Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  226. tölublað  108. árgangur  + www.hekla.is/audisalur Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn + Afmælispakki Basic 8.170.000 kr. Dæmi um búnað: 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi, hiti í stýri *Bíll á mynd er Advanced S-line DRAUMUR UM BÍLSTJÓRASTARF RÆTTIST FETA NÝJAR SLÓÐIR KARDEMOMMUBÆRINN 50LANGAR VEGALENGDIR 12  Sé leiguverð á hvern fermetra á langtímabílastæði við Keflavíkur- flugvöll borið saman við leiguverð á fasteignamarkaði er leiguverð við flugvöllinn hærra en meðal- leiguverð á þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Hver sólar- hringur í langtímastæði kostar 1.750 krónur í fyrstu vikunni, 1.350 krónur í annarri viku og 1.200 krónur í þeirri þriðju. Ef gert er ráð fyrir 30 dögum í stæði hljóðar kostnaðurinn því upp á 40.990 með meðalverði upp á 1.363 krónur á sólarhring. Hvert bílastæði er 11,5 fermetrar og fermetraverðið því rúmar 3.550 krónur á tímabilinu. Meðalleiguverð á hvern fermetra í þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur var 3.291 króna í júní síðastliðnum. Hækkanir á verðskrá á langtímabílastæðum hjá Isavia hafa verið allt að 300% frá árinu 2015. Í heild eru bílastæði á langtíma- svæði 2.366 talsins en þeim fjölgaði um 300 árið 2016. »11 Dýrara að leigja stæði en íbúð Mikið sjónarspil er nú að finna við Fífuna í Kópavogi en þar hefur tívolí hins breska Taylors verið opnað; betur þekkt sem helgina. Tívolí Taylors hefur verið á nokkru ferðalagi í sumar og í haust en það stóð áður í Hafnarfirði og á Akureyri. Taylors-tívolí. Það mun standa opið eitthvað áfram og verður opið frá klukkan tvö síðdegis og til klukkan tíu að kvöldi yfir Morgunblaðið/Árni Sæberg Björt tívolíljós blika við Fífuna í Kópavogi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rannsóknarhópur undir stjórn Þórarins Gíslasonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknis svefndeildar Landspít- alans, og Bryndísar Benediktsdótt- ur, prófessors við læknadeild HÍ og læknis, hefur fengið 200 millj- óna króna styrk frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH) til nýrrar rannsóknar á kæfisvefni. Að sögn Þórarins er mikil sam- keppni um styrki frá NIH. „Um- sóknir eru mjög margar en aðeins örfáar fá styrki,“ segir hann. Ís- lensk erfðagreining hafi verið leið- andi í erfðarannsóknum í heimin- um í tvo áratugi og það greiði götuna. Einnig samvinna við NOX Medical, sem sé leiðandi í þróun svefngreiningarbúnaðar á heims- vísu. Samstarf í tvo áratugi Samstarf teymis Þórarins og vís- indamanna í svefnrannsóknadeild háskólasjúkrahússins í Fíladelfíu í Bandaríkjunum (PENN) hefur varað í tvo áratugi og frá aldamót- um hefur íslenski hópurinn fengið tæplega milljarð í styrk frá NIH. Í rannsókninni felst hvort greina megi kæfisvefn með blóðsýni og hvort segja megi til um fylgikvilla sjúkdómsins. Þórarinn segir að vís- bendingar séu um að fyrirhugaðar mælingar geti til dæmis sagt fyrir um hjarta- og æðasjúkdóma. Einstaklingar með kæfisvefn eru mjög mismunandi, að sögn Þórar- ins. Greining og meðferð hafi hafist um miðjan áttunda áratuginn og þá hafi rannsóknir bent til þess að sjúkdómurinn væri ekki algengur. Fljótlega hafi komið í ljós að end- urteknar öndunartruflanir, súrefn- isskortur og svefntruflun væru á meðal algengustu langvinnra sjúk- dóma. „Þrátt fyrir að yfir 11.000 manns hafi greinst með kæfisvefn á Íslandi er líklegast að enn fleiri séu með ógreindan sjúkdóm,“ segir Þórarinn. MVíðamikil rannsókn … »6 Nær milljarður í rann- sóknir á kæfisvefni  Greint hvort blóðtaka meti kæfisvefn og líkur á fylgikvillum Gufa upp úr öðrum opna sigkatl- inum í Bárðarbunguöskjunni hefur ekki áður sést jafn greinilega og þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir í vikunni. Ljóst er að hiti er undir en Ingibjörg Jóns- dóttir, dósent við Jarðvísindastofn- un Háskóla Íslands, segir að ekki sé hægt að fullyrða að aukin virkni sé í eldstöðinni. Bárðarbunga er ein af megineld- stöðvunum í Vatnajökli og eitt virk- asta svæði landsins. Jarðvísinda- menn hafa fylgst sérstaklega með Bárðarbungu. »4 Landhelgishæslan/TF-SIF Sigketillinn Ljóst er að hiti er undir. Gufa í Bárðarbungu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.