Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 pinnamatur Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluborðið Fagnaðir Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði til í gær að Rússar og Banda- ríkjamenn gerðu með sér sérstakt samkomulag um að ríkin skiptu sér ekki af kosningum og innri mál- efnum hins ríkisins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, las upp yfirlýsingu Pútíns, en forsetinn var á ferðalagi um suðurhluta Rússlands, þar sem heræfingar Rússa, Kínverja og Írana fara nú fram. Í yfirlýsingu sinni kallaði Pútín eftir því að ríkin tvö hétu því að skipta sér ekki af innri málefnum hvort annars, og vék Pútín sérstak- lega að notkun „upplýsinga- og samskiptatækni“ í slíkum af- skiptum. Þá kallaði hann eftir al- þjóðasáttmála þar sem ríki heims myndu heita því að beita ekki slíkri tækni til þess að greiða „fyrsta höggið“ í átökum. „Ein af helstu áskorunum samtímans er hættan á stórum átökum á stafræna sviðinu,“ sagði í yfirlýsingu Pútíns. Sagði forsetinn að þau ríki sem fremst væru komin í þróun þeirrar tækni hefðu sérstökum skyldum að gegna til þess að koma í veg fyrir slíkt og tryggja öryggi upplýsinga á alþjóðavísu. Um leið væri ástæða fyrir Banda- ríkjamenn og Rússa til þess að taka upp sérstakt samráð til þess að koma í veg fyrir atvik í netheimum, og líkti Pútín því við samkomulag risaveldanna frá 1972, sem átti að koma í veg fyrir að atvik í lofti eða hafi milli herja Bandaríkjanna og Sovétríkjanna myndu leiða til frek- ari átaka. AFP Netárásir Tölvuþrjótar eru sagðir hafa skipt sér af kosningum. Leggur til sáttmála gegn afskiptum  Vill samkomulag um netöryggismál Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Franska lögreglan handtók í gær mann með kjötexi, sem réðst á gang- andi vegfarendur fyrir utan skrif- stofubygginguna sem áður hýsti franska skoptímaritið Charlie Hebdo. Náði maðurinn að særa tvo áður en hann var yfirbugaður. Árásin verður rannsökuð sem hryðjuverk að sögn frönsku and- hryðjuverkalögreglunnar PNAT, en hún átti sér stað í miðjum réttar- höldum yfir grunuðum vitorðsmönn- um þeirra sem tóku þátt í árásinni á starfsfólk Charlie Hebdo árið 2015, en tólf manns létust í henni. Sú árás átti rætur sínar í skop- myndum sem tímaritið hafði birt af Múhameð spámanni, en þær voru sagðar móðgandi fyrir fólk sem er íslamstrúar. Tímaritið ákvað að end- urprenta teikningarnar fyrr í mán- uðinum á forsíðu sinni vegna upp- hafs réttarhaldanna. Fórnarlömbin úr lífshættu Þeir tveir sem særðust í árásinni í gær voru fluttir á sjúkrahús, og sagði lögreglan að ástand þeirra væri alvarlegt. Jean Castex for- sætisráðherra tilkynnti hins vegar síðar um daginn að fórnarlömbin væru ekki talin í lífshættu. Sagði Castex í yfirlýsingu sinni að ríkis- stjórn sín myndi berjast af fullum krafti gegn hryðjuverkastarfsemi með öllum mögulegum ráðum. Hin særðu voru starfsmenn Pre- mieres Lignes-fréttastofunnar, og voru þau karl og kona sem voru í há- degishléi að reykja fyrir utan hús- næðið, sem áður hýsti Charlie Hebdo, en hinar nýju skrifstofur skoptímaritsins eru ekki á al- mannavitorði af öryggisástæðum. Sendi tímaritið frá sér samúðar- kveðjur til þeirra sem urðu fyrir árásinni. Saksóknarar sögðu að „aðalsak- borningurinn“ hefði verið handtek- inn nálægt Bastillutorginu, skammt frá skrifstofunum, en hann er 18 ára gamall karlmaður. Samkvæmt yfirlýsingu PNAT er talið að hann sé fæddur í Pakistan. 33 ára gamall karlmaður var handtekinn við Bastillutorgið síðar um daginn og tekinn til yfirheyrslu vegna gruns um að hann væri tengdur þeim sem framdi árásina. Loka þurfti fimm skólum í nágrenn- inu, sem og sex neðanjarðarlestar- stöðvum, í kjölfar árásarinnar. Tveir særðir eftir árás með kjötexi í París  Réðst á fólk fyrir utan fyrrverandi skrifstofur Charlie Hebdo Charlie Hebdo » Tólf létust og ellefu særðust í árásinni á Charlie Hebdo 7. janúar 2015. » Bræðurnir Said og Cherif Kouachi báru ábyrgð á árásinni en þeir voru felldir af lögregl- unni 9. janúar 2015. » 14 meintir vitorðsmenn þeirra eru nú fyrir rétti í París. AFP Hryðjuverk Lögreglan í París var með mikinn viðbúnað eftir árásina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.