fjórir leik- menn en Elvar segir að litháísku strákarnir séu líka mjög öflugir. „Það tekur smá tíma að slípa liðið til og kannski blómstrum við ekki í fyrstu leikjunum en ég held að eftir tvo til þrjá mánuði fari þetta að smella almennilega hjá okkur. Þjálf- arinn heitir Antanas Sireika og hann leggur mikla áherslu á smáatriðin í leik okkar. Hann er gömul goðsögn hér í Litháen og vann m.a. Evrópu- meistaratitil með landsliðinu sem þjálfari. Hann er héðan frá Siauliai og nánast í guðatölu hjá íbúunum. Þannig að það er gaman að fá að spila fyrir hann.“ Þjóðaríþróttin og geysileg ástríða Elvar vissi það fyrir að í Litháen er mikil ástríða fyrir körfubolta enda hafa bæði félagslið og lands- liðið náð góðum árangri á alþjóð- legum vettvangi. „Þetta er bara þjóðaríþróttin. Áhuginn er alveg svakalegur, ég hef aldrei upplifað annað eins og hér hafa allir skoðun á körfubolta.“ Segja má að Siauliai hafi fengið eldskírn í sínum fyrsta leik á tíma- bilinu, á útivelli gegn Zalgiris-liðinu frá Kaunas sem hefur orðið litháísk- ur meistari undanfarin tíu keppnis- tímabil og oft þar á undan. Lokatöl- ur urðu 89:56 fyrir heimamenn. Elvar segir að fyrri hálfleikurinn hjá Siauliai hafi verið góður en svo hafi Zalgiris sýnt styrk sinn. „Í seinni hálfleik keyrðu þeir yfir okkur, breiddin hjá þeim er mikil og allir 12 leikmennirnir eru virkilega góðir. En það var gaman að máta sig við þá . Zalgiris er vinsælasta liðið hér í Litháen, alveg sama hvert þú ferð, þetta er nánast þjóðarliðið.“ Harður körfubolti en skemmtileg barátta Elvar er í stöðu leikstjórnanda hjá Siauliai og segir það vera sitt hlut- verk að stilla upp liðinu bæði í vörn og sókn. „Þegar þarf að taka af skarið þá geri ég það. Mitt hlutverk er því stórt og ég nýt þess að bera ábyrgð- ina sem því fylgir. Ég vil vera leið- toginn og ég held að það henti mér bara vel.“ Körfuboltinn í Litháen er harður og dómarar leyfa töluverða snert- ingu. Elvar hefur ekki farið varhluta af því, m.a. í fyrsta leik Siauliai á heimavelli, gegn Pieno Zvaigzdes sl. miðvikudagskvöld. „Boltinn hér er mun harðari en ég er vanur. Andstæðingarnir fá að grípa í þig, halda þér og ýta. Mér finnst það bara gaman og ég hef undirbúið mig vel yfir sumartímann, m.a. með styrktaræfingum,“ segir Elvar. Leikurinn gegn Pieno Zvaigzdes tapaðist á grátlegan hátt á loka- sekúndunum þegar gestirnir skor- uðu þriggja stiga körfu og unnu 81:80. „Þetta var grútfúlt. Við vorum með yfirhöndina nánast allan leikinn en lentum svo undir í þrjú sek- úndubrot og úrslitin voru mjög svekkjandi,“ sagði Elvar eftir leik- inn. Hann lék í 35 mínútur af 40, var stigahæstur í sínu liði með 19 stig, með flestar stoðsendingar, 10 tals- ins, og tók 6 fráköst. „Ég barðist vel og fann liðsfélaga í góðum færum, en skotin mín fóru ekki öll ofan í körfuna því ég var orð- inn þreyttur í lokin. Ég þarf bara að koma mér í betra leikform og setja þessi skot niður.“ Elvar segist vera ánægður í Siauliai og hefur komið sér þar vel fyrir unnustu sinni Ínu Maríu Ein- arsdóttur, líka úr Njarðvík, og ellefu mánaða syni, Erik Marel. Sá stutti fylgdist með pabba sínum á mið- vikudagskvöldið – fram að leikhléi en þá var úthaldið á þrotum! Alinn upp í körfuboltafjölskyldu Elvar lék með Njarðvík í íslensku úrvalsdeildinni áður en hann hélt út í nám til Bandaríkjunna 2014 til 2018 þar sem hann spilaði með háskólalið- um í New York og Miami. Hann seg- ir Bandaríkjadvölina hafa verið góða reynslu en síðast var Elvar hjá Bor- ås í sænsku úrvalsdeildinni. Ræt- urnar eru hinsvegar suður með sjó og Elvar kemur úr mikilli körfu- boltafjölskyldu. Faðir hans, Friðrik Ragnarsson, var sigursæll sem leik- maður og þjálfari Njarðvíkinga og móðir Elvars, Svandís Gylfadóttir, var einnig í fremstu röð með kvennaliði Keflavíkur. „Það er mikil körfuboltahefð í Njarðvík og ég er alinn upp í algjörri körfuboltafjölskyldu. Pabbi spilaði lengi með Njarðvíkingum, þjálfaði liðið og vann marga titla. Mamma spilaði líka körfubolta og bróðir pabba. Vinafólk okkar hefur sömu- leiðis verið á kafi í þessari íþrótt þannig að lífið hefur varla snúist um annað körfubolta,“ segir Elvar og hlær. Hann bætir við fjölskyldan hafi stutt vel við bakið á sér á at- vinnumannsferlinum – horfi á leiki í sjónvarpinu og hafi líka komið í heimsókn. „Pabbi spáir mikið í þetta sem gamall þjálfari og leikmaður og hefur gefið mér góð ráð. Stuðning- urinn að heiman er góður.“ Elvar er jafnframt í íslenska landsliðinu í körfubolta og segir að þar séu spennandi tímar framundan. Ungir leikmenn séu nú áberandi í liðinu og ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað. Snúið að vera íþróttamaður vegna COVID-19 Íþróttahöllin í Siauliai rúmar um 7.000 áhorfendur en einungis tæp- lega 500 manns voru á fyrsta heima- leiknum. Ástæðan er að sjálfsögðu takmarkanir á áhorfendafjölda sem grípa hefur þurft til vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. Allir voru hitamældir við innganginn og skylda er að vera með andlitsgrímu. „Það er snúið að vera íþróttamað- ur við þessar aðstæður. Ég verð bara að fara varlega og ekki vera innan um margt fólk að óþörfu til að forðast smit. Og svo þetta klassíska, vera með grímu og huga að sótt- hreinsun. Fyrir fjölskylduna er líka aðeins erfiðara að komast inn í dag- legt líf hérna í Litháen út af þessum takmörkunum. En við tökum því bara rólega og njótum til dæmis góða veðursins meðan það varir.“ Elvar gerði tveggja ára samning við Siauliai sem hann segir að hægt sé að endurskoða milli keppnis- tímabila. Hinsvegar líki líki honum dvölin í Litháen vel það sem af er. Hann segir að markmiðið sé þó alltaf að spila í Evrópudeildunum í körfu- bolta þar sem sterkustu liðin í álf- unni taka þátt. „Það er klárlega markmiðið að komast upp í þannig bolta,“ segir Elvar Már Friðriksson, leikmaður með BC Siauliai í lithá- ísku úrvalsdeildinni í körfubolta. Leiðtogahlutverkið hentar vel og ég stefni hærra  Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson leikur fyrstur Íslendinga í Litháen Ljósmynd/Sveinn Helgason Siauliai Elvar Már Friðriksson fyrir utan hina glæsilegu höll BC Siauliai þar sem Njarðvíkingurinn lék sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn. ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 KR er enn í botnsæti Pepsi Max- deildarinanr í fótbolta eftir að Stjarnan kom í heimsókn í Vestur- bæinn í gær og vann sanngjarnan 2:0-sigur. Angela Caloia og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir gerðu mörk Stjörnunnar í fyrri hálfleik. KR hef- ur átt erfitt sumar; þrisvar hefur allt liðið þurft að fara í sóttkví, sigr- arnir eru aðeins þrír í tólf leikjum og þá er liðið í botnsætinu. KR á enn tvo leiki til góða á liðin fyrir of- an, en þeir koma að litlu gagni ef liðið spilar ekki betur en í gær. Stjarnan tapaði fyrir Val og Breiða- bliki fyrir leikinn gegn KR en vann þar á undan Selfoss og ÍBV. Hefur Garðabæjarliðið því unnið síðustu þrjá leiki sem eru ekki gegn efstu liðunum og í fínum málum eftir erf- iða byrjun. „Spilamennska KR-inga í fyrri hálfleik var í einu orði sagt sorgleg. Liðið átti ekki þrjár sendingar á milli manna, takturinn var enginn í liðinu, leikmenn liðsins voru ósam- stilltir og til að toppa allt þetta var þvílíkt andleysi í liðinu sem er stór- furðulegt enda hefði sigur komið þeim af fallsvæðinu,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is. johanningi@mbl.is KR-ingum tókst ekki að rífa sig af botninum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Markaskorari Betsy Hassett skor- aði fyrra mark Stjörnunnar. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍBV........ L14 Jáverksvöllur: Selfoss – Þróttur R ....... L14 Kaplakriki: FH – Þór/KA ...................... L15 Würth-völlur: Fylkir – Valur................. L17 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Víkingur R ......... S14 Meistaravellir: KR – Fylkir ................... S14 Kaplakriki: FH – Fjölnir........................ S14 Vivaldi-völlur: Grótta – KA............... S16.15 Origo-völlur: Valur – Breiðablik....... S19.15 Kórinn: HK – Stjarnan...................... S19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Domusnovav.: Leiknir R. – Aftureld .... L14 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Víkingur Ó .. L14 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – ÍBV ........ L14 Þórsvöllur: Þór – Fram.......................... L14 Grindavíkurv.: Grindavík – Magni........ L15 2. deild karla: Ásvellir: Haukar – Víðir ......................... S14 Vogar: Þróttur V. – Kórdrengir ............ S14 Vodafonevöllur: Völsungur – ÍR............ S14 Rafholtsvöllur: Njarðvík – Dalvík/Rey. S14 Jáverksvöllur: Selfoss – KF................... S15 Akraneshöll: Kári – Fjarðabyggð .... S19.15 3. deild karla: Fjölnisv.: Vængir J. – Höttur/Hug .. L13.15 Bessastaðav.: Álftanes – Einherji......... L14 Samsung-völlur: KFG – Reynir S......... L14 Sindravellir: Sindri – Augnablik ...... L15.30 4. deild, fyrri úrslitaleikir: Hásteinsvöllur: KFS – Hamar .............. L14 Blönduósvöllur: Kormákur/Hvöt – ÍH . L14 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Vivaldi-völlur: Grótta – Völsungur ....... L16 Sauðárkrókur: Tindastóll – Haukar...... S16 2. deild kvenna: Grindavíkurv.: Grindavík – Hamar ....... S14 Bessastaðavöllur: Álftanes – ÍR............ S14 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – Grótta ...................... L17 Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur.......... L17.30 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – Haukar ................ L13.30 Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur.......... L14.45 1. deild karla, Grill 66-deildin: Víkin: Víkingur – Haukar U ............. L14.30 Framhús: Fram U – Selfoss U.............. L16 Dalhús: Fjölnir – HK.............................. S19 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höll: Grótta – Afturelding...... L13.30 Framhús: Fram U – Selfoss .................. S15 Dalhús: Fjölnir/Fylkir – HK U......... S16.15 Í KVÖLD! Spánn Real Madrid – Zaragoza................... 102:83  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig og tók átta fráköst fyrir Zaragoza. Valencia – Andorra............................. 91:76  Martin Hermannsson skoraði 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast á 20 mínútum hjá Valencia.  Haukur Helgi Pálsson skoraði sex stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu hjá Andorra. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, úrslit: Denver LA Lakers ........................... 108:114  Staðan er 3:1 fyrir Lakers og fimmti leik- urinn fer fram í nótt.  Knattspyrnu- deild FH hefur fest kaup á hin- um 33 ára gamla Matthíasi Vil- hjálmssyni frá Vålerenga í Nor- egi þar sem hann hefur verið síð- ustu tvö ár. Gerir Matthías þriggja ára samning við FH og gengur formlega í raðir fé- lagsins um áramótin. Matthías, sem er Ísfirðingur, þekkir vel til hjá FH en hann lék með liðinu frá 2005 til 2011, áður en hann hélt til Start í Noregi og síðan Rosenborg áður en leiðin lá til Vålerenga. Skoraði hann 37 mörk í 115 deildarleikjum með FH. Hefur Matthías leikið sextán A- landsleiki og skorað í þeim tvö mörk, en síðasti landsleikurinn kom árið 2016. Varð Matthías Íslandsmeistari með FH 2006, 2008 og 2009 og norskur meistari með Rosenborg 2015, 2016, 2017 og 2018. Þá varð hann bikarmeistari 2007 og 2010 með FH og 2015, 2016 og 2018 með Rosenborg. Matthías aft- ur í raðir FH Matthías Vilhjálmsson KR – Stjarnan 0:2 0:1 Betsy Hassett 31. 0:2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 40. M Erin Mcleod (Stjörnunni) Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni) Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni) Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjörnunni) Shameeka Fishley (Stjörnunni) Betsy Hassett (Stjörnunni) Málfríður Erna Sigurðard. (Stjörnunni) Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR) Ingunn Haraldsdóttir (KR) Angela Beard (KR) Dómari: Bríet Bragadóttir – 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.