Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 útgáfufyrirtækinu Gruenrekorder með ofangreindum náttúruhljóðum. Það var Sigurdór Guðmundsson sem sá um hljóðblöndun og hljóm- jöfnun en upptökustjórn var í hönd- um Hafdísar. Hljóðritun fór fram í Akranesvita og fær vitavörður, Hilmar Sigvaldason, sérstakar þakkir! Parallax eru engir aukvisar, hafa ferðast um allan heim og hafa afar opna nálgun á spunalistina, þannig að samsláttur Haf- dísar og sveitarinnar virðist svo gott sem fullkomin. Verkið hefst á „Barðar- strandarsandur“ en nöfn laga/verka vísa í þá staði þar sem Hafdís safnaði hljóðunum. Stutt og hnitmiðað – giska melódískt meira að segja – nokkurs konar upptaktur. „Hauka- dalur“ er erfiðara ef svo mætti segja. Afstrakt hljómar í upphafi, smá blástur og strengjaplokk (heyr- ist mér a.m.k.). Líkt og liðsmenn – og Hafdís – séu föst í bubblandi hver (kannski voru það áhrifin sem átti að framkalla?). Lagið endar á fallegu, blíðu gítarplokki, andstæðum stillt upp. „Geldinganes – Dettifoss – Surtshellir“ er heilar níu mínútur og fer sér hægt í upphafi. Drunur hefj- ast um miðbikið (Dettifoss!) en öll stemning verður draugalegri í hell- inum, nema hvað. „Barðaströnd – Strokkur“ hefst á fuglahljóðum en verður svo nokk grimmilegt. Skýr- asta tilraunin hér, finnst mér, til að velta upp spurningunni hvað er tón- list? Þarf að vera melódía eða er nóg að hafa hljóð? „Elliðavatn“ byrjar með vatnsskvampi en endar í eins- lags bjölluorgíu. „Grímsnes“ lokar plötunni, snilldarleg blanda af fugla- hljóðum og ókennilegu gítarspili. Heyrist mér. Ég er ekki viss. Sum hljóð eru unnin, sum tekin upp, sum spiluð og ég held að tilgangurinn hér sé að láta mann giska, hvað er hvað? Og kannski, það sem er mikilvæg- ara: Skiptir það máli? Ég hef kynnst Hafdísi sem bjart- sýnni manneskju og eljusamri og verð bara að deila þessu með ykkur, texta sem hún birti á Fésbókarvegg sínum. Mér finnst hann hvetjandi, ekki bara fyrir tónlistarmenn heldur okkur öll: „Hafdís vinnur í tónsmíð: „Klukkan 15:00: „Þetta er glatað, mig langar mest að gefast upp. Af hverju er maður að semja músík á annað borð, það er öllum sama hvort eð er“. Klukkan 17:30: „Ókei, vá, þetta verður geggjað! Jess! Þetta er lífið!“ Þessi litla dæmisaga kennir okkur að stundum er strokleðrið besti vinur tónlistarinnar, og hún stundum skánar þegar maður er bú- in að stroka eitthvað út svo aðal- atriðin skína í gegn.“ Svo mörg voru þau orð. Halda áfram. Laga, bæta, aftur á bak og áfram en alltaf fram á við á endanum. Hafdís og félagar léku efnið á umliðinni Jazzhátíð hér í Reykjavík og stuðst var við fjar- fundabúnað til að koma því til skila, Norðmennirnir léku heiman frá sér og þeirra framlag sýnt á stórum skjá með gæðahljómburði en Hafdís lék á sviðinu. Plötuna má nálgast á Bandcamp, Spotify og fleiri streym- isveitum. » Sum hljóð eru unnin,sum tekin upp, sum spiluð og ég held að til- gangurinn hér sé að láta mann giska, hvað er hvað? Og kannski, það sem er mikilvægara: Skiptir það máli? Lighthouse er plata sem Hafdís okkar Bjarnadóttir vann með norska spunatríóinu Parallax. Eins og svo oft skeytir Hafdís lítt um mörk og mæri þess sem má í tónlist- arlandi. Ekki er allt sem heyrist Félagar Hafdís Bjarnadóttir og val- mennin í Parallax stilla sér upp. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég hef verið að skrifa um Haf-dísi Bjarnadóttur og hennartónlist í tæp tuttugu ár núna og ekki er það búið að vera leið- inlegt. Eðlilega kemur það allt of sjaldan fram að íslenskar konur hafa nú verið í fararbroddi hvað gagn- gera tilraunastarfsemi í tónlist- arsköpun varðar og ég bendi ykkur á að fletta aðeins í gegnum arnareg- gert.is til að verða þess áskynja. Hafdís er ein af þessum eld- hugum, tónskáld skólað í djassgítar en allur hljóðheimurinn er hennar svið og skilgreiningar og lögform- legheit eiga lítt upp á henn- ar pallborð. Nokkrar hafa plöturnar komið út og sam- starf um víða veröld er ástundað af krafti. Þessi plata hér, sem nú verður sett undir mæliker- ið, kallast Lighthouse og er samstarfsverkefni hennar og norska spunatríósins Parallax (Are Lothe Kolbeinsen gítar, Stian Omenås trompet og slagverk, Ulrik Ibsen Thorsrud slagverk). Á plötunni eru hlustendur leiddir í hljóðferðalag um náttúru Íslands en tónlistin byggir á hljóðupptökum af fuglum, fossum, hverum og ýmsu fleiru. Hljóðritunum safnaði Hafdís mest- megnis á nóttunni um nokkura ára skeið en árið 2015 kom út plata hennar Sounds of Iceland hjá þýska Sýningin United States of Bees and Fish People verður opnuð í Midpunkt í Kópa- vogi í dag kl. 18. Er það einka- sýning pólsk- íslensku listakon- unnar Wiolu Ujazdowska. Byggir hún á nýlegum verkum sín- um sem beina athyglinni að innflytj- enda-verkastétt, sérstaklega á Norð- urlöndunum, fólki sem á rætur að rekja til fyrrum sovétlýðvelda Aust- ur-Evrópu en verkin fást við efna- haglegar og pólitískar hliðar þeirra fólksflutninga, að því er fram kemur í tilkynningu. „Verkefnið snýst ekki aðeins um félagslega og pólitíska rödd þessa hóps í íslensku samfélagi, hóps sem er gerður að staðal- ímyndum og upplifir oft mikla and- úð, heldur einnig um tengingar og sambönd milli tegunda út frá póst-húmanísku sjónarhorni þar sem meginpunkturinn snýst um að vekja athygli á dýrum sem lægsta stiginu í stigveldi mannmiðaðs sam- félags,“ segir þar meðal annars. Tengingar og sam- bönd milli tegunda Wiola Ujazdowska Double account- ing, sýning á verkum Geir- þrúðar Finn- bogadóttur, verður opnuð í galleríinu Út- hverfu á Ísafirði í dag kl. 16. Titill sýningarinnar á íslensku er Tvö- falt bókhald og er sýningin sú fjórða í röð svokall- aðra „matrix“ – sýninga, sýninga þar sem horft er til mismunandi kerfa þar sem veruleikinn er skil- greindur innan efnismenningar, eins og segir í tilkynningu. Nánar tiltekið eru það kerfin sem ein- staklingarnir eru greiptir í og skapa þá tálmynd að enginn veru- leiki sé fyrir hendi utan þeirra sjón- deildarhrings og segir í tilkynningu að bókhald sé eitt þeirra kerfa. Tvöfalt bókhald í galleríinu Úthverfu Geirþrúður Finnbogadóttir SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream * The New Mutants * Unhinged * A Hidden Life SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.