Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í útboðslýsingu fyrir hlutafjárútboð Icelandair Group sem fram fór dagana 16. og 17. september sl. er skýrt kveðið á um að aðeins verði haft samband við þá áskrifendur sem samþykktir verði sem kaup- endur. Við aðra verði ekki haft samband. Páll Ágúst Ólafsson, lög- maður athafnakonunnar banda- rísku, Michele Rosevelt Edwards, sem skráði sig fyrir sjö milljarða króna hlut, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki hafi borist tilkynning frá Icelandair þar sem tilboðinu er hafnað. „Eðlilega er umbjóðandi minn og hans bakland ósátt við þá meðferð sem þau fengu í þessu útboði og telja að gróflega hafi verið á þeim brotið,“ segir Páll Ágúst. Páll undrast að nú þegar illa árar í flugrekstri og sem aldrei fyrr sé brýn þörf á nýjum og lausnamið- uðum hugmyndum, ásamt hugsan- lega annars konar aðferðafræði, þá skuli stjórnendur Icelandair ekki sjá sér hag í því að fá að borðinu aðila eins og USAerospace Partn- ers sem búi að langri reynslu af fjölþættum flugrekstri og hafi víð- tæk tengsl inn í fluggeirann, þar á meðal við Boeing-verksmiðjurnar og fleiri aðila. Fjölmennasta frá hruni Hlutafjárútboð Icelandair er langfjölmennasta útboð á Íslandi frá hruni. Yfir níu þúsund áskriftir bárust fyrir samtals 37,3 milljarða króna. Í boði voru 23 milljarðar króna, sem skiptust þannig að 20 milljarðar voru í boði til fagfjár- festa en þrír til almennings. Morgunblaðið hafði samband við sérfræðinga á markaði sem segja blaðinu að fyrirkomulag útboðsins sé þrautreynt, og skilmálar afar skýrir. Því ætti ekkert að hafa þurft að koma á óvart í fram- kvæmdinni. Þar að auki sé útboðs- lýsing birt tímanlega, þannig að all- ir þátttakendur hafi haft rúman tíma til að kynna sér reglurnar. Íslensk kennitala nauðsynleg Grunnskilyrði í útboði Icelandair Group, eins og í öðrum íslenskum útboðum, er að þátttakendur hafi íslenska kennitölu. Hafi hún verið til staðar gátu áskrifendur skráð sig fyrir hlutum inni í sérstöku áskriftarkerfi sem var opnað vegna útboðsins. Í þeim kafla er einnig upplýst að útgefandinn, Icelandair Group, hafi rétt á að taka eða hafna hvaða til- boði sem er. Páll Ágúst segir að tilboði Ed- wards hafi verið skilað inn með kennitölu íslenska hlutafélagsins WOW Holding. Það sé í eigu USAeorospace Partners, sem er í eigu Edwards og viðskiptafélaga hennar. Í kafla 5.7 í lýsingunni er tíma- lína útboðsins kynnt og kveðið á um hvernig staðið er að kynningu á niðurstöðu útboðsins, en hún var kynnt strax að kvöldi 17. septem- ber. Upplýst var á mbl.is, hálftíma áður en útboðinu lauk, að Michelle Rosevelt Edwards hefði skráð sig fyrir sjö milljarða hlut í útboðinu. Um kvöldið upplýsti Icelandair að tilboði að upphæð sjö milljarðar hefði verið hafnað, enda hefðu ekki borist fullnægjandi tryggingar fyrir greiðslu fjárins. Eins og kemur fram í kafla 5.8 í útboðslýsingunni hafa umsjónar- aðilar útboðsins, Landsbanki og Ís- landsbanki, rétt á að óska eftir staðfestingu frá áskrifendum ef þörf er talin á, og afla þá upplýs- inga eða gagna um greiðslugetu eða greiðsluhæfi. Ef fjárfestir verð- ur ekki við þeirri ósk innan áskrift- artímabilsins eða einhvers annars frests sem gefinn er í samskiptum milli aðila er hægt að hafna áskrift- inni, að hluta eða öllu leyti. Tíminn skiptir máli Morgunblaðið hafði samband við sérfræðing á markaðnum, og fékk að vita að því stærri fjárhæð sem berst í útboði eins og þessu, því mikilvægara sé að tryggja að menn séu borgunarmenn fyrir upphæð- inni. Enn ríkara tilefni er til að tryggja þetta ef menn þekkja ekki viðkomandi fjárfesti. Þarna skipti tíminn öllu máli. Umsjónaraðilar hafi skamman tíma til að ganga frá málinu, því allt þurfi að vera á hreinu áður en viðskipti með hluti í fyrirtækinu hefjist í kauphöll dag- inn eftir. Ef ekki væri gengið eftir trygg- ingum sem þessum, og síðar yrði misbrestur á greiðslu, gæti það ónýtt allt útboðið. Félagið fengi ekki þann pening sem stefnt var að, og einhverjir aðrir sem vildu kaupa, og væru með greiðslugetu, yrðu óánægðir með að fá ekki að kaupa þann hlut sem þeir báðu um. Þetta geti sett allt ferlið út af spor- inu. Í samtölum Morgunblaðsins við sérfræðinga á markaðnum kom í ljós að þar sem útboðslýsingin ligg- ur fyrir tímanlega, þá ætti að gef- ast rúmur tími til að undirbúa tryggingu fyrir greiðslu, þannig að hún yrði handbær þegar eftir því yrði leitað. Þetta ætti enn betur við þegar um háar fjárhæðir er að ræða, eins og í tilviki Edwards, sem hefði þurft að reiða fram sjö milljarða króna einni viku eftir út- boðið, en eindagi vegna greiðslu fjárins var 23. september sl. En hvernig tryggingu er óskað eftir? Sérfræðingar segja að til dæmis myndi nægja að sýna um- boðsaðilum útboðs bankayfirlit, eða staðfestingu frá banka eða eigna- stýringaraðila, sem umboðsaðilar þekktu. Þar þyrfti að koma fram með óyggjandi hætti að pening- arnir væru til inni á reikningi, og þeir væru til reiðu. Að sögn aðila sem Morgunblaðið ræddi við er ekki nauðsynlegt að kalla eftir slíkri staðfestingu frá öllum þátttakendum í hlutafjár- útboði, enda séu sumir vel þekktir á íslenskum markaði, eins og til dæmis íslensku lífeyrissjóðirnir. Þeir hafi í áraraðir verið virkir í viðskiptum við umboðsaðila útboðs- ins. Í kafla 5.8 er einnig skýrt kveðið á um að útboðshaldarar hafi enga sérstaka skyldu til að útskýra með neinum hætti hvernig ákveðið var að samþykkja eða hafna einstaka áskrifendum. Bankafulltrúi var til taks Spurður hvernig staðfesting á fjármögnun hafi verið lögð fram í tilviki tilboðs Edwards segir Páll Ágúst að send hafi verið inn stað- festing frá bankafulltrúa Edwards í bandaríska bankanum Navy Fed- eral Credit Union. Þar stóð að fulltrúinn hlakkaði til að hitta Ed- wards kl. 11 að morgni mánudags- ins 21. september, til að ganga frá greiðslu fyrir hlutinn á eindaga, hinn 23. september. „Í staðfesting- unni kom fram netfang banka- fulltrúans, þannig að ef Íslands- banki eða Landsbanki hafa haft einhverjar efasemdir var þeim í lófa lagið að setja sig í samband við viðkomandi.“ Aðspurður segir Páll Ágúst að ekki hafi legið fyrir nákvæmlega hvernig staðfestingu væri leitað eftir. „Það gerir auðvitað enginn svona stórt tilboð án þess að vera full alvara. Michele Roosevelt Ed- wards fór í flug kl. 14, strax og til- boðið hafði verið lagt fram. Þá fæ ég boð um að leggja fram staðfest- ingu á fjármögnun. Þá er Edwards á leið til Frankfurt, og þaðan til Bandaríkjanna. Hún er því ekki í þægilegri stöðu til að bregðast taf- arlaust við. Í því einu er m.a. alvar- leg mismunun þátttakenda fólgin.“ Páll Ágúst segir óskiljanlegt að ekki hafi í það minnsta verið kallað eftir eða komið til umræðu hvaða hugmyndafræði stæði til grundvall- ar tilboðinu eða hvort aðilar gætu mögulega sammælst um einhverja þætti í flugrekstrartengdum áform- um til framtíðar til hagsbóta fyrir félagið, hluthafa þess og almenn- ing. „Sú staðreynd að þetta hafi ekki verið gert staðfestir í mínum huga að höfnun tilboðs umbjóðanda míns með þögninni einni saman kemur fjármunum eða fjármögnun nákvæmlega ekkert við og er fyrir- sláttur. Umbjóðandi minn og henn- ar bakland, hugmyndafræði og hagræðingartillögur virðast ein- faldlega ekki hafa verið stjórnend- um félagsins þóknanlegar.“ Ekki þörf á samskiptum við áskrifendur sem er hafnað  Þegar fólk skráir sig fyrir stórum hlut er nauðsynlegt að hafa bankayfirlitið handbært  Umsjón- armenn útboðsins höfðu skamman tíma til að skera úr um niðurstöður útboðs Icelandair Group Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Töluverð umframeftirspurn varð eftir hlutum í Icelandair Group í hlutafjárútboði félagsins á dögunum. 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðmundur Magnason, fram- kvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna hafa stóraukist eftir að þriðja bylgja kórónuveirufaraldurs- ins hófst. Fram kom í opnuviðtali ViðskiptaMoggans við Guðmund 12. ágúst sl. að sölumet hefðu fallið í samkomubanninu sl. vor. Að sögn Guðmundar var síðasta vika stærsta söluvika ársins síðan í viku 17, 20. til 26. apríl, en salan var mest 14. viku ársins. Vegna aukinn- ar sölu og fjölda nýrra viðskipta- vina eigi fyrir- tækið erfitt með að anna eftir- spurn. „Þegar 12 smit greindust þriðju- daginn 15. sept- ember sendi ég allt fólkið á skrif- stofunni heim. Síðan, um síðustu helgi, skipti ég upp vöktum í húsinu og aðgreindi bílastjóra. Við erum á fullri ferð að ráða fólk til að anna eftirspurn. Um leið og veiran fer af stað eykst salan.“ Mikil áhersla á sóttvarnir Guðmundur segir eftirspurnina hafa verið svo mikla síðustu helgi að ein- staka matvörur hafi klárast. „Vélar panta inn vörur hjá okkur – eðlilega, það er ekki hægt að vera með fólk í svona verkefnum – og þær eiga erfitt með að spá fyrir um svona aukningu. Við getum því lent í vandræðum þegar salan rýkur svona upp. Þá þarf mannsaugað að fylgjast betur með sölunni en við al- mennt viljum,“ segir hann og vísar til gervigreindar. Pantar hún vörur út frá fyrri sölu og væntri sölu. Þá fjölgar nýjum viðskiptavinum hjá Heimkaupum um að jafnaði nærri 200 á viku. Þegar mest var sl. vor bættust við tæplega 180 nýir viðskiptavinir á dag. Meðalaldur viðskiptavina fer aftur hækkandi en er enn talsvert lægri en þegar samkomubannið stóð sem hæst. Það kann aftur að vera vísbending um að eldra fólk sé nú meira á ferðinni en sl. vor. Ruglaði gervigreind í ríminu Guðmundur Magnason  Salan í faraldrinum hjá Heimkaup kom gervigreind, sem pantar vörur, á óvart 26. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.94 Sterlingspund 177.5 Kanadadalur 103.73 Dönsk króna 21.74 Norsk króna 14.572 Sænsk króna 15.297 Svissn. franki 150.23 Japanskt jen 1.3189 SDR 195.15 Evra 161.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 195.3332 Hrávöruverð Gull 1850.75 ($/únsa) Ál 1718.5 ($/tonn) LME Hráolía 41.36 ($/fatið) Brent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.