Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020
„Nú vakna ég útsofinn og hv
Skúli Sigurðsson
Minnkar óþægindi við þvaglát
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað
fyrir karlmenn sem þjást af
einkennum góðkynja stækkunar á
blöðruhálskirtli.
Rannsóknir hafa sýnt að með
þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur
blöðruhálskirtill minnkað töluvert.
™
íldur“
Strandveg munu bíða næsta vors og
sumars.
Við Varmahlíð vinnur sveitarfé-
lagið að gerð sorpmóttökusvæðis
sem lokið verður við á þessu ári, en
að því loknu og á næsta ári verður
sams konar svæði sett upp á Hofs-
ósi.
K-tak-byggingarfyrirtæki er
nú að ljúka framkvæmdum á þrem-
ur húsum, tveimur á Krók og einu í
Varmahlíð, en þessi hús eru reist
fyrir Landsnet og Rarik og eru
tengistöðvar jarðstrengs sem nú er
verið að leggja frá Varmahlíð til
Sauðárkróks.
Er það Steypustöð Skaga-
fjarðar sem vinnur að lagningu
strengsins og er um þessar mundir
verið að leggja síðasta áfangann.
Ætla má að umtalsvert afhending-
aröryggi skapist með hinum nýja
jarðstreng.
Fyrirtækið Hrafnhóll og dótt-
urfélag þess, Nýjatún, hafa sótt um
að reisa blandaða íbúðabyggð á svo-
nefndum Freyjugötureit. Að sögn
ÚR BÆJARLÍFINU
Björn Björnsson
Sauðárkróki
Rysjótt hefur tíðarfarið verið í
haust, stórir rigningardagar, en inn
á milli bjartir dagar og blíðir. Einn
slíkan stefndi lítill hópur fólks að
Húsgilsdragi í suðaustanverðum
Glóðafeyki, þar sem Helga Sigurð-
ardóttir, fylgikona Jóns biskups
Arasonar, bjó um sig eftir að hún
fregnaði um aftöku biskups og sona
hans í Skálholti.
Tók Helga með sér allt fémætt
sem hún mátti með komast svo það
félli ekki í hendur konungsmanna,
sem gerðu sér ferð heim til Hóla og
létu greipar sópa um allt fémætt á
staðnum og fluttu til Bessastaða.
Þótt langt sé um liðið fannst nokkr-
um áhugamönnum full ástæða til að
minnast þessa kvenskörungs með
því að setja upp minningarskjöld þar
sem talið er að Helga hafi dvalið með
hjúum sínum á þessum örlagatím-
um.
Aðrar afrekskonur, kvennalið
Tindastóls í knattspyrnu, hafa þegar
tryggt sér sæti í Pepsi Max-deildinni
að ári, þrátt fyrir a.m.k. tvær um-
ferðir óleiknar, og er þetta í fyrsta
sinn í sögu Tindastóls að knatt-
spyrnulið frá félaginu leikur í efstu
deild.
Á fyrirliðanum Bryndísi Rut
voru heldur ekki nokkrar vöflur, en
hún er jaxlinn í vörninni og stjórnar
liði sínu eins og sannur foringi, enda
liðið unnið síðustu níu leiki og ekki
fengið á sig mark í síðustu átta leikj-
um. Segir Bryndís að ekkert komi
annað til greina en að vinna deildina
og taka bikarinn.
Á vegum sveitarfélagsins eru
miklar framkvæmdir í gangi, verið
er byggja upp aftur og hækka sjó-
varnargarð norðan hafnarsvæðis,
þar sem verulegar skemmdir urðu
sl. vetur og vatnstjón á athafnasvæði
Vörumiðlunar og byggingar-
vörudeildar KS. Eru áætluð verklok
vel fyrir áramót, en verktakar eru
Víðimelsbræður.
Áframhaldandi sjóvarnir við
starfsmanna sveitarfélagsins gætu
risið þarna 50 til 70 íbúðir, allt frá 30
til 100 fm. Gert er ráð fyrir að allur
reiturinn verði byggður á 10 árum, í
fjórum áföngum, og allt frágengið
úti og inni, og eru íbúðirnar hvort
heldur sem er ætlaðar til leigu eða
sölu.
Byggingarfyrirtækið Friðrik
Jónsson er komið á síðari hluta
með að innrétta 11 litlar og með-
alstórar íbúðir í gamla Barnaskól-
anum við Freyjugötu en einnig
hyggst fyrirtækið byggja þrjú par-
hús, tvö við Freyjugötu og eitt við
Ránarstíg, en þær framkvæmdir eru
ekki hafnar.
Svo sem sjá má er um verulega
þéttingu byggðar í gamla bænum að
ræða, en auk þess er óunnið deili-
skipulag fyrir eina götu, Nestún í
Túnahverfi.
Boðnar verða út á allra næstu
dögum jarðvegsframkvæmdir vegna
viðbyggingar við sundlaugina á
Sauðárkróki og stefnt er að verklok-
um við leikskólann á Hofsósi um
mánaðamót mars/apríl á næsta ári.
Flest ef ekki öll ferðaþjónustu-
fyrirtæki telja sig hafa misst veru-
legan spón úr aski sínum með fækk-
un erlendra ferðamanna.
Framkvæmdastjóri sýndar-
veruleikasýningarinnar Barátt-
unnar um Ísland 1238, Áskell Heið-
ar, sagði að rúmlega tvo og hálfan
eða tæpa þrjá hásumarmánuði hefði
hjá þeim allt verið fullt og aðsókn
mjög góð, jafnvel litlu minni en und-
anfarin ár. Þar var á ferð innlent
fjölskyldufólk, sem flest taldi sig
góðu bættara að hafa nánast neyðst
til að ferðast innanlands í sumar.
Sagði Áskell að aðsókn hefði
nánast alveg dottið niður þegar
nálgaðist skólabyrjun. Meiningin
væri að reyna að vera með tilfallandi
skemmtanir og uppákomur af og til
en annars væru vetrarmánuðirnir
algerlega óskrifað blað.
Ekki þarf nokkrum lifandi manni
til hugar koma að Skagfirðingar
reyni ekki að gera sér einhvern
dagamun af og til í vetur, og líklega
frekar oftar en sjaldnar, enda ekki
neinn merkjanlegur vetrarkvíði í tali
þeirra sem rekist er á á förnum vegi.
Íbúðir Starfsmenn Friðriks Jónssonar hf. vinna að smíði íbúða í gamla barnaskólanum.
Gamli bærinn á Króknum gerður þéttari
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Brimvarnir Verið er að endurbæta sjóvarnagarðana á Sauðárkróki.
Kostnaður Reykjavíkurborgar
vegna utanlandsferða hefur lækkað
umtalsvert vegna heimsfaraldurs
kórónuveirunnar, eða um 66,5%
Þetta kemur fram í svari fjár-
mála- og áhættustýringarsviðs borg-
arinnar við fyrirspurn frá Vigdísi
Hauksdóttur, borgarfulltrúa Mið-
flokksins. Ferðakostnaður fyrstu
sex mánuði ársins 2020 er 22,3 millj-
ónir króna samanborið við 66,6 millj-
ónir sömu mánuði 2019. Sparnaður
borgarinnar er því 44,3 milljónir.
„Auðveldlega má áætla að sparn-
aðurinn af COVID-19 verði mörgum
tugum milljóna meiri þegar árið
verður gert upp vegna þeirrar stað-
reyndar að landið hefur nánast verið
lokað frá í byrjun mars. Til ham-
ingju Reykvíkingar, loksins fann ég
sparnað í rekstrinum þótt ástæð-
urnar séu óskemmtilegar. Með til-
komu tækninnar sem tekin var fyrir
alvöru í notkun í COVID eru engin
rök fyrir öðru en að draga stórlega
úr öllum utanlandsferðum til sparn-
aðar í rekstri,“ bókaði Vigdís í borg-
arráði og kallaði eftir sams konar
tölum frá B-hluta-fyrirtækjum.
Fulltrúar meirihlutams bókuðu að
ferðir fulltrúa borgarinnar á fundi,
viðburði og ráðstefnur erlendis væru
mikilvægur hluti af því að sækja
þekkingu í ólíkum málaflokkum.
„Borgin hefur einnig mjög miklum
upplýsingum að miðla á vettvangi
loftslagsmála, skipulags, velferðar,
skóla, menningar, íþrótta og tóm-
stundamála, lýðræðismála og fleiri
atriða þar sem borgin skarar fram
úr á alþjóðavísu. Sjálfsagt er að
skoða að sækja fjarfundi þegar boðið
er upp á það en sú afstaða sem lesa
má út úr bókun Miðflokksins um að
borgin einangri sig á alþjóðavett-
vangi er athyglisverð.“
Og Vigdís gagnbókaði: „Hvílík
steypa sem er borin hér á borð. Að
spara í rekstri borgarinnar í utan-
landsferðum sé merki um einangrun
á alþjóðavettvangi er fásinna. Þvert
á móti er það merki um mikla al-
þjóðavæðingu og í takt við tímann að
nota sem mest fjarfundarbúnað til
samskipta á alþjóðavettvangi, er
framtíðarsýn en ekki afturhald eins
og meirihlutinn talar fyrir.“
sisi@mbl.is
Ferðakostnaður
lækkar um 66,5%
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgin hefur sparað 44,3 milljónir