Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 10
Afl ahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
0 2.000 4.000 6.000 8.000
Staðan 23. september 2020
* Lokatölur. ** Tölur liggja ekki fyrir.
Veiðistaður
Stanga-
fjöldi Veiði
25. sept.
2019
26. sept.
2018
Eystri-Rangá 18 8.130 2.899 3.800
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 2.461 1.592 3.742
Miðfjarðará 8 1.705 1.606 2.719
Affall í Landeyjum 4 1.501 290 816
Selá í Vopnafi rði 6 1.258* 1.484 1.340
Haffjarðará 6 1.126* 651 1.545
Þverá – Kjarrá 14 1.055 1.132 2.455
Langá 12 1.054 659 1.635
Horfsá og Sunnudalsá 6 1.017* 711 697
Norðurá 15 979* 577 1.692
Urriðafoss í Þjórsá 4 976 747 1.317
Laxá í Kjós 8 903 328 989
Jökla (Jökulsá á Dal) 8 830 402 505
Laxá í Dölum 6 801 695 1.075
Hólsá, eystri bakki 6 765 ** **
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Veiði lýkur þessa dagana í hverri lax-
veiðiánni á fætur annarri, þótt enn
verði veitt í hafbeitaránum inn í októ-
bermánuð. Ljóst er að sumarið sem
er að baki mun ekki festast í minni
veiðimanna fyrir ár bláar af laxi, þótt
vissulega hafi margir lent í ógleym-
anlegum ævintýr-
um á bökkum
vatnsfallanna.
Þegar Guðni
Guðbergsson,
sviðsstjóri á
ferskvatnssviði
Hafrannsókna-
stofnunar, er
spurður hvernig
þetta sumar muni
vera í samanburði
við önnur, þá seg-
ist hann ekki hafa lagst yfir tölurnar
úr ánum síðustu tvær vikur. En hon-
um sýnist veiðin stefna í „svona 35
þúsund laxa“ sem sé ekki „svo slæmt
en við höfum séð það betra“.
Vissulega var veiðin betri en í
fyrra þegar tæplega 29 þúsund laxar
veiddust og var það versta laxveiði-
sumar frá aldamótum.
Guðni segir að mest muni um frek-
ar trega veiði á Vestur- og Norðvest-
urlandi en það sé í takt við lakan ár-
gang frá 2014 og klakið 2015. Seiðin
úr því sem fóru fjögurra ára út í fyrra
hefðu átt að ganga núna en skiluðu
sér ekki mjög vel.
„En mér finnst samt athyglisvert
að þær myndir sem ég hef séð af eins
árs löxum af þessum svæðum sýna að
þeir séu mjög vænir,“ segir Guðni.
„Yfirleitt hafa göngufiskar verið
margir ef þeir eru svona vænir svo
þetta rímar ekki alveg. Ef við hins
vegar bökkum aftur til 2019 þá voraði
mjög snemma, snjóbráð var búin í
apríl, það var orðið lítið vatn strax í
maí, seiði gengu út tiltölulega
snemma – lítið vatn getur þýtt lakari
gönguskilyrði og meiri afföll, án þess
að ég hafi tölur sem sýna það.“
Ef litið er til mikils munar á veiði í
Rangánum segir Guðni að sleppt sé
álíka mörgum seiðum í Ytri- og
Eystri-Rangá. „Yfirleitt hefur veiðin
í seinni tíð verið heldur meiri í Ytri en
nú veiðist mun meira í Eystri. Það
getur verið munur á seiðum úr eld-
isstöðvum en ef horft er á stóru
myndina þá hafa seiðin verið sett í
tjarnir við Ytri-Rangá tiltölulega
snemma á vorin og ætlast til þess að
þegar birta og hitastig séu rétt gangi
þau til hafs á sama tíma og villtu fisk-
arnir. Aðferðin við Eystri hefur verið
önnur; þar hefur seiðunum verið
haldið lengur í sleppitjörnum og
þeim ekki sleppt fyrr en komið er
fram á sumar. Það er tilgáta að seiðin
sem fóru tiltölulega seint út hafi
fengið betra atlæti í sjó og þar hafi
skilið á milli en þau sem fóru fyrr lent
í erfiðari skilyrðum og orðið fyrir
meiri afföllum.
Vonbrigði með árgang í fyrra
Veiðin 2019 fór vissulega ansi langt
niður og 2020 fer hún aðeins upp en
við verðum að hafa í huga að í gegn-
um tíðina höfum við séð svona tíu ára
sveiflu í laxastofnunum,“ segir Guðni.
„En það hefur breyst. Árið 2012 fór
fiskgengdin, öllum að óvörum, ansi
langt niður. Aftur upp 2013, niður
2014, og svo niður 2019. Svona mikill
breytileiki hefur ekki áður verið á
milli ára. Að hluta til erum við nú í ár
að sjá áhrif af þessum niðursveiflum.
Þegar stofnarnir fara svona langt
niður minnkar seiðaframleiðslan og
færri seiði ganga út en þegar hrygn-
ingarstofninn er stærri. Ganga bygg-
ist svo jú alltaf á fjöldanum sem
gengur út og hversu mörg af þeim
snúa til baka.“
Guðni segir seiðamælingar á ár-
göngunum sem gengu út nú í vor og
munu ganga út næsta vor hafa í lang-
flestum ám þar sem seiðamælingar
eru gerðar verið ágætar. „En ár-
gangurinn sem átti að ganga úr ám á
Vesturlandi í fyrra, 2019, var líka al-
veg þokkalegur og þess vegna voru
vonbrigði hvernig hann skilaði sér.
En þá er athyglivert að skoða hvaða
ár hafa ekki staðið undir þeim vænt-
ingum og beinast sjónir ekki síst að
löngu ánum í Borgarfirði, Norðurá
og Þverá, en þær eru líka það langar
að hluti af seiðum í efri hlutum þeirra
er fjögur ár í fersku vatni áður en
hann gengur út. Það passar við hinn
dapra 2014-árgang og sýnir að berg-
málið af honum var ennþá til staðar.
Við vanmátum það líklega.“
Góðærin geta verið slæm
Þegar niðursveifla er í veiðinni fer
gjarnan skjálfti um þá sem byggja
afkomu á henni, sem vilja gjarnan
bregðast við með einhverjum hætti,
eins og Guðni þekkir vel.
„Góðærin geta verið slæm,“ segir
hann. „Ef göngur eru stórar og geng-
ur vel í veiðinni þá vilja menn alltaf
hafa það svoleiðis. En þegar ekki
gengur eins vel fara margir á líming-
unum, enda oft búið að spenna bog-
ann og menn vilja fá sem mest fyrir
sína auðlind. Þá heyrist oft sagt að
„nú verði að gera eitthvað“. Það á að
fara í fiskrækt eða grafa hrogn, gera
eitthvað. En lögin segja að nýtingin
eigi að vera sjálfbær og þegar upp er
staðið erum við með villtan stofn í
villtu umhverfi sem er mjög háður
umhverfisskilyrðum. Það er ekkert
auðvelt að grípa inn í það ferli, og
uppskera kemur heldur ekki fyrr en
eftir fimm eða sex ár. Þegar upp er
staðið held ég að mikilvægast sé að
passa upp á búsvæðin, vatnsgæðin og
sjálfbæra nýtingu – tryggja að
hrygningarstofnar nái hámarksfram-
leiðslu í ánum, við getum ekki stýrt
meiru en því. Með inngripum getur
alltaf verið hætta á að hafa óæskileg
áhrif til lengri tíma. Þá er betra að
taka skrefin hægar og öruggar en að
gera eitthvað bara til að gera eitt-
hvað.“
Stefnir í „svona 35 þúsund laxa“
Ekki „svo slæmt en við höfum séð það betra“ segir Guðni Guðbergsson um laxveiðisumarið
Segir mikilvægast „að passa upp á búsvæðin, vatnsgæðin og sjálfbæra nýtingu“ stofnanna
Guðni
Guðbergsson
Haustfengur Erik Koberling, staðarhaldari við Blöndu, veiddi í vikunni stór-
laxa bæði í Stóru-Laxá og Miðfjarðará. Þennan í þeirri síðarnefndu, 100,5 cm.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Opnuð hafa verið hjá Reykjavík-
urborg tilboð í stígagerð í norð-
vesturhlíð Öskjuhlíðar. Þessi stíg-
ur mun tengjast stígakerfi
umhverfis Perluna, sem fengið
hefur heitið Perlufesti, og verður
ofarlega í Öskjuhlíðinni.
Mikil íbúðarbyggð er að rísa á
Valssvæðinu á Hlíðarenda og mun
nýi stígurinn stórbætta aðkomu
íbúa hverfisins og annarra borg-
arbúa að útivistarsvæðinu í Öskju-
hlíð. Fimm tilboð bárust í stíga-
gerðina. Urð og grjót ehf. bauð
lægst, krónur 74.270.120. Var það
82,81% af kostnaðaráætlun, sem
var 89,6 milljónir.
Stígurinn sem um ræðir er upp-
lýstur stígur sem liggja mun frá
gatnamótum Bústaðavegar og
Flugvallarvegar að núverandi
göngustíg norðan við Perluna.
Stígurinn verður malbikaður og
með snjóbræðslu. Trjágróður
verður fjarlægður úr stígstæði, en
grjóti og svarðlagi haldið til haga
og notað á síðari stigum verksins.
Framkvæmdaleyfi hefur verið gef-
ið út og verið er að vinna úr niður-
stöðum útboðsins, samkvæmt upp-
lýsingum frá Reykjavíkurborg.
Stígarnir eru hluti af nýju heild-
arskipulagi fyrir Öskjuhíðina.
Tillaga Landslags ehf. hlaut
fyrstu verðlaun í hugmynda-
samkeppni um skipulag Öskjuhlíð-
ar en úrslitin voru tilkynnt í októ-
ber 2013. Tillagan var unnin af
Þráni Haukssyni landslagsarkitekt
FÍLA, Sif Hjaltdal Pálsdóttur
landslagsarkitekt FÍLA og Svövu
Þorleifsdóttur landslagsarkitekt
FÍLA.
„Við kunnum að meta Öskjuhlíð-
ina eins og hún er og vildum því
ekki fara í mjög róttækar breyt-
ingar heldur styrkja það sem er
fyrir. Út frá því skoðuðum við
hvernig mætti draga fram kosti
svæðisins og laga gallana, t.d.
passa upp á að gleyma ekki stríðs-
minjunum heldur gera þær sýni-
legri,“ sagði Sif Hjaltdal við verð-
launaafhendinguna. Í tillögunni
var m.a. lagt til að söguminjar
yrðu verndaðar og gert hærra
undir höfði með merkingum og
fróðleiksskiltum. Víða í Öskjuhlíð-
inni er nú þegar að finna stíga og
þeir munu halda sér í óbreyttri
mynd að mestu.
Í niðurstöðu dómnefndar sagði
að tillagan væri metnaðarfull með
skýrri hugmynd þar sem stígar út
frá Perlunni tengdu hana við
Öskjuhlíðina og nærumhverfið,
þannig að svæðið yrði öruggara og
aðgengilegra öllum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg liggur tímasetn-
ing framkvæmda við hringstíginn,
hina eiginlegu perlufesti, ekki fyr-
ir. Gert er ráð fyrir að það skýrist
í þeirri fjárhagsáætlunarvinnu
sem fram undan er og þá einnig
hvort stígurinn verður lagður í
áföngum.
Perlufesti lögð í Öskjuhlíðinni
Nýr stígur mun auðvelda aðgengi að útivistarsvæðinu Síðar verður ráðist í gerð hringtengingar
Tölvumynd/Landslag
Perlufestin Efnisval og litasamsetning verða fengin úr Öskjuhlíðinni.
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Nýir stígar í Öskjuhlíð
Nýr stígur
Frá gatnamótum
Bústaðavegar og
Flugvallarvegar
„Perlufestin“
Fyrirhugaður stígur
í hring ofarlega í
Öskjuhlíðinni
Flugv
allarv
egur
ÖSKJUHLÍÐ
HLÍÐAR
Perlan
Bústaðavegur