Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Heiðarholt 18, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is OPIÐ HÚS mánudag frá kl.17.15-17.45 Töluvert endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á 3. hæð á eftirsóttum stað í Keflavík Verð kr. 28.900.000Stærð 84,2 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Hjörvar Steinn Grétarssonvar með ½ vinnings for-skot á Helga Áss Grét-arsson þegar síðasta umferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur hófst í gærkvöldi. Svo skemmtilega vildi að þeir mættust í lokaumferðinni en úrslit þeirrar við- ureignar lágu ekki fyrir þegar þessi pistill var ritaður. Staðan í A-riðli var þessi: 1. Hjörvar Steinn Grét- arsson 7½ v. (af 8) 2. Helgi Áss Grét- arsson 7 v. 3. Guðmundur Kjart- ansson 6½ v. 4. Bragi Þorfinnsson 4 ½ v. 5. Sigurður Daði Sigfússon 4 v. 6. – 7. Davíð Kjartansson og Vignir Vatnar Stefánsson 3 v. 8. Símon Þór- hallsson 2 v. 9. Sigurbjörn Björnsson 1 ½ v. 10. Halldór Grétar Einarsson 1 v. Í B- riðli var Þorvarður Ólafsson efstur með 6 vinninga af átta mögu- legum, Lenka Ptacnikova var í 2. sæti með 5½ vinning og Alexander Oliver í 3. sæti með 5 vinninga. Í C-riðli, þ.e. Opna flokknum, voru efstir Benedikt Þórisson, Elvar Már Sigurðsson og Jóhann Jónsson, allir með 6½ vinning af átta mögulegum. Þremenningarnir í efstu sætum hafa verið í nokkrum sérflokki á haustmótinu. Efsti maður, Hjörvar Steinn, gæti verið með 100% vinn- ingshlutfall hefði hann hitt á besta leikinn í þessari stöðu: Haustmót TR 2020; 7. umferð: Guðmundur Kjartansson – Hjörv- ar Steinn Hvítur hafði valdað d-hrókinn með c4-c5 og Hjörvar gat í tvígang gripið til þeirra aðgerða sem hefðu tryggt vinningsstöðu. Hjörvar lék nú 31. … Hf8 en missti af bráð- snjöllum leik, 31. … Dxd6! Eftir 32. cxd6 Bxe4 á hvítur vart annað en 33. Dc1, en þá kemur 33. … Bxg2+ 34. Kg1 Hg3! – nákvæmast. Riddarinn á c3 fellur og varnir hvíts hrynja. Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson hefur um nokkurt skeið sótt að því marki að ná 2.500 elo- stigum sem er skilyrði fyrir því að hann hljóti útnefningu stórmeistara. Hann er nálægt því marki og í átt- undu umferð hefði sigur yfir Helga Áss dugað til. Þessir tveir hafa átt góða samvinnu undanfarið en henni eru auðvitað ákveðin takmörk sett. Mér sýnist að í skákum Guðmundar við Hjörvar og Helga Áss hafi hann sótt of fast fram þegar rólegri leiðir hefðu tryggt betri færi: Haustmót TR 2020; 7. umferð: Guðmundur Kjartansson – Helgi Áss Grétarsson Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bg4 5. Bxc4 e6 6. Db3 Bxf3 7. gxf3 Dc8 8. Rc3 a6 9. d5 b5 10. Be2 b4?! Djarflega teflt. Helgi vildi með þessu knýja fram mannsfórn sem er óhjákvæmileg en lofar vissulega góðu fyrir hvítan. 11. dxe6! bxc3 12. exf7+ Kd8 13. e4 Rbd7 14. bxc3 Hvítur hefur þrjú peð fyrir mann- inn og hættuleg færi. 14. … Rc5 15. Dc4 De6 16. Be3 Dxc4 17. bxc4 Rfd7 18. O-O-O Kc8 19. Hhg1 Kb7 20. Bd5+? Það er á þessu augnabliki sem hvítur missir þráðinn. Bein atlaga er ekki tímabær og hvítur gat byggt upp stöðu sína með 20. Kc2, sem opnar fyrir hróksskák á b1, eða 20. f4. Í báðum tilvikum er staða svarts afar erfið viðfangs. 20. … c6 21. Be6? Enn verri leikur. Hann átti hik- laust að draga biskupinn til baka og hefur þá enn ágæt færi. 21. … Rxe6 22. Hxd7+ Kc8 23. Hgd1 Ba3+ 24. Kc2 Hd8! Atlaga hvíts hefur siglt í strand og svartur stendur með pálmann í höndunum. 25. Hxd8+ Rxd8 26. e5 Hb8 27. Bc1 Bf8 28. f4 Hb7 29. Hxd8+ Kxd8 30. e6 Hb5 31. Kd3 Hf5 32. Ke4 g6 33. c4 c5 35. Bb2 Ke7 - og hvítur gafst upp. Hjörvar Steinn og Helgi Áss berjast um sigur á Haustmóti TR Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Efstur Hjörvar Steinn Grétarsson við taflið. IOGT á Íslandi eru almannaheillasamtök sem hafa starfað í al- mannaþágu frá stofn- un 1884. Þriðji október er alþjóðadagur IOGT á Íslandi og verður hann nýttur til að vekja athygli á starf- semi IOGT á al- þjóðavísu. Al- þjóðahreyfingin heitir í dag Movendi sem þýðir í stuttu máli félagahreyfing. Hreyfing fé- laga sem láta sig varða mál sem tengjast samfélögum og ein- staklingum hvar sem er í heiminum. Félagarnir eru undirstaða hreyfing- arinnar þar sem grasrótin kemur hreyfingu á hlutina á heimsvísu. Okkar sýn er að allir hafi möguleika á lífi, þar sem þeir geti upplifað sína ýtrustu möguleika, lausir við skaða af völdum áfengis eða annarra vímuefna. Það er heimur friðar, lýð- ræðis og réttlætis þar sem allir heilbrigðir borgarar leggja sitt af mörkum á öllum stigum samfélags- ins. Við erum miklu meira en bara bindindishreyfing, barnamenning- arsamtök, friðarhreyfing, hjálp- arsamtök, mannúðarsamtök, for- varnasamtök eða umhverfisverndarsamtök. Heims- markmið Sameinuðu þjóðanna hafa verið á dagskrá hjá okkur und- anfarin 136 ár og hafa byggst á samkennd félaganna. Samkennd fé- laga IOGT hefur alltaf verið rík og hafa þeir komið að því að lyfta und- ir mörg verkefni sem koma þjóðinni til góða. Það er hlutverk okkar að skapa aðstæður fyrir börn til að alast upp í vímulausu umhverfi. Börnum líður ekki vel innan um fólk undir áhrifum og eiga á engan hátt að upplifa for- eldra sína ófæra um að sinna þeim. Það eru mannréttindi okkar allra að vera laus und- an þeim gríðarlega þrýstingi sem áfeng- isiðnaðurinn beitir til þess eins að hagnast meira á sölu á vökva sem svo sannarlega er krabbameinsvaldandi, veldur óráði, vanhæfni, ofbeldi, slysum og dauða. Við höfum haft almenning með okkur þegar kemur að for- vörnum enda notar meirihluti heimsbúa ekki áfengi að staðaldri. Við höfum sterka löggjöf sem má herða þegar kemur að augljósum brotum eins og áfengisauglýsingum og sprúttsölu. Allt tal um að losa um takmarkanir á dreifingu og sölu áfengis er óábyrgt og verður kjána- legra með hverjum degi þegar í ljós kemur betur og betur að þeir sem koma að áfengisiðnaðinum hafa leynt upplýsingum um gríðarlega skaðsemi áfengis í áratugi. Við hvetjum almenning til að kynna sér með auðveldum hætti á heimasíðu IOGT á Íslandi, hvernig áfengi hindrar að við náum Heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadagur IOGT á Íslandi Eftir Aðalstein Gunnarsson » Okkar framtíðarsýn er að allir ein- staklingar hafi mögu- leika á lífi, þar sem þeir geti upplifað sína ýtr- ustu möguleika, lausir við skaða af áfengi. Aðalsteinn Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Í dag eru liðin 80 ár frá fæð- ingu Óttars Einarssonar, kenn- ara og hagyrðings. Foreldrar hans voru Guðrún Kristjáns- dóttir frá Holti í Þistilfirði og Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli, rithöfundur og út- varpsmaður. Óttar tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1962. Alls lagði hann stund á kennslu og skólastjórnun í 45 ár og skipta nemendur hans þús- undum. Hann kenndi aðallega íslensku og dönsku og þótti einkar góður kennari. Hann sinnti ýmsum félags- og fram- faramálum, sat í mörgum stjórnum og nefndum og var forystumaður í Alþýðu- bandalaginu á Akureyri árum saman. Hann var oft fenginn til að yrkja, skrifa og skemmta enda mikill húmoristi og mann- vinur. Óttar lék á harmonikku, var víðlesinn og hafði mikinn áhuga á bókmenntum, íslenskri tungu og þjóðlegum hefðum. Hann var mikill jafnaðarmaður og hafði ríka réttlætiskennd. Ótt- ar var lipurt skáld og á sjötugs- afmæli sínu 2010 gaf hann út ljóðakverið Þorn og þistla sem er sýnishorn af stökum hans við ýmis tækifæri á lífsleiðinni. Óttar lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 7. febrúar 2013. Merkir Íslendingar Óttar Einarsson Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.