Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ER ÞETTA MAÐURINN SEM REYNDI AÐ RÆNA ÞIG?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að telja sig heppinn að hafa fundið þig. DÆS … MIKIÐ VILDI ÉG AÐ ÞAÐ VÆRI „HÆTTA VIД TAKKI FYRIR MÁNUDAGA PABBI, ÉG VIL KOMA MEÐ Í FÖRINA! ÞVÍ MIÐUR, HUNANG, VIÐ ERUM NÚ ÞEGAR MEÐ KOKK, HANN HEPPNA EDDA! LÍTA ÞESSI ÚT FYRIR AÐ VERA ELDHÚSÁHÖLD? „ÞEIR VORU MJÖG STUTTARALEGIR Í TILSVÖRUM OG SÖGÐUST EKKI TAKA ÁKVÖRÐUN FYRR EN Í NÆSTU VIKU.” Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Emilía Karls- dóttir húsmóðir, f. 20.7. 1954. For- eldrar hennar eru Karl Eiríksson, f. 21.11. 1910, d. 14.7. 1992, og Anna Ólafsdóttir, f. 14.5. 1917, d. 11.8. 1999. Þau bjuggu á Öxl í Breiðuvík og áttu 15 börn. Börn Ólafs og Emilíu eru tví- burasysturnar Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir verkefnastjóri, búsett í Kópavogi, gift Einari Júlíussyni, flug- manni og lögreglumanni, og Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri, bú- sett í Hafnarfirði. Systurnar fæddust 12.7. 1982. Börn Katrínar og Einars eru Breki Freyr, f. 27.1. 2014, og Jara Emilía, f. 5.5. 2017. Einar á fyrir dótt- urina Halldóru Björgu, f. 9.1. 2002. Börn Amöndu eru Askur Óli, f. 6.3. 2011, og Sif, f. 22.3. 2013. Faðir þeirra er Hrannar Már Sigrúnarson. Systkini Ólafs eru Gunnar, skip- stjóri, f. 9.8. 1955, Margrét, fv. fisk- verkandi, f. 17.6. 1957, Ólafía Dröfn, fv. fiskverkandi, f. 11.1. 1960, d. 30.1. 2016, Jón Óskarsson, löggiltur bók- ari, f. 17.2. 1962, og Feldís Lilja Ósk- arsdóttir lögmaður, f. 29.9. 1966. Faðir Ólafs var Hjálmar Gunnars- son, útgerðarmaður á Grundarfirði, f. 5.3. 1931, d. 11.3. 2001. Eiginkona hans var Helga Þóra Árnadóttir út- gerðarmaður, f. 5.5. 1934, d. 13.9. 2009. Móðir Ólafs var Kristín Ólafs- dóttir bóndi, f. 24.12. 1926, d. 23.6. 2001. Sambýlismaður hennar var Óskar Guðbjörnsson bóndi, f. 24.3. 1927, d. 25.12. 1999. Þau bjuggu á Máskeldu í Saurbæ í Dölum. Aðalheiður Kristný Stefánsdóttir húsfreyja í San Diego í Bandaríkjunum Karl Sævar Benediktsson fyrrv. skólastjóri Bjarni Karlsson prestur og sálfræðingur Ólafur Hjálmarsson Sigríður Kristbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja á Valdasteinsstöðum, Strand. Jón Jónsson bóndi á Valdasteinsstöðum, Strand. Jóna Jónsdóttir húsfreyja á Hlaðhamri, Bæjarhr. Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson bóndi Hlaðhamri Strand. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Máskeldu í Saurbæ, Dal. og í Reykjavík Ingibjörg Gunnlaug Bjarnadóttir húsfreyja í Hrútstungu og á Hlaðhamri í Bæjarhr., Strand. Þorsteinn Þorsteinsson bóndi í Hrútatungu, Valdasteinsstöðum og Hlaðhamri, síðast í Laxárdal Vilborg Jónsdóttir húsfreyja í Vatnabúðum í Eyrarsveit Elís Gíslason bóndi á Vatnabúðum, Setbergssókn, Snæf. Lilja Elísdóttir húsmóðir frá Eiði í Eyrarsveit Gunnar Jóhann Stefánsson bóndi á Eiði, Setbergssókn, Snæf. Hjálmrós Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja í Efri-Hlíð, var kölluð Skallabúða-Rósa Stefán Jóhannesson bóndi í Efri-Hlíð í Helgafellssveit Úr frændgarði Ólafs Hjálmarssonar Hjálmar Gunnarsson skipstjóri, útgerðarmaður, verslunarm. og fiskverkandi á Grundarfirði Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Má það sjá í mörgu eggi. Í mýrinni ég trúi að leggi. Inn í það má troða tvinna. Á teningi það megum finna. Hér kemur lausn frá Hörpu á Hjarðarfelli eftir nokkurt hlé vegna fjárrags o.fl.: Auga í eggi finnst. Auga í mýri fraus. Auga er á nál minnst. Auga á teningi kaus. Eysteinn Pétursson svarar: Víst í eggi auga fann. Auga í mýri leggja kann. Í nálarauga má troða tvinna, í teningsaugum gæfu finna. Sigmar Ingason á þessa lausn: Augun á teningnum telja má Tvinna í auga á nál má sjá Í eggið kemur auga yls ef nýtur Augað í mýrinni brátt nú frjósa hlýtur. Helgi Þorláksson leysir gátuna þannig: Stropað eggið auga hefur, augu í fenjamýrum hvika, nálaraugað tvinna tefur, í teningsdeplum augu blika. Guðrún B. svarar: Í egginu auga, strop. Auga í mýri frýs. Þrætt auga þolir skop. þrjú augu tenings kýs. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Stropað eggið auga hefur. Auga mýrar frostið vefur. Nálaraugað tekur tvinna. Á teningi má auga finna. Þá er limra: Í flóanum fífan hvíta fögur er á að líta, og aðdáun hlýtur, er augunum gýtur á hana mýrispíta. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Greitt til verka geng ég nú, gátu fylgi úr hlaði. Þó að léttvæg þyki sú, það er lítill skaði: Í flíkina þá förum við. Fjarskalega mikið hró. Líka nefnist lagvopnið. Leppur er í mínum skó. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Augað er spegill sálarinnar Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVARSEMÞÚERT SAMSTARFSAÐILI Öryggiskerfi 15:04 100%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.