Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 sagði hann. „Hækkun staðgreiðslu var minni en 5% í 59 sveitarfélög- um. Atvinnuleysið er mjög misjafnt. Það er mest í Mýrdalshreppi en þar er það 25% á þessum tíma og það lækkaði tekjur af staðgreiðslu á milli ára um 13%. Það er almennt þannig að þar sem atvinnuleysið er mikið, þar lækka tekjur af stað- greiðslunni hvað mest,“ sagði Sig- urður. Fram kemur á glærum sem lagð- ar voru fram með erindinu að hall- inn á rekstri sveitarfélaganna gæti orðið um 200 milljarðar á yfirstand- andi ári. Rekstrarafgangur gæti orðið rúmir 6,7 milljarðar en út- svarstekjurnar minnka um 11,1 milljarð. Einnig kom fram í máli Sigurðar að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fari vaxandi. „Fjárhagsaðstoð er fylgi- fiskur atvinnuleysis,“ sagði hann. „Við munum sjá verulegan út- gjaldavöxt til fjárhagsaðstoðar á næstu árum,“ sagði Sigurður enn fremur. „Við erum að vakta fjárhagsað- stoðina sérstaklega þessa mánuð- ina. Könnun á útgjöldum tíu stærstu sveitarfélaganna sýnir að fjárhagsaðstoð er að hækka um 30% í ár og um 60% á því næsta,“ sagði hann. Alls fóru 3,2 milljarðar í fjárhagsaðstoð þessara tíu sveitar- félaga í fyrra, áætlað er að hún muni kosta 4,2 milljarða í ár og á næsta ári muni fara um 6,7 millj- arðar til fjárhagsaðstoðar í þessum sveitarfélögum. Allar mánaðartölur um atvinnu- leysi á árinu eru alltaf upp á við, líka yfir sumarmánuðina. Þetta kom fram í erindi Unnar Sverrisdóttir, forstjóra VMST. „Horfurnar fyrir komandi vetur eru eru því miður mjög dökkar því auk alkuls í ferða- þjónustunni, þá ríkir mikil óvissa í öðrum rekstri, og tengist alls kyns þjónustu, samkomuhaldi, skemmti- stöðum, veitingahúsum o.s.frv.,“ sagði hún. Unnur sagði að spár VMST hafi versnað. „Við erum núna komin upp í að spá 11 til 12% atvinnuleysi um áramótin, að það fari hægt og síg- andi upp á við fram að áramótum. Þá verði kannski um 25 þúsund manns í atvinnuleit um áramótin að þeim meðtöldum sem verða í minnkuðu starfshlutfalli,“ sagði hún. Í tölum sem Unnur birti má sjá af nánari útreikningum að stofn- unin spáir því núna að atvinnuleysið verði 10,5% í október, 11,3% í nóv- ember og 11,8% í desember en þar af verði 0,9% í skertu starfshlutfalli. Ástandið er langverst á Suður- nesjum sem kunnugt er en nú er útlit fyrir að heildaratvinnuleysi þar hafi verið 18,9% í september. Unnur fór yfir skiptingu atvinnu- lausra eftir starfsgreinum en lang- flestir koma úr ferðaþjónustunni eða um sjö þúsund manns nú um stundir. Verulegt atvinnuleysi er líka að finna í hefðbundnu atvinnu- greinunum þegar þær eru teknar saman s.s. í iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi og sagði Unnur skýr- ingun líklega þá að þar var atvinnu- leysi fyrir áður en faraldurinn skall á. Hún sagði að ef skoðuð væri skipting og fjöldi atvinnulausra ein- staklinga þar sem þeir eru annað hvort yfir þúsund manns eða færri en þúsund eftir atvinnugreinum kæmi í ljós að ferðaþjónustan sig úr en einnig megi sjá að að ruðningsá- hrifin af hruni ferðaþjónustunar eru alltaf að koma betur og betur í ljós í öðrum atvinnugreinum. 500 milljónir til sveitarfélaga sem standa höllum fæti Atvinnuleysið hefur komið sér- staklega illa niður á erlendum rík- isborgurum. Um 50 þúsund erlendir ríkisborgarar búa á Íslandi, þar af eru 38 þúsund á vinnumarkaði og atvinnuleysið er núna 23,1% meðal þeirra. Verst er ástandið meðal Pól- verja að sögn Unnar en í hópi þeirra mælist nú tæplega 30% at- vinnuleysi. Samkomulagið sem ríkið og sveit- arfélögin gerðu með sér fyrr í þess- ari viku um aukinn stuðning við sveitarfélagögin vegna kórónuvei- rufaraldursins var í brennidepli á fjármálaráðstefnunni. Eins og fram hefur komið eru framlög ríkisins til sveitarfélaganna aukin um 3,3 millj- arða auk þess sem veitt er heimild til lántöku úr Fasteignasjóði Jöfn- unarsjóðs upp á um 1500 milljónir. Hækkunin skiptist þannig að veitt er 670 milljónum í málefni fatlaðs fólks, 720 milljónir fara til fjárhags- aðstoðar sveitarfélaga. Sveitarfélög sem standa höllum fæti fá 500 millj- óna framlag og 935 milljónum er varið til stefnumörkunar um eflingu sveitarfélaga. Þá njóta sveitarfélög- in tímabundinnar lækkunar trygg- ingagjalds upp á um 480 milljónir kr. Breyting útsvars og atvinnuleysi frá 2019 til 2020 Heimild: SÍS -15% -10% -5% 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% Sk ag ab yg gð Sk út us ta ða hr ep pu r Da la by gg ð Ás ah re pp ur Tá lkn af ja rð ar hr ep pu r St ra nd ab yg gð Re yk ja ne sb æ r Ve st ur by gg ð Se yð isf jö rð ur Hv al fja rð ar sv ei t Su ðu rn es ja bæ r Ey ja - o g M ikl ah ol ts hr ep pu r Bl ön du ós bæ r Fj ar ða by gg ð Da lví ku rb yg gð Sv ei ta rfé la gi ð Ö lfu s Hr un am an na hr ep pu r Ra ng ár þi ng yt ra Sv ei ta rfé la gi ð H or na fjö rð ur Hú na va tn sh re pp ur Ísa fja rð ar bæ r Ak ra ne s Fl óa hr ep pu r Hö rg ár sv ei t Hú na þi ng ve st ra Se tja rn ar ne s Ey ja fja rð ar sv ei t Ga rð ab æ r Ve st m an na ey ja r Bo lu ng ar vík Sv ei ta rfé la gi ð S ka ga st rö nd Sk or ra da lsh re pp ur Gr ýt ub ak ka hr ep pu r Ár ne sh re pp ur Re yk hó la hr ep pu r He lg af el lss ve it Atvinnuleysi B re yt in g út sv ar s Allt um sjávarútveg Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS TRAUST Í 80 ÁR YFIRHÖFNIN FÆST Í LAXDAL Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið // www.hjahrafnhildi.is HAUST 2020 GALLERÍ KÚNST TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum, (veikindi) er til sölu frábært tækifæri til eigin reksturs. Gallerí Kúnst ehf. er til sölu ásamt öllum lager list- muna, fasteignum, tólum og tækjum. Meðal eigna er glæsilegt einbýlishús (330 m2) á stórri lóð með mikla möguleika á einum besta stað í Garðabæ. Skjólsælt og ,,prívat‘‘, hlaðið alls konar listmunum og húsgögnum sem fylgja að mestu leiti. Skemmtilegt tækifæri fyrir fagurkera. Mercedes Bens jeppi ekinn 180 þ. km. Stór listmunalager, til- búinn í jólasöluna. Heildarverðmæti áætlað 285 milljónir. Miklir möguleikar: * Umboðssala fyrir hugvitsfólk og listamenn Allar nánari upplýsingar í síma 861 6660, Jóhann eða um netfangið j j j j@simnet.is Það eru miklir peningar í listinni. * Heildsala, smásala * Inn- og útflutningur * Vefverslun * Uppboðshald * Sölusýningar * Kaffihús o.m.fl. * Jólasalan framundan Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.