Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Þó nokkur dæmi eru um það að fólk, sem kemur til landsins, sé farið aftur af landi brott þegar kemur að síðari skimun þess fyrir kórónuveirunni. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlög- regluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við blaðamann. Alls greindust 45 ný kórónuveiru- smit innanlands á fimmtudag, þar af 36 í einkennasýnatökum og níu í sóttkvíar- og handahófsskimun. Af þeim sem greindust voru 28 í sóttkví. Voru því sautján utan sóttkvíar. Eftirliti með því fólki sem kemur til landsins, og hvort það fari í sóttkví á milli fyrri og seinni skimunar, er þannig háttað að hringt er í viðkom- andi einstakling mæti hann ekki í síð- ari skimun, að sögn Víðis. „Það eru þó nokkur dæmi um að fólk sé þá þegar farið af landinu,“ segir Víðir og bætir við að í þeim hópi séu meðal annarra Íslendingar sem komi til landsins til að vera við jarð- arför. „Þeir mega fara í jarðarförina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þótt þeir séu í sóttkví.“ Hann segir ekki mörg dæmi þess að ferðamenn komi til landsins, fari í eina skimun og séu svo farnir af landi brott þegar kemur að annarri skimun. Þá segir Víðir að ábendingahnappur á vefnum covid.is, sem settur var upp um miðjan mánuðinn, hafi auðveldað vinnu lögreglu talsvert. sh@mbl.is Farin af landi brott fyrir seinni skimun  Hringt í fólk ef það mætir ekki  45 ný smit Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi greindra smita innanlands frá 28. febrúar 2.561 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 24. sept. 103,1 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 2 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 268.837 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 147.651 sýni, samtals í skimun 1 og 2 1.685 einstaklingar eru í skimunarsóttkví1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 400 2.362 eru í sóttkví400 einstaklingar eru með virkt smit og í einangrun mars maí júlí ágúst sept.apríl júní Með virk smit og í einangrun Hafa lokið einangrun Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gufa steig úr öðrum opna sigkatlinum í Bárðarbungu- öskjunni þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug þar yf- ir í vikunni, og vatn og jakar sáust í hinum. Gufa hefur ekki áður sést svo greinilega þar. Bárðarbunga er ein af megineldstöðvunum í Vatna- jökli og eitt virkasta svæði landsins. Ekki er langt síðan hún lét til sín taka því það var eftir umbrot í Bárðar- bungu, jarðskjálftahrinu og öskjusig, að gos varð í Holu- hrauni, norðan við Vatnajökul. Gosefnin bárust eftir sprungum út í Holuhraun. Harðir jarðskjálftar hafa komið í Bárðarbungu annað slagið síðustu ár og jarðvís- indamenn nefnt hana sem eina af þeim eldstöðvum sem gætu framkallað eldsumbrot. Gefa vísbendingar um hvað er að gerast Hafa jarðvísindamenn fylgst sérstaklega með Bárðar- bungu og notið við það aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að sigkatlarnir gefi vísbendingar um hvað sé að gerast þarna undir. Fyrst hafi sést dældir sem síðar náðu að opnast alveg í gegn. Fyrir nokkrum árum hafi farið að sjást vatn í gegnum götin og katlarnir hafi verið að stækka. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands vann á sínum tíma þrívíddarmyndir af sigkötlunum í Bárðarbungu út frá ljósmyndum sem Ragnar Axelsson ljósmyndari tók í nóvember 2017 og birti í Morgun- blaðinu. Út frá þessum myndum var dýpi katlanna mælt og talið sýna að í þeim syðri væru um 100 metrar niður á vatn. Til samanburðar skal þess getið að Hallgríms- kirkja er tæpir 75 metrar á hæð. Hópurinn er að vinna slíka þrívíddarmynd nú, eftir myndum Gæslunnar. Það vakti athygli í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í vikunni að gufa sást stíga upp úr minni katlinum. Ljóst er því að jarðhiti er undir. Austari ketillinn er stærri og í fyrrakvöld sást þar heilmikið vatn og jakar, að sögn Ingi- bjargar. Hún segir ekki hægt að fullyrða að þessar breytingar séu merki um aukna virkni í eldstöðinni. Betur sjáanleg gufa geti stafað af fleiri ástæðum en aukinni virkni. Landhelgisgæslan/TF-SIF Bárðarbunga Um 700 metrar eru á milli sigkatlanna í Bárðarbunguöskjunni. Gufa stígur upp úr þeim vestari. Gufa stígur upp úr sigkatli í Bárðarbungu  Ekki hægt að fullyrða að aukin virkni sé í eldstöðinni Landhelgisgæslan/TF-SIF Jakar Greinilega sést niður á vatn og ís í austari sigkatlinum. Jarðvísindamenn eru að meta dýpt hans. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður Viðreisnar á landsþingi flokksins í gær. Þá var Daði Már Kristófersson, fráfarandi forseti félagsvísindasviðs Háskóla Ís- lands og prófessor í hagfræði, kjörinn varaformaður flokksins. Þorgerður sagði í ræðu sinni á fundinum í gær að það væri ekki nátt- úrulögmál að dýrt væri að búa á Ís- landi. Sömuleiðis sagði hún að tvær þjóðir byggju í landinu, „þjóðin, sem kreppan bítur – og bítur fast – og þjóðin sem kreppan lætur enn sem komið er í friði“. Þorgerður sagði sýn Viðreisnar skýra: Það eigi ekki að vera svona dýrt að vera Íslendingur. „Er það óhjákvæmilegt að íslenskar fjölskyld- ur þurfi að greiða mun meira fyrir mat en fjölskyldur í öðrum löndum? Nei, þetta er afleiðing pólitískrar hugmyndafræði gömlu flokkanna – vegna krónunnar og samkeppnis- hindrana. Þessu getum við breytt. Þessu munu íhaldsflokkar ekki breyta. Lækkum matvælaverð, tök- um upp evru og rífum niður tolla- múrana,“ sagði Þorgerður og bætti við: „Og hvers vegna er það langtum dýrara að eignast húsnæði á Íslandi en í nágrannalöndunum? Þarf það að vera þannig? Svarið við því er einfald- lega nei. Hættum að láta íslenskar fjölskyldur einar um það að marg- borga húsnæði sitt, verjum þær gegn sveiflum og leggjum krónunni. Það er ekki náttúrulögmál að það sé dýrt að búa á Íslandi. Það er pólitísk ákvörð- un. Og um þessa sýn og þessi gildi snúast næstu kosningar.“ Þorgerður sagði kjósendur geta veitt Alþingi umboð til að mynda tvenns konar ríkisstjórn. Annars veg- ar að gefa þeim flokkum umboð sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna, og hins vegar að gefa þeim flokkum umboð sem þora að taka stór skref til að brjóta núver- andi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfest- an og frjálslyndið þráðurinn. Þá sagði Þorgerður að við gætum ekki beðið lengur með að setja fullan kraft í að bregðast við loftslagsbreyt- ingum og að á Íslandi væru öll tæki- færi til að verða framúrskarandi í orkuskiptum. „Verða grænasta land í heimi. Því loftslagsmálin/umhverfis- málin eru efnahagsmál, velferðarmál, atvinnumál, fjölskyldumál, framtíðar- mál.“ thorgerdur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Landsþing Þorgerður formaður á setningu stafræns landsþings Viðreisnar. Þorgerður leiðir ásamt Daða Má  Formaðurinn ræddi um misskiptingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.