Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAGINN 29. SEPT KL 17.00 - 17.30 Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Blásalir 22, 201 KÓP. Verð 57,0 m. Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is Einstök útsýnisíbúð á efstu hæð í 12 hæða húsi. Mikil lofthæð í stofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, yfirbyggðar svalir og stæði í bílageymslu. Útsýnið úr stofunni er til þriggja átta og nær frá Skálafelli í austri til Snæfellsness í vestri. Ljóst eikarparket á stofum, eldhúsi og svefnherbergjum. Þvottahús inn af eldhúsi. Geymsla í risi yfir gangi og sérgeymsla í sameign. Sérmerkt bílastæði 03B39 er í bílageymslu. Í sameign er hjóla- og vagnageymsla auk þvottahúss. Íbúð - Stærð 101 m2 Málfarið er gott ef orðin hæfa efninu og stíllinn tilefninu – enefnið er margvíslegt og tilefnin fjölbreytt, og málnotendurgeta haft mjög ólíka afstöðu til umræðuefnisins hverju sinni.Sjaldnast er aðeins ein „rétt“ leið til að koma hugsun sinni í orð heldur er hægt að velja milli mismunandi kosta í málnotkun miklu oft- ar en margan grunar. Málið snýst um að nota viðeigandi orð og orðalag í því samhengi sem um ræðir hverju sinni. Voru Boris Johnson og Angela Merkel að ræða saman á fundinum eða voru þau kannski að kjafta saman? Í hvaða sam- hengi er fólk að gera sér glaðan dag? En hvenær væri meira viðeigandi að segja fara á djammið? Orð og orðasambönd hafa gjarna aukamerkingar sem stundum henta og stundum ekki. Sumt er óþarflega formlegt miðað við ákveðnar aðstæður – en myndi samt henta prýðilega í einhverju öðru samhengi. Dómar fólks um mál- notkun annarra litast stund- um af því að umræðuefni og samskiptaaðstæður eru ekki metnar á forsendum þeirra sem eru að tjá sig hverju sinni heldur út frá ein- hverjum (ímynduðum) þáttum sem málnotendurnir sjálfir höfðu kannski enga sérstaka ástæðu til að hafa í huga miðað við samhengi og aðstæður. Hugsum okkur sambýlisfólk að spjalla saman. Annað þeirra segir við hitt: „Á ég ekki að elda fiskinn í kvöld eða langar þig kannski að elda núna?“ Önnur leið til að orða sömu hugsun væri: „Á undirritaður að ann- ast matreiðslu á sjávardýrinu til undirbúnings kvöldverði okkar eða myndi henta að snúa hlutverkunum við?“ Hvorug leiðin teldist röng ís- lenska, í sjálfu sér, en út frá algengum viðmiðum um val á málsniðum í ís- lensku er nokkuð ljóst hvorrar væri heldur að vænta í samskiptum sem þessum. Afar oft snýst orðavalið um það hversu formleg við viljum eða þurfum að vera. Þetta var löngum nátengt muninum á rituðu og töluðu máli og er að mörgu leyti enn. En þróunin hefur orðið sú í íslensku og fleiri málum að ritaðir textar sem ætlaðir eru fjöldanum eru alls ekki endilega mjög form- fastir eða formlegir heldur nær því sem löngum tíðkaðist í einkabréfum sem aðeins voru ætluð einum eða fáum, og nánum, viðtakendum. Mat okk- ar á aðstæðum getur verið mismunandi og við höfum ólíkar ástæður til að leggja áherslu á eitt fremur en annað þegar við tjáum hugsanir okkar. Í dag, 26. september, er evrópski tungumáladagurinn svonefndi sem Evrópuráðið kom á fót fyrir hartnær tveimur áratugum. Honum er ætlað að minna á fjölbreytileika tungumála í Evrópu og mikilvægi tungumála- náms. Íslenska er þjóðtunga sjálfstæðs og vel megandi ríkis og jafnframt móðurmál mikils meirihluta landsmanna. Um leið og við hugleiðum stöðu íslenskunnar meðal annarra Evrópumála á slíkum degi er vert að hafa í huga að hér eru notuð mörg fleiri Evrópumál í daglegum samskiptum fjölda fólks, t.a.m. íslenskt táknmál, litáíska og pólska. Þar er efinn Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Það er forsendubrestur úti um allt í samfélaginu.Forsendur eru brostnar fyrir svonefndum lífskjarasamningum. Forsendur eru brostnarfyrir gífurlegum fjárfestingum í hótelum, for- sendur eru brostnar fyrir fjárlögum ríkisins og fjár- hagsáætlunum sveitarfélaga og forsendur eru brostnar í rekstri þúsunda heimila vegna atvinnuleysis og tekju- missis. Allt vegna kórónuveirunnar. Hvað gerist þá í einkafyrirtækjum, stórum og smáum? Það er mjög einfalt. Stjórnendur hefjast handa við að draga úr kostnaði. Í flestum tilvikum snýst það um að segja upp fólki til þess að draga úr launakostnaði. Það þýðir aukið atvinnuleysi. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið sl. miðvikudag, þar sem hann gerði skilmerkilega grein fyrir þessum veruleika og sagði m.a.: „Það sem mestu máli skiptir um forsendur kjarasamninga er að at- vinnulífið ráði við þær launahækk- anir, sem þar er samið um. Ella er hætt við því að verðbólga eða at- vinnuleysi aukist eða hvort tveggja.“ Þetta er rétt hjá Þorsteini. Sum atvinnufyrirtæki ráða ekki við þær launahækkanir, sem eiga að koma til framkvæmda um áramót skv. lífskjarasamningunum, en önnur gera það. Hins vegar eru fleiri þættir, sem koma inn í þessar umræður og ekki var vakið máls á í Kastljóssþætti sl. miðvikudagskvöld, þegar Einar Þorsteinsson ræddi við Drífu Snædal, forseta ASÍ, og Þorstein Víglundsson. Hverjar voru aðstæður í samfélaginu, þegar svokall- aðir lífskjarasamningar voru gerðir? Þá hafði svonefnt Kjararáð (sem ekki er lengur til) hækkað laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættis- manna svo mjög að þær hækkanir slógu tóninn, þegar kom að gerð lífskjarasamninganna. Það liggur í augum uppi, að atvinnurekendur geta ekki bara gert kröfu til ASÍ um að fallið verði frá þeim hækkunum, sem eftir eiga að koma til framkvæmda. Þeir hljóta líka að beina spjótum sínum að opinberum aðilum um að þessir aðilar taki á sig lækkanir með sama hætti. Hafa slíkar kröfur verið settar fram? Ekki svo vitað sé – og þó. Í þeim athyglisverðu umræðum, sem farið hafa fram meðal bæjarfulltrúa á Akureyri, er sérstaklega tekið fram, að því er fram kom í fréttum Morgunblaðsins sl. miðvikudag, að endurskoða beri „laun bæjarfulltrúa, bæjarstjóra og sviðsstjóra“, þ.e. kjörinna fulltrúa og æðstu stjórnenda bæjarfélagsins. Ætla verður að þessi sameiginlega niðurstaða bæjar- fulltrúa á Akureyri skapi fordæmi, sem fylgt verði eftir í öðrum sveitarfélögum á landinu og þar á meðal á höf- uðborgarsvæðinu. Um leið verður að teljast sjálfsagt að því sama verði fylgt hjá ríkinu og hjá kjörnum fulltrú- um á Alþingi. Með slíkum alhliða aðgerðum ættu að geta skapast forsendur fyrir því, að verkalýðshreyfingin taki þátt í svo samstilltu átaki um samfélagið allt frekar en að fara út í stríð. Það á ekki alltaf að byrja á því að gera kröfur til hinna lægst launuðu en þegja um það, sem á undan fór. Það verður ekki um það deilt að lífskjarasamningarnir tóku mið af óskiljanlegum ákvörðunum Kjararáðs á sínum tíma, sem nú hljóta aftur að komast í brenni- depil. Og það kæmi mjög á óvart, ef ráðherrar og þing- menn úr öllum flokkum tækju ekki undir þau sjónar- mið, að orsakasamhengi sé á milli lífskjarasamningsins og þeirra kjarabóta, sem þeir hafa sjálfir fengið á und- anförnum árum. Tiltektir af þessu tagi í kjara- málum landsmanna mundu stuðla mjög að meiri sátt í sam- félaginu. Sárin frá hruninu eru enn til staðar. Þúsundir fjöl- skyldna, sem misstu heimili sín á þeim árum, hafa engu gleymt. Þáttur hinna atvinnulausu má ekki gleymast. Við horfum fram á meira atvinnuleysi en áður hefur þekkst á Íslandi. Því getur fylgt þjóðfélagslegur órói af ein- hverju tagi. Það var erfitt að skilja þær umræður, sem fram fóru fyrir nokkrum vikum um hækkun atvinnuleysisbóta. Það liggur í augum uppi að fólk kemst ekki af á þeim bótum, sem nú eru í gildi. Aðalhagfræðingur Kviku- banka benti réttilega á í þeim umræðum, að það er hægt að hækka atvinnuleysisbætur tímabundið. Forystusveit ríkisstjórnarinnar á að taka frumkvæði í þessum efnum. Lýsa yfir vilja til að feta í fótspor bæj- arstjórnar Akureyrar með því að lækka laun þing- manna, ráðherra og æðstu embættismanna og skapa með því jarðveg fyrir því, að ASÍ telji sig geta tekið þátt í aðgerðum af þessu tagi. Sveitarstjórnir um land allt eiga að gera það sama að eigin frumkvæði. Svo og einkafyrirtæki, sem tóku mið af ákvörðunum Kjararáðs við breytingar á launakjörum æðstu stjórn- enda. Á þennan veg geta kjörnir fulltrúar sýnt, að þeir eru tilbúnir til þess að taka á sig fórnir með fólkinu í land- inu í staðinn fyrir að vera „stikkfrí“ sjálfir. Áföll í lífi einstaklinga og fjölskyldna eru alþekkt. Nú er athyglin farin að beinast meira að sameiginlegum áföllum einstakra þjóða og jafnvel heimsbyggðarinnar allrar. Kórónuveiran er slíkt áfall um allan heim. Þjóðum gengur misjafnlega að vinna úr áföllum. Þjóðverjar eftir seinna stríð eru fyrirmynd í þeim efn- um. Okkur gekk vel að ná okkur efnahagslega upp úr hruninu. En það hefur ekki gengið jafnvel að bæta úr þeim sálrænu áföllum, sem þjóðin varð fyrir þá. Nú er tækifæri til að bæta úr því. Forsendubrestur úti um allt Kjararáð sáluga er eins konar „Svarti-Pétur“ í um- ræðum um kjaramál nú. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í grúski mínu í ritum þeirraKarls Marx og Friðriks Eng- els tók ég eftir því, að þar er á einum stað minnst á íslenska myndhöggvarann Bertel Thor- valdsen. Það er í grein eftir Eng- els frá því í nóvember 1847 um svissneska borgarastríðið. Engels hafði ekkert gott að segja um Svisslendinga, sem væru frum- stæð fjallaþjóð og legðu ætíð afturhaldsöflum lið. Væri þeim helst saman að jafna við Norð- menn, sem líka væru þröngsýn út- kjálkaþjóð. Enn fremur sagði Engels: „Menn skyldu ekki ætla, að þessir málaliðar væru taldir úrhrak þjóða sinna eða að þeim væri af- neitað af löndum sínum. Hafa íbú- ar Luzern ekki fengið hinn rétt- trúaða Íslending Thorvaldsen til að þess að höggva í klett við borg- arhliðið stórt ljón? Það er sært spjóti, en verndar til hinstu stund- ar liljuprýddan skjöld Bourbon- ættarinnar með loppu sinni, og á þetta á vera til minningar um hina föllnu Svisslendinga 10. ágúst 1792 við Louvre! Á þennan veg heiðrar svissneska bandalagið hina fölu þjónustulund sona sinna. Það lifir á því að selja menn og heldur það hátíðlegt.“ Tvær villur eru að vísu í frá- sögn Engels. Thorvaldsen gerði ekki sjálfur hina frægu höggmynd í klett við Luzern, heldur var það Lukas Ahorn, sem hjó hana í bergið eftir uppdrætti Thorvald- sens. Og svissnesku hermennirnir féllu ekki í bardaga um Louvre- höll 1792, heldur þegar Parísar- múgurinn réðust á Tuileries-höll, þar sem franska konungsfjöl- skyldan hafðist þá við. Lágu um sex hundruð Svisslendingar í valn- um er yfir lauk. Í sveit franskra þjóðvarðliða, sem einnig vörðu konungshöllina, var Hervé de Tocqueville, faðir hins fræga rit- höfundar Alexis, sem greindi Frönsku stjórnarbyltinguna af skarpskyggni, og var Hervé einn fárra, sem komust lífs af. Kon- ungsfjölskyldan leitaði skjóls hjá Löggjafarsamkomunni, en það reyndist ekki traustara en svo, að konungur var hálshöggvinn í jan- úar 1793 og drottning í október. Margir hafa lýst minnismerkinu í Luzern, þar á meðal bandaríski rithöfundurinn Mark Twain, enski sagnfræðingurinn Thomas Carlyle og heimspekingurinn Ágúst H. Bjarnason, sem var á ferð um Sviss árið 1902, en frásögn hans birtist í Sumarblaðinu 1917. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ljónið í Luzern
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.