Morgunblaðið - 03.10.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 03.10.2020, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Erlendar slettur hafa ekki alltaf þótt par smart, þegar talberst að (fögru) tungutaki. Margt má þá segja um híerarkíumálanna sem sletturnar eru sóttar í, enska er þar af sumumtalin síst, en hún er einmitt líka oft síðust. (Orðið „híer- arkía“ kemur t.d. úr grísku, en berst í gegnum latínu inn í ensku, það- an hingað.) Ég tel raunar ekki að tungumáli stafi mikill háski af einu og einu tökuorði, ef málkerfið sjálft heldur sjó. Öðru máli getur gegnt um heilu og hálfu setningarnar. Tröllasögur ganga um að sum ungmenni með íslensku að móðurmáli sjái ekkert athugavert við að eiga tjáskipti sín á milli á ensku. Ég veit ekki hvað þetta er útbreitt, en bendi á að full- orðnir eru síst fríir við að slengja heilum enskum málsgreinum inn í tal sitt (wait for it, þetta er at the end of the day oft sama fólkið, svona give or take). Fullveðja fólki er auðvitað frjálst að skreyta sig með slíkum láns- fjöðrum, en ég vil bara vara við og minna á: Við erum ekki tvítyngd. Það er að segja – hinn erkitýpíski ís- lenski málnotandi sem rekur hvorki nánustu ættir sínar annað, né hefur dvalið langdvölum erlendis, er ekki tvítyngdur, sama hvað hann hefur horft á margar amerískar bíómyndir eða hlustað á mörg Bítlalög. Þess vegna er ekki endilega „háskalegt“ að menn fleygi mál sitt með enskum línum, heldur fyrst og fremst furðulegt. Ég tek strax dæmi úr speglinum, svo ég komist upp með þetta tal: Á tímabili var ég hrifin af enskum sjónvarpsfrasa sem beint er að þeim sem maður hefur ekki hitt lengi: Long time, no see. Nema ég var aldr- ei klár á hvort það átti að vera seen eða see, og beitti því gjarnan grín- leppnum „langur tími, enginn sjór“, því see hljómar eins og sea – sem þýddi um leið að see væri rétta formið, en þá var það orðið af seint. Þetta er (langsótt) dæmi um hvað getur gerst þegar málnotendur telja sig færa í flestan sjó á öðru máli. Þeir sökkva hratt. Og ofmatið gengur víða lengra. Það skýrir m.a. hvers vegna alltof sjaldan er leitað til þýðenda eða prófarkalesara þegar klastrað er sam- an skiltum og enskum bæklingum, sem leiðir til þess að sundgestum er skipað að bera súpu í hárið, og fólk varað við því að hemla reglurnar … Þá er ótalin hættan á alvörumisskilningi. Hér gæti dugað að rifja upp kenninguna um að tungumálastrand hafi verið ástæða efnahags- hrunsins á Íslandi. Galgopalegt kannski, en tilgátan gengur sumsé út á að íslenskir fjármálaspekúlantar hafi misst yfirsýn þegar enska tók við sem samskiptamál í útrásinni og ekki skilið helminginn af því sem þeir sömdu um og veðjuðu á … Ég þarf ekki að taka fram að þessar alhæfingar um bankamenn þarf að skoða með sama fyrirvara og þær að ofan um hinn erkitýpíska mál- notanda, sem er líklega ekki til. Boðskapurinn er einungis að affara- sælast sé að halda sig við þá tungu sem maður er öruggur á, þegar slíkt er í boði. Langur tími, enginn sjór Tungutak Sigurbjörg Þrastardóttir Reykjavík Skiltum prýddur Laugavegur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þorsteinn Víglundsson, fyrrum þingmaður ográðherra, sem hefur snúið til starfa í atvinnu-lífinu á nýjan leik, segir í samtali við Við-skiptablað Morgunblaðsins sl. miðvikudag: „Mér líkar illa sú orðræða, sem felur í sér að þjóf- kenna atvinnurekendur og tel það til skammar fyrir verkalýðsforystuna, sem á að vita betur. Umræðan ætti að einkennast meira af gagnkvæmri virðingu og skiln- ingi. Að lokum er þetta sameiginlegt verkefni og nú er það öðru vísi en áður var […] Nú erum við í þeim veru- leika að hagkerfið hefur tekið á sig mikið högg og við verðum að setjast niður og spyrja hvernig fyrirtækin eigi að takast á við það. Og ekki aðeins fyrirtækin heldur eru ríki og sveitarfélög komin í mikinn hallarekstur og þurfa að taka á sig verulegar launahækkanir á næsta ári. Við þekkjum það frá árunum fyrir þjóðarsátt að víxl- hækkanir launa og verðlags skila að lokum engum kaup- mætti. Það er mikilvægur lærdómur, sem ekki má gleymast.“ Þegar Þorsteinn er spurður, hvort hann sé að kalla á nýja þjóðarsátt segir hann: „Ég mundi segja það, já. Við ofnot- um kannski orðið, en það hefur reynzt okkur vel í ámóta kringum- stæðum að aðilar setjist niður við sama borð og leiti sameiginlegra lausna. Það reyndist vel á tíunda ára- tugnum við að koma okkur úr mjög erfiðri kreppu og vítahringur verðbólgu var rofinn.“ Þetta mat á stöðu mála í samfélagi okkar er rétt hjá Þorsteini en inn í það vantar þó einn þátt – og það er traust á milli aðila. Þegar horft er til samskipta aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á lýðveldistímanum er nokkuð ljóst að sjaldnast hefur náðst samstaða á milli þessara aðila. Samskipti þeirra hafa einkennzt af átökum og sundur- lyndi. Þó eru tvær undantekningar frá þeirri megin- reglu. Sú fyrri er sú samstaða og traust, sem skapaðist á milli þessara aðila á seinni hluta viðreisnaráranna, þegar djúp efnahagslægð gekk yfir. Þá átti Bjarni heitinn Benediktsson, þá forsætisráðherra, mestan þátt í að bet- ur fór en á horfðist. Hin seinni eru þjóðarsáttarsamningarnir 1990, sem þrír einstaklingar eiga mestan heiður af, þ.e. Einar Odd- ur Kristjánsson af hálfu Vinnuveitendasambands þeirra tíma og þeir Ásmundur Stefánsson og Guðmundur J. Guðmundsson, af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Lykilatriði í fyrra tilvikinu var að verkalýðsforingjar þeirra tíma treystu Bjarna heitnum. Og í síðara tilvikinu skipti mestu máli að verkalýðsforingjar treystu Einari Oddi og fundu að hann skildi fyrir hverju þeir voru að berjast. Þess vegna er ástæða til að spyrja: Hvaða forystu- manni atvinnurekenda treysta verkalýðsforingjar nú? Hver þeirra tekur að sér hlutverks Einars Odds? Það er eðlilegt að fulltrúar atvinnurekenda útskýri sjónarmið fyrirtækjanna í landinu. Það liggur í augum uppi að mikill fjöldi þeirra horfist í augu við mikið tekju- fall, þótt í einstaka greinum sýnist hafa orðið uppsveifla. En um leið verða þeir að sýna, að þeir hafi skilning á því að minnsta rekstrareiningin í samfélagi okkar, þ.e. heimilin, hafa í mörgum tilvikum líka orðið fyrir tekju- falli og þá er átt við þá, sem hafa misst vinnuna. Nú er talið að það séu um 20 þúsund manns eða rúmlega það og muni jafnvel nálgast 30 þúsund um áramót. Hinir atvinnulausu og fjölskyldur þeirra þurfa líka að lifa. Þess vegna er erfitt að skilja hvað ríkisstjórnin virð- ist vera treg til að horfast í augu við veruleika þess fólks. Það þarf að hækka atvinnuleysisbætur og það er hægt að gera það tímabundið, eins og aðalhagfræðingur Kviku- banka hefur bent á. Ríkisstjórnin hefur verið raunsæ á vanda atvinnulífs- ins og gert ráðstafanir til að gera fyrirtækjunum kleift að komast í gegnum þennan vanda. Það er varla til of mikils mælst að hún sýni sama skilning á vanda heim- ila hinna atvinnulausu. Það tókst vel til þegar uppsögn kjarasamninga var af- stýrt fyrir nokkrum dögum. En auðvitað er það rétt sem Þorsteinn Víglundsson bendir á, að það þarf að ná samstöðu milli aðila vinnu- markaðarins um þau viðmið, sem notast er við, þegar kemur að skiptingu þjóðarkökunnar. Það hefur ekki tekizt enn. Þar koma ekki bara aðilar vinnumarkaðarins við sögu. Það gera líka hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi. Og þegar horft er yfir farinn veg er ljóst að þeir sem mest tala um ójöfnuð í okkar samfélagi eru sumir hverjir fulltrúar sömu stjórnmálaafla og tóku ákvarð- anir, sem hafa valdið mestum ójöfnuði. Engin ein ákvörðun hefur átt meiri þátt í því að skapa ójöfnuð í okkar samfélagi en sú ákvörðun vinstri stjórn- ar, sem hér sat m.a. með aðild Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, að gefa framsal veiðiheimilda frjálst, án þess að taka upp veiðigjöld um leið. Á það minnast arftakar þeirra flokka aldrei, þegar þeir tala um ójöfnuð. Hvers vegna ekki? Sennilega er það eitt stærsta verkefni stjórnmálanna um þessar mundir að ná samkomulagi um víðtæka þjóð- arsátt, sem nær ekki bara til kjarasamninga og þeirra viðmiða, sem þeir byggja á, heldur líka til þeirra póli- tísku ákvarðana, sem hafa aftur og aftur valdið „for- sendubresti“ í lífi almennra borgara. Og þá fyrst verður hægt að tala um raunverulega „þjóðarsátt“. Verði það ekki gert er hætta á, að sú reiði og óánægja, sem hefur búið um sig í samfélaginu frá hruni og raunar nokkrum árum áður, brjótist fram í þingkosningunum að ári. Hver tekur að sér hlutverk Einars Odds? Traust er lykilatriði eins og dæmin sanna. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þau Milton Friedman og Anna J.Schwartz gáfu árið 1963 út Peningamálasögu Bandaríkjanna, A Monetary History of the United States, þar sem þau lögðu fram nýja skýringu á heimskreppunni miklu 1929-1933. Hún var, að kreppan hefði orðið vegna mistaka í stjórn peningamála. Bandaríski seðlabankinn hefði breytt nið- ursveiflu í djúpa kreppu með því að leyfa peningamagni í umferð að skreppa saman um þriðjung. Hann hefði ekki gegnt þeirri skyldu sinni að veita bönkum í lausafjárþröng þrautavaralán. Eitt versta glappaskotið hefði verið að bjarga ekki Bank of the United States í New York haustið 1930, en það hefði valdið áhlaupum á aðra banka og dýpkað nið- ursveifluna. Margir hefðu haldið vegna nafnsins, að bankinn væri á einhvern hátt opinber stofnun, en svo var ekki. Bankinn var í eigu gyðinga, og flestir viðskiptavinir voru gyðingar. Þau Friedman og Schwartz töldu líklegt, að gyð- ingahatur hefði ráðið einhverju um, að bankanum var ekki bjargað. Hliðstæð ákvörðun var tekin í fjármálakreppunni 2008 um Ísland. Breska Verkamannaflokksstjórnin með þá Gordon Brown og Alistair Darling í broddi fylkingar ákvað að bjarga öllum bönkum í Bretlandi öðrum en þeim tveimur, sem voru í eigu Íslendinga, Heritable og KSF. Jafnframt lokaði stjórnin útibúi Landsbankans í Lundúnum. Þetta olli því, að íslenska bankakerfið hrundi allt, en ella var það alls ekki sjálfgefið. Ég tel líklegt, að stjórnmála- hagsmunir hafi ráðið einhverju um þessa ákvörðun. Brown og Darling voru báðir frá Skotlandi, og þjóð- ernissinnar sóttu þar mjög að Verkamannaflokknum. Þeir höfðu því ríka hagsmuni af því að sýna skoskum kjósendum, að sjálfstæði smáþjóðar gæti verið varasamt. Skoska bankakerfið var tólfföld landsframleiðsla Skotlands og hefði hrunið, hefði Englandsbanki ekki veitt skoskum bönkum þau þrautavaralán, sem hann neitaði Heritable og KSF um. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Gyðingahatur og Íslendingaandúð á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.