Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áhugaverð sýning með dúkkum víða að úr veröldinni sem voru í eigu Jósefínu Guðrúnar Gísladótt- ur á Ísafirði var nýlega opnuð í Búðinni í Hæstakaupstað á Ísa- firði. Bræðurnir Gísli Elís og Úlfur Þór Úlfarssynir standa að sýning- unni í minningu móður sinnar sem lést í byrjun árs 2018. Jósefína Guðrún Gísladóttir, Ína eins og hún var kölluð, var meðal Ísfirð- inga og annara sem til þekktu var jafnan kennd við Hamraborg, verslun og veitingastað sem þau Úlfar Ágústsson eiginmaður henn- ar, fréttaritari Morgunblaðsins á Ísafirði í áratugi, ráku. Nú eru synirnir tveir teknir við Hamra- borg og rekstrinum þar, en minn- ingu móður sinnar þeir halda á lofti með sýningunni sem ber yf- irskriftina Dúkkusafnið hennar mömmu. Leikföng barna í 4.000 ár „Þegar móðir okkar var orðin veik af krabbameini hétum við henni að opna sýningu með dúkk- unum og loforðin stendur maður við,“ segir Gísli. Hann rifjar upp að móðir hans hafi orðið fyrir miklum áhrifum af breskri menn- ingu er hún dvaldi sem ung kona í Brighton á Englandi. Þar gerði hún sér til gamans að heimsækja dúkkusöfn sem varð henni inn- blástur. Fljótlega byrjaði Ína sjálf að safna dúkkum og hvar sem þau Úlfar fóru erlendis keypti hún dúkkur, stundum eina eða tvær í ferð. Þannig liðu árin og dúkkum fjölgaði, sem og og aukahlutum, til dæmis vögnum og rúmum. Margt af þessum munum var á sýning- unni Dansi, dansi dúkkan mín í Safnahúsinu á Ísafirði árið 2013 sem um 2.000 manns sóttu á einu mánuði. Dúkkur eru elstu þekktu barna- leikföng sögunnar og hafa verið til í 4.000 ár, sbr. rannsókn á gröfum barna í öllum álfum heims. Saga nútímadúkkunnar er rakin til Þýskalands á 15. öld. Á tímum iðn- væðingarinnar á 19. öld var byrjað að framleiða dúkkur úr posturlíni sem urðu vinsælar meðal yfirstéttarbarna. Dúkkur úr taui, tuskudúkkur, voru leikföng alþýð- unnar og upp úr 1900 var hægt að fá fjöldaframleiddar brúður úr gifsi, pappamassa og síðar úr plasti. Flestar dúkkur líktust börn- um og stelpur léku mæður, sbr. að leikir barna snúast gjarnan um að líkja eftir þeim fullorðnu. Fyrstu fjöldaframleiddu dúkk- urnar komu á markað í Bandaríkj- unum um 1840. Með tilkomu plastsins urðu verksmiðjufram- leiddar dúkkur ódýrari og því gaman flestra barna og meðal full- orðinna eru þær stássgripir. Falleg og fræðandi „Mamma sá alltaf fyrir sér að dúkkusafnið yrði í einu af gömlu húsunum hér á Ísafirði, bænum þar sem hún bjó alla tíð,“ segir Gísli Elís. „Henni entust þó ekki dagar til þess að sjá slíkt gerast, né heldur skrá niður upplýsingar um hverja dúkku fyrir sig, hvaðan sú væri og eitthvað um klæði þeirra. Þar urðum við að byggja á óljósum upplýsingum og frásögn- um annarra sem þekktu til.“ Árið 2005 eignuðust bræðurnir Gísli Elís og Úlfar Búðina svo- nefndu í Hæstakaupstað; stórt timburhús sem reist var árið 1873. Á jarðhæð hússins eru tvær íbúðir, en á miðhæð er opið rými þar sem forðum var meðal annars netagerð, síðar líkkistuvinnustofa, en nú dúkkusýningin sem opnuð var í sumar – 19. júní, á kvennrétt- indadaginn. Ingi Hans Jónsson, sagnaþulur í Grundarfirði, hafði hönd í bagga með uppsetningunni, en dúkkurnar eru í glerskápum með opnanlegum hurðum. Margvíslegir skýring- artextar fylgja svo með; svo sýn- ingin verður allt í senn falleg og fræðandi. Nokkur skref í Búðina „Stefnan er sú að hafa í framtíð- inni sýninguna opna á ákveðnum tímum og koma tímar og koma ráð, segir máltækið. Þangað til svigrúm til slíks skapast er þetta bara frjálslegt og öllum sem óska sýnum við safnið. Ég er oftast á vaktinni í Hamraborg, þaðan sem eru bara nokkur skref yfir í Búð- ina í Hæstakaupstað, dúkkuhúsið sem svo mætti kalla,“ segir Gísli Elís Úlfarsson að síðustu. Hundrað dúkkur í Hæstakaupstað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fallegar Meðal barna veraldarinnar eiga dúkkur sem leikföng sér langa sögu og eru sem sýningargripir gjarnan klæddar í búninga þjóða sinna Safnstjóri Stefnan er sú að hafa í framtíðinni sýninguna opna á ákveðnum tímum og koma tímar og koma ráð, segir Gísli Úlfarsson, hér í Búðinni. Ísafjörður Minningin lifir í þessu fallega húsi sem stendur við Austurvöll.  Safn á Ísafirði með fallegum dúkkum  Móður- minning bræðr- anna í Hamraborg  Leikföngin eiga sér langa sögu Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Á mánudag hefst í Skálholti al- heimsráðstefnan Trú fyrir jörðina – fjöltrúarlegar aðgerðir. Með tilliti til sóttvarna og umhverfis fer ráð- stefnan nánast alfarið fram í net- streymi og fjarfundum, en á fimmta hundrað manns frá 58 löndum hafa skráð sig til þátttöku. Trúar- samfélög um heim allan eru mikil- vægir gerendur í þeirri djúpstæðu umbreytingu sem verða þarf til þess að forða yfirvofandi lofts- lagsvá og mæta öðrum áskorunum í umhverfismálum, segir í tilkynn- ingu. Ráðstefnan verður sett 5. októ- ber af Guðna Th. Jóhannessyni, for- seta Íslands, við opnunarathöfn þar sem meðal annars Inger Andersen, framkvæmdastjóri Umhverfisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, tekur til máls og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur blessunarorð. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra flytur erindi á ráðstefnunni og Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, stýrir pallborðsumræðum á lokadegi. Ræða umhverfismál og trú í Skálholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.