Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
leitar að sérfræðingi á leikminjasafn
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands.
Safnið leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt starf við umsjón leikminjasafns. Leikminjasafn Íslands
er eining innan Landsbókasafns og markmið þess er að safna, varðveita, skrá og veita aðgang að
heimildum um sögu sviðslista á Íslandi. Leitað er að sérfræðingi sem ber ábyrgð á daglegri starfsemi
einingarinnar.
Starfið heyrir undir sviðsstjóra varðveislu og stafrænnar endurgerðar og felst m.a. í þjónustu við
not endur, söfnun, skráningu og varðveislu gagna, kynningu á leikminjasafni og samvinnu við
sviðslista stofnanir og leikminjasöfn erlendis.
Helstu verkefni
• Sérfræðiráðgjöf og upplýsingaþjónusta
• Öflun, móttaka og skráning aðfanga og annarra
gagna
• Afgreiðsla á gögnum leikminjasafns
• Umsjón með vefjum leikminjasafns og gagna-
grunni um leiklist
• Vinna og samstarf um sýningar, kynningarstarf,
rannsóknir og fræðslu
• Þátttaka í öðrum verkefnum á varðveislusviði
Menntunar og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Þekking og áhugi á sviðslistasögu
• Þekking á meðferð, skráningu, flokkun og
úrvinnslu einkaskjalasafna
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð, góð skipulags-
hæfni og lipurð í samskiptum
• Mjög góð tölvukunnátta
• Mjög góð íslenskukunnátta og hæfni í miðlun
upplýsinga
• Góð kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli
Nánari upplýsingar veitir Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri varðveislusviðs, s. 525 5631, orn@landsbokasafn.is
Um fullt starf er að ræða. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Sótt er um starfið á www.starfatorg.is til og með 12 okt. 2020.
Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin
AUGLÝSING
UM SVEINSPRÓF
Vatnagörðum 20 - 104 Reykjavík
590 6400 - idan@idan.is
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum
verða haldin í janúar, febrúar og mars
ef næg þátttaka næst:
Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn
og kjötiðn í janúar 2021
Umsóknarfrestur er til 4. nóvember 2020
Í byggingagreinum í janúar 2021
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2020
Í vélvirkjun í febrúar – mars 2021
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2020
Í snyrtifræði í febrúar – mars 2021
Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2021
Í bifvélavirkjun í janúar – febrúar 2021
Umsóknarfrestur er til 1. desember 2020
Í hársnyrtiiðn í febrúar – mars 2021
Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2021
Nánari dagsetningar verða birtar á
heimasíðu IÐUNNAR fræðsluseturs
um leið og þær liggja fyrir.
Með umsókn skal leggja fram afrit
námssamnings, lífeyrissjóðsyfirlit og
burtfararskírteini með einkunnum eða
staðfestingu skóla á því að nemi muni
útskrifast í desember 2020.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður
er mismunandi eftir iðngreinum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu
okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni.
Aðstoðarmaður dómara
í Landsrétti
Landsréttur auglýsir laust til umsóknar starf löglærðs
aðstoðarmanns dómara við Landsrétt.
Löglærðir aðstoðarmenn dómara sinna lögfræðilegum
verkefnum og aðstoða dómara réttarins í störfum þeirra
í samræmi við ákvörðun forseta réttarins, sbr. 3. mgr.
23. gr. laga nr. 50/2016. Meðal helstu verkefna er auk
aðstoðar við dómara, vinna við dómareifanir, úrvinnsla
kærumála sem og lögfræðileg greining mála sem til
úrlausnar eru fyrir réttinum.
Hæfniskröfur:
• Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt
meistaraprófi í lögum.
• Góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli er
nauðsynleg.
• Góðir skipulagshæfileikar, hæfni til að vinna sjálfstætt
og færni í mannlegum samskiptum.
• Þekking og/eða reynsla á sviði réttarfars er æskileg.
• Reynsla af greiningu og úrlausn lögfræðilegra
álitaefna er æskileg.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og
viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með
10. október 2020.
Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist með rafrænum
hætti á netfangið landsrettur@landsrettur.is.
Umsóknir gilda í allt að sex mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Björn L. Bergsson skrifstofu-
stjóri Landsréttar, bjorn.l.bergsson@landsrettur.is.
Kennsla
Smáauglýsingar
Bækur
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bílar
Til sölu Mercedes Benz S320 árg.
2000 ekinn aðeins 168 þús. Innfluttur
nýr af Ræsi. Þjónustubók frá upphafi.
Nýsmurður og skoðaður án athuga-
semda. Góð vetrardekk fylgja á
felgum. Verð 970 þús. Skoða skipti.
Uppl. Í síma 696-1000.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Bækur til sölu
Skýrslur um landshagi á Íslandi
1-5, Bréfabók Guðbrands bisk-
ups, Heima er best 1.-10. árg. í
möppum, Hlín, 1.-44. árg., Kirkju-
ritið 1.-23 árg., Ættir Austfirð-
inga 1-9, Svarfdælingar 1-2,
Austantórur 1-3, Chess in Ice-
land, Fiske, Skuggi, Ritgerðir, 2
bindi, Kollsvíkurætt, Fréttir frá
Íslandi 1871-1890, Manntal á
Íslandi 1703, Ný jarðabók fyrir
Ísland 1861, Eirspennill 1913,
glæsiband, Þjóðsögur Jóns
Árnasonar 1-6, Grettissaga
1941, Íslenskir annálar 1847,
Sturlunga 1-2 1946, Íslenskar
þjóðsögur 1-2, Leipzig, lp., Trölla-
tunguætt 1-4, Vest-Skaftfell-
ingar 1-4, Ársskýsla Sambands
Íslenskra Rafveitna 1943-’62, 7
bindi, Skýrsla M.A. 1930-’77, ib.
Uppl. í síma 898 9475
Raðauglýsingar
FINNA.is
intellecta.is