Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Þó Ljósanótt hafi verið slegið á frest þetta árið, líkt og öðrum bæj- arhátíðum á landinu, ákváðu að- standendur tónleikaraðarinnar Bliks í auga að seinka tónleikunum í ljósi aðstæðna vegna covid en ekki fresta. Það hafði nefnilega verið ákveðið að ljúka tónleikaröðinni þetta árið með Rokkveislunni miklu. Að auki er fólk farið að þyrsta eftir viðburðum og þegar ljóst var að hægt væri að tryggja örugg sótt- varnarhólf í Hljómahöll, viðeigandi bil, spritt og grímur var ekki eftir neinu að bíða.    Rokkveislan mikla var frum- sýnd í gærkvöldi og tókst að venju frábærlega vel. Tvær sýningar verða í Hljómahöll í dag og vera kann að enn sé hægt að fá miða á Tix ef fólk vill taka þátt í veislunni. Svo má geta þess að þeir sem vilja enn meira rokk geta heimsótt Rokk- safn Íslands í húsinu, en ókeypis er í safnið út árið.    Nokkur gróska hefur verið í bænum á þessu ári, þrátt fyrir allt. Við Hafnargötu hafa nýjar verslanir litið dagsins ljós og nýir veitinga- staðir hafa bæst við flóru þeirra sem fyrir voru. Bæjarbúar geta nú gætt sér á indverskum mat og Búlluborg- arar Tómasar verða fáanlegir í bæn- um innan tíðar.    Fyrsta flokks fiskbúð var líka opnuð í bænum fyrr á árinu og því er nú hægt að fá ferskan fisk í soðið eða réttinn. Steinsnar þar frá verður opnuð ný líkamsræktarstöð innan tíðar svo það má með sanni segja að valkostum í verslun og þjónustu hafi fjölgað til muna í bænum.    Snemmsumars hófust einnig viðskipti með notuð föt í Trendport. Hugmyndafræðin er vel þekkt frá höfuðborgarsvæðinu og þótti að- standendum Trendport því upplagt að reyna viðskiptin hér. Versluninni hefur verið vel tekið enda hefur um- ræðan um textílsóun og áhrif fata- framleiðslu á umhverfið færst í aukana, að ekki sé talað um aðbúnað og laun starfsfólks sem vinnur við fjöldaframleiðslu.    Margir íbúar Reykjanesbæjar bíða nú spenntir eftir að fá há- hraðatengingu inn á heimilið. Í allt sumar hafa starfsmenn á vegum Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur unnið að því að koma leiðslum í jörð og inn í hús svo hægt verði að koma íbúum í samband við ljósleiðara. Það var lærdómsríkt að fylgjast með ferlinu. Inn í minn garð kom fjöldi iðnaðarmanna í gulum vinnu- úlpum svo minnti helst á Minions-kalla. Þeir gengu vasklega fram, tóku upp hellur og ristu upp gras, svo manni leist ekkert á blik- una. Þegar verkefninu lauk voru eng- in ummerki um að nokkuð hefði átt sér stað, svo vel var gengið frá öllu.    Í sumar hefur verið unnið að breytingum í Sundmiðstöð Reykja- nesbæjar. Áhorfendapallar voru teknir niður og á því svæði og þar í kring verður settur heitur pottur mót morgunsól, kaldur pottur, sauna, gufubað og útisturtur ásamt góðri rennibraut. Breytingunum hefur ver- ið fagnað af sundlaugargestum og eftirvæning ríkir. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á allra næstu mánuðum.    Breytingar urðu á útgáfu Suður- nesjablaðsins Víkurfrétta sem varð 40 ára í síðasta mánuði. Þegar kór- ónuveirufaraldurinn hófst færðist blaðið alfarið á rafrænt form og hélst þannig um skeið. Blaðinu hafði þá lengi verið dreift í öll hús á Suð- urnesjum. Nýverið hófst þó prentun að nýju, en með því sniði að hægt er að gerast áskrifandi að blaðinu og fá sent heim eða sækja á þeim stöðum þar sem blaðið liggur frammi. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Bítlarnir koma að sjálfsögðu fyrir í Rokkveislunni miklu. Hér er fylgst með rennsli, f.v. Einar Þór Jóhannsson bassi, Benedikt Brynleifsson slagverk, Dagur Sigurðsson söngur og Davíð Sigurgeirsson gítar. Rokkveisla í bænum í dag 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar í Mosfellsdal eru óánægðir með að aðeins hluti heimila í dalnum skuli fá niðurgreidda ljósleiðara- tengingu. Hafa íbúasamtökin Víghóll óskað eftir því að Mosfellsbær nið- urgreiði allar ljósleiðaratengingar í dalnum. Bæjarstjórinn segir að bær- inn hafi fengið styrk frá fjarskipta- sjóði til að leggja ljósleiðara þangað sem ekki er ljósnet fyrir og greiði mótframlag samkvæmt reglum sjóðsins. Fjarskiptasjóður hefur styrkt lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Mos- fellsbær sótti um styrk til að ljósleið- aravæða dreifbýli í hreppnum og fékk samþykktan 10 milljóna króna styrk fyrir 22 heimili og atvinnufyr- irtæki og ráðgerir að leggja jafnháa fjárhæð til verkefnisins. Stuðningur fjarskiptasjóðs nær einungis til staða sem ekki hafa aðgang að ljós- netinu, samkvæmt ákveðinni skil- greiningu. Flest heimilanna eru í Mosfellsdal en einhver annars staðar í bæjarfélaginu. Samið var við Mílu, að afloknu útboði, um að annast framkvæmdina og ákvað hún að bæta við einhverjum stöðum sem ekki teljast styrkhæfir. Ekki gætt jafnræðis Íbúasamtökin Víghóll í Mosfells- dal hafa óskað eftir því við bæjarráð Mosfellsbæjar að bærinn greiði að fullu fyrir ljósleiðaratengingar í Mosfellsbæ. „Við erum ósátt við það ósamræmi sem er á milli íbúa í daln- um. Sumir fá ljósleiðaratengingar niðurgreiddar samkvæmt einhverj- um reglum. Svo var Mílu gefið leyfi til að ákveða að einhverjir fengju tengingu á lága verðinu en aðrir ekki. Þarna eru jafnvel hús hlið við hlið þar sem annað fær ódýra teng- ingu en hitt ekki,“ segir Guðmundur Hreinsson sem vinnur að athugun málsins fyrir íbúasamtökin. Þeir sem fá niðurgreidda tengingu samkvæmt reglum fjarskiptasjóðs þurfa að greiða 100 þúsund krónur en aðrir 372 þúsund krónur með virðisaukaskatti. „Okkur finnst und- arlegt að ekki skuli gætt jafnræðis á milli íbúa í Mosfellsdal. Það myndi kosta bæjarfélagið 18-20 milljónir kr. að halda samfélaginu hér í friði og ró, þannig að allir gætu unað við sitt,“ segir Guðmundur. Hann segir að ýmis önnur sveitarfélög hafi greitt með ljósleiðaratengingum hjá öllum, líka þeim sem ekki teljast styrkhæfir. Íbúasamtökin efast um skilgrein- ingar sem notaðar eru til að velja styrkhæfar tengingar. Telur Guð- mundur að fæst hús í dalnum séu með þá tengingu ljósnets, miðað við fjarlægð frá götuskáp, sem miðað er við í skilgreiningu fjarskiptasjóðs. Hafa íbúasamtökin óskað eftir að at- hugað verði betur hvort ekki séu fleiri styrkhæfir staðir. Hraði tenginga kannaður Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir reglur fjarskiptasjóðs ráða því að ekki var unnt að sækja um styrk fyrir allar tengingar í Mosfellsdal. Sjóðurinn telji að tengingar þar séu almennt nógu hraðar. Vegna erindis íbúasamtakanna verði hraði tenging- anna athugaður sérstaklega með til- liti til þess hvort fleiri geti fallið und- ir skilgreiningu fjarskiptasjóðs. Ef það reynist rétt þurfi að sækja um stuðning sjóðsins fyrir þær. Spurður um þau ummæli íbúa- samtakanna að ekki ríki jafnræði á milli íbúa í Mosfellsdal segir Harald- ur að ljósleiðaratenging sé öflugri en ljósnet. Hins vegar setji sveitarfé- lagið ekki þessar reglur heldur fjar- skiptasjóður. Tekur bæjarstjórinn fram að þetta sé í fyrsta skipti sem Mosfellsbær noti skattfé til að leggja ljósleiðara. Allir íbúar þéttbýlisins í Mosfellsbæ hafi aðgang að ljósleið- arakerfum fjarskiptafélaganna og hvorki sveitarfélagið né ríkið hafi tekið þátt í þeirri ljósleiðaravæð- ingu. „Hugmyndin á bak við reglu- verk Fjarskiptasjóðs er einmitt sú að nýta skattfé til að auka jafnræði íbúa og það er tilgangur verkefnisins í Mosfellsdal,“ segir Haraldur. Allir fái tengingu við ljósleiðara  Óánægja í Mosfellsdal  Bæjarstjóri segir fjarskiptasjóð setja reglurnar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Plæging Unnið hefur verið að tengingu ljósleiðara í dreifbýli. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ís- land taki á móti flóttafólki frá Lesbos á Grikklandi, með áherslu á sýrlenskar fjölskyldur í viðkvæmri stöðu, eins og það er orðað í tilkynn- ingu. Fjölskyldurnar bjuggu áður í flóttamannabúðunum Moria sem eyðilögðust í eldsvoða fyrr í mán- uðinum. Flóttafólkið, sem verður allt að 15 manns, mun bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggst taka á móti á þessu ári. Mun það vera langfjöl- mennasta móttaka flóttafólks á einu ári hingað til lands. Flóttamannanefnd mun annast undirbúning á móttöku fjölskyldn- anna og verður móttaka þeirra unn- in í samvinnu við Evrópusambandið og grísk stjórnvöld. Evrópusam- bandið hafði áður sent frá sér ákall um nauðsyn á flutningi barna og barnafjölskyldna vegna bruna Moria-flóttamannabúðanna. Þá mun Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vera íslenskum stjórnvöld- um innan handar varðandi það hvernig best verður staðið að því að koma fjölskyldunum til landsins. Haft er eftir Katrínu Jakobsdótt- ur forsætisráðherra að stjórnvöld vilji með þessu bregðast við ákalli um að taka á móti fólki á flótta frá Lesbos. Það sé stefna ríkisstjórnar- innar að taka á móti fleira flóttafólki, í samstarfi við SÞ. Taka við 15 flótta- mönnum frá Lesbos  Voru í Moria-búðunum sem brunnu AFP Lesbos Flóttamannabúðirnar í Moria brunnu til grunna í byrjun september, þar voru um 12 þúsund flóttamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.