Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  226. tölublað  108. árgangur  + www.hekla.is/audisalur Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn + Afmælispakki Basic 8.170.000 kr. Dæmi um búnað: 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi, hiti í stýri *Bíll á mynd er Advanced S-line DRAUMUR UM BÍLSTJÓRASTARF RÆTTIST FETA NÝJAR SLÓÐIR KARDEMOMMUBÆRINN 50LANGAR VEGALENGDIR 12  Sé leiguverð á hvern fermetra á langtímabílastæði við Keflavíkur- flugvöll borið saman við leiguverð á fasteignamarkaði er leiguverð við flugvöllinn hærra en meðal- leiguverð á þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Hver sólar- hringur í langtímastæði kostar 1.750 krónur í fyrstu vikunni, 1.350 krónur í annarri viku og 1.200 krónur í þeirri þriðju. Ef gert er ráð fyrir 30 dögum í stæði hljóðar kostnaðurinn því upp á 40.990 með meðalverði upp á 1.363 krónur á sólarhring. Hvert bílastæði er 11,5 fermetrar og fermetraverðið því rúmar 3.550 krónur á tímabilinu. Meðalleiguverð á hvern fermetra í þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur var 3.291 króna í júní síðastliðnum. Hækkanir á verðskrá á langtímabílastæðum hjá Isavia hafa verið allt að 300% frá árinu 2015. Í heild eru bílastæði á langtíma- svæði 2.366 talsins en þeim fjölgaði um 300 árið 2016. »11 Dýrara að leigja stæði en íbúð Mikið sjónarspil er nú að finna við Fífuna í Kópavogi en þar hefur tívolí hins breska Taylors verið opnað; betur þekkt sem helgina. Tívolí Taylors hefur verið á nokkru ferðalagi í sumar og í haust en það stóð áður í Hafnarfirði og á Akureyri. Taylors-tívolí. Það mun standa opið eitthvað áfram og verður opið frá klukkan tvö síðdegis og til klukkan tíu að kvöldi yfir Morgunblaðið/Árni Sæberg Björt tívolíljós blika við Fífuna í Kópavogi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rannsóknarhópur undir stjórn Þórarins Gíslasonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknis svefndeildar Landspít- alans, og Bryndísar Benediktsdótt- ur, prófessors við læknadeild HÍ og læknis, hefur fengið 200 millj- óna króna styrk frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH) til nýrrar rannsóknar á kæfisvefni. Að sögn Þórarins er mikil sam- keppni um styrki frá NIH. „Um- sóknir eru mjög margar en aðeins örfáar fá styrki,“ segir hann. Ís- lensk erfðagreining hafi verið leið- andi í erfðarannsóknum í heimin- um í tvo áratugi og það greiði götuna. Einnig samvinna við NOX Medical, sem sé leiðandi í þróun svefngreiningarbúnaðar á heims- vísu. Samstarf í tvo áratugi Samstarf teymis Þórarins og vís- indamanna í svefnrannsóknadeild háskólasjúkrahússins í Fíladelfíu í Bandaríkjunum (PENN) hefur varað í tvo áratugi og frá aldamót- um hefur íslenski hópurinn fengið tæplega milljarð í styrk frá NIH. Í rannsókninni felst hvort greina megi kæfisvefn með blóðsýni og hvort segja megi til um fylgikvilla sjúkdómsins. Þórarinn segir að vís- bendingar séu um að fyrirhugaðar mælingar geti til dæmis sagt fyrir um hjarta- og æðasjúkdóma. Einstaklingar með kæfisvefn eru mjög mismunandi, að sögn Þórar- ins. Greining og meðferð hafi hafist um miðjan áttunda áratuginn og þá hafi rannsóknir bent til þess að sjúkdómurinn væri ekki algengur. Fljótlega hafi komið í ljós að end- urteknar öndunartruflanir, súrefn- isskortur og svefntruflun væru á meðal algengustu langvinnra sjúk- dóma. „Þrátt fyrir að yfir 11.000 manns hafi greinst með kæfisvefn á Íslandi er líklegast að enn fleiri séu með ógreindan sjúkdóm,“ segir Þórarinn. MVíðamikil rannsókn … »6 Nær milljarður í rann- sóknir á kæfisvefni  Greint hvort blóðtaka meti kæfisvefn og líkur á fylgikvillum Gufa upp úr öðrum opna sigkatl- inum í Bárðarbunguöskjunni hefur ekki áður sést jafn greinilega og þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir í vikunni. Ljóst er að hiti er undir en Ingibjörg Jóns- dóttir, dósent við Jarðvísindastofn- un Háskóla Íslands, segir að ekki sé hægt að fullyrða að aukin virkni sé í eldstöðinni. Bárðarbunga er ein af megineld- stöðvunum í Vatnajökli og eitt virk- asta svæði landsins. Jarðvísinda- menn hafa fylgst sérstaklega með Bárðarbungu. »4 Landhelgishæslan/TF-SIF Sigketillinn Ljóst er að hiti er undir. Gufa í Bárðarbungu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.