Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik, mun ekki leika með Val fyrr en eftir áramót. Arna Sif glímir við meiðsli í hné sem hafa lengi gert henni erfitt fyrir og framundan er hvíld frá æfingum og keppni. Netmiðillinn handbolti.is greinir frá þessu og þar er rætt við Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfara Vals. Ragnheiður Sverrisdóttir sleit krossband í hné nú síðsumars eins og fram hefur komið og Valur er því einnig án hennar. Báðar eru þær línumenn. Arna Sif þarf að taka sér hvíld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hnémeiðsli Arna Sif Pálsdóttir er ekki leikfær á næstunni. Zaragoza, lið Tryggva Snæs Hlina- sonar, féll úr keppni í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu í körfuknattleik í gær. Liðið mætti gríska liðinu AEK frá Aþenu og tapaði stórt 99:75 og AEK fer því í úrslitaleikinn en um er að ræða Meistaradeildina fyrir tímabilið 2019-2020. Tryggvi er kominn með stórt hlutverk í spænska liðinu og stóð sig vel. Tryggvi skoraði 11 stig, tók 8 fráköst og varði tvö skot frá and- stæðingunum. Tryggvi tók níu skot og hitti úr fimm þeirra. Tryggvi fer ekki í úrslitaleikinn Ljósmynd/KKÍ/Jónas Zaragoza Tryggvi Snær er með stórt hlutverk hjá spænska liðinu. FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Byrjunarlið Íslands í Evrópukeppn- inni sögufrægu í Frakklandi sum- arið eftirminnilega 2016 er allt mætt til leiks á ný. Þeir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stilltu upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum Íslands á EM 2016 og þeir eru nú allir sameinaðir aftur í 26 manna hópnum sem Erik Hamrén tilkynnti í gær fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Rúmenum næsta fimmtudag, sem og gegn Dönum og Belgum í Þjóðadeildinni þar á eftir. Birkir Már Sævarsson er kallaður aftur inn í hópinn eftir að hafa farið á kostum með Valsliðinu í undan- förnum leikjum og þeir Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason koma allir aftur í hópinn, sem og þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson. Kolbeinn var reyndar valinn fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu en þurfti að draga sig út rétt áður en fyrri leikurinn hófst. Þeir sem hófu alla leikina á EM voru Hannes, Birkir Már, Kári, Ragnar, Ari Freyr, Jóhann Berg, Aron Einar, Gylfi, Birkir B., Jón Daði og Kolbeinn, og þá komu þeir Alfreð, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason allir nokkuð við sögu í keppninni. Sterkasta liðið gegn Rúmeníu Til viðbótar voru þessir leikmenn flestallir á HM í Rússlandi sumarið 2018 þannig að nú er ekkert til spar- að hvað varðar reynslu fyrir Rúmen- íuleikinn. Þar mun Hamrén stilla upp því sterkasta liði sem kostur verður á, enda allt undir varðandi mögu- leikann á að komast á EM næsta sumar. Álaginu á hópinn verður síð- an væntanlega dreift talsvert á Þjóð- ardeildarleikina gegn Dönum og Belgum. Þegar liggur fyrir að Aron Einar mun í mesta lagi spila tvo fyrri leikina, samkvæmt sam- komulagi við félagslið hans, og ekki kæmi á óvart þó þannig yrði um fleiri. Áhugavert verður að sjá hvort Birkir Már Sævarsson fari beina leið í byrjunarliðið en miðað við frammi- stöðu hans með Val að undanförnu og gríðarlega reynslu er það alls ekki ólíklegt. Þeir Arnór Sigurðsson og Jón Dagur Þorsteinsson spila með 21- árs landsliðinu gegn Ítalíu 9. októ- ber og verða ekki í hópnum gegn Rúmenum en koma inn fyrir seinni leikina tvo. Óvissa með þrjá leikmenn Síðan er eftir að reyna á hvort all- ir verði leikfærir þegar á hólminn verður komið en þar er Jóhann Berg stærsta spurningarmerkið, enda hefur hann ekkert spilað síðan hann meiddist í leik með Burnley fyrir tæpum mánuði og óvíst hvort hann leiki með liðinu nú um helgina. Ari Freyr hefur heldur ekki spilað þrjá síðustu leiki Oostende, Kári Árnason hefur ekki leikið tvo síðustu leiki Víkings og óvíst hvort hann spili gegn KA á morgun, en hinir í hópnum hafa allir verið meira og minna á fullri ferð með sínum liðum undanfarnar vikur. Sjö leikmenn detta út úr hópnum frá septemberleikjunum. Emil Hall- freðsson er þeirra reyndastur og þá nær Hólmbert Aron Friðjónsson ekki að fylgja eftir góðri frammi- stöðu og marki gegn Belgum en hann glímir við ökklameiðsli. Þeir Jón Guðni Fjóluson og Andri Fann- ar Baldursson voru í byrjunarliðinu gegn Belgum en eru ekki valdir í þennan 26 manna hóp, sem og þeir Samúel Kári Friðjónsson, Alfons Sampsted og Patrik Sigurður Gunn- arsson, en tveir þeir síðastnefndu eru í 21-árs landsliðinu og voru kall- aðir aukalega inn í hópinn fyrir Belgaleikinn. Um 1.500 áhorfendur? Miðað við fyrirliggjandi upplýs- ingar má búast við því að um 1.500 áhorfendur fái að vera á hverjum landsleikjanna á Laugardalsvell- inum og það verður mikill munur frá leiknum við Englendinga 5. sept- ember þegar engum áhorfendum var hleypt inn á völlinn. UEFA hefur gefið leyfi fyrir því að nýta um 30 prósent af vallar- stæðum undir áhorfendur í október- mánuði en fram kom hjá Ómari Smárasyni, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, í gær að mat sambandsins væri að um 1.500 áhorfendur gætu verið á vell- inum þegar farið hefði verið eftir mjög umfangsmiklum sóttvarna- reglum. Allt byrjunarliðið frá EM 2016 mætt til leiks á ný  Gríðarlega reyndur hópur fyrir leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Reyndir Þessir ellefu hófu alla fimm leikina á EM 2016 í Frakklandi og þeir eru allir í landsliðshópnum núna. MARKVERÐIR: Hannes Þór Halldórsson, Val ................................................................... 70 0 Ögmundur Kristinsson, Olympiacos, Grikklandi .................................. 16 0 Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal, Englandi............................................... 5 0 VARNARMENN: Ragnar Sigurðsson, FC København, Danmörku ................................... 94 5 Birkir Már Sævarsson, Val ....................................................................... 92 1 Kári Árnason, Víkingi R............................................................................ 84 6 Ari Freyr Skúlason, Oostende, Belgíu .................................................... 73 0 Sverrir Ingi Ingason, PAOK Saloniki, Grikklandi ................................ 30 3 Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva, Rússlandi...................... 29 2 Hjörtur Hermannsson, Brøndby, Danmörku ......................................... 16 1 Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg, Noregi .......................................... 15 2 MIÐJUMENN: Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi, Katar ............................................... 87 2 Birkir Bjarnason, Brescia, Ítalíu ............................................................. 86 13 Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley, Englandi.................................... 75 8 Gylfi Þór Sigurðsson, Everton, Englandi ............................................... 74 22 Arnór Ingvi Traustason, Malmö, Svíþjóð................................................ 34 5 Rúnar Már Sigurjónsson, Astana, Kasakstan ........................................ 25 1 Guðlaugur Victor Pálsson, Darmstadt, Þýskalandi .............................. 17 0 Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva, Rússlandi......................................... 10 1 Mikael Anderson, Midtjylland, Danmörku ............................................... 6 0 Jón Dagur Þorsteinsson, AGF, Danmörku ............................................... 4 1 SÓKNARMENN: Kolbeinn Sigþórsson, AIK, Svíþjóð.......................................................... 58 26 Alfreð Finnbogason, Augsburg, Þýskalandi .......................................... 57 15 Jón Daði Böðvarsson, Millwall, Englandi ............................................... 50 3 Viðar Örn Kjartansson, Vålerenga, Noregi ........................................... 26 3 Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar, Hollandi ........................................ 12 3 Landsliðshópur Íslands Lengjudeild kvenna ÍA – Tindastóll .......................................... 2:4 Staðan: Tindastóll 17 15 1 1 50:7 46 Keflavík 16 12 3 1 42:15 39 Haukar 16 9 2 5 26:18 29 Afturelding 16 7 4 5 22:19 25 Augnablik 16 6 5 5 27:30 23 Grótta 16 5 5 6 23:30 20 Víkingur R. 16 5 3 8 22:31 18 ÍA 17 3 6 8 24:31 15 Fjölnir 16 2 1 13 7:31 7 Völsungur 16 1 2 13 12:43 5 2. deild kvenna HK – Grindavík ........................................ 0:0 Staðan: HK 16 11 2 3 49:14 35 Grindavík 14 9 3 2 33:11 30 FHL 13 8 2 3 33:21 26 Álftanes 13 6 2 5 22:31 20 Hamrarnir 13 5 3 5 18:20 18 Hamar 14 4 2 8 19:34 14 Sindri 13 3 2 8 18:31 11 ÍR 15 2 4 9 25:36 10 Fram 13 2 4 7 24:43 10 Frakkland Fleury – Lyon........................................... 0:3  Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leik- mannahópi Lyon. Le Havre – Soyaux .................................. 0:1  Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn með Le Havre. Holland B-deild: Jong PSV – Telstar ................................. 3:0  Kristófer Ingi Kristinsson lék í 62 mín- útur fyrir Jong PSV og skoraði annað mark liðsins. Danmörk Randers – Bröndby.................................. 1:2  Hjörtur Hermannsson var á varamanna- bekk Bröndby.  Olísdeild karla Selfoss – FH.......................................... 25:24 Haukar – Valur..................................... 25:28 Stjarnan – KA....................................... 25:24 Staðan: Afturelding 4 3 1 0 97:90 7 Valur 4 3 0 1 128:107 6 Haukar 4 3 0 1 107:96 6 Selfoss 4 2 1 1 100:100 5 FH 4 2 0 2 106:99 4 ÍBV 3 2 0 1 89:85 4 KA 4 1 2 1 96:95 4 Stjarnan 4 1 1 2 102:108 3 Þór Ak. 3 1 0 2 67:69 2 Grótta 4 0 2 2 86:90 2 Fram 3 0 1 2 70:78 1 ÍR 3 0 0 3 76:107 0 Þýskaland B-deild: Lübeck-Schwartau – Gummersbach 25:27  Elliði Snær Viðarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. Danmörk Skjern – Aarhus................................... 35:30  Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern. Tvis Holstebro – GOG ......................... 31:35  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr- ir Tvis Holstebro. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 6 skot í marki GOG. Frakkland Aix – Montpellier.............................. frestað  Kristján Örn Kristjánsson leikur með liði Aix. B-deild: Cherbourg – Nice ................................ 30:29  Grétar Ari Guðjónsson er markvörður hjá Nice. Svíþjóð IFK Ystad – Kristianstad ................... 24:29  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 1 mark fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson 5.   Dominos-deild karla Valur – Stjarnan ................................... 86:91 1. deild karla Álftanes – Vestri............................... 121:104 Fjölnir – Skallagrímur....................... 91:110 Hamar – Sindri ................................... 101:92 Hrunamenn – Selfoss........................... 95:81 Meistaradeild Evrópu Undanúrslit 2019-20: Zaragoza – AEK Aþena...................... 75:99  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig, tók 8 fráköst og varði 2 skot fyrir Zaragoza.  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.