Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Samgöngubót fyrir íbúa Veghefill lagar veginn á brúnni yfir Þverá í Rangárþingi. Brúin er flóttaleið úr Landeyjum við flóð af völdum eldsumbrota. Hún er einnig samgöngubót fyrir íbúa þar. Kristinn Magnússon Sú afstaða forystu Samtaka at- vinnurekenda (SA) að forsendur lífskjarasamninga séu brostnar er til þess fallin að skapa óróa og auka enn á óvissu í samfélaginu. Ákvörðun SA veldur von- brigðum, ekki síst sökum þess að hún byggist ekki á efnislegum rökum. Staðreynd máls er sú að enn liggja ekki fyrir nægar upp- lýsingar til að unnt sé að leggja heildstætt mat á stöðu atvinnu- greina og fyrirtækja. Hins vegar liggur fyrir að krísan hefur mjög ólík áhrif eft- ir atvinnugreinum og landshlutum. Slíkar að- stæður kalla á sértækar aðgerðir, ekki algild- ar. Hóflegir samningar Afstaða forystu SA leiðir til atkvæða- greiðslu innan samtakanna um hvort slíta beri lífskjarasamningum, samningum sem voru hóflegir og einkum ætlað að bæta kjör þeirra verst settu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afleiðingarnar fari svo að SA ákveði það. Ekkert bendir til þess að samningaviðræður aðila í milli myndu skila niðurstöðu og því stefnir í harkaleg átök og ófrið, sem getur haft skelfilegar afleiðingar á þessum einstæðu krepputímum. Sú stefna niðurskurðar og stöðnunar sem SA boðar er einnig undrunarefni og er byggð á gömlum kenningum frekar en raunveruleik- anum. Fyrir liggja staðreyndir um afleiðingar niðurskurðar víða um heim eftir kreppuna 2008. Í stuttu máli voru þær hryllilegar með tilliti til efnahagsmála og ekki síður sökum þeirra neikvæðu áhrifa sem þær höfðu á heilsufar almennings. Þetta hef- ur valdið því að allir helstu aðilar sem áður töluðu fyrir niðurskurði – þeirra á meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD – hafa horfið frá þeirri stefnu og hvetja nú ríki til að beita ríkisfjármálum markvisst til að minnka skaðann af krepp- unni. Sértækar aðgerðir sem mæta vandanum Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað lýst sig tilbúna til sam- starfs við SA og stjórnvöld í því skyni að tryggja afkomuöryggi landsmanna. Það er stærsta og mikilvægasta verkefnið. Síðan þarf að beita sértækum aðgerðum til að mæta vanda þeirra fyrirtækja og landshluta sem verst verða úti. Þær aðgerðir þurfa að byggj- ast á raungöngum um stöðu fyrirtækja og efnahagsleg áhrif faraldursins, ekki á almenn- um ályktunum sem byggjast á mati á að- stæðum sem nú eru ekki fyrir hendi. Þar geta SA og stjórnvöld treyst á vilja verkalýðshreyf- ingarinnar til samstarfs og svo verður áfram á meðan faraldurinn gengur yfir. Eftir Björn Snæbjörnsson » Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað lýst sig tilbúna til samstarfs við SA og stjórnvöld í því skyni að tryggja afkomu- öryggi landsmanna. Björn Snæbjörnsson Höfundur er formaður Starfsgreinasambands Íslands og Einingar – Iðju. Afleiðingar ófriðar geta orðið skelfilegar Fjölskyldan er mikilvægust hverjum og einum og staða hennar skiptir því mestu hvað varðar gæði þess samfélags sem við búum í. Leyfi ég mér að fullyrða að stærsta stund hverrar fjölskyldu er þegar fjölgar í fjölskyldunni með fæðingu barns. Fjölskylda er fallegt og gott orð sem verður að teljast nokkuð vel skilgreint. Það breytir því ekki að staða og að- stæður hverrar fjölskyldu eru mis- munandi og þar af leiðandi fjöl- margar nýjar aðstæður sem skapast á hverju heimili við fæðingu barns. Við erum öll sammála um að ávallt skal gera það sem er barninu fyrir bestu og höfum við gengist undir alþjóðaskuld- bindingar og innleitt í íslensk lög að það sem er barninu fyrir bestu eigi að ráða för. Markmiðinu um hvað barninu er fyrir bestu verður að mínu mati náð með því að virða grundvallarrétt hverrar fjölskyldu, sem er sjálf- stæði fjölskyldunnar og sjálfsákvörðunarréttur hennar. Það er enginn sem þekkir aðstæður betur til að hægt sé að meta hvað sé barni fyrir bestu og fjölskyldunni allri en einmitt fjöl- skyldan sjálf. Það er því með ólíkindum að starfshópur og í framhaldi félags- og barna- málaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé barni fyrir bestu að þrengja tímabil töku fæðingarorlofs niður í 18 mánuði, skipta mánuðum jafnt á milli foreldra, sex og sex mán- uði, og hafa aðeins einn mánuð af tólf framselj- anlegan á milli foreldra. Frumvarpið er nú til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda. Með þessum tillögum er búið að skerða frelsi fjölskyldunnar algjörlega og draga úr mögu- leikum hverrar fjölskyldu til að bregðast við að- stæðum hverju sinni svo hægt sé að mæta þörfum og hag barnsins. Sem dæmi sýnir reynsla frá hin- um ríkjum Norðurlandanna okk- ur að svona þröngt fyrirkomulag kemur sér hvað verst fyrir tekju- lægri fjölskyldur, þær sem mega síst við fjárhagslegum áföllum í þessu sambandi. Tillögurnar eins og þær eru fram settar munu ekki auka líkurnar á að barnið fái fyrstu 12 mánuðina með foreldri sínu, þar sem hætt er við að svona margir mánuðir bundnir á hvort foreldri verði til þess að enn hærra hlutfall réttindanna falli niður ónýtt. Þessar tillögur eru aðför að því góða fæðing- arorlofskerfi sem við höfum byggt upp hér á landi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt verið stoltur af. Fæðingarorlofskerfið er ein fyrsta og um leið öflugasta jafnréttislöggjöf sem fram hefur komið hér á landi. Mikilvægi fæðingar- orlofskerfisins í jafnréttismálum verður ekki skert að neinu leyti þótt áfram verði þrír mán- uðir fyrir hvort foreldri og hinum sex ráðstafað af fjölskyldunni enda mun atvinnurekandi aldr- ei vita fyrir fram hvort foreldrið mun vera leng- ur í fæðingaorlofi. Stöndum vörð um barnið og fjölskylduna með því að treysta fjölskyldunni fyrir hlutverki sínu. Eftir Vilhjálm Árnason » Fæðingarorlofskerfið er ein fyrsta og um leið öflugasta jafnréttislöggjöf sem fram hefur komið hér á landi. Vilhjálmur Árnason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í velferðarnefnd Alþingis. Stöndum vörð um fæðingarorlofskerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.