Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Samfélagsmiðlastjarnan og skemmtikrafturinn Eva Ruza færir hlustendum K100 fréttir af fræga, fallega, fína og ríka fólkinu á hverjum degi. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Sagan segir að Egner hafi fengið hugmyndina að Kardemommu- bænum á ferðalagi sínu um lönd Miðjarðarhafsins, en í teikningum hans má sjá að hann hefur verið und- ir sterkum sjónrænum áhrifum frá meðal annars Marokkó og Sikil- eyjum,“ segir Ágústa Skúladóttir sem leikstýrir Kardemommu- bænum eftir Thorbjørn Egner sem frumsýndur verður í Þjóðleik- hússinu um helgina. Litrík leikmynd Högna Sigurþórssonar snýst á Stóra sviðinu meðan blaðamaður og Ágústa ræðast við úti í sal og leik- stjórinn notar reglulega tækifærið til að benda á skemmtilegar sjónrænar lausnir. „Eins og þú sérð verður hljóm- sveitin staðsett uppi á húsþökum, sem er miklu skemmtilegra en að hafa hana ofan í gryfjunni,“ segir Ágústa, en fyrir hljómsveitinni fer Karl Olgeir Olgeirsson, en hann hef- ur gert nýjar útsetningar á allri tón- list verksins sem eru undir sterkum áhrifum frá New Orleans þar sem djassinn hefur löngum dunað. „Við leitum áhrifa víðar, jafnvel til Mexíkó – enda teiknar Egner persónur með sombrero í Kardemommubænum,“ segir Ágústa og viðurkennir fúslega að útlit Soffíu frænku sé undir sterk- um áhrifum frá Fridu Kahlo, en bún- inga hannaði María Th. Ólafsdóttir. Ólafur Ágúst Stefánsson lýsir og Chantelle Carey er danshöfundur. Dansandi og talandi dýr „Það er því alveg ljóst að þetta er ekki norskur bær heldur töfrabær þar sem allt getur gerst. Í raun má segja að töfraraunsæið svífi hér yfir öllu, því Egner kynnir til sögunnar bæði syngjandi úlfalda og páfagauk,“ segir Ágústa og tekur fram að hún hafi bætt við fleiri skemmtilegum dýrum í anda leikskáldsins, svo sem dansandi skjaldböku en á móti valið að sleppa hundaballettinum sem tal- að er um í handriti. „Allt er þetta því í boði Egners. Við leyfum okkur að feta aðeins nýj- ar slóðir þó við séum ávallt trú klass- íkinni,“ segir Ágústa og nefnir sem dæmi að íslenskir áhorfendur muni í þessari sjöttu uppfærslu Þjóðleik- hússins á Kardemommubænum frá því verkið var frumflutt hérlendis ár- ið 1960 kynnast Hagerup-fjölskyld- unni ögn betur. „Í upprunalegu handriti Egners kynnir hann ýmsa íbúa bæjarins til sögunnar og nefnir þar á meðal Hagerup trommuslagara og Andersen sund- og söngkennara sem ég held að hafi nú aldrei birst á sviði. Í okkar útgáfu er Hagerup- fjölskyldunni margt til lista lagt, en það nýtist vel þegar Jesper er ráðinn sirkusstjóri,“ segir Ágústa leyndar- dómsfull og tekur fram að sjón sé sögu ríkari. Bitist um hlutverkin Í hlutverkum ræningjanna þriggja eru Hallgrímur Ólafsson sem er Kasper, Sverrir Þór Sverrisson sem er Jesper og Oddur Júlíusson sem er Jónatan. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skipta með sér hlutverki Soffíu frænku og Örn Árnason er Bastían bæjarfógeti. „Örn óskaði sérstaklega eftir því að fá að leika þetta hlutverk sem ég samþykkti auðvitað strax, en hann hefur í gegnum árin farið með hlutverk allra ræningjanna þriggja í þremur mismunandi uppfærslum,“ segir Ágústa og bendir á að Örn sé þaulvanur leikritum Egners þar sem hann hafi líka leikið bakarameistar- ann, bangsapabba og sjálfan Lilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. „Það felst mikil skuldbinding í því að leika í verkum Egners því sýnt er all- ar helgar í hálft annað ár og því mikilvægt að ástríðan sé fyrir hendi,“ segir Ágústa og bendir á að hlutverk ræningjanna sem og Soffíu frænku séu löngu orðin íkónísk. „Listamenn bítast því um að fá að túlka þessi sögufrægu hlutverk.“ Aðalatriði að þjóna sögunum Ágústa leikstýrði rómaðri upp- færlu á Dýrunum í Hálsaskógi sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu 2012. „Það er gaman að vinna með Egner og því þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar mér bauðst að leik- stýra Kardemommubænum,“ segir Ágústa sem leikstýrði einnig barna- sýningu ársins 2020 að mati dóm- nefndar Grímuverðlaunanna, þ.e. Gosa, ævintýri spýtustráks. „Mér finnst ég hafa verið ótrúlega heppin á ferlinum að fá tækifæri til að vinna fullt af nýjum íslenskum sýningum frá grunni, svo sem Klaufa og kóngsdætur og Eldhús eftir máli, í bland við klassíkina,“ segir Ágústa og nefnir í því samhengi Kardemommu- bæinn, Dýrin í Hálsaskógi og Línu langsokk. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vinna vandaðar og skemmtilegar sýningar fyrir börn, því það skiptir öllu máli að vekja áhuga þeirra á leikhúsinu þannig að þau langi til að koma aftur og aftur,“ segir Ágústa og áréttar að leiksýn- ingar fyrir börn séu í eðli sínu ávallt fjölskyldusýningar þar sem börn komi jú yfirleitt í fylgd með for- eldrum, ömmum og öfum. „Leikhús er leikhús og þarf ekki á flokkunum að halda. Aðalatriðið er að að þjóna sögunum og leyfa töfrunum að njóta sín. Það er fallegt starf að vera leik- stjóri og ég er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til að miðla töfrum til áhorfenda.“ Enginn rekinn úr landi Æfingar á Kardemommubænum voru hálfnaðar þegar kófið brast á í vor og því liggur beint við að spyrja hvort sýningin hafi notið góðs af því að fá að meltast. „Ekki spurning. Þetta er samt búið að vera mjög sér- kennilegt ferli. Það er meira en ár síðan undirbúningurinn hófst og þess eru dæmi að börnin í leikhópnum hafi vaxið upp úr skónum sínum og bún- ingum á æfingatímanum,“ segir Ágústa og nefnir sem dæmi að frum- sýningardagurinn hafi breyst tvisvar síðan 4. ágúst. „Í vor var þegar orðið uppselt á um 30 sýningar og ef allt hefði verið eðli- legt væri nú þegar búið að sýna verkið 50 sinnum. Þetta eru auðvitað skrýtn- ir tímar sem auðveldlega gætu tekið á taugarnar, en þá er ekkert betra en heimsækja Kardemommubæinn þar sem allt byggist á náungakærleika og væntumþykju,“ segir Ágústa og bendir á að bæði Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubærinn beri ritunar- tíma sínum merki. „Egner skrifaði verkin stuttu eftir seinna stríð og var upptekinn af hugmyndinni um að fólk og dýr geti búið í friði, að við virðum alla þá sem eru öðruvísi en við og að allir séu velkomnir – enda er enginn rekinn úr landi í þessum heimi.“ Ljósmynd/Hörður Sveinsson Litadýrð „Í raun má segja að töfraraunsæið svífi hér yfir öllu,“ segir leikstjóri Kardemommubæjarins. „Töfrabær þar sem allt getur gerst“  Kardemommubærinn frumsýndur í Þjóðleikhúsinu  Verk sem byggist á náungakærleika og væntumþykju  „Við leyfum okkur að feta aðeins nýjar slóðir þó við séum ávallt trú klassíkinni“ Ágústa Skúladóttir Sýning er nefnist Prefab/Forsmíð verður opnuð í Skaftfelli á Seyðis- firði í dag, laugardag, klukkan 14. Í kynningu á sýningunni segir: Ein- ingahús, það er byggingar úr ein- ingum sem eru forsmíðaðar í verk- smiðju og svo fluttar og settar saman á endanlegum stað, eru grundvallandi fyrir þróun byggðar í Seyðisfjarðarkaupstað. Á sýning- unni verða tekin fyrir þrjú dæmi um forsmíðuð einingahús með það að markmiði að vekja athygli á áhrifum byggingarlistar á líf okk- ar, og þá sérstaklega hvaða hlut einingahús geta átt í framtíð mann- gerðs umhverfis. Einingahúsin sem fjallað er um á sýningunni eru frá seinni hluta 19. aldar til okkar daga. Áherslan á fagurfræðilegan þátt viðfangsefnisins er undirstrikuð með samspili þrívíðu innsetning- anna við verk eftir þrjá samtíma- listamenn, þau Maríu Sjöfn Dupuis Davíðsdóttur, Ingunni Fjólu Ing- þórsdóttur og Arnór Kára Egilsson. Sýningarstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir. Sýning um forsmíðuð hús í Skaftfelli Skaftfell Á sýningunni eru einnig sett upp verk þriggja samtímalistamanna. Gunnar Helgason rithöfundur og leikari og Töfrahurðarhljómsveitin koma fram saman í Salnum í Kópa- vogi í dag klukkan 13 og eru tón- leikarnir í viðburðaröðinni „Fjöl- skyldustund á laugardögum“. Um er að ræða líflega djasstónleika fyr- ir alla fjölskylduna. Í tilkynningu segir að einkennis- perlur djasssögunnar verði mat- reiddar fyrir unga hlustendur. Leifur Gunnarsson bassaleikari er hljómsveitarstjóri og höfundur sýn- ingarinnar og mun koma fram ásamt Gunnari, Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur, Sunnu Gunn- laugsdóttur og Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur. Verkefnið Töfrahurð- arhljómsveitin var fyrst flutt ár- ið 2018 og er byggt á þeirri trú hljómsveitar- stjórans Leifs að tónlist fyrir krakka megi gjarnan vera krefj- andi og lærdómsrík. Gunnar með Töfrahurðarhljómsveitinni Gunnar Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.