Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Morgunblaðið/Einar Falur Þrjú tröll og ein pen kona Kristinn, Bjarni Thor, Helga Bryndís og Viðar ætla að skemmta sér vel á tónleikunum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við erum aðallega að gera þetta af því að okkur langar til þess. Við ætl- um að skemmta okkur og vonandi öðrum í leiðinni,“ segir Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari en hann ásamt tveimur öðrum djúprödduð- um, þeim Kristni Sigmundssyni og Viðari Gunnarssyni, ætlar að syngja á bassatónleikum í Salnum í Kópa- vogi á morgun, sunnudag, kl. 16. Tónleikarnir hafa yfirskriftina Tröllaslagur – Þrír hávaxnir söngv- arar og penn píanóleikari. Þau fjög- ur ætla að bjóða upp á ferðalag um undraveröld bassabókmenntanna í fjölbreyttri efnisskrá sem inniheldur bæði íslenska og erlenda tónlist, en Helga Bryndís Magnúsdóttir sér um meðleikinn. „Þetta er hugmynd sem hefur verið í farvatninu í svolítinn tíma, að við bassarnir þrír héldum tónleika þar sem við leiddum saman hesta okkar. Nú er lag, því við erum allir staddir á landinu, vegna covid, sem er þá lán í óláni. Við viljum með þessum tónleikum sýna að þessi gamla hefð, að þrír tenórar syngi saman, sé ekki eina leiðin til að setja saman þrjá söngvara af sömu sort. Vissulega er fágætara að fólk fái að heyra bassa syngja saman og tími til kominn.“ Þegar Bjarni er spurður um laga- valið á tónleikunum segir hann að hver og einn þeirra velji lög úr sín- um handraða, lög sem þeim finnist sjálfum skemmtilegt að syngja. „Auðvitað syngjum við líka saman og bjóðum vonandi upp á fjölbreyti- legt bassalagahlaðborð. Mörg lögin eru hreinræktuð bassalög, það gefur augaleið, en við ætlum líka að kíkja aðeins á lög sem bassar hafa ekki verið að syngja, til að sýna að bassar geta sungið allt. Við getum auðvitað allt,“ segir Bjarni og hlær svo dryn- ur í. „Þetta verður sem sagt bland í poka hjá okkur, við förum bæði hefð- bundnar leiðir í lagavali og óhefð- bundnar. Við höfum að leiðarljósi að hafa sjálfir gaman af þessu og von- andi að gestir okkar hafi það líka.“ Þegar Bjarni er spurður að því hvort þeir bassarnir þrír ætli að keppast við að komast sem dýpst, rétt eins og tenórar reyni oft að þenja sig hver yfir annan í hátóna- keppni, svarar hann því neitandi. „Við bassarnir erum af allt öðru sauðahúsi en tenórar hvað það varð- ar, við erum kurteisin uppmáluð og njótum þess að hlusta hver á annan. Engin samkeppni þar, enda erum við allir einstakir,“ segir hann og hlær. „Við ætlum reyndar að sam- einast í nokkrum mjög djúpum tón- um og hver veit nema Salurinn muni þá titra.“ En hvernig líður hinni penu Helgu Bryndísi undirleikara með ykkur tröllunum þremur? „Við gátum ekki fengið betri með- leikara en hana á þessum tónleikum, hún er með dimmrödduðustu píanó- leikurum norðan Alpafjalla, svo hún er alveg niðri á okkar plani. Að öllu gríni slepptu er Helga alveg ótrú- lega fjölhæfur píanisti, einmitt það sem þarf í svona prógramm. Tón- leikarnir í Salnum á morgun eru bara þeir fyrstu af þrennum, næstu helgi flytjum við þessa sömu dag- skrá í Ísafjarðarkirkju og helgina eftir það í Hofi á Akureyri. Fyrst við erum að þessu á annað borð þá er til- valið að fara í örlítið tónleikaferða- lag.“ Dýpstu tónarnir munu eflaust láta Salinn titra  Ætla að bjóða upp á fjölbreytilegt bassalagahlaðborð Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Bókaforlagið Salka gefur aðal- lega út bækur fyrir börn og sjálfshjálpar- bækur fyrir þessi jól, en einnig skáldskap. Grísafjörður heitir fyrsta skáldsaga Lóu Hlínar Hjálmtýs- dóttur og segir frá systkinunum Ingu og Baldri. Bókin er fyndin saga fyrir les- endur á aldrinum 7-12 ára. Lóa Hlín mynd- skreytir bókina sjálf. Lóa Hlín mynd- skreytir líka bók- ina Snuðra og Tuðra fara í sund eftir Iðunni Steinsdóttir og væntanleg er endurbætt útgáfa af Snuðru og Tuðru í jólaskapi. Í bókinni Vertu þú! segja Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Krist- insdóttir sögur margra ólíkra barna af fjölbreyti- leikanum sem hvetja til fordóma- leysis og víðsýni. Þær Ingileif og María Rut halda úti fræðsluvett- vanginum Hinseginleikinn. Myndir gerir Alda Lilja Hrannardóttir. Erla Björnsdóttir segir frá Sunnu og Bjarti vini hennar í Svefnfiðrildunum og útskýrir mikilvægi svefns og hvíldar fyrir börnum. Myndir gerir Auður Óm- arsdóttir. Erla Björnsdóttir er sálfræð- ingur og doktor í líf- og læknavís- indinum. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og með- ferðum gegn svefnleysi. Í Íslandsdætrum segir Nína Björk Jónsdóttir sögur merki- legra og sterkra kvenna í Íslands- sögunni, allt frá landnámi til nú- tímans. Myndir gerir Auður Ýr Elísabetardóttir. Samskipti Pálmars Ragn- arssonar er leiðarvísir að jákvæð- um samskiptum á mörgum svið- um, hvort sem er í einkalífinu, á vinnustað eða í félagslífinu. Farið er ítarlega yfir alls kyns sam- skipti milli einstaklinga, sam- skipti í hópum, hagnýtar aðferðir í samskiptum við börn, samskipti við ókunnuga og samskipti á net- inu. Í Lífsgæðabókinni eftir Ragn- heiði Agnarsdóttur kemur fram að grunnurinn að lífsgæðum okk- ar byggist á því að við hlúum vel að grunnstoðunum fjórum; nær- ingu, hreyfingu, samskiptum og svefni. Ragnheiður Agnarsdóttir er stofnandi Heilsufélagsins. Í Framkomu fer Edda Hermannsdóttir yfir grundvall- aratriði þess að koma sér á fram- færi á fjölbreyttum vettvangi. Í bókinni eru birt góð ráð frá reynslumiklu fólki í fjölmiðlum og atvinnulífinu. Edda hefur starfað í fjölmiðlum og við upplýsingagjöf um árabil og haldið námskeið um framkomu. Að lokum má svo nefna nýja skáldsögu eftir Sólveigu Páls- dóttur, Klettaborgina, sem sker sig úr fyrri verkum Sólveigar með því að vera ekki glæpasaga, því Klettaborgin er minningabók úr æsku hennar. arnim@mbl.is Bækur fyrir börn og fullorðna  Fyrsta skáldsaga Lóu Hlínar  Sögur barna af fjölbreytileikanum Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Ingileif Friðriksdóttir María Rut Kristinsdóttir Sólveig Pálsdóttir Erla Björnsdóttir Ragnheiður Agnarsdóttir Edda Hermannsdóttir Pálmar Ragnarsson Nína Björk Jónsdóttir Bókaforlagið Una útgáfuhús gefur út fjórar bækur í haust, ljóðabækur, smásagnasafn og þýdd ljóð. Þýddu ljóðin er að finna í annarri bókinni þýðingaröð forlagsins sem nefnist Sígild samtímaverk. Fyrsta var Beðið eftir barbörunum eftir J. M. Coetzee, en nú kemur ljóðaúrval eftir argentínsku skáldkonuna Alej- öndru Pizarnik, Brjálsemissteinninn brottnuminn, í þýðingu Hermanns Stefánssonar, sem jafnframt ritar eftirmála. Una gefur einnig út ljóðabók Brynjólfs Þorsteinssonar, Son graf- arans, sem er lýst sem einskonar draugabók. Á síðasta ári sendi hann frá sér ljóðabókina Þetta er ekki bílastæði. Fyrsta ljóðabók Arndísar Lóu Magnúsdóttur, Taugaboð á há- spennulínu, kemur einnig út en Arn- dís hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Í bókinni eru tvær ljóðasögur sem fjalla meðal annars um reynslu höfundar af fötl- un og málleysi. Fjórða bókin er smásagnasafnið Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur. Safnið geymir sögur um að vera ungur í Reykjavík, samskipti og sam- skiptaleysi. arnim@mbl.is Ljóðabækur og smásögur frá Unu  Gefur út argentínsk og íslensk ljóð María Elísabet Bragadóttir Alejandra Pizarnik Arndís Lóa Magnúsdóttir Brynjólfur Þorsteinsson Michael Chapman, einn þekktasti kvikmyndatökumaður Bandaríkj- anna, er látinn 84 ára að aldri. Chapmann var hvað þekktastur fyrir samstarf þeirra Martins Scorseses en hann kvikmyndaði til að mynda Taxi Driver, Raging Bull og The Last Waltz. Chapman var í tvígang tilnefndur til Óskarsverð- launa, fyrir áhrifaríka svarthvíta myndatökuna í Raging Bull og fyrir The Fugitive, en hreppti þau ekki. Meðal annarra mynda þar sem taka hans vakti eftirtekt má nefna In- vasion of the Body Snatchers, Dead Men Don’t Wear Plaid, Space Jam, Kindergarten Cop, The Lost Boys og Ghostbusters II. Chapman leikstýrði tveimur kvikmyndum, Clan of the Cave Bear og All the Right Moves. Tökumaðurinn Michael Chapman við kvikmyndatökuvélina á tökustað. Tökumaður Raging Bull látinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.