Morgunblaðið - 26.09.2020, Side 24

Morgunblaðið - 26.09.2020, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 pinnamatur Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluborðið Fagnaðir Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði til í gær að Rússar og Banda- ríkjamenn gerðu með sér sérstakt samkomulag um að ríkin skiptu sér ekki af kosningum og innri mál- efnum hins ríkisins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, las upp yfirlýsingu Pútíns, en forsetinn var á ferðalagi um suðurhluta Rússlands, þar sem heræfingar Rússa, Kínverja og Írana fara nú fram. Í yfirlýsingu sinni kallaði Pútín eftir því að ríkin tvö hétu því að skipta sér ekki af innri málefnum hvort annars, og vék Pútín sérstak- lega að notkun „upplýsinga- og samskiptatækni“ í slíkum af- skiptum. Þá kallaði hann eftir al- þjóðasáttmála þar sem ríki heims myndu heita því að beita ekki slíkri tækni til þess að greiða „fyrsta höggið“ í átökum. „Ein af helstu áskorunum samtímans er hættan á stórum átökum á stafræna sviðinu,“ sagði í yfirlýsingu Pútíns. Sagði forsetinn að þau ríki sem fremst væru komin í þróun þeirrar tækni hefðu sérstökum skyldum að gegna til þess að koma í veg fyrir slíkt og tryggja öryggi upplýsinga á alþjóðavísu. Um leið væri ástæða fyrir Banda- ríkjamenn og Rússa til þess að taka upp sérstakt samráð til þess að koma í veg fyrir atvik í netheimum, og líkti Pútín því við samkomulag risaveldanna frá 1972, sem átti að koma í veg fyrir að atvik í lofti eða hafi milli herja Bandaríkjanna og Sovétríkjanna myndu leiða til frek- ari átaka. AFP Netárásir Tölvuþrjótar eru sagðir hafa skipt sér af kosningum. Leggur til sáttmála gegn afskiptum  Vill samkomulag um netöryggismál Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Franska lögreglan handtók í gær mann með kjötexi, sem réðst á gang- andi vegfarendur fyrir utan skrif- stofubygginguna sem áður hýsti franska skoptímaritið Charlie Hebdo. Náði maðurinn að særa tvo áður en hann var yfirbugaður. Árásin verður rannsökuð sem hryðjuverk að sögn frönsku and- hryðjuverkalögreglunnar PNAT, en hún átti sér stað í miðjum réttar- höldum yfir grunuðum vitorðsmönn- um þeirra sem tóku þátt í árásinni á starfsfólk Charlie Hebdo árið 2015, en tólf manns létust í henni. Sú árás átti rætur sínar í skop- myndum sem tímaritið hafði birt af Múhameð spámanni, en þær voru sagðar móðgandi fyrir fólk sem er íslamstrúar. Tímaritið ákvað að end- urprenta teikningarnar fyrr í mán- uðinum á forsíðu sinni vegna upp- hafs réttarhaldanna. Fórnarlömbin úr lífshættu Þeir tveir sem særðust í árásinni í gær voru fluttir á sjúkrahús, og sagði lögreglan að ástand þeirra væri alvarlegt. Jean Castex for- sætisráðherra tilkynnti hins vegar síðar um daginn að fórnarlömbin væru ekki talin í lífshættu. Sagði Castex í yfirlýsingu sinni að ríkis- stjórn sín myndi berjast af fullum krafti gegn hryðjuverkastarfsemi með öllum mögulegum ráðum. Hin særðu voru starfsmenn Pre- mieres Lignes-fréttastofunnar, og voru þau karl og kona sem voru í há- degishléi að reykja fyrir utan hús- næðið, sem áður hýsti Charlie Hebdo, en hinar nýju skrifstofur skoptímaritsins eru ekki á al- mannavitorði af öryggisástæðum. Sendi tímaritið frá sér samúðar- kveðjur til þeirra sem urðu fyrir árásinni. Saksóknarar sögðu að „aðalsak- borningurinn“ hefði verið handtek- inn nálægt Bastillutorginu, skammt frá skrifstofunum, en hann er 18 ára gamall karlmaður. Samkvæmt yfirlýsingu PNAT er talið að hann sé fæddur í Pakistan. 33 ára gamall karlmaður var handtekinn við Bastillutorgið síðar um daginn og tekinn til yfirheyrslu vegna gruns um að hann væri tengdur þeim sem framdi árásina. Loka þurfti fimm skólum í nágrenn- inu, sem og sex neðanjarðarlestar- stöðvum, í kjölfar árásarinnar. Tveir særðir eftir árás með kjötexi í París  Réðst á fólk fyrir utan fyrrverandi skrifstofur Charlie Hebdo Charlie Hebdo » Tólf létust og ellefu særðust í árásinni á Charlie Hebdo 7. janúar 2015. » Bræðurnir Said og Cherif Kouachi báru ábyrgð á árásinni en þeir voru felldir af lögregl- unni 9. janúar 2015. » 14 meintir vitorðsmenn þeirra eru nú fyrir rétti í París. AFP Hryðjuverk Lögreglan í París var með mikinn viðbúnað eftir árásina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.