Morgunblaðið - 03.10.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020
Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í
síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar.
Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is
Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis
á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi.
STILLHOLT 21 - AKRANESI
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús
og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu.
Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandanum HTH
Innhurðir og flísar frá Parka
Heimilistæki frá Ormsson
Sýningaríbúð
á 1. hæð
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fer
vaxandi samhliða auknu atvinnu-
leysi og gæti hækkað um 60% á
næsta ári í tíu stærstu sveitar-
félögum landsins. Þetta kom fram í
máli Sigurðar Á. Snævarr, sviðs-
stjóra hag og upplýsingasviðs Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, á síð-
ari degi fjármálaráðstefnu
sveitarfélaga í gær. Fram kom í er-
indi Unnar Sverrisdóttur, forstjóra
Vinnumálastofnunar, að stofnunin
hefur hækkað spá sína um þróun
atvinnuleysis, og spáir því nú að
það geti orðið 11-12% um næstu
áramót.
Fjárvöntun upp á 50 milljarða
„Það er högg upp á hundruð
milljarða í okkar efnahagslífi sem
við erum að horfa fram á,“ sagði
Sigurður Á. Snævarr í erindi sínu.
Nú væri útlit fyrir að menn hefðu
285 milljörðum minna úr að spila á
næsta ári en áætlað hafði verið.
,,Þetta er samdráttur upp á um
750 þúsund krónur á mann. Getum
við vaxið upp úr þessum vanda? Já
en sá vöxtur sem nú er spáð næstu
árin dugar ekki til að stoppa upp í
það gat sem 7,6% samdráttur 2020
skilur eftir sig,“ sagði hann.
Fam kom í máli Sigurðar að
leggja þurfi fjárhagsáætlanir fyrir
árin 2021-24 fyrir sveitarstjórnir í
síðasta lagi 1. nóvember. Hann
fjallaði um ýmsar sviðsmyndir sem
uppi hafa verið um fjárhagslega
stöðu sveitarfélaga í dag og bæru
þær að sama brunni. Fjárvöntun
sveitarfélaganna á árunum 2020 og
2021 væri talin nema um 50 millj-
örðum króna og væri jafnvel meiri.
Sex mánaða uppgjör fjögurra af
fimm stærstu sveitarfélögunum
leiddi í ljós gríðarleg umskipti til
hins verra, tekjulækkunin væri 1,6
milljarðar og útgjöldin uxu á sama
tíma um 4,5 milljarða. Rekstraraf-
gangurinn í heild gæti verið nei-
kvæður um 10 milljarða á fyrri
hluta ársins og 20 milljarðar á heilu
ári.
Sigurður sagði staðgreiðslu út-
svars í sveitarfélögunum segja þá
sögu sem blóðþrýstingur segir um
mannslíkamann. Staðgreiðsla út-
svars í mánuðunum febrúar til loka
ágústmánaðar sl. hækkaði um 1,2%
frá sama tíma í fyrra en fjárhags-
áætlanir gerðu ráð fyrir að útsvarið
myndi hækka um allt að 6%. Benti
Sigurður á að ýmsar ráðstafanir
ríkisins hafi bætt í útsvarsstofn
sveitarfélaganna sem auki tekjurn-
ar, s.s. úttekt séreignasparnaðar,
hlutabótaleiðin og greiðsla launa í
uppsagnarfresti. Aðgerðirnar
næmu líklega samtals um 60 millj-
örðum króna sem hafi þá aukið út-
svarið til sveitarfélaganna um 8-9
milljarða.
Staðgreiðslan hækkaði í 49
sveitarfélögum en lækkaði í 23
Sigurður sagði stöðu sveitarfélag-
anna vera mismunandi. Birti hann
yfirlit yfir breytingar á staðgreiðslu
útsvars sundurliðað eftir sveitar-
félögum frá febrúar til loka ágúst-
mánaðar sl. og atvinnuleysi á hverj-
um stað á því tímabili.
„Staðgreiðslan lækkaði milli ára í
23 sveitarfélögum og hækkaði í 49,“
Fjárhagsaðstoð talin aukast
um 60% á næsta ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sveitarfélögin Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Sigurður Á. Snævarr og Unnur Sverrisdóttir á fjármálaráð-
stefnunni, sem send var út með fjarfundabúnaði frá Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í gær og fyrradag.
VMST hækkar spá um atvinnuleysi
sem geti orðið allt að 12% um áramót