Morgunblaðið - 03.10.2020, Page 8

Morgunblaðið - 03.10.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Sigríður Andersenstóð fyrir áhuga- verðu vefspjalli á dög- unum þar sem hún ræddi við Anders Teg- nell, sóttvarnalækni Svía, um sóttvarnaráð- stafanir sænskra yfir- valda vegna kórónu- veirunnar og saman- burð við aðrar þjóðir. Svíar sættu mikilli gagnrýni í upphafi far- aldursins fyrir lausatök og fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar, en staðan virðist nú hafa breyst og Svíar hafa náð betri tökum á vandanum. Í viðtalinu kom meðal annars fram að Tegnell segist ekki líta svo á að Sví- þjóð glími við aðra bylgju faraldurs- ins líkt og margar aðrar þjóðir gera (eða þriðju bylgju), tilfellum hafi að- eins fjölgað lítillega aftur.    Fram kom að Svíar hafa haldiðskólum meira opnum en gert hefur verið hér á landi og þegar smit koma upp í skólum er farið í tak- markaðri lokanir, til dæmis einn bekkur sendur heim í viku, en hér virðist allur gangur á þessu og stund- um er heilu skólunum lokað. Í vor var farið í miklar almennar aðgerðir í þessu sambandi.    Þá spurði Sigríður sænska lækninnum lokanir landamæra, en Svíar hafa haldið landamærum sínum opn- um. Tegnell sagðist ekki telja að það hefði mikil áhrif því að smit væru hvort eð er töluverð í landinu. Lík- legt væri að 5-10% smita mætti rekja til þeirra sem kæmu frá öðrum lönd- um og reynt væri að hemja þau þegar þau kæmu upp.    Erfitt er að fullyrða um hvaða leiðer réttust í þessum efnum, en umræðan er gagnleg og mikilvægt að rædd séu ólík sjónarmið og lær- dómur dreginn af reynslu okkar og annarra. Mikilvæg umræða um kórónuveiruna STAKSTEINAR Anders Tegnell Sigríður Andersen Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samninganefnd Eflingar – stéttar- félags undirritaði í vikunni nýjan kjarasamning við Sorpu bs., sem gildir afturvirkt frá 1. apríl í fyrra til marsloka 2023. Laun Eflingarfélaga sem starfa hjá byggðasamlaginu hækka um 100 til 113 þús. kr. á samningstímanum miðað við fullt starf. Hækkunum, umfram 90 þúsund króna taxta- hækkun að fyrirmynd almenna vinnumarkaðarins, er náð fram með innleiðingu nýrrar launatöflu líkt og hjá Reykjavíkurborg. Gerðar verða afturvirkar leiðréttingar á launum vegna hækkana 1. apríl í fyrra og í ár, að frádreginni innágreiðslu. Ákvæði eru í samningnum um styttingu vinnuvikunnar bæði hjá dag- og vaktavinnufólki, að hluta háð nánari útfærslu í samráði við starfs- fólk. Samningurinn verður nú borinn undir atkvæði félagsmanna og ber Eflingu að tilkynna niðurstöðu fyrir 23. október nk. Samningurinn tekur sjálfkrafa gildi með samþykki, en um 70 manns munu fá laun samkvæmt honum. „Ég fagna því innilega að búið sé að undirrita þennan kjarasamning. Með eðlilegum samningsvilja ná að- ilar saman þótt það kunni að taka tíma,“ segir Sólveig Anna Jónsdótt- ir, formaður Eflingar. sbs@mbl.is Hækka laun og stytta vinnutímann  Efling og Sorpa  Nýr kjarasamn- ingur var undirritaður í vikunni Samningur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undirritar. Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu og ríkið stofnuðu í gær formlega opinbert hlutafélag sem mun halda utan um uppbyggingu samgöngu- innviða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár í samræmi við sam- göngusáttmála höfuðborgarsvæð- isins. Þá mun félagið, sem fékk nafn- ið Betri samgöngur, taka við landareignum frá ríkinu í takti við samgöngusáttmálann. Heildarfjárfesting verkefnisins er um 120 milljarðar yfir framkvæmda- tímabilið, en í því felst uppbygging stofnvega, innviða fyrir borgarlínu, lagningu göngu- og hjólastíga og umferðarstýringu og öryggis- aðgerðir. Meðal þeirra stofnvegaverkefna sem Betri samgöngur munu koma að eru að setja hluta Miklubrautar í stokk, setja hluta Hafnarfjarðar- vegar í stokk, uppbygging borgar- línu, tenging Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut og breyting gatna- móta við Bústaðaveg og Reykjanes- braut. Ríkið mun eiga 75% í hinu nýja fé- lagi, en sveitarfélögin 25% og mun eignarhluti ráðast af stærð þeirra. Betri samgöngur formlega stofnaðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Samgöngur Ráðherrar og fulltrúar sveitarfélaga voru glaðbeittir í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.