Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Silver/ Dark walnut að innan.
2020 GMC Denali, magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleira. Samlitaðir
brettakantar, gúmmimottur í húsi
og palli.
VERÐ
13.250.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Carbon Black/ Walnut
að innan. 2020 GMC Denali ,
magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu
fleirra. Samlitaðir brettakantar,
gúmmimottur í húsi og palli.
VERÐ
13.250.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Silver/ Grár að innan.
6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of
torque, 4X4, 10-speed Automatic
transmission, 6-manna.
Heithúðaður pallur.
VERÐ
11.290.000 m.vsk
2020 Ford F-350 XLT
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er að gerð varnargarða gegn ofanflóðum á Pat-
reksfirði. Þeir beinast að því að verja hús við göturnar
Hóla og Mýrar og Urðargötu. Þeir verða tengdir við
varnargarð sem þegar hefur verið byggður ofan við
Aðalstræti til að verja sjúkrahús og grunnskóla.
Framkvæmdin er hluti af varnarvirkjum á Patreks-
firði. Samkvæmt hættumati sem Veðurstofa Íslands
gerði er stærsti hluti byggðarinnar innan hættusvæðis
vegna ofanflóða. Þar hafa fallið aurflóð og snjóflóð. Í
fjallinu Brellum sem rís ofan við þorpið er helsta upp-
tökusvæði snjóflóða í skál ofan Vatnseyrar. Algengt er
að snjóflóðahengjur myndist efst í klettum skálarinnar.
Matið sýnir að Vatnseyrarsvæðið sem er vestasti hluti
þorpsins, það er að segja höfnin og 36 íbúðarhús við Urð-
argötu, Mýrar og Hóla, eru í töluverðri hættu að verða
fyrir ofanflóðum. Með tilkomu varnargarðanna mun ör-
yggi íbúa aukast umtalsvert. Nokkur hús næst megin-
farvegi snjóflóða við Hóla og Mýrar verða þó enn í
hættuflokki B. Til að auka virkni ofanflóðavarnanna
verður snjósöfnunargrindum komið fyrir efst í fjallinu og
vindkljúfum við fjallsbrúnir.
Uppgræðsla, trjárækt og göngustígar
Framkvæmdirnar felast í því að byggðir verða tveir
varnargarðar. Mýrargarður myndar fleyg fyrir ofan
Hóla og Mýrar en Urðargarður verður samtengdur
þvergarður og leiðigarður. Suðurverk fékk verkið eftir
útboð fyrir rúma 1,3 milljarða króna. Framkvæmdir hafa
staðið yfir frá því í sumar og skal verkinu að fullu lokið 1.
desember 2023. Vesturbyggð stendur fyrir framkvæmd-
inni en Ofanflóðasjóður greiðir meginhluta kostnaðar.
Miklir efnisflutningar eru nú í fjallinu enda verða
garðarnir sjö metra háir þar sem þeir verða hæstir. Allt
efni fæst úr skeringum ofan við garðana sjálfa. Síðan
verður unnið mikið að uppgræðslu og trjárækt til að
bæta ásýnd garðanna og stígar lagðir til að styrkja úti-
vistargildi svæðisins.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Ysti hluti þorpsins var-
inn fyrir ofanflóðum
Patreksfjörður Mýrargarður ver Mýrar og Hóla sem sjást næst á myndinni og aðrir sem eru fjær verja Urðargötu.
Miklar framkvæmdir í hlíðum Brellna á Patreksfirði
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum
segir að Eyjamenn telji nauðsynlegt
að hafa áætlunarflug til Vestmanna-
eyja. Þá þurfi að tryggja rekstur
flugvallarins til sjúkraflugs og vegna
almannavarnahlutverks hans.
Bæjarráð Vestmannaeyja fór á
fund Sigurðar Inga Jóhannssonar
samgönguráðherra í fyrradag til að
ræða stöðu áætlunarflugs og flug-
vallar. Flugfélagið Ernir hætti ný-
lega áætlunarflugi þangað og Isavia
sagði starfsmönnunum sínum á flug-
vellinum upp störfum með það í huga
að bjóða þeim lægra starfshlutfall.
Geta ekki dregið úr þjónustu
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri seg-
ir nauðsynlegt að hafa áætlunarflug
og rekstur flugvallarins þurfi að
tryggja. Telur hún að Isavia geti ekki
einhliða dregið úr þjónustu á flug-
völlum, án nokkurs samráðs eða
samtals við heimafólk og ríkið sem
falið hefur félaginu þennan rekstur.
Þá liggi ekkert fyrir hvernig Isavia
hafi hugsað sér að reka flugvöllinn.
Hún segir að ráðherra hafi sýnt
báðum þessum málum skilning. Seg-
ist Íris binda vonir við að hægt verði
að hefja áætlunarflug á ný.
Áætlunarflug til Vestmannaeyja
er ekki ríkisstyrkt og hefur ekki
verið frá því Landeyjahöfn var opn-
uð fyrir Vestmannaeyjaferjuna
Herjólf. Þá hætti Flugfélag Íslands
að fljúga til Eyja og Flugfélagið
Ernir hefur annast flugið í allmörg
ár.
Samkeppni við ferjuna
Hörður Guðmundsson, forstjóri
Ernis, veit af áhyggjum Eyjamanna
og vonar þeirra vegna að eitthvað
gerist á næstu vikum. Hann segir að
farþegum hafi fækkað svo í kórónu-
veirufaraldrinum að ekki sé grund-
völlur fyrir þessari flugleið. Nefnir
hann að fólk hafi annan kost, mikið
niðurgreidd fargjöld með Herjólfi.
Á sama tíma sé flugið skattlagt í bak
og fyrir. Segir Hörður að skattspor
á hvern fluttan farþega til Eyja hafi
á síðasta ári verið 8.300 krónur.
Hann segir að tvær leiðir séu fær-
ar. Annaðhvort að farþegum fjölgi
svo mikið að flugið borgi sig eða að
það verði niðurgreitt. Spurður um
Loftbrúna, sem er niðurgreiðsla á
flugfarmiðum landsbyggðarfólks,
segir Hörður að hún ríði ekki bagga-
muninn í flugi til Eyja en muni von-
andi hjálpa til að halda uppi flug-
samgöngum við landsbyggðina í
framtíðinni.
Áætlunarflug nauðsynlegt
Bæjarráð Vestmannaeyja ræddi málefni áætlunarflugs og flugvallar við samgönguráðherra
Mættu skilningi, að sögn bæjarstjórans Forstjóri Ernis segir að farþegum þurfi að fjölga
Morgunblaðið/Ófeigur
Á Heimaey Um Vestmannaeyjaflugvöll liggur lífæð Eyjanna ásamt höfninni. Völlurinn nýtist nú fyrir sjúkraflug.