Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Um helgina eru síðustu dagar sýningar Birgis Sigurðssonar, Fly Me to the Moon, í Tank- inum á Djúpa- vogi. Sýning Birgis er ljósainnsetn- ing úr bílpört- um. Í dag, laug- ardag, er opið kl. 14 til 17 en á sunnudag kl. 14 til 16. Þá mun Birgir vera með listamnansspjall kl. 15.30 og fara yfir sögu Subaru Justy-bílsins sem hann hefur nú notað þrisvar sinnum í stór ljós- listaverk. Á sunnudag verður einn- ig flutt í Tankinum tónverk sem Oddur Garðarsson samdi sérstak- lega fyrir sýninguna. Birgir hefur starfað í myndlist með rafvirkjavinnu síðustu 20 árin og hefur haldið fjölda sýninga en er að mestu sjálfmenntaður í myndlist. Fyrir tíu árum stofnaði hann 002 Gallerí, sem er 63 fer- metra íbúð í Hafnarfirði. Þar hafa verið haldnar 33 myndlistasýn- ingar. Sýningu Birgis í Tankinum lýkur Hluti af sýningu Birgis. Útgáfu fjögurra nýrra Pastel-rita verður fagnað í menningarhús- inu Mengi við Óðinsgötu í dag, laugardag, kl. 16. Verkin eru númer 20 til 23 í ritröðinni og höf- undar þeirra eru Brák Jónsdóttir og Þórir Hermann Óskarsson: Pre- luding with fragmental elements; Magnús Helgason: Regnbogar eru ekki hundamatur; Hekla Björt Helgadóttir: Stalín, ástin mín; og Ármann Jakobsson: Goðsögur. Pastelritröðin er vettvangur mjög ólíkra listamanna að norðan og sunnan, til listsköpunar og sam- eiginlegs viðburðahalds. Pastelritin eru bókverk sem listform og stuðla að tengslamyndun nýgræðinga og reynslubolta. Fjögur ný Pastel- rit koma út Eldri rit í Pastel-röðinni. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is MÁLA Í SUMAR? VITRETEX á steininn. HJÖRVI á járn og klæðningar. Sweat er ein þeirra kvik-mynda sem valdar voru ákvikmyndahátíðina í Cann-es á þessu ári en hátíðin var blásin af vegna kófsins. Engu að síður fær Sweat hinn virðulega og eftirsótta Cannes-stimpil. Í henni segir af pólsku heilsuræktar- gyðjunni og áhrifavaldinum Sylwiu Zajac sem á yfirborðinu er full af orku og síbrosandi framan í fylgj- endur sína sem eru um 600 þúsund talsins. Líkt og oft vill verða um svokallaða áhrifavalda er líf Sylwiu meira eða minna í beinni útsendingu á samfélagsmiðlinum Instagram og hún kallar fylgjendur sína „elsk- urnar“, fólk sem hún þó aldrei sér og kann engin deili á. Sylwia er gullfalleg, bláeyg og ljóshærð og líkaminn að því er virð- ist lýtalaus, enda lifibrauð Sylwiu. Hún boðar heilbrigðan lífsstíl, kenn- ir fólki líkamsæfingar, segir því hvað á að borða og drekka og mælir með alls konar vörum sem hún fær sendar heim til sín. Öllu er stýrt af markaðsöflunum en Sylwia er þó með eitthvert bein í nefinu sem sést m.a. á því að hún neitar að kynna mat sem hún fær sendan heim í ein- nota plastbakka. Myndin hefst á æsilegu atriði, hóptíma Sylwiu í verslanamiðstöð. Tugir gesta sprikla í takt við hana, svitinn bogar af henni en hún virðist vera í sæluvímu líkt og aðstoðar- maður hennar. Viðburðurinn fer að sjálfsögðu fram á Instagram og að tíma loknum taka við myndatökur með aðdáendum. Þegar öllu er lokið og Sylwia fær loksins næði birtist allt önnur og kuldalegri kona sem borðar salatið sitt af skyldurækni. Sylwia er óhamingjusöm, týnd í eig- in spegilmynd líkt og Narsissus forðum en hann er líklega fyrsti sjúklegi egóistinn sem sögur fara, þó að vísu skálduð persóna úr grískri goðafræði. Narsissus gat ekki slitið sig frá eigin spegilmynd í kyrru vatninu og drukknaði á end- anum, eins og frægt er. Spurningin er hvort eins muni fara fyrir Sylwiu. Allt virðist stefna að því svona framan af mynd. En það er vonarglæta því Sylwia er sér meðvituð um eigin óham- ingju. Í einu myndbanda sinna á Instagram viðurkennir hún að hún sé einmana og óhamingjusöm, að hana langi í kærasta, einhvern til að elska. Líf hennar er innantómt. Þetta leggst illa í eitt þeirra fyrir- tækja sem styrkja hana en Sylwia lætur sér fátt um finnast. Sprungur eru komnar í lýtalaust yfirborðið og þegar hún hittir fyrrverandi skóla- systur sína óvænt í verslanamiðstöð virðist hún ekki kunna mannleg samskipti. Vinkonan greinir henni tárvot frá áfalli sem hún varð fyrir en Sylwia brosir bara ráðalaus, líkt og hún skilji ekki eigið tungumál, pólsku. Enn syrtir í álinn þegar hún kemst að því að skuggalegur mið- aldra karlmaður situr öllum stund- um í bíl fyrir utan heimili hennar og dag einn kemur hún að honum við ósiðlegt athæfi. Eftir misheppnaða tilraun til þess að fara út á lífið og sletta úr klaufunum tekur Sylwia afdrifaríka ákvörðun sem leiðir til þeirrar óvæntu uppgötvunar að hún og eltihrellirinn eru kannski ekki svo ólík þegar öllu er á botninn hvolft. Aðalleikkona myndarinnar, Magdalena Kolesnik, stendur sig frábærlega í erfiðu hlutverki áhrifa- valdsins, svo vel að maður gleymir því stóran hluta myndar að um skáldaða persónu sé að ræða. Myndatakan er þaulhugsuð og magnar upp ólíka stemningu milli atriða. Í upphafsatriðinu er líkt og maður sé staddur í mannmergðinni, myndavélin á mikilli hreyfingu og klippingar örar. Ekki laust við að púlsinn hækki töluvert. Myndin er öll tekin handhelt, að því er virðist, sem hæfir vel sögunni og þá sér- staklega í upphafs- og lokaatriðum myndarinnar. Athyglisverð tónlist Pietro Kurek styður vel við það sem fram fer. Sweat vekur spurningar um fólk- ið sem býr að baki glansmyndunum og myndböndunum á samfélags- miðlum, um áhrifavaldana. Hvaða fólk er þetta? Hvað er satt og hvað er logið? Er þetta ekki bara ósköp venjulegt fólk í leit að viður- kenningu? Aðgát skal höfð í nær- veru sálar. Þótt margt sé aðeins of fyrir- sjáanlegt í þessari mynd og nánast ljóst frá upphafi hvert stefnir er hún athyglisverð og vel þess virði að sjá, hvort heldur er á sjónvarpsskjá eða á bíótjaldi. Skemmtilegra hefði verið að láta koma sér á óvart, verð- ur að segjast, en heillandi frammi- staða Kolesnik sem og annarra leik- ara og vönduð vinnubrögð von Horn í alla staði hreyfa sannarlega við manni. Narsissus vorra daga Myndataka Áhrifavaldurinn og heilsuræktargyðjan Sylwia myndar á sér rassinn fyrir fylgjendur sína á Instagram. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – RIFF Sviti/Sweat bbbmn Leikstjórn og handrit: Magnus von Horn. Aðalleikarar: Magdalena Kolesnik, Julian Swiezewski, Aleksandra Konieczna og Zbigniew Zamachowski. Svíþjóð og Pólland, 2020. 105 mín. Flokkur: Fyrir opnu hafi. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Bjarni Frímann Bjarnason pí- anóleikari og hljómsveitarstjóri halda tónleika í Ísafjarðarkirkju í dag, laugardag, klukkan 17. Á efnisskránni er fjölbreytt úr- val íslesnkra sönglaga, meðal annars eftir Ragnar H. Ragnar, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thor- oddsen og Jónas Tómasson en einnig verður frumflutt nýtt lag eftir ísfirska tónskáldið Halldór Smárason, sem hann samdi sér- staklega fyrir Herdísi og Bjarna. Tónleikarnir eru haldnir í minningu hjónanna Sigríðar Jóns- dóttur (1922-1993) og Ragnars H. Ragnar (1898-1987) sem voru móðurforeldrar Herdísar. Þau voru brautryðjendur á sviði ís- firsks tónlistarlífs og þekkt fyrir störf sín í þágu vestfirskra mennta og menningar. Ragnar H. stýrði Tónlistarskóla Ísafjarðar í 36 ár meðfram því að stjórna kórum, gegna organistastarfi og annast tónleikahald auk fjölda annarra verkefna. Sigríður var geysivinsæll kennari við bæði Grunnskólann og Tónlistarskól- ann um margra áratuga skeið. Herdís og Bjarni koma fram á Ísafirði Listamennirnir Herdís Anna Jónasdóttir og Bjarni Frímann Bjarnason koma fram. Bandaríski djasspíanistinn Romain Collin býður trompetleikaranum Ara Kárasyni til leiks á öðrum tón- leikum sínum í Hannesarholti í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Þeir hyggjast leika saman djassstandarda, frum- samda tónlist og spinna einnig eins og djassmönnum sæmir. Romain Collin hefur vakið umtalsverða athygli í djass- lífinu vestanhafs. Til að mynda skrifaði rýnir NPR um hann: „Romain Collin er framsýnt tónskáld, stórkostleg- ur djasspíanisti og rísandi stjarna sem skín sannarlega skært í djassheiminum.“ Collin fæddist í Frakklandi og býr nú í New York en hann fluttist upphaflega til Bandaríkjanna til að sækja sér menntun við Berklee College of Music í Boston undir handleiðslu Daves Liebmans og Joes Lovanos meðal annarra en hefur síðan leikið með ýmsum stjörnum. Collin og Ari Bragi leika í Hannesarholti Romain Collin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.